Morgunblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. sept. 1948 MORGV JY BLAÐIÐ Kosningabaráttan í Bandaríkjunum verð- ur hörð Eftir SCOTT RANKINE, frjettaritara Reuters. JVI.EÐAN stjórnmálasjerfræðingar halda áfram að spá forsetaefni repúblikana, Thomas Dewey, sigri í væntanlegum forsetakosn- ingum í nóvember, eru ráðgjafar Trumans að skipuleggja hörð- ustu og einbeittustu kosningabaráttu í sögu demókrataflokksins. <■— Roosevelt forseti gat aldrei í síðari framboðum sínum beitt sjer af afli við kosningabaráttuna, fyrst 1936, vegna vekinda cg síðar, 1940 og 1944, vegna styrjaldarvandamála. Ætlar að brjóta öll met. ! Truman forseti mun aftur á Baráttari um atkvæði móti brjóta öll met í kosninga- bæmlanna. ferðum, jafnvel metið, sem Wendell Wilkie setti 1940. Frá því hann byrjar kosn- ingabaráttuna í miðjum sept. með ræðu í Detroit og fram að kosningadegi í nóvember, verð- ur Truman forseti á sífelldu ferðalagi, ýmist með einkaflug- vjel sinni sem heitir „Independ- ence“ (sjálfstæði), eða einka- járnbrautarlestinni „Frederick Magellan11, sem hefur verið sjer staklega byggð til þessarar notk Unar. Fyrir utan aðalræðurnar, sem Truman mun halda í stærstu borgunum, ætlar hann að mestu leyti að tala blaða- laust. Honum reyndist það vel í ferðinni um vesturríkin í vor og á republikanaþinginu í Philadelphia. Býður Suðurríkjunum mannrjettindaskrá. Sú ferð forsetans, sem menn bíða með mestri eftirvæntingu er ferðin til Suðurríkjanna. Þar ætlar hann að bera mannrjett- indatillögur sínar beint fram fyrir negrana og demókrata- andstæðinga sína sem eru á móti mannrjettindatillögunum. Ráðunautar Trumans forseta álíta, að meirihluti demókrat- anna í Suðurríkjunum sje frjáls lyndari í þeim málum en stjórn- málaforingjar þeirra. Næst fer Truman um Mið- ríkin og Nýja England. Tru- man er sjálfur Miðríkjamaður Truman og var einu sinni strákur á bóndabýli. Þannig hefur hann dálítið forhlaup til að vinna at- í kvæði bændanna, sem yfirleitt hafa verið republikanar, þótt Roosevelt ynni þá til fylgis við sig á kreppuárunum. Republikanar og demókratar leggja mikla áherslu á að vinna atkvæði bændanna, en þeir eru sú stjett, sem ræður yfir flest- um atkvæðum og enginn hefur orðið forseti Bandaríkjanna án þeirra stuðnings. Kyrrahafsströndin vill „New deal“. Enn ætlar Truman að ferð- ast um Kyrrahafsströndina og norðvesturríkin, enda virðist svo, að bardaginn um kjörmenn þeirra ríkja ætli að verða harð- astur. Andstæðingur Trumans þar er varaforsetaefni republikana, Earl Warren ríkisstjóri Kalí- forníu. Stjómmálaskoðanir . Warrens eru í sjálfu sjer ekki svo mikið frábrugðnar stjórn- málaskoðunum Trumans. í þessum hluta Bandaríkj- anna eru republikanar ekki síð- Ur en demókratar hlynntir „new deal“, það er að segja að ríkið styðji nýskapaðan iðnað hjeraðanna og stuðli að aukn- um framkvæmdum einkum með meiri rafvirkjun. Stefnu- skrá republikanaþingsins er í andstöðu við slíkar óskir. Þótt persónufylgi Warrens ríkisstjóra sje mikiðlþarna, veg ur fylgi Trumans við ,,new deal“ þar upp á móti og mun hann leggja sig allan fram í kosningabaráttunni þar, eink- um til þess að vinna kjörmenn Kaliforniu, sem eru ákaflega margir. ilanskur prófessor við forn* leifarannsóknir í Ameríku Leitar sönnunargagna fyrir dvöl víkinga þar í landi Báðir flokkarnir hafa fallist á að greiða beri háar uppbætur á landbúnaðarafúrðir, enda þótt vitað sje að slikt geri barátt- una við dýrtíðina erfiðari. Fyrir Truman forseta er allt undir því komið, að bændur líti meir á verðhækkunina sem seljendur verðhárra landbún- aðarafurða, en sem kaupendur verðhárra iðnvara. Snýr við og við til Washington. Við og við, þegar mikið ligg- Framh. á bls. 8. I BANDARIKJUNUM er stadd ur V m þessar mund'ir Johs. Bröndsted .prófessor, einn af þekktustu fornleifafræðingum Dana. Prófessorinn er þarna í boði American Scandinavian Foundation, og í Bandaríkjun- um ætlar hann að dvelja í þrjá mánuði og reyna að finna sönn- unargögn fyrir því, að norræn- ir menn hafi fundið Vínland nær 500 árum áður en Kolum- bus kom til landsins. Brönd- sted prófessor segir raunar, að enginn vafi sje á því, að rjett sje sagt frá í Islendingasögun- um um landafund Leifs heppna löngu áður en KolumbUs kom til sögunnar. Það er einkum tvennt, sem Johs. Bröndsted mun rannsaka meðan hann dvelst í Bandaríkj- unum. Annað rannsóknarefnið er dularfullur, sívalur