Morgunblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 1
Stjórna Marshallhjálpinni I»ctta eru mennirnir, sem stjórna aðstoð Bandaríkjanna til viðreisn- ar Evrópu. Til vinstri er Averell Harriman, sem er einskonar sendi lierra Marshallaðstoðarinnar, en til haegri er Paul Hoffman, fram- kvæmdastjóri aðstoðarinnar. Líðan Benes fyrrum forseta hrakar stöðugt Læknar telja lilla von um bata. Prag í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HEILSU BENES, fyrrum forseta Tjekkóslóvakíu, hrakar enn og gaf opinbera frjettastofan 'i kvöld út tilkynningu, þar sem segir, að sjúkdómur hans sje mjög alvarlegur og er óttast, að það kunni að draga hann til dauða. Sjúkdómurinn er æðakölkun. Veikindi Benes er æðakölkun og hefur heilsu hans í sífellu hrakað síðustu viku. Klukkan 5 í morgun missfi hann meðvitund og blóðþrýstingurinn lækkaði mikið og hann fjekk háan hita. Litlar líkur um bata. 1 skýrslu, sem er undirrituð af læknum dr. Benes, segir að líðan hans sje mjög alvarleg og litlar líkur fyrir að honum batni. Hann liggur í sjúkraklefa í sum- grbústað sínum, Sesimovo Usti Bjarni Benediktsson (er á sameiginlegan fund utanríkisráð- herra BJARNI BENEDIKTSSON ut- anríkisráðherra, fer sennilega á sameiginlegan fund utanrikis- ráðherra Norðurlandanna, er haldinn verður í Stokkhólmi dagana 8. og 9. september. Fundur ráðherranna mun fæða sameiginlega afstöðu Norðurlandaþjóðanna, til ým- issra mála, er rædd verða á allsherjárþingi Safneinuðu þjóð anna, sém hefst í París seint í þessum mánuði. « 1000. farþeginn með „Gullfaxa" GULLFAXI Flugfjelags Is- lands kom í gær frá Prestwick og með flugvjelinni var eitt þúsundasti farþeginn, sem flýg ur með vjelinni frá því að Flug fjelag Islands keypti hana í sumar. Hafa nú alls 1023 far- þegar flogið með Gullfaxa. Gullfaxi fer í dag aukaferð til Kaupmannahafnar, en þar býður margt íslendinga heim- ferðar. Hefir ekki verið hægt að anna flutningum fólksins heim og þess vegna er þessi auka- ferð farin. 693 farþegar í ágúst. I ágústmánuði flutti Flugfje lag Islands samtals 693 farþega með vjelum sínum, bæði inn anlands og utan. Skemdarverk í Burma Rangoon í gær. SÓKN stjórnarherjanna gfcgn uppreisnarmönnum í Burma hefur nú tafist nokkuð, vegna ýmiskonar skemmdarverka, sem skæruliðarnir hafa fram- kvæmt á vegakerfi landsins. — Þeir munu meðal annars hafa eyðilagt allmargar brýr. Schuman tekur að sjer stjórnarmyndun ] Felst á lækkun framlags til franska hersins París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SCHUMAN, fyrrverandi forsætisráðherra, en utanrikisráðherra í stjórn André Marie, tilkynnti forseta Frakklands í dag, að hann myndi taka að sjer að mynda stjórn í Frakklandi, en fyrst myndi hann fara fram á traustyfirlýsingu í franska þinginu. — Skömmu síðar var fundur settur í þinginu, þar sem Schuman skýrði með ræðu frá fyrirætlunum sínum, ef honum tækist síjórnarmyndun. Mesta athygli vakti, að hann virtist að mestu fallast á kröfur sósíalista um minnkað framlag til franska hers- ins. — ------------- • Samkomulag um Berlín? Berlín í gær. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FORINGJAR hernámsliðanna fjögurra komu saman í Berlín S dag og stóð fundur þeirra í eina klukkustund. Ekkert nefur verið tilkynnt um árangurinn af við- ræðunum, en vitað er, að fund ur þessi stendur í sambandi við síðasta fund sendiherra Vestur veldanna í Moskva við Molotov. Sagt er að ákveðið hafi verið á Moskvafundinum að gefa her námsstjórnum allra hernámsv. fyrirskipanir um tvö aðal- ágreiningsefnin í Þýskalands- málunum: 1) flutningbannið ti! Berlín og 2) gjaldmiðil Berlínar borgar, og munu hernámsstjór- arnir