Morgunblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ MiSvikudagur 1. sept. 1948 Fyrsta ársþing frjáls- íþróttasambands islands FYRSTA ársþing Frjálsíþrótta- . sambands íslands hófst í Fje- lagsheimili verslunarmanna s.l. mánudag. Formaður sambandsins, Kon- ráð Gíslason, setti fundinn, en fundarstjóri var kosinn Lárus Halldórsson, Brúarlandi og Osk ar' Guðmundsson, fundarritari. Þá gaf formaður skýrslu stjórnarinnar. Stærsta viðfangs efni FRÍ á þessu fyrsta ári sam bandsins var að sjá um lands- kepnina við Norðmenn, en það er fyrsta landskepni, sem Is- lendingar heyja í frjálsum í- þróttum, og val á mönnum til kepni á Olympíuleikunum. Þá gaf varaformaður FRÍ, Jóhann Bernhard, stutta skýrslu um þíng IAAF (Al- þjóða-frjálsíþróttasambands- ins), en hann sat það fyrir ís- lands hönd. Einnig voru reikningar sam- bandsins lesnir upp og sam- þyktir. Þingið heldur áfram í dag kl. 5 e. h. Sjötugsafmæli Þorleifs Magnússonar — Meðal annara orða Framh. af bls. 6. Til dæmis hefur bandaríska sendinefndin tekið Hótel Crill- on allt á leigu, breska sendi- nefndin Georg V, hótelið og sú rússneska, Royal Monceau. - Forsetakosning- arnar Framh. af bls. 7. ur við mun Truman snúa til Washington til að gegna aðkall- andi störfum. Þó er ekki búist við miklum tíðindum í innanlandsmálum, vegna þess, að allir þingmenn eru fjarverandi frá Washing- ton, í kosningabaráttu í sínum eigin kjördæmum og um utan- ríkismál að undanteknu Pales- tínu málinu hefur Truman al- gjörlega falið þau umsjá Mars- hall utanríkisráðherra. Ceylon hjálpar arabiskum flóttamönnum. STOKKHÓLMUR — Það var Cey- lon, sem var fyrsta rikið, sem svar aði beiðni Bemadotte greifa um hjálp til handa 300,000 arabískum flóttamönnum. Gaf stjórn Ceylon 50,000 rúpíur. ÞAÐ er almennt talið. að þeir, er stýrðu búum í Hvamms- hreppi í Dalasýslu á fyrsta ára tug þessarar aldar hafi verið sjerlega þróttmiklir menn. — Allir þessir menn eru nú farnir af sjónarsviðínu nema tveir, sem báðir eru á áttræðisaldri. Árið 1909 bættist í hóp bænda Hvammssveitar maður, sem sem ekki mun verða talinn ,,svik inn hlekkur“ í þeirri römmu keðju er víggirti lífsbaráttu undanfarinna áratuga. Maður þessi er Þorleifur Magnússon, er lengst af hefur búið í Sælings dalstungu og Sælingsdal. Fæddur er Þdrleifur í Stykkis hólmi 29. júní 1878. Átti hann því sjötugs afmæli 29. júní sið- astliðinn. Hann fluttist að Val- þúfu á Fellsströnd á íyrsta ái j og ólst hann þar upp fram yfir tvítugsaldur. Gerðist þá vinnu- maður hjá Jens hreppstjóra Jónssyni að Hóli í Hvammssveit og víðar. En á 26. afmælisdeg’ sínum, 29. júní árið 1904, gekk Þorleifur í hjónaband með Ingi- bjcrgu 'Jónsdóttur, uppeldisdótt- ur sjera Þorleifs Jónssonar prófasts í Hvammi. Voru þau í húsmennsku á ýmsum bæjum í Hvammssveitinni í nokkur ár. Vorið 1909 gerðist Þorleifur bóndi á nokkrum hluta af jörð- inni Sælingsdalstungu, er það stór jörð og var þar þá mikið töðufall á þeirra tíma vísu. — Eigandi jarðarinnar og sam- býlismaður Þorleifs var Ólafur Jónsson, er lengi bjó í Sælings dalstungu, orðlagður áhuga- og dugnaðarmaður. Var sambúð þeirra Þorleifs með ágætum svo að samhentari sambýlismenn er vart hægt að hugsa sjer. Var haft eftir Ólafi, að Þorleif vildi hann ekki missa meðan hann hefði ráð á jörðinni. Oft mun Þorleifur hafa veitt Ólafi góða aðstoð