Morgunblaðið - 08.09.1948, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1948, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói: iíarSaustan kaldi eða stinnings- kaidi. Litilsháttar skúrir aust- Sa ti'l. en annars Ijettskýjað. „ONAUÐSYNLEGA STYKJ- ÖLDIN“. Grein eftir ChurchiII á bls. 9. 211. tbl. — Miðvikudagur 8. september 1948. A Leitað í tæpan sólarhring að telpu, sem hvarf í berjamó Berjaboxið dró alhyglina a? Iienni í GÆR MUNU um 300 manns hafa tekið þátt í leit a3 níu ára telpu frá Akranesi, sem í íyrradag varð viðskila við samferða- fólk sift, skammt frá bænum Dragháls í Svinadal. Laust eftir hádegi í gær fannst telpan á hátindi hálsins fyrir ofan Skorra- dal. Þrátt fyrir langa nótt og kalda, var litla telpan furðan- lega hress. Á fræðslufund! í Sviffiugfjelsgmu Teipan heitir Erna Kristín Ol geirsdóttir. Hún er uppeldTs- dóttir hjónanna Jóns Magnús- sonar og konu hans, Kristínar Sigurbjörnsdóttur, er búa að Vesturgötu 77 á Akranesi. A miðvikudagsmorgun fór Erna Kristín til berja ásamt fleira fólki frá Akranesi og munu um 30 nianns hafa verið í hópnum. Farið var að Draghálsi. Ernu saknað. Fólkið hjelt sig mest við svo- nefnda Botnsheiði. Um kl. 1 á niánudaginn saknaði fólkið Ernu úr hópnum og nokkru síð- ar var haíin leit að henni. — Skammt frá bænum er á, sem er ógreiðfær yfirferðar, og leit- aði fó'kið ekki yfir hana, þar eð það taldi víst að Erna litla hefði ekki farið yfir ánna. Tíðindi þessi spurðust fljót- lega til næstu bæja og niður á Akranes og í fyrrakvöld var all jnargt manna, sem þátt tók í ir.'itinni, en án árangurs. Eeitað um nóttina. Úm nóttina var leitinni enn 1'aldið áfram, og voru það bændur sem til hennar efndu. Þeir fóru yfir ánna, og upp á hálsinn, sem er á milii Svína- dals og Skorraclals. Uppi á háls inum leituðu bændurnir árang- urslaust þá um nóttina. Sagði ejnn þeirra, að svo kalt hafi veríð þar uppi, að hann hafi vart getað haldið á sjer hita á göngunni. 399 manns. Strax er birti í gærmorgun, var mikill fjöldi manna sam- ankominn við Dragháls og var þá þegar hafin skipulögð leit. Talið er að alls hafi um 300 manns tekið þátt í henni. Það var ekki fyr en kl. rúm- lega 1, sem Halldór Magnússon, Skagabráut 42 á Akranesi, fann Ernu litlu efst á hálsinum, Skorradalsmegin. Það var eitthvað sem gljáði. ,,Jeg var einn á ferð, er jeg kem auga á eitthvað, sem gljáði svo einkennilega í sólskininu. efst á tindinum, þar sem jeg fann stúlkuna“, sagði Halldór Magnússon í viðtali við Mbl. í •gær. — Og svo hjelt hann á- fram: „Mjer fannst þfetta stinga einkennilega í stúf við umdverf ið og fór nú að aðgæta betur. Jeg gekk nú spölkorn í áttina að staðnum og þá sá jeg rauðan dU. Þá vissi jeg að þetta gat ekki verið annað en Erna litla, því mjer var sagt að hún væri , rauðri kápu. Milli svefns og vöku. Þegar jeg kom að henni, lá hún með kápuna sína ofan á sjer, við stóran stein. Hún var eins og milli svefns og vöku er jeg kom til hennar og ávarpaði hana. Jeg hjálpáði henni á fæt- ur og þá kvartaði hún um kulda. — Við gengum nokkra stund til að henni skyldi hitna. Síðan bar jeg hana niður að Draghálsi og þar var vel hlúð að henni. — Það sem gljáði á var berjaboxið hennar, en það stóð á steini fyrir ofan' hana. Var á gangi alla nóttina. Erna litla var ekki fús til þess að tala mikið við mig meðan við vorum á leið til bæjar, sagði Halldór, en hún sagði mjer þó, að alla nóttina hefði dún verið á göngu þar uppi“. Að lokum sagði Halldór, að það væri skoðun sín, að það hefði bjarg- að lífi Ernu, hve vel hún var búin. j í fyrrakvöld var haldinn fyrirlestur í Svifflugfjelagi íslands. Fyrirlesarinn var Carl Erik Övgard, veðurfræSincmi frá SvíþjóS. Á þessum fundi var stjórn S.V.F.