Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. febrúar 1949. MORGUNBLAÐIÐ 11 Dr. plill. Helgi Péturss Fæddur 31. mars 1872. Dáinn 28. janúar 1949. DR. HELGI PJETURSS er horfinn sjónum samtíðar- manna. Að reisa þeim manni hæfilegan bautastein, vérður ekki gert með lítilli grein. En þess er fyrst að geta, að hann var af miklum gáfumönn um kominn. Og snemma bar á frábærum gáfum hans og fróð- leiksþorsta. Þegar jafnaldrar hans voru að leik, eða eyddu tímanum til einkis, sat hann við lestur fræðibóka, sem ekki voru lesnar í skólanum.. — JStúdentsprófi lauk hann 19 ára að aldri. Tæplega hálfþrí- tugur varð hann kandidat í náttúrufræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Og nokkru síðar varð hann doktor vegna naerkilegrar ritgerðar um ís- lenska jarðfræði. Síðar átti það fyrir honum að liggja að gera margar þýðingarmiklar uppgötvanir um íslenska jarð- fræði. Ritaði hann eigi aðeins á íslensku um þessar upp- götvanir heldur einnig fjölda greina í dönsk, þýsk og ensk vísindatímarit (Sjá skrá í Við- nýal bls. 158—159) og varð nafnfrægastur íslenskur vís- indamaður á sinni tíð. — ,,ís- land hefur að geyma sjerstæð jarðsöguleg verðmæti. Stór- feld jarðlög, mynduð við bar- áttuna milli elds og ísa, fornar jökulmenjar og milli-ísaldar- menjar eru þættir úr íslenskri náttúru, sem hvergi annars staðar eiga sinn líka. Að þess- ar myndanir hefðu al- þjóðlegt gildi sem ný náma jarðfærðilegrar þekkingar var ókunnugt þar til H. Pjeturss vakti athygli á því með rann- sóknum sínum og fór að miðla úr námunni verðmætum nýrrar þekkingar. Þar með hefur hann gert okkur veitandi í alþjóð- legum efnum á þessu sjerstaka sviði. Það er nú einu sinni þannig, að fleiri tegundir þekkingar eru gjaldgeng vara þjóða á milli en sú, sem kend er við bókmentir. Uppgötvanir nýrra náttúrufræðilegra sann- índa er einnig vel þegið inn- legg í þann reikning. íslandi er þvi styrkur og sómi að starfi H. Pjeturss og hann á skilið virðingu og þökk islensku þjóðarinnar eins óg hann einnig hefur hlotið viðurkenn- ingu erlendra vísindamanna“. Svo ritaði Jakob H. Líndal þegar H. P. var sjötugur og mun enginn hafa yéfengt pje vefengja þann dóm. Það sem örðu fremur ein- ken<ji ja.rðfræði rannsóknir hans var fábær athyglis- gáfa og samanburður á því, hvað líkt var og ólíkt. Og svo afburða vitsmun- ir að skilgreina og draga rjett- ar ályktanir. í því átti hann fáa sína líka. Er ósagt hve margt nýtt hann hefði fundið, áður óþekt í íslenskri jarð- fræði, ef honum hefði enst heilsa til að halda rannsóknum sínum áfram lengur en 12 ár. Og þó er viðurkent að stór- merkt andlegt þrekvirki hafi hann unnið á þessum tólf ár- um. Nokkru eftir aldamótin sneri MINNINGA-ROR M in.dszen.ty Dr. phil. Helgi Pjeturss H. P. sjer að heimspeki og himinspeki. Við jarðfræði og náttúrufræði rannsóknir sínar hafði ráðgáta tilverunnar tek- ið hug hans með vaxandi á- leitni; þessi spurning, sem mannkynið hefur verið að glíma við frá því það fór að hugsa: Hvað er Hfið? Við athuganir sínar á þessu lagði hann hina sömu alúð og við aðrar rannsóknir, eins og sjá má af Nýals-bókum hans. Og með því opnaðist honum þar víðari og víðari útsýni. Honum opnuðust nýir heimar, eins og spáð er í Eddu (Grímn- ismál 43). Hann byrjaði á að rannsaka eðli drauma og 1 draumlífs og út frá þeim at- , hugunum bygði hann upp nýa heimskoðun, fegurri, glæstari, 1 einfaldari en nokkur trúar- brögð eða vísindi hafa kent. Kenning hans er sigursöngur andans yfir efninu, hljóm- kviða ódauðleikans og- lofgjorð til skaparans. Hann aðhyltist ekki nein trúarbrögð. en aldrei hefi jég þekt