Morgunblaðið - 08.09.1948, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.09.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. sept. 1948. MORGUNBLAÐIÐ y - — I boði Morgunblaðsins og World Sport: Skemmtileqir ir dagar í London Hjer birtist þriðja grein Antírjesar Davíðssonar um ferðalag hans á Olympíu- leíkana í boði Morgunblaðs- ins og World Sport, en An- drjes varð eins og kunnugt er sigurvegari í verðiauna- keppni um ritgerð. ðíeð þessari grein lýkur ferðaþáttum höfundar, en hann lætur mjög vel yfir ferðinni og segir móttökur hvarvetna hinar bestu. DAGARNIR frá 30. júlí til 9. ágúst voru viðburðaríkir og skemmtiiegir. Ýmist vorum við á leíkvanginum Wembley og horfðurn á það, sem þar fór fram eða við sátum boð merkra manna. og stofnana í London. Fárkostur okkar um borgina var ágætur, þar sem World Sport leigði fjóra bíla allan þann tíma er við vorum gestir þess, og voru þeir eingöngu' notaðir í okkar þjónustu. Var það til mikilla þæginda, þar sem vegalengdir eru geisi'miklar í þessari risaborg og umferða- kerfi hennar allflókið fyrir ó- kunnuga. Á kvöldum var okkur venju- lega boðið í leikhús eða á aðra skemmtistaði í borginni. Var það allt með miklum rausnar- brag gert og alt látið í tje, svo sem hver og einn kaus, okkur til hagræðis og hressingar. Hvar sem við komum var okk ur undantekningarlaust tekið opnum örmum og naut en'ginn þeirrar velvildar umfram annan. Heimsókn í A ustur-London Einna minnisstæðust er mjer ferð um hin sundurtættu hverfi austurhluta Londonar eftir loft- árásirnar í s'ðustu styrjöld. Far arstjóri okkar á því ferðalagi var Lord Ilág, borgarstjóri í oinu stærsta hverfi þessa borg- arhluta. Áður en lagt var á stað yeitti har.n okkur staðgóðan morgunbeina í ráðhúsi Austur- Londonar. Þar voru fyrir nán- ustu samstarfsmenn hans, sem slógust me3 í förina, okkur til leiðsögu. Lord Hág er sjerstaklega ást- úðlegur 1 viðmóti og virðist gæddur því hugarjafnvægi, sem menntun og yfirsýn á smáatrið- um hverscagsleikans aðeins get- ur veitt. Yfirleitt munum við flestir hafa haft furðulega heim óttulegar hugmyndir um lá- varða og þjóðfjelagsstöðu þeirra. Sú litla kynning, sem við höfðum af þeim var nægileg til að kollvarpa þeim skoður.um. Lord Hág bar á brjósti og herðum gylda gullkeðju, sem er embættistákn hans. Við ókum eftir mörgum strætum, sem sýnilega máttu muna fífil sinn fegri. Þar sem áður r-tóðu stórar og víðfeðmar byggingar var nú að líta auðn og tóm og þar sem áður vögg- Uðu linditrje og suðrænir viðir, Var nú sandborin flatneskja. Svo geigvænleg var gereyðing- jn af völdum sprengjuárása og eldregns stríðsáranna, að í mörg ýim götum hafði varla staðið þteinn yfir steini. fteist af rústum En hjer var unnið án afláts. Endurreisn Lundúna miðar vel áfram. Heimsókn í sjónvarpsstöð tekna sjónvarpsmynd af flug- ferð yfir Sviss, þá gat enginn efast lengur um, hvílík lyfti- stöng. sjónvarpið gæti verið og er þegar orðið, þar sem þess nýtur, undir menningu og menntun þjóðanna. Gestirnir horfa á sjónvarp. um tii hægri. Andrjes Davíðsson er næst veggn- Hvarvetna mátti sjá sveitta og | húsnæði. Virðist því vlðar en vinnuglaða iðnaðar- og verka- menn að verki, að hlaða og steypa ný hús, endurbæta götur og mannvirki. Staðsetja garða og gróðurreiti og jafna húsa- rústum við jörð. — Lord Hág skýrði okkur frá helstu áætlun- um í byggingarframkvæmdum þessa hverfis. Af þeim mátti ráða þá einbeitni og almenna framkvæmdavilja, sem hvar- vetna hefur náð öflugum tökum í bresku þjóðlifi, til þess að rífa þjóðina undan oki stríðseyðiiegg ingarinnar. Einnig var okkur sýnd allmörg nýsmíðuð hús, sem yirtust að öllu fullgerð. Flest eru tveggja og þriggja hæða, sum fjögra hæða, öll hlaðin úr brenndum steini eftir enskri venju. Flestar íbúðirnar eru þriggja og fjögra herbergja. — Iburðurinn innanhúss er litil- fjörlegur á okkar mælikvarða, þótt vel sje frá flestu gengið og snoturlega fyrirkomið. Má því segja þar um ,,að margt er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni.