Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. febrúar 1949. G‘uðhrandur Jónsson: MÁLAFERLIN Á HENDUR MINDSZENTY KARDÍNÁLA MÁLAFERLI ÞESSI, sem vak- ið hafa athygli um gervallan heim, snúast um illkynjað glæpamál, er hvaðan sem á það er litið, er frábrugðið öllum öðrum glæpamálum, er hingað til hafa þekkst. Er það fyrst og fremst vegna þess á hendur hverjum málaferlin eru sótt og fyrir hvað, en mest þó vegna þess, að hinir raunverulegu glæpamenn eru dómararnir og þeir, sem að þeim standa og etja þeim fram, en ekki sá mað- ur, sem talinn er vera sakborn- ingUrinn. Það er að yfirlögðu ráði sem saklaus maður er dreginn fyrir dóm til þess að þola hegningu fyrir verk, er hann hefur aldrei drýgt, vegna þess, að hann hefur neitað að hætta að gera skyldu, sem sjálf sögð þykir og eðlileg í öllum menningarlöndum, og hann hafði tekist á hendur með hinu virðulega embætti sínu. Þessi skylda hans er bæði hjer, og ekki síst meðal almennings á Ungverjalandi talin svo brýn, að ofsækjendur þessa kirkju- höfðingja þora ekki að ráðast að honum fyrir það, sem þeim raunverulega þykir við hann. Því er gripið til þess að bera hann lognum sökum, og það er gert svo blygðunarlaust, að öll- um mönnum hlýtur að vera það fullljóst. Það er því ekki úr vegi að gera nokkra grein fyr- ir þessum manni og þessu máli, þar sem dómararnir sitja röng- um megin dómgrindanna, Mindszenty kardínáli er til- tölulega ungur maður — 56 ára — ungverskur bóndasonur, að langfeðgatali kominn af Þýsk- um ættum, en hann og forfeður hans voru löngu orðnir ómeng- aðir Ungverjar. Foreldrar hans voru bláfátækir, og hann varð að vinna baki brotnu í æsku. Hann braust til þess að verða prestur og reyndist traustur og skyldurækinn í starfi sínu. Svo fóru leikar, að hann fyrir ekki allmörgum árum varð erkibisk- up í Esztergom og forustubisk- up á Ungverjalandi, og þetta var hann síðustu ófriðarárin. Það hafa núna á örfáum ár- um skollið tvær eðlisólíkar, en hið ytra sviplíkar, pólitískar óaldir yfir Ungverjaland, fyrst nazisminn og nú hinn austræni kommúnismi. Þetta voru og eru óaldir vegna þess, að lífsskoðanir þeirra flokka, sem að þeim stóðu voru í ósamræmi við eðli lifs og manna. Þessar lífsskoð- anir mótuðu og móta athafnir flokka þessara og ástand það, er þeir vilja koma á, hvort- tveggja er því í ósamræmi við eðli lífs og manna og náttúr- legan rjett þeirra. Allar pólit- ískar stefnur, hvort sem manni líka þær eða ekki, eru ferjandi, ef þær brjóta ekki bág við rjett eðli lífsins og mannanna og náttúrlegan rjett þeirra, en annars eru þær til hins argasta tjóns fyrir mennina og samfélög þeirra og verða sjálfar hinar mögru kýr, sem gleypa þær hinar feitu kýr skynsamlegra ráðstafana, er alt af hljóta að fylgja hverri stefnu, hve háskaleg sem hún í heild kann að vera, Hinn hreini amslífsins, og samband að vera ' pólitíski sócialismi,. sem snýst milli hinna tveggja stiga lífs’- um skiftingu arðs og auðs, svo ins. Af þessari vissu leiðir eðli- að öllum komi að notum, en lega allt siðalögmál mannanna, ' ekki fáum, þó um hann sje mjög og að hún er beinlínis undir- deilt, er álitamál, en ekki hættu . staða þess, Hinar efnishyggju- legur rjetti manna og lífi, með- | iegu skoðanir leiða hins vegar ' an hann ekki víkur út af þeirri ekki til viðhalds siðalögmáls- braut sinni. En fari hann að ins, því tilefnislaust er að gera skifta sjer af ráðgátum