við hin erfiðari störf þvi að heilsa Ólafs var tekin að bila seinni árin, sem þeir voru sam- an. Stórhugur Þorleifs knúði hann þc úr fleirbýlinu er meira land- rými bauðst. Vorið 1918 losnaði jörðin Sæl ingsdalur úr ábúð. Flutti Þor- leifur þá þangað og bjó þar til 1930, en þá hætti hann búskap, þar eð heilsa hans var þá tekin mjög að bila. Eftir það voru þau í hús- Sælingsdalstungu mennsku víða þar í dalnum. Var heimili þeirra hjóna jafnan mjög snyrtilegt bæði utan húss og innan; atorka, reglusemi og sparsemi, hjeldust þar í hendur. Þorleifur var jafnan talinn mjög nýtur bóndi, ósjerhlífni hans og nákvæmni hans við skepnur var mikil. Fór hann jafnan vel með allar skepnur sínar og hafði af þeim mikinn arð. Á býli sínu sát hann vel. Margar voru þúf- urnar bæði 1 Sælingsdalstungu og Sælingsdal, sem fjellu fyrir handverkfærum hans. Þorleifur hefur jafnan verið eítirsóttur í vinnu. Snemma hlaut hann það hlutskipti að vera beitt fyrir í erfiðustu verk- unum og enn í dag áttum við sveitungar hans okkur mjög tak markað á því hversu starfsárin eru orðin 'mörg að baki og okk - ur hættir við að kalla til hans, sem væri hann á sínum bestu árum. Veldur þar að nokkru ósjerhlífni hans og einnig hversu vel hann ber aldur sinn með andlegri og líkamlegr' hreysti. Starfið er líf hans og yndi, enda lítur hann með fak markaðri virðingu á kaupkröfur nútímans. Kjörorð hans er, að geia fyrst kröfu til sjálfs sín „að alheimta ei daglaun að kvöldum, því svo lengist manns- æfin næst“. Fáir, sem sjá Þorleif á velli, mundu trúa því, að hann væri að byrja áttunda áratuginn. — Teinrjettur og aðsópsmikill held ur hann leiðar sinnar. Gleðimót manna sækir hann með yfir- bragði æskumannsins. Sjötugur gerir hann ýmsa fimleika, sem margir trúlega leika ekki eftir. Margir vinir og sveitungar Þorleifs heimsóttu hann á sjö- tugsafmælinu að Sælingsdals- tungu, þar sem hann dvelur nú sem annara þjónn, og áttu með honum góða og glaða stund Glaður og reifur tók hann ri móti gestum sínum og veitti þeim af mikilli rausn. í hófinu gaf hann Búnaðarfjel. Hvamms- hrepps tvö þúsund króna gjöf í tilefni dagsrns. En á síðastliðnu ári gaf hann Hvammskirkju nýtt orgel til minningar um konu sína. — „sjerhvers manns er sögubrot sagði í unnu starfi“. Þorleifur missti konu sína fyr ir tveimur árum. Þeim varð ekki barna auðið, en þau ólu upp að nokkru frænda Þorleifs, Valgeir að nafni, en hann fór alfarinn að heiman fyrir 23 árum. í fljótu bragði mætti því ætla, að Þorleifur væri einstæð- ingur. Svo er þó raunverulega ekki. Hann hefur með fórnfýsi, þjónslund og síðast en ekki síst hjartahlýju skapað sjer þau ítök í hugUm sveitunga sinna, að þeim finnst mörgum að raddir hans endurópii hjá þejm sjálfum svo sem væri hann þeirra eigin bróðir. Megi sólskinið í Sælingsdaln- um lýsa og renna langt og frið- sælt æfikvöld. E. S. - Fornleifarann- sóknir Framh. af bls. 7 er, að hann hafi haldið frá Græn landi til Vínlands, í von um um Grænlendingarnir hafi fluttst þangað. Forn vopn. Eftir að hafa rannsakað hinn umdeilda rúnastein, gerir Brön sted fornleifafræðingur ráð fyr ir að halda til Toronto í Kan- ada, en á þjóðminjasafninu þar er talsvert vopnasafn frá vík- ingaöld. Ekkert er vitað um þessi vopn annað en það, að þau fundust í kjallara í gömlu íbúðarhúsi, en hvort þau hafa verið