“ Það, sem vekur athygli er dá- læti Englendinga á arineldum. í flestum herbergjum þessara nýju húsa eru arnar, sem virð- ist ekki vera í samræmi við á- skoranir yfirvaldanna um kola- sparnað. íbúðarhúsin. í sambandi við hverja sam- byggingu, en húsin eru yfirleitt byggð samstæð, 6—20 íbúðir í hverju þeirra, er barnaleikvöll- ur, þvottasnúrur, blóma- og trjá garður og skýli fyrir farartæki. í framtíðarskipulagi þessara í- búðarhverfa er einnig gert ráð fyrir barnaheimiium og sam- komusölum. Hjer virðist því mikill stórhugur stjórna verki. Leigugjald íbúðanna er mjög viðráðanlegt, frá 1G—35 kr. á viku eftir framfærslugetu fjöl- skyldnanna, en kaup iðnað- armanna og verkamanna er venjulega kringum 180 kr. á viku. Hinsvegar fá færri en vilja þarna inni, þar sem hús- næðisþörfin er mikil og ókleift er að fullnægja eftirspurninni á hjer á landi pottur brotinn í því efni. Þegar við kvöddum þennan Ijúfmannlega og gestrisna fvlk- isstjóra Londonar höfðum við hlotið meiri fræðslu um hag al- mennings en margir fyrirlestrar hefðu getað veitt, með því að skoða og sjá með eigin augum hina hversdagslegu hlið stór- borgarinnar, sem snýr að lífi fólksins og þroskaskilyrðum þess. En ef gera skyldi saman- burð með svo fljótri yfirsýn á högum okkar hjer heimafyrir, þá hygg jeg að við stæðum eigi höllum fæti í því efni. Sjónvarpið nýja Það yrði viðamikið mál að skýra frá öllum þeim ferðalög- um og skemmtunum er okkur var boðið til meðan á boði okkar stóð. Jeg get þó ekki látið undir höfuð leggjast að geta um mjög ánægjulega heimsókn til bresku sjónvarpsstöðvarinnar. •— Hún hefur aðsetur í Alexandria Pal- ace og rís 300 fet yfir sjávarmál., Höllin stendur á hæð í norður- hluta Londonar. Við komum þangað í sólskini og nutum út- sýninnar vel. Hvert, sem augum var rennt var ekki annað að greina en húsaþyrpingu, reyk- háfa, turna, endalaust mannhaf til ysta sjónbaugs. Sú sýn er stórkostleg, en ekki að sama skapi geðþekk íslendingunum. Vio ystu brún vantaði takmörk, fjöll, jökul eða sjó. Ekkert -slikt fyrirfannst. Hjer tók einhver háttsettur yfirmaður í stofnuninni á móti ókkur og sýndi okkur stöðina. Við komum fyrst inn í lítinn sal, þar sem magnaraverðirnir voru .að verki. Þar voru þrjú sjón- varpstæki í fulium gangi. Venju leg sjónvarpsmóttökutæki geta náð útsendingum stöðvarinnar innan við fjörutíu mílna hring- svæðis út frá stöðinni. Við góð skilyrði getur stöðin dregið lengra. í London og umhverfi hennar eru sjónvarpstæki orðin mjög almenn. Tala þeirra, sem voru í notkun var um síðustu áramót 55 þúsund. Sjálft mót tökutækið kostar um 3.300 kr., en leyfisgjaldið er um 52 kr. á ári. Að horfa í sjónvarpstæki er ekki ólíkt því að horfa á bió- mynd, þótt myndin, sem fram kemur sje minni. Á venjulegum móttakara er myndin 10x8 þumlungar á stærð og er í flest- um tilfellum mjög skýr, en þó bregður fyrir óþægilegum tdtr- ing. Við fengum að sjá þarna sjónvarpsmynd af sundkeppn- inni í 400 metra bringusundi kvenna í Olympíuleikjunum. — Virtist það eigi ná minni tök- um á mönnum en að vera við- staddir sjálfa keppnina. Eins og í leikhúsi Okkur var sýnt í leiksalina, þar sem upptaka á leikritum fer fram. Þar voru iðnaðar- menn og leiktjaldasjerfræðingar í óðaönn að útbúa leiksvið, þar sem sjónvarpsleikurinn, sem á að senda út ,er tekinn á nokkurs konar „stálþráð". I sambandi