Morgunblaðið - 08.09.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1948, Blaðsíða 2
2 MORGU /V BL AÐIÐ Miðvikudagur 8. sept. 1948. 1 Undirbúningur að víð- tæku norrænu við- skiftabandalagi Samræming á iramleiðski þjóðanna og samvinna á viðskiplasvlSinu KAUPMANNAHAFNARBLÖÐIN skýra frá þvi, að í uppsigl- ir.gu sje stofnun sambands milli íslands, Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar um ýms viðskiptamál og tollamál og sje útlit fyrir þetta samband verði að ýmsu leyti líkt og samband hinna í.vonefndu Benelux-lar.da. Frumdrög að þessu sambandi voru gerð á fundi norrænu viðskiptamálaráðherranna í Stokkhólmi á •dogunum, en skömmu eftir miðjan þenna mánuð hefur verið boðað til ráðstefnu í Osló til að ræða frekar um þetta nýja sa mband. S&jimkomulag um framleiðslu landanna. Nationaltidende í Kaup- ir.annahöfn skýrir frá því, að samkomulag hafi náðst á við- skiptamálaráðherrafundinum hersluna I Norðmenn á vjelaframleiðslu, á framleiðslu raf- magns og á þann hátt leggja Dönum til rafmagn til ljósa og hita, en á því sparast innflutn- sameiginlega viðskiptastefnu gagnvart öðrum þjóðum. Sam- eiginlegum vörusýningum Norð- urlanda og yfirleitt koma fram sem heild gagnvart öðrum þjóð- um í viðskiptamálum og ná þannig betri mörkuðum fyrir framleiðslu Norðurlandaþjóð- anna í heild. Er hjer um að ræða hugmynd ir að virkri norrænni samvinnu, stærri og umfangsmeiri, en þekkst hefur áður. 'um samræmingu á framleiðslu ingur til Norðurlanda á kolum. hinna fjögurra Norðurlanda, Loks er talað um lánastarf- þannig, að hver þjóð fyrir sig semi á breiðum grundvelli, og “Fr-amleiði það, sem henni hentar best, en stórframleiðslan verði samræmd þannig, að hver þjóð in framleiði það sem henni hent ar best og hún hefur bestar að- stæður til að framleiða. í stað- Inn muni svo þessar þjóðir ílytja út til hver.annarar í sam- ræmi við framleiðslu sína. *Þá var rætt um, að þjóðirnar veittu .fjármagni til framleiðslu í sam- bandslöndunum, eftir því sem þurfa þykir ástæða til. Fjói’faidir viðskiptasamningar. í þessum mánuði munu sjer- fræðingar frá hinum fjórum norrænu þjóðum koma saman í O3I0 til að skipta framleiðslunni milli þjóðanna og í nóvember verður annar fundur í Kaup- ir.annahöfn, þar sem rætt verð- ur um viðskiptasamning milli allra hinna fjögra þjóða í einu, er. hingað til hafa þjóðirnar gert með sjer viðskiptasamninga tvær og tvær í einu, eins og kunnugt er. Hugmyndin að þessu við- skiptasambar.di Norðurlanda- þjóðanna er í sambandi og sam- ræmi við Marshall-hjálpina. —• Hugmyndin er að samræma framleiðsluna og að' þjóðirnar keppi ekki hver við aðra, eins og hingað til um framleiðslu, Sem hentar einni þjóðinni betur en annari og ennfremur er hug- nayndin að frjálsri verslun milli þjóðanna. Náin samvinna, Nationaltidende skýrir þessa hugmynd með dæmi um, að "Danir muni með Marshall-að- stoðinni geta aukið mjög fram- leiðslu landbúnaðarafurða. — í stað þess muni Svíar og Norð- menn ekki leggja áherslu á að auka sínar landbúnaðarafurðir, Iieldur auka framleiðslu á vjel- um og tilbúnum áburði, sem Danir fái í stað landbúnaðaraf- urðanna. Þá hefur verið rætt um, að norrænu f jármagni verði veitt til dönsku sementsfram- leiðslunnar og að Danir fram- leiði þá sement fyrir öll Norður- lör.din. fívlar munu leggja aðalaá- Fróðíeg kvikmynd um slysavarnir I GÆRKVÖLDI kl. 9 ílutti Gunnar Hultman fynrlestur um slysavarnir og vinnuvernd i Svíþjóð, í fyrstu kenlsustofu háskólans- Á eftir honum var sýnd kvikmynd. Gunnar Hultman skýrði frá því starfi, sem unnið hefði ver- ið í Svíþjóð til þess að skapa verkamönnum öryggi á vinnu- stöðum. Hefðu verkamenn og vinnuveitendur haft samvinnu um frjáls samtök, er unnu að þessum mikilvægu öryggisinái- um. Tekist hefði að ná með hennj miklum árangri. Slysum hefði á skömmum tíma fækk- að um helming. Að ioknum