tilver- unnar og fella á þær dóm, sem hann leggur til grundvallar at- höfnum sínum, þá er hann orð- sjer neina rellu út úr því, hvað menn aðhafast, ef öllu lýkur með hinum líkamlega dauða. — Það rekast því hjer ekki fyrst fnn háskalegur, því verksvið ' Qg fremst á hin tvö andstæðu ■ pólitískra flokka er það eitt, að . öfl: kapítalismi og öreigapólit- j reyna að skipa málum í borg- aralegu lífi svo sem þeim þyk- ■ ir best henta. Þetta gerðu hvor- ugir nazistar nje kommúnistar. J Þeir lögðu inn á æðri svið og fóru að gera ráðstafanir þar. . Þeir höfðu uppi efnishyggju- stefnuna, ekki aðeins sem fræði lega kenningu, heldur sem und- ík, heldur beinlínis viðhorf til lífsins í öllum myndum þess. Það, sem um er að ræða, er hvort' maðurinn eigi að vera andlaust þrælkunarþý undir einhverskonar samfjelagi, eða hvort hann eigi að hafa rjett til þess að hafa og hafna og athafna sig innan þeirra tak- irstöðu athafna og skipulags. í marka, sem náttúrlegur rjettur aðaldráttum varð niðurstaðan annara manna leyfir, og sjer- staklega búast við eðlilegum af- leiðingum þess, að til er æðsta skynsemigædd vera og að hon- sú, að þeir hjeldu því að mönn- um, að það væri enginn guð 1 til og að mennirnir væru dauð- legar líkamsverur, en hefðu ’ um sjálfum er ætlað annað og enga ódauðlega sál — frekar en ( meira en að dúlla við líkamsævi trúað var hjer um huldufólkið í hæsta lagi 100 ár. forðum, og að maður væri þag gaj. ekki verjg annað, en því ekki annað en byngur af ag forUstumenn kristninnar og ýmiskonar efnum samanrunn- annara ægri trúarbragða sner- um, sem hefði það eðli, að hann ust öndverðir við svo greinileg- gæti aðhafst hjer um stund, uns um öfUgSnúningi þýgingar- hann leystist upp aftur, og síð- mesiu staðreynda mannlífsins, an væii ekki sögu meiri að : gergum til þess ag svifta mann- segja um hann. Maðurinn gæti (inn sjálfUm sjer og þjálfa hann því og ekki átt neitt erindi í til sijóieika undir hinn tótal- þennan heim sín vegna, hann ítaristíska þræidóm, sem hlaut hlyti blátt áfram að vera ,,heim ^ ag leggja hið nauðsynlega siða- ilisvjel , eins og blað eitt um iogmal f eygi — þar meg er daginn vildi nefna þýsku þjón- j ekki sagti að allir efnishyggjU- ustustúlkurnar hjer, sem yrði menn einstaklega sjeu siðlaus- að ganga undir hagsmunum (ir> en þeir hljóta ag vera það heildar, er yrði að vera eins sem flokkur, eins og athafnir víðtæk og hægt væri — helst'með nazistum ná til allra, og þessi heild væri hið eina raunverulega og undir hana yrði allt að lúta. Þessi stefna hefir verið nefnd ,,tótal- ítarismi“. Samkvæmt henni á maðurinn hvorki að hafa rjett til þess að ráðstafa sjer, athöfn- um sínum eða hagsmunum, og' hinum aust- rænu kommúnistum sýna. Kristíndómurinn um gervall- an heim reis upp á móti þessu til varn-ar sjálfstæði hins ein- staka manns og hins ríkjandi siðalögriiáls, og þar með til varnar jmenningunni, því að hið kri^tna siðalögmál er und- heldur að vera ósjálfstæður lirstaga Mlrar nutíma menning_ ar. Bæa nazistar og kommún- istar hó|u ofsóknir gegn kristn- hlekkur í heildarkeðju Þessar skoðanir, sem bæði nazistar og hinir austrænu kom múnistar hjeldu og halda fram, gekk í berhögg við staðreynd- irnar. Hvað sem öllum einstök- um kenninguum kirkjunnar og annar kristinna eða ókristinna inni, ogj varð kaþólska kirkjan mest fyfir barðinu á því vegna þess, að hún hafði mest skil- yrðin til þess að vfeitá