betur kristinn mann. — Honum var ljóst að trú og vís- indi eru ekki andstæður. Trú- in er sprottin af vitrunum frá hinum hugsjeða heimi og þær vitranir hafa birst heiðnum mönnum jafnt sem kristnum eða arinarrar trúar 'mönnum. Vísindanna er að færa sönnur á að þessar vitranir sje sann- indi um ódauðlegt líf, og þó ekki nema svipur hjá hinúfn dásamlega raunveruleiká. Nátt úruvísindi geta opnað mönn- um innsýn og skilning á því leyndarmáli,.að guð er í oss og í hinum óendanlega alheimi. „Milli lægsta dufts og hæstu hæðar, heimssál ein af þáttum j strengi vindur“, segir Einar j Benediktsson. Hið sama vald (er stjórnar miljónum vetrar- brauta með biljónum . biljóna sólna, er í manninuin sjálfum. í svefni magnast hann af þess- j ari orku, af hinu „tilsenda“ lífmagni, sem allur hinn óum- j ræðanlega mikli heimur er hlað inn af. .Maðurinn er því í stöð- ugu sambandi við uppsprettu alls kraftar, sjálfan hinn | hæsta verund. Og þá er ekkert undarlegt við það, að líf hans liði fram til upphafs síns, þeg- ar líkaminn þrýtur úthald, þá skifta fjarlægðir engu. því að fyrir andann er ekki lengra til fjarlægustu sólkerfa en milli nágrannahúsa í borg. Og á líf- aflsvæði annara hnatta skapar svo hinn leysti andi sjer nýan og fegurri líkama, í stöðugri framþróun þangað til maður- inn verður goðum líkur. H. P. talaði um hin „dásam- legu boðorð Krists, sem enginn heldur“, þótt menn teljist kristnir. Hversu miklu fegurri mundi heimurinn ekki vera, ef þau boðorð væru haldin. Þau eru leiðin frá helstefnu til líf- stefnu. Hver hefur talað fegur um boðskap Krists, eða skilið hann betur? Vandínn við að skilja hann er ekki annar en sá, að læra að þekkja sjálfan sig og köllun sína, og samband sitt við allífið, læra að þekkja hið vísdómsfulla og órjúfan- lega náttúrulögmál að „hver uppsker það sem hann sáir“. Hvað H. P. gat verið barns- lega .glaður, þegar honum fanst þoka eitthvað i áttina til auk- ins skilnings á eilífðarmálun- um. Honum fanst þá nauðsyn- legt að fræða aðra um þetta og helt að allir yrði jafn glaðir.og hann. En það ;varð hans bung- bæra mótlæti á ævinni, hve fáir vildu gleðjást með honum. Kuldi og skilningsleysi mætti honum eins og svo mörgum andans mönnum, sem fljúga hærrá en fjöldinn. Hann varð áð reyna hið sama og Newton og fleiri afburða vitmenn. Hann ásakaði ekki neinn, hon um var gjarnara að meta mann kosti annara en áfellast þá. En honum fell óbærilega þungt hvernig menn daufheyrðust við fagnaðarboðskap hans um að allar æðstu vonir mann- kynsins gæti ræst, og þó langt fram yfir ;þáð er nókkur hef-ur gfert' sjér í hugarlund, •. Engir nema vinir hans vita hvað honum fell þetta þungt og var það ef til vill meðfram vegna þess óbifanlega trausts, sem hann hafði á íslensku mannviti, íslenskum dreng- skap og dýrlegu hlutverki ís- lensku þjóðarinnar. Enginn i Frh. á bls. 12 Frh. af bls. 6. stingur höfðinu í sandinn. Seinni partinn í fyna var það samþykkt á Kominform- J samkomu að leggja fyrir ung- , versku stjórnina: 1) að fá kardi j nálann til þess að fara úr landi i eða 2) að sjá svo til að hann færist af ,,slysum“ eða 3) að draga hann fyrir lög og dóm. Síðasti kosturinn þótti verstur, á hinu bar minna. En kardínál- inn neitaði auðvitað að fara úr landi, detta út um glugga eða verða fyrir öðru slysi. Það varð því að draga hann fyrir lög og dóm. Kardínálinn vissi allt fyrir. Hann vissi, að hann mundi verða tekinn fastur og vissi líka, að hann mundi játa. Hann hafði því viðbúnað gegn þessu. í skrifi -til ungverskra biskupa lýsti hann því yfir, að hverjar játningar, sem hann kynni að gera, væri