Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. febrúar 1949. Frá afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar 1949: Borgarstjóri ræðir ýms bæjarmdl og hrekur firrur andstæðinganna IVIINNIHLUTAFLOKKARN •■■“♦l.I. bæjarsyórn höfðu lokið —•érasisöguræðam sínum, flutti C-unnar Thoroddsen borgar- •n'-.jóri ræðu. Rakti hann þar lið 4. .' lið aðfinnslur þær og firr ♦d., sem framsögumenn hinna 41 n-ikarma höfðu borið fram á fur.dinum. Þar eð ræður þeirra ho'fðu staðið í marga klukku- líma eru ekki tök á að rekja F)je:r hvert atriði þeirra. í fyrri ræðu sinni hafði borg ai.’atjóri bent á að tilgangslaust var, að bera fram tillögu úm það að leggja ætti fram 3 millj. úr Framkvæmdasjóði bæjarins íil þess að bæta úr atvinnuleysi » bænum, því öllu handbæru íje sjóðsins hefur verið ráðstaf- ftð, með samþykki minnihluta- Úokkanna. 28 milj. til verklegra íra mkvæmda Það er eins og bæjarfulltrú- ornir gleymi því, sagði borgar- stjóri, að samkvæmt þeirri f jár- hagsáætlun, sem nú er verið að afgreiða, er ætlast til þess að verklegar framkvæmdir bæjar- íns nemi rúmlega 20 milljónum króna. Að vísu er þetta ekki allt {verkalaun. Að sumu leyti er h.jer um byggingar að ræða. Af byggingarkostnaði fer a. m. k. 60% til verkalauna. En ýmsir utgjaldaliðir fara nær eingöngu til verkalauna. Auk þess hafa framkvæmdir bæjarfyrirtækja jverið áætlaðar 8 millj. á þessu nrí. | Þar fyrir utan er Sogsvirkj- turin nýja. Áætlað er að hún kostí samtals 73 millj. Af því f;r ii’.nlendur kostnaður 39 millj. tíú. af þeirri fjárhæð a. m. k. R2 millj. vinnulaun. Vonandi er nð fje fáist til þessara fram- kvæmda, svo að hægt verði að fi.efj a verkið á þessu ári, og frá Log jvirkjuninni komi því um f7 millj. árlega til verkalauna |iæstu 3 ár. CT inilj. til atvinnuaukn- fmgar Þegar Ljósafoss var virkjaður unnu þar 250 manns í 3 sumur að staðaldri. Má búast við að ’vipuð tala verkamanna vinni við nýju virkjunina. Miðað við :>ær náu fjárhæðir, sem ákveð- ■fð er að bærinn leggi fram til iærklegra framkvæmda, myndi fiklc: kveða mikið að þessum 3 JTiiIlj. sem Sosialistaflokkurinn aiugsaði sjer að fá úr fram- Íívæmdasjóði. En um þessi mál fiyt :ur Sjálfstæðisflokkurinn svo Siljóðandi tillögu: Það er stefna bæjarstjórnar keykjavikur að stuðla að því -jaf fremsta megni, eftir því sem íjúrh agur bæjarins og gjaldþol l»æjarbúa leyfir, að jafnan sje ») >eg atvinna handa þeim bæj- ív búutn ,sem hjer eru löglega Ibúseítir, svo að böl atvinnu- i-.-ysts þurfi ekki að þjá Reyk- Vílcinga. A'S þessu marki vill bæjar- Verklegar framkvæmdir bæjarins og bæjarfyrirtækja nema 28 miljónum kr. stjórnin vinna með því annars vegar, að örfað sje eftir föng- um hið frjálsa atvinnu- og at- hafnalíf í bænum og hinsvegar að bærinn hafi með höndum verklegar framkvæmdir, sem gerir hvorutveggja í senn að auka lífsþægindi og fá Reyk- víkingum vinnu í lúkur. í því frumvarpi til fjárhags- áætlunar fyrir árið 1949, sem liggur hjer fyrir til afgreiðslu, eru veittar rúmar 20 millj., auk þess 8 millj. á vegum bæjar- stofnana, eða samtals 28 millj. kr. Auk þess verður væntan- lega byrjað á hinni nýju Sogs- virkjun á þessu ári. Bæjarstjórnin telur ekki fært að auka útsvarsbyrði bæjarbúa, með því að bæta nú milljóna framlögum við þær miklu verk legu framkvæmdir, sem eru ráð gerðar í fjárhagsáætlun bæjar- ins. Framsögumaður sosialista gat um það, að hann hefði flutt á- samt Jóni A. Pjeturssyni í vor tillögu um að auka framlag til verklegra framkvæmda um 3 millj. Jeg vil benda á, að sú til- laga kom frá öllum flokkum í bæjarráði og síðan mun bæjar- sjóður hafa lagt fram svipaða upphæð til síldarverksmiðj- anna. Sjálfstæðisflokkurinn, sagði borgarstjóri, teldi sjer ekki fært að fylgja tillögu Alþýðufl. um 3 millj. viðbótarframlag til at- vinnuaukningar, því svo mikið væri lagt á borgarana, af