Morgunblaðið - 22.01.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1949, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 22. janúar 1949. f* ÞJÓÐVARNARSTEFNA 46 ÞAÐ hefir orðið æði margt til að varpa nokkuð þungum blæ á bæjarlíf okkar uþp á síðkast- ið, sem orkað hefir til þess að gera skammdegið ennþá skugga legra. Erfiðleikar í skammdeginu. Óvanalegt erfitt tíðarfar hef- ur steðjað að. Stormar og snjó- ar valdið erfiðleikum — og síð- ustu dagana með þeim áþreif- anlegu ummerkjum að svifta borgina ljósi og hita frá orku- verinu við Sogið. En óveðrin hafa einnig torveldað sjósókn og margvíslega atvinnustarf- semi sem kemur víða tilfinn- anlega hart niður á heimilum borgaranna. Eru nú mikil umskifti frá því í fyrra um sama leyti, þegar Hvalf jörður og sundin voru full af síld og höfnin full dag eftir dag af drekkhlöðnum síldar- skipum. Unnu þá margar hend- ur að þessum sjávarafla, sem færði einstaklingum atvinnu og arð og þjóðarbúinu miljóna- tekjur. Hefir verið frá því skýrt, að vinnulaunin í heild við vetr- arsíldina hafi verið um 50 milj. króna og gjaldeyristekjur þjóð- arinnar af afurðunum um 70 milj. kr. Munar okkar litla þjóð fjelag um minna — og hafði þá einnig, eins og kunnugt er, verið miklu áorkað frá því í fyrra með byggingu nýrra síld- arverksmiðja og stækkun eldri verksmiðja, til þess að geta hag nýtt þessi gæði margfalt bet- ur en áður. Þetta eru áföll, sem iðulega verður hlutskifti fiskiveiða- þjóða að þola. Betur búnir að mæta áföllum. En, þegar við hugleiðum þetta, fer ekki hjá því, að við veitum einnig þeirri mikilvægu staðreynd athygli, hversu ó- endanlega við íslendingar er- um nú betur undir það búnir að mæta slíkum áföllum en áð- ur var. Aflabrestur og ótíð eina ver- tíð færði áður fyr, 'þó að ekki sje litið langt aftur í tímann, hungur að garði og boðaði fólk- inu örbirgð. Nú renna fleiri og sterkari stoðir undir þjóðlífið, vegna þess þroska, sem það hefir tek- ið á síðari árum — þeirrar fram þróunar, sem íslendingar hafa orðið aðnjótandi. Lang stærsta sporið í þessum efnum var stigið með nýsköpun atvinnulífsins í tíð fyrverandi stjórnar, undir forsæti Sjálf- stæðisflokksins. Sjer hjer einna mest á, þegar sú hefir orðið raunin, að þrátt fyrir svo að segja algeran afla- brest á síldveiðunum — svo mikilvirk sem þessi atvinnu- grein ella gæti verið — hafa út- flutningsverðmæti þjóðarinnar s.l. ár samt sem áður orðið meiri en nokkru sinni áður. — Hvað mundi þá, ef alt væri með hag- stæðasta móti? Úr bæjarlífinu fyr og nú. Bæjarbragurinn er þá líka all ur annar hjá höfuðstaðarbúum og reyndar landsmönnum öll- um, en áður var. — Eins og ykkur er kunnugt, TÖRTÍMIR FRELSINU c Ræða Jóhanns Hafste vöku Óðins in a kvöld- I ræðu þeirri, sem Jóhann Hafstein, alþnv, flutti á kvöldvöku málfundafjel. sjálfstæðisverkamanna, Oðins, í fyrrakvöld, sýndi hann fram á hversu at- vinnu- og efnahagsþróun á grundvelli sjálfstaeðis- stefnunnar hefði gert Reykjavík að sterku hæjarfje- lagi á undra skömmu árahili — og jafnframt er bent á, hversu atvinnuþróun nýsköpunarstefnunnar hefðí styrkt þjóðf jelagsaðstöðu okkar. Hins vegar væri þess ari þjóð sem öðrum hin mesta hætta búin, ef hand- leiðsla kommúnista ætti að ráða 'í sjálfstæðis- og utanríkismálum. Fer ræðan hjer á eftir. höfum við bæjarfulltrúarnir verið að undirbúa fjárhagsáætl un Reykjavíkur fyrir árið 1949 ' og var hún í dag lögð fram á bæjarstjórnarfundi til fyrri um ræðu. Það vill svo til, að jeg hefi um svipað leyti verið að glugga í „Sögu Reykjavíkur", eftir Klemens Jónsson. Það er oft næsta æfintýralegt | að bera saman það sem var og er. Borgarstjóri var fyrst kosinn 1908. Þá hafði borgarstjóri í laun 4,500,00 kr. og 1500 í skrif stofufje. 