Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 8
8
4» O H <. i * B I iÐ 1Ð
Laugardagur 5. febrúar 1949.
Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj. Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.)
Frjettaritstjóri ívar Guðmundssoc
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1000.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
t lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Glæsilegur fjárhagur
Reykja víkurbæjar
HIN GLÖGGA ræða Gunnars Thoroddsen borgarstjóra á
bæjarstjórnarfundi í sambandi við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar Reykjavíkurbæjar fyrir yfirstandandi ár sýnir greini-
lega hversu glæsilegur fjárhagur höfuðborgarinnar er og
fjármálastjórn hennar örugg.
Samkvæmt yfirliti því er borgarstjóri gaf um rekstrar-
afkomu bæjarsjóðs árið 1948 hefur niðurstaðan orðið þessi:
Tekjurnar hafa orðið 66,3 millj. kr. og þannig farið 5,7
millj. kr. fram úr áætlun. Gjöldin hafa hins vegar reynst
47,4 millj. kr. eða nákvæmlega sú upphæð er áætluð var.
Tekjuafgangur á rekstrarreikningi bæjarins hefur þannig
orðið 18,9 millj. kr. og skiptist hann eins og venjulega í
hreinar tekjur og afskriftir. Nákvæmar upplýsingar liggja
ekki ennþá fyrir um greiðslujöfnuð, en óhætt er að fullyrða
að hann verði einnig hagstæður.
Handbært fje bæjarins, þ. e. viðskiptalán í Landsbankan-
um og sjóður, var um síðustu áramót 3,7 millj. kr. og hafði
aukist um 1,7 millj. kr. á árinu 1948.
í þessu sambandi ber einnig að geta þess að árið 1947
urðu rekstrarútgjöld bæjarsjóðs hálfri millj. kr. lægri en
fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Eins og áður er sagt
stóðust þau nákvæmlega áætlun 1948. Má af því marka,
hversu samviskusamlega fjárhagsáætlunin hefur verið fram-
kvæmd bæði þessi ár.
Þá er þess og að geta að um síðustu áramót eru lausa-
skuldir bæjarsjóðs engar. Þær hafa allar verið greiddar að
fullu.
Fjárhagur Reykjavíkurbæjar um síðustu áramót er því
hinn glæsilegasti. Þegar athuguð er fjárhagsáætlun sú, sem
samþykkt hefur verið fyrir yfirstandandi ár kemur í ljós að
gert er ráð fyrir að útsvör verði lækkuð um 1,1 millj. kr.
Þetta gerist á sama tíma, sem allt fer hækkandi hjá ríkinu og
ýmsum öðrum bæjarfjelögum. En þrátt fyrir fyrirhugaða
lækkun útsvara hjá Reykjavíkurbæ undirbýr bærinn stór-
felldar verklegar framkvæmdir. Þannig er ráðgert að bæj-
arsjóður verji á þessu ári 20 millj. kr. til verklegra fram-
kvæmda. En auk þess munu fyrirtæki hans verja um 8 millj.
kr. til verklegra framkvæmda. Til viðbótar þessum fram-
kvæmdum er svo áætlað að hefja framkvæmdir við hina
fyrirhuguðu stórvirkjun við Sogið á þessu ári. Mun það
verk veita miklum. fjölda verkamanna atvinnu.
Reykjavíkurbær getur þannig jafnhliða því að lækka út-
svörin á borgurum sínum haldið fullkomlega í horfinu með
verklegar framkvæmdir og raunar gengið töluvert lengra.
Kommúnistar tala nú mikið um sparnað og láta sem þeir
vilji lækka útsvör. Auðvitað er það eintóm hræsni og yfir-
drepsskapur. Sannast það best á því að á árunum 1942—1948
hafa bæjarfulltrúar kommúnista undir forystu Annesar flutt
breytingartillögur til hækkunar útgjöldum fjárhagsáætlunar,
sem nema samtals 25 millj. kr.
