Morgunblaðið - 08.09.1948, Blaðsíða 10
10
MORGIJJSBLÁÐIÐ
Miðvikudagur 8. sept. 1948.
01atur Björnsson dósent:
jafld eyrissfiiortur og fjárfesting
ÞEC-AR rætt er um gjaldeyris-
skortinn, verður eigi hjá því
komist að ræða um leið þær
ráðstafanir, sem nauðsynlegt er
að gera til þess að útflutnings-
framleiðslan stöðvist eigi, þann
ig að gjaldeyrisskorturinn
verði ekki af þeim ástæð-
um enn tilfinnanlegri en ella
þyrfti að vera. Það verður að
tryggja útflutningsframleiðsl-
unni og þá fyrst og fremst út-
gerðinni þá afkomu, er sam-
bærileg sje við afkomu annara
atvinnuvega, og hvað sjómenn-
ina snertir, helst betri kjör en
launþegar í landi njóta, með
tiíliti til þess erfiðis og áhættu,
sem störfum þeirra fylgja. Það
þarf ekki að fjölyrða um þá
staðreynd, sem flestir gera sjer
ljésa, að það er þróun verðlags-
málanna innanlands, sem veld-
ur fjárhagsörðugleikum útgerð
arinnar. Framleiðslukostnaður-
inn innanlands er orðinn svo
h^r, að verð það, sem fæst fyr-
ir’afurðirnar hrekkur ekki fyrir
honum, a; m. k. hvað snertir
ýmsar mikilvægar greinar út-
flutningsframleiðslunnar, svo
sem bátaútveginn. Nú er það
að vísu svo, eins og bent var á
í - fyrri grein minni, að með
hæfilegri takmörkun fjárfesting
arinnaar væri stórt spor stigið í
áttina til þess að hefta verð-
bólguna. Kapphlaup það um
vjnnuaflið, sem hin hamslausa
fjárfesting hefur valdið, er án
efa meginorsök hinna sífelldu
kauphækkana með þarafleið-
andi verðhækkunum. Þá er
hinn mikli innflutningur kapi-
talvara ein aðalorsök neyslu-
vöruskortsins, sem þrátt fyrir
verðlagseftirlit hlýtur að skapa
tilhneigingu til verðhækkana.
Þar sem þörf hlýtur þó að vera
f^ekari aðgerða í þessu efni
skulu hjer stuttlega ræddar
þær leiðir, sem til greina koma
til úrbóta.
Niðurfærsluleiðin
Af þeirri staðreynd, að fram-
leiðslukostnaður margra út-
flutningsgreina er of hár til
þess að þær'geti borið sig með
þíví verði, sem fæst fyrir afurð-
irnar, liggur beint við að draga
Öá ályktun að framleiðslukosta’
aðinn þurfi að lækka. Þar sem
kaupgjaldið er þýðingarmesti
liður hins innlenda framleiðslu-
kostnaðar, verður hann ekki
lækkaður svo um muni, nema
kaupgjaldið lækki. En þó að
þessi hugsunarháttur sje í alla
staði skiljanlegur, skulu hjer
leidd rök að því, að við nánari
athugun ætti að vera ljóst að á
niðurfærslu — eða öðru nafni
verðhjöðnunarleiðinni — eru ’
slíkir annmarkar, að telja má
hana ófæra með öllu. Að hún
á samt allmiklu fylgi að fagna,
mun í fyrsta lagi stafa af því,
sem sagt hefur verið, að við
yfirborðslega athugun virðist
hún liggja beinast við, og svo
í öðru lagi af þeim almenna
misskilningi, að hægt sje að
færa kaupgjald og verðlag níð-
ur í sama hlutfalli, þannig að
slíkt hafi ekki í för með sjer
neina raunverulega kjaraskerð
ingu, en raunar er margbúið að
Síðari grein
sýna fram á það með óvjefengj-
anlegum útreikningum, að þetta
er rangt, verðlagið lækkar ekki
nema um nokkurn og ótrúlega
lítinn hluta þess, sem kaupgjald
ið lækkar.