1926 kostaði skrifstofa borgarstjóra alls 42,000 kr., og finst Klemens Jónssyni það „talandi vottur um vöxt bæjar- ins". Nú eru laun í skrifstofu borgarstjóra áætluð 1 milj. kr. — en kostnaður af bæjarskrif- stofunum öllum (ekki sjer- stakra stofnana bæjarins) 4,2 milj. kr. Kostnaður við löggæsl una var 1926 86 þús. kr., en er nú áætlaður 2,6 milj. kr. jLög um holræsi og gangstjettir eru frá 1911, — en áður voru aðeins rennur meðfram götun- um. Nú er áætlað árlega til nýrra gatna og holræsa 5 milj. kr., og 3 milj. kr. til viðhalds. Til götulýsingar 340 þús. kr., en 30 þús. 1926. Svp höfum við Hitaveitu, sem samsvaraði 30 þúsund kola- tonnum árlega, þegar lokið var við hann 1944, en er að ná því marki að tvöfaldast á þessu ári, þannig, að hún samsvari 60 þús. kolatonnum. Þá er rafveitan, sem hefir tifaldað orkuna á síðustu tíu ár um, — og nú er verið að hefja á þessu ári í samlögum við rík- ið, nýja virkjun við neðri Sogs- fossana, með meiri orku en alls er nú til í öllum orkuverunum. En slíka og aðra álíka þróun bæjarmálanna, sem menn hafa fyrir sjónum og alkunn er, skal jeg ekki rekja hjer. Á hinum öru uppvaxtarárum þessa unga bæjarfjelags hafa Sjálfstæðismenn alla tíð haft forsjá bæjarmálanna. Framfarirnar eiga að víkja fyrir sósíalisma. Þið kannist við að hafa heyrt það, sem hjer hefir gerst, verið kallað afturhald, — óstjórn og jafnvel áþján, sem yrði að víkja fyrir nýjum gróanda nýrrar stjórnmálastefnu, sósíalisma! Kommúnistarnir hafa verið einna háværastir á þessu leit- inu! Hver vill skifta á hlut- skifti, sem þeir bjóða í reynd- inni? Alþýða manna hjer hefir ekki látið vjelast. Kommúnistar höfðu að vísu náð sterkum tök- um. Nú fara þau minkandi, eft- ir að þeir mistu stjórn á Alþýðu sambandinu á s.l. hausti. Sjálf- stæðismenn áttu sinn veiga- mikla þátt í þeim sigri, yfir kommúnistum. Nú er frarh- undan áframhald þessarar bar- áttu gegn þjóðskemdarstarfsemi kommúnista, þegar verkalýðs- fjelögin fara að halda aðalfundi sína og kjósa nýjar stjórnir. Sú barátta verður hörð, því að við óvægna andstæðinga er að etja, en miklu má orka með samstiltum kröftum Sjálfstæð- isverkamanna og annars lýð- ræðis- og frelsisunnandi verka- fólks. Þjóðvarnar-stefna komm- únista. Kommúnistar boða reyndar víðar fagnaðarerindið en á sviði bæjarmála og verkalýðs- mála. Nú er það nýjasti boðskap urinn til þjóðarinnar, að þeir, þ. e. a. s. kommúnistar, ætli að gera henni þann greiða að forða henni frá því að Sjálf- stæðismenn og aðrir álíka vond ir selji landið og svíki þjóðina. Á þetta bíta svo vissir menn og gerast bandamenn kommún- ista, vitandi eða óafvitandi, — þessarar helstefnu. sem hrekur heilar smáþjóðir landflótta og kúgar aðrar, traðkar á rjettar- öryggi borgaranna með „gesta- po"-heimsóknum upp á nasist- iska vísu og lifir konunglegu forrjettindalífi á bognum bök- um alþýðunnar. Gleymum við ekki of oft „gæðum" þessara stefnu? Væri ekki skynsamara af okkur að hugleiða oftar en við gerum um eðli þeirra afla, sem þar eru að verki? Sumir kristilegir borg arar segja: Þetta er alt einhliða áróður um áhrif Rússa á kom- múnista hjer og hættuna, sem því er samfara. Kommúnistar eru- í Þjóðvarnarfjelaginu og vilja engin erlend áhrif, — bet- ur að svo væri, — en verri eru staðreyndirnar og lítil „þjóð- vörn" í stefnu þeirra. Handleiðslan í utanríkismálum. Kommúnistar biðja nú þjóð- ina að lúta þeirra handleiðslu í utanríkismálum. Hvaða fordæmi hafa flokks- bræður þeirra annars staðar skapað, — og hvaða stefnu hafa kommúnistar hjer markað í ut- anríkismálum? Minni fyrst á „stefnu" for- sprakkanna hjer: 1. „Verndarinn" og „óvin- urinn". Árið 1939 skrifar einn aðal- leiðtogi kommúnista í Þjóðvilj- ann (6. ág.), Halldór Kiljan, og markar þá stefnu í utanríkis málum, að Bretland sje „okkar eðlilegri verndari", og krefst samvinnu í utanríkismálum við lýðræðisblökkina, sem á „höf- uðfulltrúa sína í Bretum, Frökk um og Rússum". Aðeins nokkru seinna sama ár ¦—¦ Þjóðviljinn 22. október 1939: „Þó að þýski fasisminn sje erkióvonurinn, má ekki gleyma hinu, að breska auðvaldið er sterkasti óvinurinn". (Þó ,.höf- uðfulltrúi" lýðræðisblakkar- innar}. Þ.ióðviljinn 13. apríl 1940: „Öllum smáþjóðum jarðar- innar er ógnað með ofbeldi. ¦— Það er hnattstaðan ein, sem ræður því, hvort sú ógnun stend ur af Bretum, Frökkum eða Þjóðverjum", (Rússar ekki nefndir), — hjá okkur stafar hættan af Bretum", (þ. e. „eðli lega verndaranum"!!) Finst mönnum ekki sæmileg festa í utanríkisstefnu hinna kommúnistisku „þjóðvarnar- manna"? 