Svo koma þessir náungar og segjast nú allt í einu vilja
fara að spara!!
Annars mætti benda Annesi og öðrum kommúnistum á
það, að eina bæjarfjelagið utan Reykjavíkur, sem lokið
hefur við fjárhagsáætlun sína fyrir þetta ár er Neskaup-
staður, þar sem kommúnistar eru í hreinum meirihluta.
Ætli að útsvörin hafi ekki verið lækkuð þar?
En kommúnista-meirihlutinn í Neskaupstað hefur ekki
lækkað útsvörin eins og Sjálfstæðis-meirihlutinn í bæjar-
stjórn Reykjavíkur. Nei, kommúnistarnir í Neskaupstað
hafa hækkað útsvörin þar um hvorki meira nje minna en
10%. — Sannleikurinn er sá, að andstöðuflokkar Sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn Reykjavíkur standa uppi eins og glópar.
Þeir eru að reyna að finna sjer eitthvað til nöldurs. Þeir
viðurkenna í 'raun og veru að fjármálastjórn bæjarins sje
með afbrigðum góð. En þeir verða samt að reyna að malda
eitthvað í móinn svö fólkið haldi að þeir hafi einhverja
stefnu aðra en þá að þvælast fyrir í hinni markvísu baráttu
Sjálfstæðisflokksins fyrir framförum og umbótum í bænum.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Sardínur í olíu
KRUMMI í Vestmannaeyjum
á bágt. Hann er haldinn ógur-
legri ástríðu. Þegar honum
dettur í hug sardínur í olíu
verður löngunin svo sterk í
þessa gómsætu, litlu fiska, að
hann ræður ekki við sig. Sar-
dínur í olíu er krossinn hans
•
Krumma. En þessi ástríða er
búin að kosta Krumma mörg
óþægindin og miklar skap-
raunir. Hann skrifar um þetta
til Víkverja og lýsir erfiðleik-
um sínum. ,,Það er langt síðan
jeg komst að því“, segir
Krummr Eyjaskeggi, „að ó-
gerningur er að opna sardínu-
dós, sem lokað er hjer á landi,
nema fyrir járnsmiði, þúsund-
þjalasmiði eða innbrotsþjófa.
•
Opnið eina dós
„OPNIÐ eina dós og gæðin
koma í ljós“, stendur i aug-
lýsingunum. í brjefi sínu, sem
Krummi segist skrifa með
blæðandi fingri, lýsir hann við
ureign sinni við eina sardínu-
dós. Saga hans er á þessa leið:
Krummi sá sardínudós í búð
arglugga. Púkinn hljóp i hann
og áður en hann vissi af var
hann búinn að kaupa þrjár
dósir og hraðaði sjer heim.
Hann vissi af gamalli reynslu,
að hann varð að fara vel að
kaupmanninum til að fá lykil
með dösinni, því stundum
verða sardínusalar afundnir,
ef beðið er um lykil með dós-
unum, en stundum fleygja
þeir 3—4 lyklum í viðskipta-
vin, sem kaupir eina dós. Það
er ekki lengyr siður, að láta
lykla fylgja með í umbúðun-
um.
•
Viðureignin hefst
VENJULEGAST nægir einn
ryðgaður lykill til að brjóta
sepan, sem ætti að rjúfa dósar
lokið. Það veit Krummi af
gamallri reynslu. Þess vegna
fer hann að öllu varlega. Hann
skefur ryðið úr auganu á lykl-
inum, bregður honum varlega
um sepan. Hann beygir sepan
hægt og varlega. Margra ára
reynsla hefur kennt honum, að
minnsta óvarkárni eða fljót-
færni veldur því að sepinn
brestur. Krummi fikrar sig á-
fram ofurhægt, lokar augun-
um og heldur niðri í sjer and-
anum. — Hananú, þar brast
sepinn. Þá er að reyna gamla
örþrifaráðið, að opna dósina
með naglbít. En hvar er nú
naglbiturinn? Jú, hann finnst
að lokum. Ný glíma við dós-
ina. Með herkju tekst honum,
að rífa upp flipa af dósarlok-
inu og olían flýtur yfir fötin
hans. En Krumm; er þrár og
gefst ekki upp. Hann ætlar
ekki að láta þá skömm um sig
spyrjast, að hann sje ekki mað
ur til að opna eina sardínudós.