Mjög víða hefur sú skoðun
komið fram, að niðurfærsluleið-
in sje hin eina „heilbrigða“ og
,,raunhæfa“ ráðstöfun í verð-
lagsmálunum, þar sem aðrar
leiðir er til greina koma, svo
sem gengislækkun og útflutn-
ingsuppbætur, eru nefndar
„kák“, sem aðeins skjóti lausn
vandamálanna á frest. — En
hvaða mælikvarða á að leggja
á það hvað sjeu „heilbrigðar“
og ,,raunhæfar“ ráðstafanir í
þessu efni? Mjer finnst að eðli-
legasti mælikvarðinn hljóti að
vera sá, hvaða leiðir nái tilætl-
uðum árangri þannig að það
hafi í för með sjer sem minnsta
kjaraskerðingu fyrir almenning
í landinu. Sú leið hlýtur jafn-
framt að verða sú raunhæfasta,
því að eftir því sem kjaraskerð-
ingin er minni, eftir því eru
meiri líkur til þess, að fólkið
sætti sig við þær ráðstafanir,
sem gerðar verða. Vandamál-
in eru nógu erfið úrlausnar,
þótt ekki sje verið að leggja á
þyngri byrðar, en nauðsynlegt
er. Skoðað í þessu ljósi ætti að
vera auðvelt að sýna fram á, að
niðurfærsluleiðin er í senn sú
óheilbrigðasta og óraundæfasta
þeirra leiða, er til greina koma.
Með dæmi, sem byggt er á hin-
um áreiðanlegustu upplýsing-
um, sem til munu vera um
þetta, ætti að vera hægt að
sýna svo fram á þetta, að ekki
verður um villst.
Þeir, sem allra lengst hafa
lækka um miklu meiri uppliæð
sakir lækkunar peningatekn-
anna. Hjer við bætist einnig að
ef niðurfærsluleiðin er farin,
myndi hið fullkomnasta handa-
hóf og ranglæti ríkja að því er
snerti skiptingu þeirra byrða,
er þessar ráðstafanir leggja á
borgarana. Það er t. d. erfitt að
koma auga á rjettlætinguna
fyrir því, að jafnframt því að
talað er um, að allir verði að
talia á sig sinn skerf af byrð-
inni, eftir efnum og ástæoum,
skuli það vera liður í ráðstöf-
ununum, að láta lánardrottna
hagnast stórkostlega á kostnað
þeirra, sem skulda. Almennt
mun þó talið, að efnahagur
hinna fyrrnefndu sje betri en
þeirra síðarnefndu.
Enda þótt jeg búist raunar
við að flestir greindir menn
muni að athuguðu máli viður-
kenna, að niðurfærsla kaup-
gjalds og verðlags í stórum stíl
kveða verður eftir atvikum. Ef
það er aðeins lítill hluti út-
flutningsframleiðslunnar, sem
þarfnast uppbótanna, er uppbót
arleiðin sjálfsögð, en eftir því
sem fleiri greinar útflutnings-
ins þarfnast þeirra, verður sú
leið þyngri í vöfum og erfiðari
i framkvæmd, enda mvndu
menn uppgötva, að þegar svo er
kcrnið að bæta þprf upp megin-
hluta útflutningsins með álagn-
ingu skatta og tolla, myndi
gengislækkun hafa litla frekari
kjaraskerðingu í för með sjer
en þegar er orðin.
Það myndi leiða of langt hjer,
að eltast við allar þær grýlur
og hleypidóma, sem afstaða
fjölda manna gagnvart þessum
ráðstöfunum markast af. Það
er t. d. mjög útbreidd skoðun,
að gengislækkun myndi leggja
sjerstakar og óbærilegar byrð-
ar á sparifjáreigendur. Þetta er
í aðalatriðum rangt, að vísu
verða sparifjáreigendur eins og
aðrir að sætta sig við það, að
kaupmáttur peninganna gagn-
sje ómöguleg, þá munu samt \ vart erlendum vörum minnkar,
ýmsir segja sem svo, að minni;en erfiH er sía að þeim sje
háttar niðurfærsla kaupgjalds
vísitölu, t. d. um 30 stig, gæti
verið skynsamlegur og jafnvel
sjálfsagður liður í nauðsynleg-
um aðgerðum í verðlagsmálun-
um. Því má svara til, að vit-
anlega er skárra að gera litla
skyssu en stóra, en best er þó
að gera enga. Hvort sem lengra
eða skemmra er farið inn á
þessa braut, hlýtur það að leiða
til ófriðar og vandræða, sem
ekki standa í neinu hlutfalli við
það, sem með þessu væri hægt
að vinna.