hafa rætt þessi mál á fund inum í dag. Ýmsar líkur benda til, að eitt hvert samkomulag sje í vænd um um afljetti samgöngubanns 1 ins við Berlín og um gjaldmið- ilsvandamálið er það að segja, að Bevin utanríkisráðherra Breta lýsti því nýlega yfir, að Bretar gætu fallist á að mark- ið á hernámssvæði Rússa yrði gjaldmiðill fyrir alla Berlín ef ráð skipað fulltrúum allra her námsveldanna fengi að hafa hönd í bagga um seðlaveltuna. Bretakonungur heiðrar Lárus Fjeldsted BRET AKONUN GUR hefir heiðrað Lárus Fjelsted hæsta- rjettarlögmann og veitt honum kommanderorðu af borgarlegu deild hins breska heimsveldis. (Commander of the Civil Divis ion of the Order of the British Empire). Orðan er veitt í viðurkenning arskyni fyrir þýðingarmikið starf Lárusar Fjeldsted sem hefir verið lögfræðilegur ráðu- nautur bresku ræðismannsskrif stofunnar og sendiráðsins í Reykjavík í rúmlega 25 ár. Mr. C. W. Baxter, sendi- herra Breta, afhenti Lárusi Fjeldsted merki orðunnar í gær. Tjekkar styðja baráttuna gegn berklum. PRAG: — Tjekkneska stjórnin lýsti því yfir, að hún myndi styðja starf heilbrigðisnefndar Sameinuðu þjóð- anna í baráttunni gegn berklum í heiminum. Fullfermi og 375 lunnur lifrar á 8 dögum NÝ SKÖPUNARTOG ARINN Mars, hjeðan frá Reykjavík, kom til Norðfjarðar á sunnu- dag af veiðum og var með full- fermi af fiski, sennilega 360 smálestir og 375 tunnur lifrar. Hafði togarinn aflað þetta í átta daga veiðiferð, en þar af var hann 7 daga að veiðum. Mun þetta vera einhver mesti afli, sem fengist hefir á tog- ara hjer við land á jafnskömm- um tíma. Aflinn er aðallega upsi og lenti Mars í svo mikilli upsa- göngu, að tvisvar sinnum sprengdi trollið hjá lionum. Voru tafir af því. Skipstjóri á Mars er Þor- steinn Eyjólfsson. Sljórnlagaþing týskalands kemur saman Frankfurt í gær. HJERUMBIL 50 fulltrúar koma saman á morgun í há- skólanum í Bonn og mynda þeir stjórnlagaþing Þýska- lands. Er starf þessarar sam- kundu að gera uppkast að stjórnarskrá fyrir Þýskaland, en stjórnarskrá þessa verða hernámsstjórnir Vesturveld- anna að samþykkja, svo að hún sje gild. Að því loknu verða tillögurnar bornar undir þjóðaratkvæði, eða samþykkt- ar af þingum hinna einstöku ríkja. Opin leið verður fyrir Austur-Þýskaland að gerast þátttakandi að stjórnarskrá þessari hvenær sem er. — Reuter. Ekki var búist við atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýsirig- una, en búist við að hún yrði samþykt með litlum meiri- hluta. Helstu atriði í ræðu Schu- mans voru þessi. Innanlandsmál: Schuman sagði að aðalvanda- málið í innanlandsmálum væri efnahagsmálin og baráttan við dýrtíðina. Fyrst og fremst væri nauðsynlegt að leiða í lög ýmsa hluta af efnahagstillögum Ren auds, fyrrum fjármálaráðherra, svo sem gagngera fækkun em- bættismanna ríkisins, jafnvel fækkun ráðherranna. 28 föld verðhækkun. Nauðsynlegt væri að lækka verð á víni og kjöti, einkum væri verðhækkun síðari ára á kjöti óviðunandi, en kjötverð hefur hækkað 28-falt frá því fyrir stríð. Þá verður að minka framlög til þjóðnýttu fyrir- tækjanna. t IlaEalaus fjárlög. Þá sagði Schuman: Ef á að koma í veg fyrir enn frekari verðbólgu, er umfram allt nauð synlegt að fjárlögin standist hallalaus. — Til þess að auka útflutning landsins, verður að lækka vöruverð allt. Hann sagðist og fallast á lækkun fjár framlaga til hersins. Utanríkismál: Schumann sagði m. a., að Frakkland myndi halda áfram að berjast fyrir rjettlæti og frelsi í heiminum, og sjerstak- lega á allsherjarþinginu, sem haldið yrði í París í næsta mán uði. Þýskalandsmálin. Um Þýskaland sagði hann, Framh. á bls. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.