Morgunblaðið - 08.09.1948, Blaðsíða 8
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. sopt. 1948.
r 8
Útg.: E.f. Árvakur, Reykjsvfk.
Pramkv.*tJ.; Si*£ó* Jónsso®.
Ritstjðri; Valtýr Stefánsson (ábyrffSftno.).
Frj*t1t«rtíatjári: fvar Guðmund*»oa.
A.u*lý*5n«ftr t Áml Garðar Kristixiaaw,
Ritetjðm, s«flý*ingar og afgreiðda
A.usturstr«>ti 8. — Sími 1600
Aafcriítargjald kr. 10,00 á mánuði, Iruswuwíuids..
t i*u*asölu 50 fturm eintakið. 75 aura m*# iUMbðk.
kr. 12.00 utanlands
Auðsjeð hvert steínir
í Berlín
ÞAÐ verður með hverjum deginum Ijósara hvert stefnir í
sambúð hernámsveldanna í Berlín. Eftir síðustu atburði
getur engum dulist að Rússar stefna þar að afnámi alls rjett-
aröryggis. Borgarstjórn Berlínarborgar hefur nú í þriðja
sinn verið hindruð í að halda löglegan fund. Hafa Rússar
beinlínis skipulagt skrílsuppþot til þess að koma í veg fyrir
fundi borgarstjórnarinnar.
En það er ekki nóg með það. Þeir hafa jafnframt sigað
lögreglu sinni á löggæslumenn hinna hernámsveldanna, sem
settir hafa verið borgarstjórninni til verndar. Þessa lög-
gæslumenn hefur herlið og lögregla Rússa sett í járn og
framið á þeim hið freklegasta ofbeldi.
Það er þannig bersýnileg ætlan rússnesku hernámsyfir-
valdanna í Berlín að gera yfirstjórn borgarinnar ómögu-
legt að starfa.
En Rússar hljóta að gera sjer það ljóst, að með þessum að-
förum eru þeir að eyðileggja alla samkomulagsmöguleika
við fyrri bandamenn sína um stjórn hinnar þýsku höfuðborg-
ar eins og samið hefur verið um.
Sovjetstjórnin getur ekki ætlast til þess, þótt Stalin og
Molotov tali við fulltrúa Vesturveldanna í Moskvu um sætt-
ir í Berlínardeilunni, að heimurinn trúi því að henni sje
áhugamál að finna friðsamlega lausn deilumálanna og
tryggja þjóðunum varanlegan frið. Það er ekki hægt að
telja almenningi trú um að menn, sem efna til jafn ögrandi
æsinga og skrílsláta og hinar þrjár aðfarir að borgarstjórn
Berlínar og eftirlitsmönnum Vesturveldanna, voru, hafi á-
huga fyrir friðsamlegu samstarfi.
Það liggur þvert á móti í augum uppi, að fyrir þeim vakir
það eitt að espa til ósamlyndis, bera olíu á eldinn.
í hátt á annan mánuð hefur heimurinn beðið þess með
óþreyju að frjetta eitthvað af umræðunum í Moskvu á milli
fulltrúa Rússa og Vesturveldanna. Ennþá hefur ekkert verið
tilkynnt um árangurinn af þeim viðræðum. En það hafa
verið haldnir fjölda margir fundir og rætt við Stalin og
Molotov. Samtímis þessum fundum hafa fulltrúar Sovjet-
stjórnarinnar í Berlín stöðugt fært sig upp á skaftið. Fram-
koma þeirra hefur orðið æ ósvífnari.
Hámarki sínu hefur hún náð með síðustu aðförunum gagn-
vart borgarstjórn Berlínar og eftirlitsmönnum Vesturveld-
anna.
Það er hægt að vona að hinni kommúnistisku stjórn Sovjet
Rússlands sje það áhugamál að varðveita og treysta frið-
inn í heiminum. En það er ómögulegt að byggja þá von á
framkomu hennar. Hún bendir þvert á móti ekki til annars
en að hún stefni þráðbeint að því að kasta veröldinni út í
nýja heimsstyrjöld, ægilegri en allar fyrri styrjaldir, sem
yfir mannkynið hafa dunið.
Það er heldur varla tilviljun að sama daginn, sem upp-
vaðsla kommúnista og umboðsmanna Moskvavaldsins í Ber-
lín, nær hámarki sínu, þá skuli rússneskur flugmálasjer-
fræðingur, sem flúð hefur undan einræði Stalins, lýsa því
yfir í London, að land hans stefni að heimsyfirráðum og
muni ekki hika við að steypa heiminum út í styrjöld til þess
að ná því takmarki.
Sú sorglega staðreynd verður ekki sniðgengin að ástandið
í heiminum í dag er átakanlega líkt því, sem það var á
blómaskeiði nazismans. Allir tala um hættuna, sem yfir vofi.
Ekkert öryggi er til. Hvert ofbeldisverkið rekur annað í al-
þjóðamálum. Samningar eru rofnir og loforð og heit einsk-
isvirt. Skrílsuppþot eru skipulögð til þess að torvelda lög-
legum yfirvöldum störf sín.