★
Gengislækkun og útflutnings
uppbætur. Þær tvær aðrar leið-
ir, sem koma til greina til þess
viljað ganga í því að færa verð- að bæta hag útvegsins, eru hjer
lagið niður, hafa talað um að (nefndar í einu, til þess að und-
kaupgjaldsvísitalan þyrfti að irstrika skyldleika þeirra. Geng
lækka niður í 200 stig. Eftir á- J islækkun er ekkert annað en al-
byggilegustu útreikningum, mennar útflutningsuppbætur,
sem um þetta hafa verið gerðirJ sem fjár er aflað til með al-
í því efni frekar vorkennandi
en t. d. eignalausum launþeg-
um. Það sanna er, að gengis-
lækkunin leggur byrðarnar á
fólk í hlutfalli við notkun þess
á erlendum gjaldeyri, en er það
svo mikil ósanngirni, að þeir,
sem nota gjaldeyrinn taki á sig
nauðsynlegar fórnir við öflun
hans, hver í hlutfalli við notk-
un sína?
Margir hafa það á móti út-
flutningsuppbótunum, að þær
muni leiða annaðhvort til ríkis-
gjaldþrots eða óbærilegra
skattaálagna á borgarana. Vit-
anlega þarf rikissjóður að afla
tekna til þess að standa undir
þessum greiðslum. En hvort
sem skattar þeir og tollar, sem
lagðir eru á í þessu skyni eru
hærri eða lægri, er það víst, að
hjer er um þá leið að ræða, sem
kostar borgarana minnstar fjár-
hagslegar fórnir. Segjum t. d.
myndi þetta þó engan veginn mennum tolli á innfluttar vcjrur | að ma6ur með 30 þús. kr. tekj-
nægja til þess að koma útgerð- og aðra gjaldeyrisnotkun. Eins ur Þurfi að berga 1 þus. kr. í
og kunnugt er, hefur fjárins til ioiia °§ slcatta til ríkissjóðs
þess að greiða útflutningsupp- veSna uppbótanna. Honum
bæturnar mestmegnis verið afl- i kann að Pykja þaó mikið. En
að með hækkun, tolla á aðflutt- ! bað ma benda b°num á það, að
um vörum. Af þessu ætti að ef fara ætti niðurfærsluleiðina
sjást, hve svipaðar ráðstafanir tif Þess að koma hjer á jaínvægi
inni á kjöl. Verðlagið myndi að-
eins lækka svo, að vísitalan
yrði lítið eitt neðan við 300
stig. Það er nú mál út af fyrir
sig, hver átök það myndi kosta
við launþegasamtökin að ætla
sjer að knýja fram svo stór-
fellda kjaraskerðingu. En jafn-
vel þótt hægt væri að koma
þessu frám á friðsamlegan
hátt, sem engum dettur í hug,
myndi slík lækkun peninga-
tekna almennings óhjákvæmi-
lega lelða til fullkomins fjár-
málaöngþveitis. Bankar og aðr-
ar lánastofnanir hlytu að tapa
svo miklum hluta útlána sinna,
að þær færu á höfuðið, því að
auðvitað geta fyrirtæki og ein-
staklingar ekki staðið við skuld
bindingar sínar þegar tekjur
þeirra stórlækka en nafnverð
skuldanna er ó’oreytt. Hvað af-
komu ríkissjöðs snertir má
færa gild rök fyrir því, að hag-
ur hans myndi Mður. en ,svo
batna yið þessa rá^stöfún. þ.ví
að enda þótt honum sparist út-
gjöld vegna uppbótargreiðsln-
anna, myndu tekjur hans óefað
er hjer um að ræða, þannig að
segja má með sanni að útflutn-
ingsuppbæturnar eru gengis-
lækkun, sem aðeins er látin ná
til þess hluta af útflutnings-
framleiðslunni, sem helst er
talin þurfa hennar með. Geng-
islækkunin myndi hafa til muna
minni kjaraskerðingu í för með
sjer en niðurfærsluleiðin, eftir
því sem næst verður komist
myndi það hafa í för með sjer
4—5 sinnum meiri kjaraskerð-
ingu að ná gefnum árangri með
niðurfærslu en með gengislækk
un. Þar sem útflutningsuppbæt
urnar eru aðeins gengislækkun
að nokkru leyti, er það sú leið-
in, sem minnsta kjaraskerðingu
hlýtur að hafaM för með sjer.
Hvort -rjettara ’sje að fara út í
allsherjar gengislækkun eða
láta uppbæturnar nægja verð-
ur auðvitað matsatriði, sem á-
yrði kaup hans að lækka ofan í
ca. 12 þú.s. kr. Þó að nokkrar
verðlækkanir myndu að vísu
koma hjer á móti, minnir það
átakanlega á hagsýni Bakka-
bræðra, að vilja vinna það til
að losna við að borga skatt, að
láta skerða tekjur sinar um lík-
lega minnst tífalda upphæð
skattsins.