turn, sem stendur við bæinn New- port á Rhode Island. Hitt er rúnasteinn frá Minnesota, en steinninn fanst fyrir 50 árum síðan. Ymsar sögur eru til um steininn og turninn, en engar sönnur hafa þó verið færðar á það, hvort turninn sje eldri en nýlendutímabil Breta í Ame- ríku, eða rúnasteinninn nokk- uð annað en fölsun. Engin ástæða til að efast. ÁÐUR en Bröndsted próf. lagði af stað til Bandaríkjanna, ræddi hann við frjettamenn um hið fyrirhugaða rannsóknar- efni sitt. Hann sagði meðal ann ars: — Jeg sje enga ástæðu til að efast um, að norrænir menn frá Grænlandi hafi fundið Ameríku. En vafalaust verður það miklum erfiðleikum bund- ið að finna staðina, sem þeir dvöldust á. Það. kemur sem sje als ekki til mála, að þeir hafi stofnað nýlendur í Ameríku, heldur ljetu þeir sjer nægja að jhafa þar vetrarsetu. -— En nú vilja Bandaríkja- menn fá úr þessu máli skorið, og það er af þeim ástæðum, að þeir hafa gert boð eftir mjer, svo að jeg geti fellt nokkurs- konar dóm á það, hvort hægt sje að gera sjer vonir um að finna í Bandaríkjunum sönn- unargögn fyrir ferðum nof- rænna manna til Vínlands. Brönsted prófessor skýrir frá því að hann muni ekki sjálfur taka þátt í neinum forrileifa- grefti vestan hafs. Bandaríkja- menn hafi þó í huga ýmsa staði sem þeir gjarnan vilja að hann líti á og segi til um, hvort frek- ari rannsóknir sjeu þar rjett-- lætanlegan. ; Turninn á Rhode Island. J Um steinturninn á Rhode Is- land hefir Johs. Brönsted m. a. eftirfarandi að segja: —- Bandaríkjamenn hafa þeg ar beint athygli sinni að gamalli steinbyggingu, sem sumir forn- leifafræðingar þeirra telja, að Norðurlandabúar hafi reist, áð- ur en Kolumbus lagði upp í leiðangur sinn. Steinbygging- in, eða turninn, á merkilega sögu, því að hún er æfagömul, og til skamms tíma ljetu menn Dularfulli turninn á Rhode Island, sem Rröndstad, fornleifafræð- ingur, meðal annars ætlar að rannsaka. sjer nægja að ganga út frá því sem vísu, að Bretar hefðu bygt hana, þegar hluti af Norður- Ameríku var ennþá bresk ný- lenda. Við Newport á Rhode Island hefur fólk horft á þenn- i an turn mann fram af manni, , án þess að gera sjer Ijóst, hversu merkileg saga hans kann að vera — að því undan- j skildu auðvitað, að hann er mjög gamall, svo gamall sann- ast að segja, að enginri hefur hugmynd um, hvenær hann var reistur. Það er ekki fyr en nú á síðustu árum, að nokkrum vís indamönnum hefur komið það til hugar, að turninn kunni að vera mikið eldri en breska ný- lendutímabilið í Ameríku. Hjer kann því að vera það sönnunar gagn, sem sýnir það svart á hvítu, að norrænir' menn hafi komið á þessar slóðir á undan Englendingum. Rúnasteinninn. En það er fleira, sem Banda- ríkjamenn hafa hug á að Brönr sted prófessor líti á hjá þeim og leggi dóm sinn á. Rúnasteinn inn áðurnefndi kemur hjer mikið við sögu. Danski forn- leiðafræðingurinn hefur m. a. eftirfarandi að segja um stein þennan: Mikið héfur deilt um rúna- steininn frá Minnesota, en eng- inn fær þó neitað því, að hann er jafn „spennandi“ og heil Indíánasaga. Hann fanst árið 1898 við stöðuvatn, sem gömlu víkingarnir kunna að hafa siglt inn á eftir einu af stórfljótun- um á þessum slóðum. Á stein- inum eru rúnir, sem segja frá því, að er norrænir menn hafi komið heim úr fiskiferð, hafi þeir fundið þarna tíu fjelaga sína dauða og „rauða af blóði“. — Flestir rúnafræðingar á- líta, að hjer sje um fölsun að ræða. En svo finnast líka nokkr ir „viliutrúarmenn“, sem halda því fram, að steinninn geti ver- ið ósvikinn. En ef áletrunin er fölsuð, verður maður að gera ráð fyrir því, að í auðnum Minnesota hafi búið maður, svo fróður um rúnaletur og frá- sagnirnar af ferðum víkinganna til Vínlands, að hann hafi getað leyst verk sitt nógu vel af hendi til að villa jafnvel sjerfræðing- um sýn. Grænlandsleiðangur 1360. — Rúnafræðingarnir benda á, að áletrunin er sambland af sænsku og norsku. Þetta er þ<> engin sönnun fyrir þvi, að steinninn sje ekki ósvikinn. Ef hann er það, er hann eftir leið- angur þann, sem Magnús kon- ungur sendi til Grænlands um 1360, en leiðangurinn var gerð- ur út til þess að leita af nor- rænum mönnum, sem snúú8 höfðu baki við krístninni. Leið- angursmenn voru bæði norskir og sænskir, og þeim tókst ekki að finna mennina á Grænlandi — nýlendurnar þar voru þegar að deyja út. En leiðangurinn tck þó mörg ár, og hugsanlegt Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.