•
Særður Krummi og
kramdar sardínur
NU sjest á sporð á sardínu og
þá fær Krummi æði. Hann
hamast með naglbítnum á dós-
inni. Meiri olía sullast á fötin
hans, en loks hefur honum tek
ist, að rífa það stórt gat á dós-
ina, að hann getur krækt í
litlu fiskana, sem nú eru orðn-
ir sundurkramdir og illa leikn
ir, en þá er hann búinn að
skera sig á fingrunum. —
Særður og illa leikinn jetur
hamn kramdar sardínur. Hann
sver þess dýran eið, að kaupa
aldrei oftar sardínudós, fyr
en hann fær tryggingu fyrir
því, að þær sjeu ekki fram-
leiddar úr ketiljárni og svo
um búið, að lykillinn geti opn-
að dósina fyrirhafnarlítið.
Aumingja Krummi Eyja-
skeggi. Hann heldur kannski,
að hann sje einn um þessa erf-
iðleika og fær e. t. v. minni-
máttarkend af öllu saman. En
hann má vita, að flestir hafa
komist, að því, að auðveldara
muni vera að brjótast inn í
eldtraustan peningaskáp, en
að opna eina íslenska sardínu-
dós!
Lögreglustjóri
getur bannað
FRÚ Aðalbjörg Sigurðardóttir,
kvikmyndaeftirlitsmaður ríkis-
ins, hringdi til mín í tilefni af
því, að jeg stakk upp á því, að
kvikmyndir, sem eru svo lje-
legar og vitlausar, að enginn
fullorðinn maður endist til að
horfa á þær, ætti að banna fyr
ir fullorðið fólk.
Frúin sagðist alveg vera
sammála. En það væri á valdi
lögreglustjóra, en ekki sín, að
banna slíkar myndir. Hún á
aðeins að gæta þess, að ekki
sjeu sýndar kvikmyndir, sem
geta haft skaðleg áhrif á ungl-
inga_ siðferðilega.
•
„Hókus-pókus“
HJER í bænum var nýlega
sýnd „Hókus-pokus“ kvik-
mynd, dönsk að uppruna. Stól-
ar og borð og þriggja álna karl
menn flugu um loftið á tjaldinu
fyrir einhverjum ósýnilegum
krafti. Það átti víst að vera eitt
hvað dularfult við þetta allt
saman. En þrátt fyrir tilraun
einhvers manns til að ,,skýra“
delluna munu flestir hafa far-
ið jafnær út og þeir komu.
Það er slíkur hókus pókus,
sem hjer var á ferð, sem á að
vernda borgarana gegn og það
getur lögreglustjórinn gert. —
Hann mætti nota það vald sitt
oftar en hann gerir.
MEÐAL ANNARA ORÐA . .
iiiiiMiiimiiiiiiiiiiiimiiinmiiiimimiMiiiMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMmmiimiiiiiintMimiiimiiiiiMmiiiiiiiiiiiiMiiiHÍ
Deilt um ómelanleg lisfaverk
Frá Vincent Buist,
frjettaritara Reuters.