2. „MiIIi tveggja rándýra". Hver var svo stefna hinna skeleggu „þjóðvarnarmanna" í síðustu heimsstyrjöld til hinna stríðandi aðila? Þjóðvíljinn 13. maí 1940: „Hvor aðilinn, sem sigrar, mun troða á rjetti vorum og sjálfstæði". Þjóðviljinn 22. maí 1940: „Hjer á íslandi verða sósíal- istar að gera sjer fullljóst, að þeir geta hvorugum hinna stríðandi aðila óskað si^urs". Þjóðviljinn 13. des. 1940: „Þetta er allur sannleikurinn um stríðið. Það cr bnrátta milli tveggja rándýra Um bráð". Þjóðviljinn 13. jan. 1940: „Hið breska hervald hefir beinlínis sýnt sig í verki sem fjandsamlegt íslensku þjóðinni og þjóðin hlýtur að dæma þetta hervald eftir þessari fram- komu þess, á sama hátt og danska og norska þjóðin lítur á þýska herinn þar". IISTA (Nú smjattar „Þjóðviljinn á þeirri „stefnu" samherjanna í Þjóðvarnarliðinu á fundinum s.l. sunnudag, — Hallgríms Jón assonar o. fl. — að Engilsaxar sjeu svo sterkir á hafinu, að við getum þess vegna verið ró- legir og sjálfstæðið örugt. M. ö. o. öruggir vegna herveldis, sem áður var talið engu betra en her Nasista). Þjóðviljinn 31. jan. 1941: „Ekkert handtak, sem unnið er fyrir hinn breska innrásar- her, er þjóðinni í hag. Ef slík hagnýting vinnuaflsins er ekki glæpsamleg, þá er alveg óþarfi að vera að burðast með það orð í íslenskum orðabókum". Þetta er þó ákveðin stefna, býst jeg við að menn segi. Hjer hafa þó kommúnistar rækilega markað . „þjóðvarnar" stefnu sína. 3. Glæpurinn verður að „þjóðvarnarvinnu". En það er til annað hljóð í strokknum. Það atvikaðist eins og menn muna þannig, að Rúss ar urðu einnig stríðsaðili með Bretum og Bandaríkjamönnum. Þá varð tónninn þessi: Þjóðviljinn 19. maí 1942: „Þeir, sem hamast nú gegn landvarnavinnunni á íslandi, eru að vinna í þágu Quislings og Hitlers". Hvað var sama vinna — áður kölluð? „Glæpsamleg hagnýt- ing vinnuaflsins", — var það ekki? Nú landvarnarvinna, eða mætti líka vera „þjóðvarnar- vinna". Þjóðviljinn 24. des. 1942: „Þegar Sósíalistaflokkurinn, — eini flokkurinn, sem alltaf hefir haft ákveðna stefnu í ut- anríkismálum íslendinga — (þið haldið kanske þetta sje prentvilla?) sýnir fram á hver nauðsyn Islendingum sje á því að skera upp úr um með hvor- um samúð þeirra sje í frelsis- stríðinu gegn fasismanum, þá eru slík úrþvætti hjer á Islandi, sem beint eða óbeint taka upp hanskann fyrir Hitler". Stóð ekki áður skrifað hjá þeim, sem altaf hefir haft á- kveðna stefnu í utanríkismál- um (Þjóðv. 22. maí 1940): „Hjer á íslandi verða sósíal- istar að gera sjer fullljóst, — að þelr geta hvorugum hinna stríðandi aðila óskað sigurs". Það er „þjóðvörn" í slíkum drengjum — í slíkri stefnufestu — eða hvað finnst mönnum? 4. Hlutleysið ojr stríðsyfir- lýsingin. Loksins nokkur orð um hlut- leysið. Nú er hlutleysið ein „þjóðvörnin", ef ekki sú eina hjá kommúnistum. En hverskonar hlutleysi er það að telja íslendingum nauð- syn á því að skera upp úr um með horum samúð þeirra sje, — þegar um styrjaldarsamtök er að ræða? Og þegar rætt var um, að ís- lendingar yrðu stofnendur Bandalags Sameinuðu þjóð- arina. Hvað sögðu kommúnistar þá um hlutleysið? Þá sagði Þjóð viljinn, 25. apríl 1945: „Þeir (þ. e. sósíalistar) vildu láta viðurkenna, að þjóðin sje Framhald ú bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.