rangar, og ekkert mark á þeim takandi, og ekki heldur þótt hann segði af sjer embætti, því allt mundi það vera nauðung. Hann vissi fyr- ir hverju einkaritari hans, síra Zakar, sem tekinn var fastur i nóvember, hafði orðið, en eftir það var hann lungamjúkur. Fanginn hafði verið sveltur nokkra daga, og síðan hafði hann í viku tima ekki fengið að borða nema saltfisk, en ekk- ert vatn fengið til drykkjar, og þegar hann var aðfram kominn af þorsta, var honurn gefið vatn með acetdróni í. Eitur þetta eyðileggur taugamiðstöðvarn- ar, það drepur ekki heldur lam ar aðeins, og fanginn var eftir það í leisðlu og skorti dóm- greind og minni. Hann gat ekki annað en hlýtt því sem honum var sagt og gat ekki neitað. -— Kardínálinn vissi að þetta vofði yfir honum, og því aðvaraði hann fyrirfram. Kardínálinn var tekinn fast- ur og er nú fyrir dómstólnum. Allt hefur farið eins og hann sagði fyrir. Hann hefur játað, og ungverskur lögreglumaður, Nord, sem nýlega hefur strok- ið til Austurríkis, staðfestir, að kardínálinn hafi orðið fyrir meðferð þessari. Ungverska stjórnin vísar til þess, að lúthersku biskuparnir á Ungverjalandi hafi lýst því yf ir, að kardínálinn væri sekur, en umboðsmaður þeirra, pres- byteriana og unítara í Ameríku, dr. Alexander Ivanyi, segir að þetta hafi þeir ekki gert ó- neyddir. Þegar Erkibiskupinn áf Westminster, dr. Fisher, setti synodus ensku kirkjunnar í Lambeth um daginn, sagði hann, að árásin á kardínálan væri árás á alla kristni. írska stjórnin og ýmsar stjórnir ríkja í Suður-Ameríku hafa mótmæit og eins hafa gert forsætisráð- herra Ítalíu og ótal fleiri, en heimurinn stendur á öndinni. Það má vfera að eitt nafn bæt- ist innan stundar í píslarvotta- skrá kirkjunnar. En hitt er enn vísara að hið gamla franska máltæki: „Celui qui bat le pape meurt“ — sá sem blakar við páfanum deyr — muni ræf- ast hjer sem fyrr. um mönnum að eiga nokkra samvinnu við óvini kristninnar, og það líka um mál, er allir eru sammála um, en bá sku'ii kristnir menn vinna einir og eins og hinir væru ekki til. Þetta mættu ýmsir hjer á landi leggja á minnið þessa daga. en þurfa þó reyndar ekki að íaka við þessum sannindum af herra páfanum .frekar en verkast vill, þvi að forfeður vorir hafa löngu sett þau fram, þar sem i Háva- málum stendur: Vin sínum skal maður vinur vesa, þeim og þess vin; en óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vesa. Guðbr. Jónsson. Smoking og svartur, stuttur kjóll, meðal stærð til sölu, miða laust, Tjarnargötu 8 eftir kl. 2. .tiiimiiimimin iuimu m m «i>imii ihiiirimiirmmmmmitiimiuir'i 1 Til leigu | | 2 herbergi og eldhús ; s | nágrenni bæjarins í jí | strætisvagnaleið. Upplýs- | 5 ingar í Bragga 2 við l I Þóroddsstaði í dag, kl. 5 I 5—8. I imiimmiiii a fcrrTBTODIi':»T!!Ka BineurirrtiiiiiimirrriiiimiiiKiimiimiiiiirrriRimiM’Miril 5 I Ldn L Útvega lán. Tilboð ásamt I uppl. um verð sendist | afgr. Mbl., merkt: ,,-Lán I 200—830“, fyrir þriðju- dagskvöld. iimnrri 11 mrimtiriicem i.rimmrDEvmicTiBi muiii iii iiii itiiiiimiimeriiiiiiiiriiiimmu íitinuiciiuiii K s I Bátaeigendur Athugið | Vil kaupa ,15—20 tonna . § vjelbát, i góðu standi. — , | Upplýsingar í síma '9474 | milli kl. 1 og 5, í dág. t •iiiiriR'imiimmmrminiiiiiinii imHiiuirmimimmiiiiiiiiiiniiUHi óskast. Tilboð auðkennt „1949—833“, sendist afgr. Mbl., sem íyrst. í ræðu, sem páfinn flutti um jólaleytið, bannar hann kaþólsk Vif kaupa góðan 4rá manna .bil. Verðtilboð 1 sendist afgr. Mbl., fyrir. máriudágsk'völd, . merkt: " ^ , „Bifreið—832”: AU G Lt S IN G ER GULLS IGILDÍ «■*?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.