út- gjöldum og útsvörum sem verja á til verklegra framkvæmda í bænum. Því að seilast í verkefni fjelaga? Þá vjek borgarstjóri að ýms- um tillögum minnihlutaflokk- anna. Benti á, að ekki mætti fella niður tillagið úr bæjar- sjóði til Sogsvirkjunar, því að engin viðstaða má verða á und- irbúningi. Fáist framkvæmda- lán fljótlega, þarf ekki að grípa til þessa fjár. Borgarstjóri sagði, að það væri einkennileg viðleitni manna úr minnihlutaflokkun- um að vilja láta bæinn seilast í verkefni, sem ýms fjelög í bænum hefðu óskað að taka að sjer. Tillagan frá Alþýðuíl. um líkneski Skúla Magnússonar væri óþörf, þar sem Verslunar- mannafjelag Reykjavikur ætl- aði að gangast fyrir að reisa þessum höfundi Reykjavíkur minnismerki. Ómakleg væru þau ummæli, að bæjarstjórnin hefði sýnt minningu Skúla litla ræktarsemi, þar sem ein aðal- gata bæjarins ber nafn hans og einn af fyrstu togurum bæjar- útgerðarinnar. Ennfremur er ó- þörf, sagði hann, tillaga um fjárframlag til þess að laga og prýða Beneventum og Eskihlíð- ina, þar sem Reykvíkingafjelag ið hefur óskað eftir að fá að taka þetta verkefni að sjer. Ávítur Alþýðufl. og sósíal- ista um seinaganginn á undir- búningi barnaleikvalla væru ó- maklegar, þar sem bærinn hefði fengið erlendan sjerfræðing til þess að undirbúa það mál og hann hafi þegar lagt í það’ mikið verk, þó að því sje ekki enn lokið. Odýrar tryggingar Viðvíkjandi húsbyggingarmál um gat borgarstjórinn þess, að fyrir nokkrum mánuðum hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að nefnd manna rannsakaði, hvaða leiðir væru líklegastar til þess að koma upp sem ódýrust- um, varanlegum íbúðum, en byggingum hagað þannig, að menn gætu lagt fram eigin vinnu. Er það í samræmi við ósk ir fjölda verkamanna og' annara láglaunamanna. Umsókn liefur verið send til Fjárhagsráðs um fjárfestingarleyfi fyrir 200 slík- um íbúðum. Byggja þarf á raunveruleika Þá vjek borgarstjóri að breyt- ingartillögum Alþýðuflokksins viðvíkjandi tekjuliðum áætlun- arinnar. Hann sagði það til- gangslaust að hækka á papp- írnum meðlög frá barnsfeðrum úr kr. 300 þús í kr. 600 þús., því að slíkar áætlanir myndu ekki standast. Þá leggur Alþýðufl. til, að kostnaður við skrifstofu bæj- arverkfræðings verði lækkaður um 150 þús. Borgarstjóri kvaðst þegar hafa skýrt frá því, að það hefur beinlínis tafið nauðsyn- legar framkvæmdir bæjarins, hve mannafli við undirbúning verklegra framkvæmda hefur verið lítill. En nú hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að bæta úr þessu, m. a. með því að hafa skipulagsmálin í sjer- stakri skrifstofu, sem áður hafa verið undir stjórn húsameistara. Þegar réýnslan hefur sýnt að nauðsynlegt er að auka mann- afla og kostnað, verður að haga fjárhagsáætluninni samkvæmt því. Sama máli er að gegna um tillögu frá Alþýðufl. um lækk- un á kostnaði við framfærslu- mál og tillögu frá Sosialistafl. um að lækka „önnur gjöld“ framfærslumála um 20 þús. kr. Það er aðallega um að ræða styrki eða lán til manna, sem þurfa bráðabirgðaaðstoð til þess að forða þeim frá því, að verða stöðugir styrkþegar bæjarins. Vilja þeir spara Vinnu- miðlunarskrifstofuna Sosialistafl. og Alþýðufl. flytja báðir tillögur um að sam- eina Ráðningarstofu Revkjavík ur og Vinnumiðlunarskrifstofu í eina stofnun. Um það mál er nú búið að ræða í 15 ár. Jeg er tillögumönnum alveg sam- þykkur, að hagkvæmt væri að sameina þessar skrifstofur. En tvískiftingin er þannig tilkom- in, eins og allir vita, að þegar Reykjavíkurbær hafði stofnað sína ráðinngarstofu þá var vinnumiðlunarskrifstofunni þvingað upp á bæinn. Hvað eft- ir annað hafa Sjálfstæðismenn farið fram á að ráðningarskrif- stofan ein fengi að annast þessi mál. Þetta myndi verða til sparnaðar fyrir bæinn og ríkið. En það er einkennilegt, þegar einmitt fulltrúi sosialísta. Sig- fús Sigurhjartarson, kvartar yf ir þessum