mótstöðu bæði sakir stærðar og hins ör- ugga skipulags síns, en í því trúarbragða líður — þær eru efni stpðu ýms önnur trúar- trúaratriði —, þá er hins vegar | fjelög höllum fæti. Píus páfi áreiðanleg hugsunarvissa fyrir.XI., sem ljest 1939, bannaði öll- því, að rjettar ályktanir af því, J um kaþólskum mönnum að hyllast til hins „guðlausa kom- múnismá“, sem kallaði og með sem náttúruvísindin kenna mönnum, er að öllu í náttúr- unni sje skapað af slíkri fyrir- hyggju, að skyni gædd vera — Guð — hljóti að stjórna því. Hitt er og jafn víst, að eins til- tölulega lítið ófullkomin vera og maðurinn er, getur ekki verið reistur upp, ef svo mætti segja, til einnar nætur, slíkt væri óskynsamlegt og í ósam- ræmi við hið annars viturlega skipulag alls. Það getur því rjettu, og með búllu sinni „Mit brennender Sorge“, sem er ein hinna fáu búlla, sem ekki eru ritaðar á latínu, lagði hann sama bann á nazismann. Þá kom það í ljós, sem nazistar og hiniþ austrænu kommúnistar höfðu ekki varað sig á að það vat ekki hægt að ganga af trúárbrögðunum dauðum alveg með einu höggi. — Fólkið ekki verið annað, en að mann- | fylgdi þeim, og forustumenn inum sje ætlað annað og æðrajþeirra börðust fyrir rjetti hlutverk en það eingöngu að | þeirra, en það var eins og fyrr, bjastra við dægurstörfin ogjkaþólska kirkjan, sem af eðli- hverfa svo. Honum hlýtur að tlegum ástæðuum varð aðallega vera lengra lífs auðið en lík- að standa í stigreipinu. Hinum austrænu kommún- istum og nasistum þótti því vænlegra að breyta um aðferð. Þeir reyndu að ná kirkjunni og trúarfjelögunum undir sig, í þeirri von, að það mundi takast, vegna þess að forustumenn trúarbragðanna myndu slaka á klónni af mak- ræði og persónulegri eigin- hyggju, og var lögð sjerstök áhersla á, að láta menn krist- indómsins semja af sjer rjett- inn til þess að ala börnin upp við kristna trú og kristið siða- lögmál. Þetta mistókst alger- lega; þessu vildu forustumenn kristninnar alls ekki sinna og kommúnistum tókst yfirhöfuð hvergi að koma ár sinni fyrir borð, nema á Rússlandi. Þegar útsjeð var um það, tóku báðir upp ofsóknirnar á ný, hinir austrænuu kommúnistar og nazistar, og dundu þær^að- allega á kaþólskum, því aðrir voru svo veikir, að þeim varð þrátt fyrir stuðning kaþólsku kirkjunnar erfitt að veita mót- spyrnu. Svona stóðu sakir er Jósef Mindszenty kom til skjal- anna. í ófriðnum gerðust Þjóðverj- ar allnærgöngulir á Ungverja- landi, eins og víðar, og sættu Ungverjar sig í heild sinni illa við það. Klerkastjettin hefur alla daga staðið framarlega í þjóðlegri frelsisbaráttu, og svo varð og hjer. Mindszenty, sem að vísu að langfeðgatali var af þýskum ættum og bar nafn með þýskum keim, stóð framarlega í baráttu landa sinna gegn yfir- gangi Þjóðverja, og til þess að sýna á sjer greinilegan lit, sótti hann um leyfi til að fá sjer hreint ungverskt nafn fyrir hið þýska, og nefndist upp frá því Mindszenty eftir þorpinu, sem hann er ættaður frá. Hann varð Þjóðverjum slíkur ljár í þúfu, að þeim þótti nauðsynlegt að taka hann til handargagns, og var hann geymdur í fangabúð- um þeirra til stríðsloka. Skömmu síðar varð hann erki- biskup af Esztergom. Hinir nýju kommúnistisku valdhafar á Ungverjalandi fóru þegar að sýna af sjer ójöfnuð og færðu sig smám saman uppá skaftið. Meðan allt var innan þeirra takmarka, að ekki bryti bág við hagsmuni kristninnar og menningarinnar, ljet