grafin úr jörðu í Amer- íku eða flutt vestur um haf á eeinni árum, er hulinn levnd- ardómur. Ólíklegt erf að sú gáta Verði nokkurn tíma leyst. En hvort sem svo verður eða ekki, og enda þótt turninn á Rhode Island og rúnasteinninn frá Minnesota "brygðíst vonum manna, er Brönsted prófessor í engum vafa um, að víkingarnir hafi verið í Ameríku nokkrum öldum á undan Kolumbus. Hitt er svo annað mál, segir hann, að sanna þetta, er líkt og að leita að nál i heystakk. piiinimiiitiMiiHiiinitiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiimiiirtiiiiiiiiiiiiiniriiMiiiiiiiiiinfiiiiiiiinHimuiintnit Markús & & A Eftir Ed Dodd SimmiimiMmiiimmiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii uiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiiéiiiimiiiilmiiliiiiiiiiimiiiimiiimiiiMiii’ * suT.uacrop.,, w f-sEAístTi cin riwtá uP, amo r«v\ mavow'. A UAHf) tlAAJc GrrtiM6 MV GRCATH... g* fe-tT <?.-£:l; r : j Ht Jfc r.j ,i • c-iOOW ft', ‘ , c Illi l'Si : VF "’C<t ;< 'vTU h-ti V. jnec. i wt-'Ctvc ei.n ' OVf.R.M:«K AiiO i U.ry^. . .c ,'l <v‘, (r+0~ JK) CO'i-te 'iO W OFT*C f> TFH. CHf-AU QUACT—1 OfctSHT C V.2LL, Wf-IAT DO 'TMERE'5 A MAN NA/VT! DAVI3 ULPU TO SEE YC. HE SAV5 IT'S VERV IMPOPTANT, ■ L — Já en læknir, mjer finn.-l hjartað í mjer vera að springa. Og jeg á erfitt um andardrátt. Towne segir í símann við læknirinn: Komið þjer hingað eins fljótt og þjer getið. — Er. læknirinn svarar: Jeg hef sagt yður það áður, að pjer eruð ekkert veikur, nema að þjer vinnið of mikið og þurfið að hvíla yður. Towne verður vondur. Aula- bárðurinn sá arna. Nú ,hvað viljið þjer? — Það er hjefna maður, sem. vill tala við yður. Hann segir. að það sje mjög þýðingarmikið. íll — Isskápur 4 manna Wolsley 10, f keyrður aðeins tæpa 7000 j km. og nýr amerískur ís- 1 skápur til sölu. — Uppl. í = síma 6922. •mmiiimmmmmmmmimmmmmiiiitimiiiti : Chester- j fieldsett j 2 stólar og sófi; notdð, til j sölu. Verð 1800,00 kr. —- j Uppl. Flókagötu 10, sími ; 3875. ; Mimiiimiimuiiiiiiiiiimimiiiiiiimimifiimiimii j ; Vantar stúlku fyrir Ráðskonu j helst með barn með sjer. j Rólegt heimili. — Uppl- j lýsingar Laugavegi 137, 3. ; hæð, eftir kl. 8 á kvöldin. |Mash 19471 j lítið keyrður í fyrsta I | flokks standi til sölu. — j = Tilboð merkt: „Nash ■— I | 922“ leggist inn á afgr. 1 1 Mbl. fyrir laugardag. | Stúlka óskar eftir ( Herbergi I I 15. sept. eða 1. okt. Tilboð f [ merkt: „Reglusöm — 923“ í ; sendist Morgunbl. fyrir i i laugardag. : 'mmimmmimmmimmmmiirimimi ■•1111111111, ; \ 2 amerískir i duitarar \ i og mandólín til sölu milli i j kl. 1—7. j Hjjóðfæravinnustofan 1 Hverfisgötu 104B. : "••,"mnii,miinmi»iiiiimmiiiui,|,||„„,,,„l„l,| ~ j Röskan mann í fastri j vinnu vantar erbergij í kyrlátu húsi 1. okt. I (gjarna loftherbergi). — i Tilboð merkt: „Haustmán- 1 j uður ’48 — 926“ sendist i Mbl. hið fyrsta. ■ iai>iniiinnininiinninniinniiininininiiiiniiiiiii : (Þvottakonal j og stúlka óskast til Klepps | ; járnsreykjahælisins í j j Borgarfirði. Uppl. í skrif i j stofu ríkisspítalanna, sími I ; 1765. 1 | „Gtímmíi)átur“ ( Gúmmíbátur óskast, j i helst 5—8 manna, en aðr | i ar stærðir koma cil greina. i j Tilboð ásamt upplýsing- i i um og verði leggist inn á | j afgr. Mbl. fyrir föstudags- j i kvöld, merkt: „A-B-C — | i 937“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.