fyrirlestrinum vaf sýnd kvikmynd frá verk- smiðjum í mörgum greinum sænsks iðnaðar. Sýndi h'in þær varúðarráðstafanir, sem ge-rðar eru þar til þess að koma í veg fvrir slys og tryggja verka- mennina gegn hverskonar meiðslum. Var kvikmynd þessi hin merkilegasta og mun hún verða sýnd hjer oftar á vegum Slysa- varnafjelags fslands og sænska sendiráðsins. Hvert sæti í fvrstu kenslu- stofu hálskólans var skipað og voru margir forstjórar iðnfyrir tækja í hænum rneðal áheyr- enda. Ennfremur ýmsir for- ustu menn verkalýðssamtak- anna. Gunnar Hultman fer í kvöld til Bandaríkjanna. í Laucar- BÆJARYFIRVÖLDIN hafa enn á ný farið fram á leyfi til þess að mega bæta úr fráræslu- vandræðum Laugarneshverfis- ins og samtímis les jeg í Morg- unblaðinu grein um „Fjárhags- ráð og lokræsagerð í Laugar- neshverfi“, þar sem lýst er neyð íbúanna. og hættum þeim, sem nú vofa yfir heilsu þeirra af þessum sökum. Er að vísu lýst skilningi á erfiðleikum fjhr. í þessum efnum, en þó virðist mjer nokkuð kenna í grein þess ari þess sama og víðar kemur fram, að fjárhagsráð standi með rólegu geði gegn þörfum mann virkjum og umbótum, og verð- ur þetta aldrei endurtekið svo oft, að jeg finni ekki til nokk- urs sársauka við þessar get sakir. Fjárfestingarskýrsla ársins 1948 er nú að koma út, og hún sýnir sannast að segja alt aðra mynd. Hún sýnir að vísu geysi- mikinn niðurskurð á þvi, sem óskað hefir verið eftir að fram- kvssma, enda hefði til þeirra framkvæmda þurft helmingi meiri innflutning byggingar- efna en hægt var að^kaupa til landsins og kostnað á árinu, er nam um það bil helmingi allra áætlaðra þjóðartekna. En þrátt fyrir þennan niðurskurð eru leyfðar framkvæmdir svo mikl ar, að fjárhagsráð er vafalaust miklu frekar ámælisvert fyrir ógætni en hitt, að það hafi ver- ið of naumt í veitingum leyfa. Megináhersla hefir verið lögð á að aðstoða menn við að koma upp hæfilegum íbúðarhúsum. En mest ber þó í raun og veru á því, hve opinberar byggingar og opinberar framkvæmdir eru gífurlegar, bæði hjá ríki og bæj um. Mun ekkert af nágranna- löndum okkar komast nálægt okkur í þessu. Eitthvað hlýtur því að verða út undan. Var reynt til lengstra laga að fara í þessu eftir brýn- ustu óskum aðilja sjálfra. Og í skrám þeim, sem fyrir fjárhags ráði voru, var að vísu getið um þessa holræsagerð, en þó ekki lögð á hana hin mesta áhersla, enda aðrar ástæður, er virtust halma því, að bærinn gæti að svo komnu ráðist í að steypa þessi rör. Annars hefir fjárhagsráð lagt á það mjög mikla áherslu, að leyfa mönnuð þær framkvæmd ir, sem miða að hreinlæti og auknum hollustuháttum, og má vera, að það hafi ekki verið ráðinu nægilega ljóst hve fast skórinn kreppti að í þessu til- felli, enda hefir alt verið frjálst um þessar aðgerðir þar til nú, án þess að hafist hafi verið handa um að framkvæma þéssa holræsagerð. Magnús Jónsson. Flugvjelasýning London í gær. FULLTRÚAR frá meir en 40 löndum voru viðstaddir í dag, er hin árlega sýning flugvjela- framleiðenda hófst í Bretlandi. Meðal vjela þeirra, sem eru á þessari sýningu, er fyrsta fjögra hreyfla þrýstiloftsvjelin og stærsta helicoptervjelin, sem framleidd hefur verið tíl þessa. ömmæli fánnskra blaða: i Gestaleikurinn var sigur fyrir Islendinga Helsingfors í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. ÞAÐ ER MJER gleðiefni, að geta óskað íslenskri leiklist til hamingju með þann sigur, sem hún hefur unnið með frumsýn- ingunni á fyrsta íslenska gestaleiknum, Gullna hliðinu, eftir Davíð Stefánsson, sem var sýnt í Svenska Tcatern í gærkvöldi. Yoru leikararnir hylltir með miklu lófataki og barst þeim fiöldi blóma. Koma og leikur íslensku leikaranna hefur fjörgað starfsemi norræna fjelagsins og leiksýningin var mikil hátíða- stund. Lofsyrði í öllum blöðum. Dómar morgunblaðanna eru allir samhljóða í lofi, bæði um leikrit, leikstjórn, leiktjöld, tónlistina