Minds- zenty, sem varð kardínáli 1946, og samkv. embætti sínu var nú forustumaður kaþólskra manna, sjer vel líka. T. d. fetti hann ekkert fingur út í það, að fram- leiðslukerfi Ungverjalands væri þjóðnýtt, og ekki heldur, er stór jarðir voru gerðar upptækar, sem þó kom mjög hart við kirkj una, sem var jarðeigandi. Meira segja lögðu hann r« ungverskir biskupar blessun sína yfir þá menn, er fengu Lnd, er jörðun- um var skipt upp. En þegar komið var að kenslumálunum, og svifta átti kirkjuna rjetti til þess að ala börnin upp við krist indóm og kristið siðalögmál í þeirri von að kirkjuna myndi daga uppi, þegar þau kæmust á legg, varð hingað komist en ekki lengra. Nú mótmælti hann og mjög harðlega og vék hvergi en kommúnistarnir höfðu uppi skipulagða hópa, sem gerðu að honum aðsúg, og var kallað að þeir væru ,,Þjóðin“. Þegar kardínálinn opinberlega hafði mótmælt „þjóðnýtingu" skól- anna og gekk eftir það yfir hið svo nefnda Hetjutorg, æpti ,.Þjóðin“: „Hengið hann“, og ljet öllum illum látum, en kardínálinn ljet hvergi á sig fá. Enskur verslunaVmaður, á ferð í Budapest, horfði á þetta og sagði síðar: „Þetta er í fyrsta skipti, sem jeg sá hver máttur getur verið í manni, og hver máttur er í kaþólsku kirkj- unni“. Nú fóru ofsóknirnar og ákær urnar að dynja beint á kardí- nálanum. Hann, sem hafði set- ið lengi í þýskum fangafcúðum, var kærður fyrir samvinnu og dekur við nasista. Hann — erkibiskupinn — var kærður fyrir að hafa rekið svartamark- aðsverslun með karlmannanær föt, en sú kæra fór fljótt í papp- írskörfuna, því að hún varð að almennu athlægi. Hins vegai hefur kærunni um, að hann hafi rekið svartamarkaðs/erslun með erlendan gjaldeyri veriö baldið til streitu, enda þótt al- kunnugt sje, að hann hafi að- eins á löglegum markaði selt dollara, sem honum höíðu ver- ið fengnir frá Ameríku til stuðnings kirkjustarfi og fá~ tækum á Ungverjalandi. Þá hefur hann verið sakaður um að ætla að ná konungskórón- unni ungversku, kórónu hins heilaga Stefáns, úr eignarhalai ríkisins. Er Rússar flóðu yfir allt Ungverjaland í ófriðarlok, þótti ungversku stjórninni best að koma kórónunni fyiir á ör- uggan stað, og fólu hana her- stjórn Bandaríkjanna til geymslu. Fyrir allnokkru af- henti herstjórnin hana starfs- mönnum utanríkisstjórnar Bandaríkjanna til frekari fyrir- greiðslu, og skoraði kardínái- inn þá á utanríkisstjórn Banda- ríkjanna, að fela hana páfa tii geymslu, uns um hægðist, þar sem þessi gripur væri helgur, dómur. Spunnust um þetta nokkur skrif milli kardínálans og utanríkisstjórnarinnar. Þessi skrif hafa komið í leitirnar og eru nú notuð sem sönnunargögn fyrir því, að kardínálinn hafi rekið njósnir fyrir Bandarík- in, og er látið engu skipta þótt þau upplýsi hið sanna Þá er honum borið á brýn, að hann hafi 21. júní 1947 átt að vera á fundum með Otto erkihertoga af Habsburg í Chicago og sam- . ið við hann um endurreisn ung verska konungsríkisins undir stjórn hans, en þann dag og næstu daga var kardínálinn staddur í Ottawa í Kanada og sáu hann þar þúsundir manna, þar á meðal kanadiskir ráð- herrar. Ekki var Otto heldur I Ameríku þá. Sjálfur lýsir Otto því yfir, að ákærurnar á hend- ur kardínálanum sjeu lygar — það eru hans óbreytt orð. Það má sjá af þessu greinilega, að allar ákærurnar á hendur kardi nálanum eru lygar, og allir vita það, en ungverska stjórnin Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.