Í. öll mætt og flugmálaráííherra, Eysteinn JónS'On, sýndi fjelagimi þann hciður að vera viðstaddur. Þá var og meðal gesta Guð- , brandnr Jónsson, forstjóri, en hann heíur frá fyrstu tíð sýnt mikinn áhuga fyrir svifflugsíþrótt- inni. — i Skilyrði fi! svifflugs mjög géð á Islandi í FYRRAKVÖLD hjelt svif- flugmaðurinn Carl Erik Övgard fyrirlestur og sýndi kvikmynd og skuggamyndir í hótelinu á Reykjavíkurflugvelli. Fjallaði fyrirlesturinn aðal- lega um bylgjuuppstreymi og sýndi hann í því sambandi mjög fróðlega kvikmynd, sem hann vann við að taka^í veðurathug- unarstöð í Tjekkóslóvakíu. I fyrirlestrinum sagði hann m. a. að á Islandi væru einhver þau bestu skilyrði til svifflugs, sem hann hefði kynnst, t. d. bylgj uuppstreymið af Esjunni og Skarðsheiðinni í norðanátt og af Henglinum í sunnan átt. Það eina. sem háði sviffluginu hjer væru rigningarnar. Agnar Kofoed-Hansen, for- maður Svifflúgfjelags íslands, þakkaði Övgard fyrir komuna, en hingað kom hann í sumar- fríi sínu. Övgard, sem istundar veðurfræðinám í Stokkhólmi, er einn fremsti svifflugmaður Svía, og á Norðurlandamet í að halda sjer á flugi í svifflugu. Kvað Kofoed-Hansen rannsókn ir Övgard hjer áreiðaniega | verða íslenskum svifflugs- og vjelflugsmönnum til góðs. Tilraunir með vöm- flutninga í lofti hafn- ar hjer á landi Bæwfur áifu hugmyndina í GÆR var í fyrsta skipti hjer á landi, gerð tilraun með vöru- flutninga í flugvjelum í stórum stíl. Douglas flugvjel frá Flug- fjelagi íslands fór í þetta tilraunaflug, til og frá Fagurhóls- mýri, en alls flutti flugvjelin rúmlega 8 tonn af varningi í ferðum þessum. Flugfjelag íslands sendi Framhaídsaðalfyndur gærkvöldi út svohljóðandi frjettatilkynningu um tilrauna- flug þetta: Bændur áttu hugmyndína. Nýlega leytuðu bændur í Ör- æfum til Flugfjelqgs Islands h. f., með beyðni um að fjelag- ið tæki að sjer flutning á ný- slátruðu kjöti frá Öræfum til Reykjavíkur. Varð samkomulag um að ein af flugvjelum vor- um af Douglas Dakota gerð yrði notuð til flutninganna- Flugvjeiin „Gljáfaxi“ varð fyr- ir valinu, þar eð hún er þannig útbúin að auðveldlega er hægt að taka stóla og annan útbún- að til farþegaflutninga úr flug- vjelinni og breyta henni þannig til vöruflutninga. Farið var í gær. „Gljáfaxi“ fór tvær ferðir í gær milli Reykjavíkur og Fag- urhólsmýrar í Öræfum. Flutt voru samtals 8513 kg. af vör- um, sem skiptast þannig: Frá Öræfum til Reykjavíkur, samtals 3559 kg af nýslátruðu nautgripakjöti. Frá Reykjavík til Öræfa, sam tals 4954 kg., þar af 2000 kg. rúgmjöl og hVeiti. Einnig 2954 kg. af annari nauðsynjavöru, s. s. sykri, kaffi, landbúnaðar- áhöld, ljóstæki o. fl. Tilraunin gafst vel. Tilraun,þessi með vöruflutn- inga með flugvjelum hefir gef- ist svo vel, að vænta má, að meiri hluti vöruflutninga til og frá Öræfum verði framkvæmd ur með flugvjelum í framtíð- inni. í GÆR var haldinn frarnhalds-i aðalfundur Flugfjelags Lofti leiða Formaður fjelagsstjórnar, Kristján Jóhann Kristjánsson, setti fundinn og bað Sigui ð Óla-< son að taka að sjer fnndar-i stjórn. Ritari var Páll S Pálsi son. Formaður skýrði frn því, sem gert var á fyrri aðalfundi, 16. ágúst s.l., er ekki var nógu fjölsóttur. Lagðir voru fraiu reikningar fjelagsins og tillaga' stiórnar um arðsúthlutun. —- Reikningar voru samþyktir og fundurinn samþykti einnig aS greiða hluthöfum 5% af hiuta-i fje fjelagsins fyrir árið 1947. f stjórn Loftleiða voru kosn-> ir: Óli J. Ólason, Þorleifnr Guð- mundsson, Eggert Kristjánssoit op FJías Þorsteinsson. Sama vedur Raufarhöfn í gærkvöldi. ENN hamlar norðan störm- ur allri síldveiði. Allmörg skip liggja hjer inni, ör.nur í Axarfirði og enn önn- ur á Húsavík. — Einar; Skothríð í Jsrúsalem Jerúsalem í gær. VOPNAHLJEIÐ í Jerúsalem var rofið enn einu sinni í dag. Hófst áköf skothríð í borginni snemma í morgun og stóð yfir í nokkrar klukkustundir. Sprengjuvörpum var beitt. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.