Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 5
MORGUISBLAÐIÐ 5 Laugardagur 5. febrúar 1949. Útsvörin iækka Fremb af bls. *) ara verklegra framkvæmda, eft ir ákvörðun bæjarstjórnar síð ar á árinu, yrði veittar kr. 1,5 milj. Er hjer aðeins um orða- lagsbreytingu að ræða. í fjár- hagsáætluninni var það bundið við Sogsvirkjunina. Styrkur var veittur til mæðra styrksnefndar vegna þinghalds kr. 1500. Ályktanir Eftirfarandi tillögur voru bornar fram af Sjálfstæðismönn um og samþykktar. Þar eð leikvallanefnd hefur eigi skilað endanlegum tillög- um um leikvelli og dagheimili, vegna þess að athugunum henn ar og skýrslusöfnun er aðeins nýlokið, felur bæjarstjórnin nefndinni að vinna áfram að málum þessum og sjer því ekki ástæðu til að afgreiða einstök atriði þeirra. Ennfremur: Bæjarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi, að veita á þessu ári fje til byggingar upp- eldisstofnana fyrir börn og ungmenni, sem lent hafa á glap stigu, sbr. 37. gr. laga um vernd barna og ungmenna. Líkneski af Skúla Magnússyni. Þá kemur dagskrártillaga við ályktun Alþýðuflokksins um líkneski Skúla Magnússonar. Dagskrártillagan er svohljóð- andi: Bæjarstjórn telur æskilegt að gjört verði líkneski af Skúla Magnússyni landfógeta. En þar sem Verslunarmannafjelag Reykjavíkur hefur á fundi í nóv. s.l. samþykkt, að beita sjer fyrir því máli og kosið nefnd manna, til þess að vinna að því, og afla fjár til þess, telur bæjar stjórnin ekki ástæðu til þess á þessu stigi að samþykkja fjár veitingu í þessu skyni. Frá Alþýðuflokknum Svohljóðandi ályktunartil- laga frá Alþýðuflokknum, var visað til bæjarráðs: Reykjavíkurbær hefir í sinni vörslu Barnahælissjóð Thor- valdsensfél.. og Barnahælissjóð Reykjavíkur. Samtals nema þeir um 200 þús. kr. Hann hefir nú á leigu í öðru bygðarlagi yfir 60 km., frá bæn um, húsnæði fyrir barnaheim ili og ráðgerir að verja til þess heimilis á yfirstandandi ári 140 þús. kr. Með tilliti til þess, að mjög óhentugt verður að telj- ast, að reka slíka starfsemi svo fjarri bænum, og að hentugt húsnæði er ekki fyrir hendi hjer, en bryn nauðsyn á að koma þessum málum í betra horf, þá samþykkir bæjarstjórn Að fela borgarstjóra og bæj arráði að láta hefja í samráði við stjórn Thorvaldsensfjelags- ins, undirbúning að byggingu •fullkomins barnaheimilis í grend við bæinn og byrja fram kvæmdir strax og nauðsynleg- um undirbúningi er lokið. Frá kopimúnistum Þessum tveim ályktunartillög um frá kommúnistum var vísað til bæjarráðs: Bæjarstjórnin telur nauðsyn legt að haldið verði áfram þeim athugunum, sem hafnar eru á því hvort bærinn og Trygging- arstofnun ríkisins geti haft samvinnu um að koma upp og reka vinnustofu fyrir öryrkja og lasburða fólk og leggur ríka áherslu á nauðsyn þess að koma slíkri stofnun upp hið allra fyrsta. Bæjarstjórnin beinir því til niðu?ijöfnunarr^fndar, að at- huga sjerstaklega eftirfarandi atriði í sambandi við ákvörðun útsvarsstiga við niðurjöfnun út- svara á árinu 1949: Að árstekjur undir kr. 9 þús. verði ekki útsvarsskyldar. Að útsvarslækkun fjölskyldu manna verði eigi minni en 450 krónur fyrir hvert barn á fram færslualdri, enda komi sú lækk un jafnt til greina á lægri tekj- um sem hærri. Að útsvör á launafólki verði ákveðin lægri en undanfarin ár, miðað við