óþarfa kostnaði, því jeg man ekki betur en það væri hann sjálfur, sem fyrstur var settur til að stjórna hinni óþörfu vinnumiðlunarskrifst. Enn. í dag mun fjelagsmála- ráðherra geta kippt þessu í lag ef hann vill, og ættu tillögu- menn að snúa sjer til hans. Því næst vjek borgarstjóri nokkuð að ummælum er fulltrúi sosialista, Hannes Stephensen, hafði haft um fund sem nýlega var haldinn í bílstjórafjelaginu Þrótti, þar sem Hannes bar fram órökstuddar dylgjur á bæjar- stjórn og hafði eftir formanni Þróttar ummæli, sem borgar- stjóri kvaðst efast um að væru rjett eftir honum höfð. Óþarft eða ótímabært Tillaga Alþýðufl. um sjer- staka fjárveitingu til trjáplönt- unar í sambandi við skólagarð- ana, sagði borgarstjóri að væri óþörf, þar eð trjáplöntun hefði verið og myndi verða einn lið- ur í starfi skólagarðanna. Enn fremur sú tillaga Alþýððufl. að veita sjerstaklega 30 þús. kr. til eftirlits og leiðbeiningar leik vallagæslu. Til leikvalla og dagheimila alls veittar 800 þús. kr. og mætti kosta það eftirlit og leiðbeiningar, sem um ræddi, af því fje. Þá vjek borgarstjóri að tillög unni um að veita 250 þús. kr. til sundlaugabyggingar í Vest- urbænum. Hann sagði, að fjár- veiting til þess væri ekki ííma bær, því enn væri ekki á- kveðið, hvernig leysa ætti mál- ið, hvort sundlaugin ætti jafn- framt að vera kenslulaug vij Melaskólann eða ekki. Svipuðu máli væri að gegna um tillögu Alþýðufl. um framlag til Æ.sku- lýðshallar. — Bæjarstjórn hefði heitið því frá upphafi að láta lóð undir Æskulýðshöllina. Sú lóð er ákveðin inn í Tungu. En borgarstj. vissi ekki til að und- irbúningi væri lokið undir þá byggingu eða gengið frá upp- dráttum. Næst vjek borgarstjóri að til- lögum Sósíalista um það að veita Vz milj. til mjólkur og matargjafa í skólum. En Sigurð ur Sigurðsson, berklayfirlækn ir, hafði áður í ræðu skýrt frá því, að samkvæmt áliti skóla- læknanna væru mjólkur- og matgjafar óþarfai', en lýsisgjaf ir nauðsynlegar, enda eru til þeirra ætlaðar 70 þús. kr. á fjár hagsáætluninni. Úthverfin og fisksölu- miðstöðin Þá vjek borgarstjóri að tiL lögu Sósíalistaflokksins, - er snerti ýms hagsmunamél íbú- anna í úthverfum bæjarins. —• Sagði hann, að Sósíalistaflokk- urinn hefði breytt allmikið um stefnu í því máli síðan í fyrra. því þá hefði hann ætlast tii þess að bærinn bygði fyrir sinn reikning hús fyrir síma og póst, læknastöð, lyfjabúðir o. s. frv. Nú væri kröfunum stilt í hóf og tillagan væri aðeins um skipulagsmál. Um tillögu Sósíalista viðvíkj andi fiskversluninni sagði borg arstjóri, að þar hefði ekki stað ið á bænum. Fyrir löngu hefði verið ákveðið að fela Fiskiðju- verinu starfrækslu fisksölumið- stöðvarinnar og væri lagt fram tilskilið fje í því skyni. — En það kann að vera, sagði borgar stjóri, að það hafi tafið fram- kvæmdir i þessu máli, að heil- brigðissamþykktin nýja hefir ekki verið staðfest af stjórnar- ráðinu. En verður líklega ekki langt að bíða að svo verði. Þörf stofnun Viðvíkjandi vinnustofu fyrir öryrkja, sagði borgarstjóri að hann hefði rætt um þnð mál við forstjóra Tryggingarstofnunar- innar og Odd yfirlæknir Ólafs son, og hefði Oddur þegar safn að ýmsum drögum til undirbún ings því máli. Kemur álit hans væntanlega áður en langt um líður. Það er mikil nauðsyn á slíkri stofnun, sagði borgar- stjóri, þar sem menn er stund að hafa erfiðsvinnu geta feng- ið vinnu við sitt hæfi, þegar þeir þurfa sökum lasleika eða af öðrum ástæðum að hverfa frá fyrri störfum. Bæjarstjórn og Alþingi í sambandi við íbúðarbygg- ingar bæjarins benti borgam stjóri á, hve aðstaðan til þeirra hefði gjörbreyttst, þegar Al- þingi frestaði þriðja kafla lagá um opinbera aostoð við bygg- ingu íbúðarhúsa í kaupstöðumj og kauptúnum. Borgarstjóri kvaðst samt hafa farið fram á (Framh. á bls. 5j| j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.