★_____________
Fjárhagsvandamál ríkissjóðs.
Þar sem þessi vandamál eru í
nánu samhengi við önnur þau
fjárhagslegu málefni, cr rædd
hafa verið, verður ekki gcngið
með öllu fram hjá þvi, að drepa
á þau. Tii að byrja með má á
það benda, að aukinn innflutn-
ingur neysluvara á kostnað
kapitalvara, myndi bæta fjár-
hag ríkissjóðs, þar sem kapi-
talvörurnar eru yfirleitt í miklu
lægri tolli. Ekki eru þó líkur
á, að þetta reyndist fullnægj-
andi.
Ef útflutningsuppbótunum
verður haldið áfram, og mjer
finnast sterk rök hníga að því,
að svo hljóti að verða a. m. k.
fyrst um sinn, verður það mikl-
um erfiðleikum háð að fá.tekj-
ur og gjöld ríkissjóðs til þess að
standast á. Það má nú reyndar
um það deila, hvort nauðsynlegt
sje að tekjur og gjöld ríkissjóðs
standist alltaf á. Þó að það sje
góð latína fyrir einkafyrirtæki
og einstök sveitarf jelög að sníða
jafnan gjöld sín eftir tekjuöfl-
unarmöguleikunum, gildir þetta
ekki alltaf fyrir ríkið. En þó að
þær aðstæður geti verið fyrir
hendi að það sje beinlínis skyn-
samleg stefna frá þjóðhagslegu
sjónarmiði að afgreiða fjárlög
með tekjuhalla, er að mínu áliti
ekki hægt að mæla með þeirri
leið eins og ástæður eru hjá
okkur nú, og verður sú leið því
ekki frekar rædd. Þá er ekki
nema um tvennt að velja, að
lækka önnur útgjöld en upp-
bótargreiðslurnar, eða leggja á
skatta og tolla, sem hrökkvp
fyrir útgjöldunum. En þótt fyrri
leiðin muni eiga marga fylgj-
endur, er jeg smeykur um að
hún verði miklum annmörkum
háð. Það mun að vísu ekki
valda miklum deilum, að rjett
sje að leggja niður óþarfar
nefndir o. s. frv. en fáir munu
gera sjer tyllivonir um að hægt
sje með því- að ná árangri, sem
um munar. Er þá varla um ann-
að að ræða en skera niður fjár-
framlög til ýmiskonar löggjafar
í menningarmálum, sem sett
hefur verið að undanförnu svo
sem skóla- og fjelagsmálalög-
gjafarinnar. Slíkt verður þó að
telja neyðarúrræði, enda ætti
það ekki að vera nauðsynlegt.
Þá er ekki annað fyrir hendi
en leggja á nægilega skatta til
þess að standa straum af út-
gjöldunum. Við þá sem kveinka
sjer við skattaálögunum má
segja, að þótt skattarnir sjeu
háir, þá myndu aðrar leiðir til
hjálpar útflutningnum krefjast
meiri fjárhagslegra fórna, og ef
ekkert er gert, stöðvast útflutn-
ingurinn, sem er skilyrði þess,
að þjóðin geti lifað menningar-
lífi. Háir skattar eru vissulega
ekki æskilegir í sjálfu sjer, en
gild rök má þó færa fram því
til stuðnings, að eins og fjár-
málum okkar er hjer háttað sje
nauðsynlegt að hafa skattana
háa. Ekki vegna þess að heimur
inn færi forgörðum þótt inn-
lendar skuldir ríkissjóðs ykjust,
slíkar skuldir eru engin byrði
fyrir þjóðfjelagið í heild, held-
ur vegna þess að nauðsyn ber
til að „þurka upp“ á þann hátt
hina miklu ófullnægðu kaup-
getu í landinu, sem skapar hina
mestu hættu á svörtum vöru-
markaði í stærri stíl, ekki síst
eftir það að innflutningurinn
hefur verið svo takmarkaður,
sem raun er á. í rauninni má
það vekja furöu, hve algengt’
er í umræðum um þessi mál,
að haldið er fram í einu orðinu :
þeirri staðhæfingu, að skatt-,
arnir sjeu óþolandi, en í sömu:
Framh. á bls. 12.