Þannig þræðir hin kommúnistiska stjórn Sovjet Rússlands
leiðir Hitlers og Mussolinis.
En að einu leyti voru þeir Hitler og Mussolini heiðarlegri
en mennirnir í Kreml. Þeir lýstu því hreinlega yfir, að þeir
væru lýðræði og þingræði fjandsamlegir. Um það þurfti eng-
inn að fara í grafgotur. En Stalin og Gottvald segjast elska
lýðræðið. Þjóðir Austur Evrópu hafa fengið gott tækifæri
til þess að kynnast því „lýðræði“.
UR DAGLEGA LIFINU
Gleðjum gamla fólkið.
ÞAÐ VAR fallega gert af
forstjóra Tivoli, Arne Hoff-
Möller, að bjóða gamla fólk-
inu á Elliheimilinu Grund að
koma og skemta sjer í Tivoli
stund úr degi á sunnudaginn
var.
Það er svo oft, sem við
gleymum gamla fólkinu og
hugsum ekki um það þegar við
erum sjálf að skemta okkur,
að gamla fólkið þarf líka til-
breytingu. Það á langan vinnu
dag að baki og í þess ung-
dæmi var ekki eins mikið um
,skemtari|ir og nú. Og gamla
fólkið kvartar sjaldan um
skemtanaleysi. Það lætur sig
hafa lífið eins og það kemur.
En bað ór margt sem hægt er
að gleðja gamla fólVáð með
og þarf ósköp lftið til, því
tvisvar verður gamall mað-
ur barn.
•
Berjaferðir og fleira.
NÚ ERU berin orðin þrosk-
uð og fólkið streymir í berja-
heiði um helgar og á frídög-
um. Það væri hægt að gleðja
gamla fólkið með því að bjóða
því í berjamó. Það er svo mik-
ið til að bifreiðum, sem menn
gætu lánað sjer að kostnaðar-
litlu hjer um nágrennið með
gamalt fólk í berjamó. Og það
er víðar gamalt fólk en á Elli-
heimilinu, þótt ekki megi
gleyma þvi.
Gamla fólkið kann að meta
þaðj sem því er vel gert og
margur gamall karl og kona
yrðu eins og ung í annað sinn
ef beim yrði boðið einn góð-
viðrisdag í berjamó.
•
Er þetta heilbrigt?
í EINU dagblaðinu stóð eft-
irfarandi auglýsing á dögun-
um: „Ungur maður getur feng-
ið að læra rafvirkjun með góð
um kjörum. — Sá gengur fyrir,
sem getur útvegað góða íbúð
__lí
Þegar iðngreinunum var lok
að með lögum hjer um árið,
voru þeir margir, sem spáðu
því, að illa myndi fara. Það
yrði undir klíkuskap komið,
hverjir veldust í iðngreinarn-
ar, en ekki myndi ráða þar
áhugi nje hæfni unglinga. —
Enda er það svo, að bað er
sama hvað unglingur hefir
mikla hæfileika til að læra
einhverja iðn, hann kemst ekki
að námi, nema fyrir kunnings-
skap.
•
Hættu á ferðum.
ÞAÐ ER VISSULEGA hætta
á ferðum fyrir iðngreinarnar,
þegar ekki er lengur spurt að
hæfileikum eða áhuga iðn-
sveina, heldur hvort þeir eeti
útvegað íbúð eða eitthvað ann-
að. Auglýsingin hefði alveg
eins getað verið á þessa leið:
„Ungur maður getur komist að
við prentiðn. Sá gengur fyrir,
sem útvegar þvottavjel eða ís-
skáp á rjettu verði“.
íslenskir iðnaðarmenn hafa
haft orð á sjer að vera góðir
iðnaðarmenn yfirleitt og fyrir-
tak í sumum iðngréinum. Það
er vegna þess, að til iðnnáms
völdust oftast menn, sem höfðu
hæfileika og löngun til að
leggja ákveðið starf fyrir sig.
En hætt er við að þessu hraki
þegar það á að vera komið und-
ir braskhæfileikum væntan-
legs iðnsveins, hvort hann
kemst að við nám eða ekki.
Þess ber að geta ....
ÞESS ber að geta, sem vel
er gert. Póstþjónustan er svo
oft skömmuð fyrir ljelega og
seina afgreiðslu, að það er veru
lega gaman, að geta bent á þeg
ar vel gengur. Þessvegna er
rjett að birta brjef frá ,,Deddu“,
sem hún skrifar 1. sept. og
kom til mín í póstinum s. 1.
laugardag, þann 4. sept., en
brjefið er póstað í Reykjavík.
Dedda segir:
„Kæri Víkverji!
Oft hefir þú haft áhyggjur
af erlenda flugpóstinum, en nú
ætla jeg að gera þjer það til
gleði að láta þig vita að jeg
fjekk brjef sem var póstað í
Tulsa, Oklahoma (sem er inni
í miðri Ameríku) kl. sex að
kvöldi 29. ágúst, og var í póst-
hólfinu mínu kl. 2 í dag.