við leiksalina eru búningsherbergi, all rúmgóð. Út úr búninksklefa leikkonanna' lagði sterkan perfumilm, eins og þær gerðu ráð fyrir að fleira en sjónmyndinni og máli þeirra yrði útvarpað. Eftir sögn leið- sögumannsins er þó andlitsfarði nauðsynlegur á andliti þeirra, við myndatökuna, þar sem hann skýrir myndirnar. Við komum inn í annan sal, þar sem leikarar voru að verki. Þar var leiksviðið upplýst af fjöldamörgum ljóskösturum og margs konar rafmagnstækjum er jeg kunni engin deili á. Hins- vegar mætti búast við, að mönn- um þætti ekki tilkomumikil 1- búðin á leiksviðinu til daglegra nota, en hún kom út á myndinni sem íburðarmikil salarkynni. — Væri hyggilegt fyrir þá, sem vilja njóta sjónvarpsleikja til fulls, að heimsækja ekki allt of oft Alexanders Palace, þvi hætt er við, að sjónblekkingarnar nái ekki tilætluðum tökum á þeim eftir það. Kveðjustundir. 9. ágúst var lokið boði okkar hinna átján gesta hjá World • Sports. Gagnkvæm kynning á milli okkar þann tíma, sem við vor um saman, hafði sannfært hvert akkar um það, að kynn- ingarleiðir milli ungs fólks af hvaða þjóðerni sem er eru greiðar og án allra vandkvæða og það gæti orðið ávaxtaríkur þáttur í baráttunni fyrir vin- samlegum skiptum og skilningi á milli þjóða, að alþjóðleg sam tök æskufólks væru styrkt og efld og stuðlað væri meira að kynningu þess á milli en gert hefir verið til þessa. Skoðanir ungs fólks á mikilvægum heimsviðburðum geta skipst, en ef draga má álvktanir af kynnum mínum við þetta unga fólk, þá leyfi jeg mjer að full yrða, að grundvöllurinn; sem æskufólk siðmenntaðra þjóða byggir lífsskoðanir sínar á, er reistur á sömu hugjsónum og óskum um þá skipan heimsmál anna, sem miðar að verndun mannrjettinda og lífsöryggis ein\taklinga bg þjóða. Þess- vegna er fyrir hendi grundvöll urinn, sem alþjóðlegt samstarf æskufólksins getur byggst á, en það fremur flestu eykur gagii kvæman samhug og skilning. j Bjartsýni þessa fjelaga á franl tíðina var mikil, og meðal þeirra ríkti fullvissa um, að úr deiglu þeirra 'erfiðleika. sem heimurinn á nú vð að etja, riii gróðrartími menningar og þró- unar. Kveðjuhandtökin voru hlý. Samdvöl okkar hafði tengt okkur sterkum vináttuböndum sem jeg vona að seint slitni. Öll höfðum við notið höfðing- legrar fyrirgreiðslu og gestrisni hvar sem við komum i London og allt farið að óskum, er okk- ur snerti. Minningin um þessa dvöl okkar þar, mun því alltaf verða fögur og hugljúf. Andrjes Davíðsson. Ýmiskonar sjónvarpsefni. Stöðin sendir út um miðjan dag og á kvöldin. Dagskráin er 'fjölbreytt. Leikritaflutningur er mjög vinsæll og ýmiskonar frjettaflutningur með myndum. Margvíslegar íþróttasýningar er oft sjónvarpað og njóta þær sín vel í sjónvarpi. Öllum Olympíuleikunum var sjón- varpað og þótti það takast ágæt lega. Að vísu eiga vísindamenn eft ir að buga marga erfiðlika í sjónvarpstækninni, sem hefir staðið henni fyrir þrifum til að gera sjónvarpið að stórtækum lið í heimsmenningunni. En þegar við skömmu síðar heimsóttum bóncia á skemmtiferðalagi Kent og han bauð okkur til t kona púðurtunna. stofu til að horfa á fallega I Ráðstefna þing- mannasambðndslits Róm í gær. ÞRlTUGASTA og fyrsta ráð- stefna alþjóðaþingmannasam- bandsins var opnuð hjer í Róm í dag. Sækja hana 600 fulltrúar frá 39 þjóðþingum, þar á rheð- al sjö fulltrúar frá austur Ev- rópu. Forseti ráðstefniœnar var kjörinn ítalski utanríkisráðherr ann Sforsa greifi. I ræðu, sem hann flutti, sagði hann meðal annars, ?ð áður hefði Balkanskagimi ver- ið púðurtunna, sem hefði kveikt nokkurn mikið bál. — Nú óttuðust m; ., i okkar í að Evrópa öll gæti orðið sarr.s- —F.euter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.