VARSJÁ — Ómetanleg lista-
verk, sem smyglað var þvert
yfir Evrópu og til Kanada
1940 til þess að forða þeim
undan ránshendi nasista, kunna
að verða orsök alþjóðlegs deilu
máls. Sagt er í Varsjá, að lista
verkin, sem Pólverjar einu
sinni áður hafa tapað, sjeu enn
í geymslu í Quebec. Og þar
sem tveggja ára tilraunir til að
fá þau afhent, hafa engan ár-
angur borið, eru stjórnarvöld-
in í Varsjá nú að athuga mögu-
leikana á því að skjóta málinu
til einhverrar alþjóðlegrar
stofnunar.
Pólsku blöðin hafa í þessu
sambandi minnst á alþjóðadóm
stólinn í Haag.
• 9
ANDÚÐ Á
KOMMÚNISTUM
MEÐAL listaverkanna eru dýr
mæt gobelin-veggtjöld, Guten
berg-biblía og allmargar kist-
ur, sem í eru skrautklæði,
prýdd gimsteinum og alda-
gamlir krýningar- og helgi-
gripir.
Pplverjar í Varsjá fullyrða,
að andstæðingar þeirra, pólsk-
ir flóttamenn, hafi til þessa
komið í v'eg fyrir það, að lista-
verkunum yrði skilað aftur til
illands, og hafi þeir með því
drýgt glæp gegn „pólskr!
menningu“. En raddir heyrast
einnig um það í Póllandi, að
andúð manna í Kanada á komm
únistum Austur-Evrópu, hafi
átt sinn þátt í því, að dráttur
hefur orðið á að skila lista-
verkunum.
9 9
GEYMDIR í
KLAUSTRUM
FYRST var byrjað að undir-
búa afhendingu gripanna
1945, er Kanadastjórn viður-
kenndi pólsku stjórnina. Það
var þá fyrst sem í Ijós kom, að
dýrmætustu gripirnir höfðu
verið teknir úr skjalasafns-
byggingunni í Ottawa, þar sem
þeim hafði verið komið fyrir til
geymslu snemma í styrjöld-
inni. Stjórnin í Varsjá fullyrð-
ir, að sendimaður pólsku út-
lagastjórnarinnar í London
hafi komið til Ottawa og látið
flytja megnið af listaverkun-
um í klaustur í Quebec og Ott-
awa.
Stjórnarvöldin í Quebec
höfðu síðar upp á gripunum,
settu lögregluvörð yfir þá í
safnhúsinu í Quebec og til-
kynntu, að þeir mundu ekki
verða afhentir þeirri stjórn,
sem nú er við völd í Póllandi.
9 9
NÝ HERFERÐ
NÚ er nýlega byrjuð í Varsjá
ný herferð, sem miðar að því
að fá Iistaverkin endursend íil
þjóðminjasafnsins í Krakow,
þar sem þau voru til geymslu
fyrir innrás nasista.
Dr. Stanislaw Lorentz, yfir-
maður pólsku þjóðminjasafn-
anna, hefur í þessu sambandi
skýrt frjettamönnum frá því,
að listaverkin sjeu dýrmæt-
ustu sögugripirnir í eigu
pólsku þjóðarinnar.
Þau koma fyrst við sögu á
sextándu öld, þegar Sigmund-
ur konungur afhenti þau
pólsku þjóðinni til varðveislu.
Þegar heimsstyrjöldin síðari
hófst voru als 136 listaverk í
þessu safni.
ÓMETANLEG
DR. LORENTZ fullyrðir að ó-
mögplegt sje að meta safnið til
fjár. Hægt sje að meta aðeins
örfáa gripanna, en þeir sjeu
vafalaust margra miljóna virði.
Jafnvel á sextándu öld greiddi
Sigmundur 100,000 krónur fyr
ir sum veggteppin.
Veggteppin hurfu fyrst frá
Póllandi í lok 18. aldar, er rúss
neska keisarastjórnin rændi
þeim eftir þriðju skiptingu
Póllands. Þau komu aftur í eigu
Pólverja á árunum 1921—24,
þegar Sovjetríkin ljetu þau af
heridi ásamt öðrum stolnum
listaverkum.