Þetta var svar við brjefi sem
jeg sendi með „Geysi“ fyrir
nákvæmlega viku og er þetta
því ein hin fljótasta ferð fram
og til baka sem jeg veit af
hingað til . . . . “
(Athugasemd: — Brjefið
hennar Deddu hefir þá verið
álíka lengi á leiðinni frá Póst-
Tiúsinu og út á Morgunblað,
eins og brjefið til hennar frá
Tulsa).
Undir smásjánni.
í SÆNSKA blaðinu „Afton-
bladet“ frá 22. ágúst s. 1. stend
ur í grein um Island:
„Skemtanafýknin er einkenn
andi fyrir allar stjettir. í
Reykjavík eru 50.000 íbúar og
ekki færri en átta meðalstórir
danssalir, sem eru meiva og
minna yfirfullir öll kvöld.
„Æskan drekkur og reykir
meira, en hollt er fyrir það
Island, sem hún á að vinna
fyrir. íslenska kvenþjóðin er
kunn fyrir fegurð sína og fyrir
hve vel hún fylgist með tísk-
unni.
Aðal áhugamál hennar virð-
ist vera að útvega sjer ný föt
og fegurðarvörur“.
(Engin athugasemd).
MEÐAL ANNARA "ÖRÐA
Ætlar sósíalistinn Nenni að ganga í Kommúnislaflokkinn
Eftir JOHN TALBOT,
frjettaritara Reuters.
ÝMISLEGT bendir til þess,
að ítalski Sósíalistaflokkurinn,
sem Pietro Nenni er í, sje að
liðast í sundur.
Hægri og vinstri armar
flokksins gera sífeldar árásir
á miðstjórnina, sem reynir að
sigla bil beggja. Miðstjórnin
verður að berjast við að halda
vinstri armi flokksins um leið
og nokkurt tillit verður að taka
til hægri armsins, sem vill nán
ari samvinnu við Giuseppe
Saragat, en hann gekk úr
flokknum snemma á þessu ári
og myndaði ítalska verka-
mannaf’lokkinn, það er flokk
hægfara’ sósíalista.
• •
HÆTTA Á
KLOFNINGI
Fram til þessa hefur við-
leitni miðstjórnarinnar til að
sætta andstæðurnar lítinn ár-
angur borið. Satt að segja get-
ur svo farið, að flokkurinn
klofni fyrir fullt og allt á næst
unni og þá eru allar líkur til,
að Nenni og nokkrir flokks-
braeður hans gangi í Kommún-
istaflokkinn ítalska.
Nenni sem er talsmaður
flókksinb á þingi, var nýlega
í heimsókn í Varsjá, þar sem
blaðið Robotnik átti viðtal við
hann. Þar bendir hann á mögu-
leika fyrir því að hann gangi
i stjórnmálabandalag við komm
únista.
Frá Rússlandi bárust þær
frjettir, að meðan Nenni var í
Moskva nýlega, hafi hann átt
viðræður við leiðtoga komm-
únista þar um möguleikana á
því að sameina flokksbrot hans
Kommúnistaflokknum ítalska,
með því skilyrði, að sósíalist-
arnir nytu allra sömu rjett-
inda og komúnistarnir.
• •
SLÆM FRJETTA-
ÞJÓNUSTA
Þegar Nenni kom aftur heim
úr ferðum sinum austur fyrir
járntjaldið, neitaði hann öll-
um frjettum um þetta og sagði
að sumar fregnirnar, sem birst
hefðu í blöðum Austur-Ev-
rópu væru rangar, en samtalið
sem birst hefði í Robotnik
væri gamalt, eða frá því í
júní.
• •
NENNI VILL EKKI
RÆÐA VIÐ
SARAGAT
Varðandi sameiningu Sósía-
listaflokksins við v.erkamanna-
flokk Saragats er það vitað,
að Nenni er algjörlega and-
vígur henni. Hann telur Sara-
gat hafa svíikið flokkinn og
vill ekkert hafa saman við
hann að sælda.
Þessvegna er talið víst, að
Nenni myndi segja sig úr
Sósíalistaflokknum, ef samn-
ingaumleitanirnar við Saragat
tækjust.
Allt bendir til að róttæk-
ustu öfl flokksins muni halda
áfram árásum sínum á mið-
stjórn flokksins, en það var
miðstjórnin, sem nýlega ákvað
að bandalaginu við kommún-
ista skyldi slitið. Hinsvegar
hafa þingmenn flokksins, sem
hlutu kosningu í samvinnu við
kommúnista, haldið samstarf-
inu áfram.
Einhverntíma hlýtur að því
að koma, meðan svo stendur á,
að þingmenn flokksins virða að
engu fyrirskipanir miðstjórn-
arinar og þá er ilt í aðsígi.
• •
, SARAGAT VILL
ENGA SAMVINNU
VIÐ NENNI
En hvernig líta fylgismenn
Saragats, verkamannaflokkur-
inn á sameiningu við Sósíalista
flokkinn. Sameiningu geta þeir
aldrei fallist á meðan Nenni
ét í flokknum. Ef hann væri
hinsvegar anaðhvort rekinn úr
flokknum eða ségði sig úr hon
Frh. á bls. 15.