og um hin einstöku hlutverk. Um leikritið skrifa blöðin meðal annars, að Jón og kona hans túlki vissa þætti í ís- lenskri þjóðarsál, sem voru nauðsynlegir henni til þess nð hún stæðist þrengingar fyrri alda. — Davíð Stefánsson er nefndur sem eitt af fremstu ljóðskáldum íslendinga. Ekki lengur olnbogabarn. Eítt blaðið minnist á, að í grein eftir Jakob Benediktsson sem skrifuð var áður en Davíð samdi Gullna hliðið sagði, að leikritagerð á íslandi væri oln- bogabarnið í íslenskum skáld- skap, en blagið bætti við, að tæplega sje hægt að segja þetta lengur, því að þetta íslenska leikrit myndi sóma sjer vel hvar sem er. Um íslenska leik- list er það að segja, að hún er á mjög háu stigi. Tilfinningaríkur lcikur. í öðru blaði segir, að það hafi verið sjerlega skemmtilegt að horfa á tilfinningaríkan leik ís- lendinganná. Tónlistin, eftir Pál ísólfsson, jók hrifninguna og túlkaði í tónum barnslegan svip þjóðsagnanna. Sama vai að segja um leiktjöldin eftir Lárus Ingólfsson, þau áttu heima ut- an um efnið, segir eitt blaðið, og annað segir um þau: Þau voru sjerstaklega falleg, gerð af mikilli list og litasamsetning in góð. Framúrskarandi leikstjórn. Leikstjórn Lárusar Pálssonar hlýtur hina lofsverðustu dóma í Ilelsingin Sanomat segir: Til þessa mikla sigurs á leiksvið- inu stuðlaði ekki síst framúr- skarandi leikstjórn Lárusar Pálssonar. Honum tókst hvar- vctna ao seyða fram hin sterk- ustu áhrif þó án öfga og allt ber vott um verk framúrskarandi leikstjóra. í Hufvudstadsbladet segir um leik Lárusar, sem var í hlutverki fjandans: Leikur hans var ljómandi og tókst honum að gera sig að yfirbragði nákvæmlega eins og alþýðan álítur fjandann, nautnasjúkan og illgjarnan. Leikur Arndísar. Arndís Björnsdóttir fær einn ig sjerstaklega góða dóma. í Uusi Suomi segir: Konan hans Jóns, leikin af Arndísi Björns- dóttur, barðist fyrir sál manns- ins síns með allri þeirri elsku serp konuhjarta getúr búið ýfir. Og leikurinn var svo eðlilegur, að áhorfendurnir glevmdu því að hún var að leika. Hvassyrtur karl. Leikur mótleikara hennar, Brynjólfs Jóhannssonar, í hlut- verki Jóns fær einnig lofsverða dóma. 1 Hufvedstadsbladet seg- ir: Hann var snoggur í viðmóti eins og bændur eru oft og hvassyrtur karlinn sá. Allir hinir leikararnir eiu. nefndir með nafni í blöðuni borgarinnar, einkum Anna Guð mundsdóttir, sem ljek Vilborgu í og Gestur Pálsson, sem ljek í tveimur hlutverkum. Helsinkin Samomat bendir á, hve leikar- * arnir lifðu sig inn í hlutverkin. Samsæti á eftir. Eftir frumsýninguna vag ’ haldið samsæti á heimili Jo- i hanssons, sendiherra og konu j hans. Tók þar meðal annars !il i máls forsætisráðherra Finn- j lands, Fagerholm. Fyrir hönd íslendinganna þakkaði Gestur Pálsson með innilegri ræðu. Öllum, sem sáu frumsýning- una af Gullna hiiðinu í Svenska Teatren í gær ber saman um, að það hafi xerið atburður, sem aldrei gleymist. — M. L. ÍI. Sænskir loflfimleika- menn í Tivoli Á - NÝLEGA eru komnir lofí- fimleikamenn frá Svíþjóð til að sýna listir sínar í Tivoli. Þart hefir verið reist 25 metra há járnslá (til samanburðar má geta þess, að turn kaþólsku kirkjunnar er 34 m. hár). Á slánni leika fimleikamennirnir listir sínar, án þess að hafa: öryggisnet. í flokknum eru tvær stúlkur og einn karlmaður. Þau kalla sig Aerienne du Suéde og hafa þau ferðast og sýnt listir sínar í Sovjetríkjunum, Finnlandi og öðrum Norðurlöndum. Hafa þau einkum sýnt í skemtigörðum eins og Tivoli er hjer og blöð- in á Norðurlöndum hæla þeim fyrir leikni þeirra og vogun. Vafalaust þykja listir þeirra nýlunda hjer. Spjespeglasalur. Spjespeglasalur er kominn upp í Tivoli fyrir skömmu og þykir hin besta skemtun. Þeir, sem komið hafa í Tivoli í Kaup mannahöfn kannast við slíka spegla, sem gera menn afkára- lega er litið er í þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.