útsvarsskyldar tekjur, þar sem opinberlega er viðurkent, að launagreiðslur haldist ekki einu sinni í hend- ur við skráða verðlagsvísitölu, hvað þá við raunverulega dýr- tíð 1 landinu. Að tekið verði tillit til húsa- leigugreiðslu útsvarsgjaldenda við ákvörðun útsvarsins. Leiðrjelting í ritgerð mína, Grxmsvötn og Grímsvatnajökull, sem birtist í ritgerðasafninu Skrafað og skrif að, hefur slæðst inn leiðinleg meinloka. Þar sem mjer hefur nú verið bent á hana af mínum margfróða sveitunga, Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi, vildi jeg mega leiðrjetta hana, svo að hún afyegaleiði ekki þá, sem kynnu að lesa ritgerðina. í ritgerð minni er þess getið, að sjera Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað hafi staðsett eld stöðvar Grímsvatnagossins 1883 með því að bera saman miðanir á gosmökkinn frá ýmsum stöð- um. Kemur sú staðsetning mjög vel heim við rjetta legu Grímsvatna. Þessarar staðsetn- ingar er getið í grein, er birtist í Fróða 2. júní 1883 og heitir: Úr Múlasýslum. Þar eð Sig- urður Gunnarsson hafði mik- inn áhuga fyrir rannsóknum á Grímsvötnum og hafði skrifað um það mál, fjekk jeg það í koll inn, að hann hefði gert þessa staðarákvörðun og sent grein- ina til Fróða, en það fær ekki staðist af þeirri einföldu ástæðu að hann var búinn að liggja nokkur ár undir grænni torfu, þegar þetta skeði. Benedikt Gíslason telur það næsta örugt, að þessi ákvörðun á legu Gríms- vatna muni hafa verið gerð af tengdasyni sjer Sigurðar, Páli Vigfússyni, bónda á Hallorms- stað, og ber honum þá heiður- inn af fyrstu nokkurn veginn n,ákvæmu staðsetningu Gríms- vatna. En óbeint er þessi stað- setning Sigurði Gunnarssyni að þakka, því án áhuga hans og skrifa um þessi mál, hefði hún varla verið gerð. Sigurður Þórarinsson. Jón Guðfflundsson sS Núpi, sjöfugur Reikningsskekkja, ruglingur, rykað presta þvakur, Jón er sagður sjötugur, svona ungur maður. Æfin setur ama glý, of á gömul minni, þéirra’ er kannske komu í kaupstað mörgu sinni. Ungdómurinn elli nær, oft má svo til haga; þá er eins og gert í gær, gaman æsku daga. Þegar vinir vorsólar vængi frá sjer rjetta, út úr berki ellinnar æskurósir spretta. Enn þá Jóni yngist sál, eins og sumum fleirum, þegar hestsins hófamál hringir glatt í eyrum. Glæða veigar gleði ljóð, gleðja lyndi manna, og í hófi örfa glóð endurminningannaa. Er á gaman Bakkus brá, benti út í strauminn; kannske hefur konan þá kippt í rjetta tauminn. Gleðistund er glitrar hlý, — geislar dagur bjartur, — minningunum mætir í mannsins betri partur. Þó menn lifi þúsund ár, þreyti hug og mundir; lúann deyfa, lækna sár, lífsins gleði stundir. Oðru betur glaðvært geð, gott og trútt í starfi, lukkubresti læknar, með lífsins steina svarfi. Örlögin jeg inn á treð og þeim skeyti sendi, af því núna eg er með óskastein í hendi. Hálofaður herrans þjón, — heimsóknir við brýnar — lengi ennþá letri Jón Iífs, í bækur sínar. Þessi ósk er þarna sett, það sje ekki prettað. Skrifi hann og skrifi rjett skýru letri þettað. Ösk þá líka inna má, innst hjá skipa hinni, að hann búi alltaf hjá æsku gleði sinni. Óskir mínar ekki fel, aldni heiðursmaður! Lifðu bæði lengi og vel; lifðu heill og glaður! Þórarinn Þorleifsson, á Skúfi. liiiiiiiiiiiiimiiiimiiMimimiiiiimnimiiMiiiiiiiiiititiii | Til sölu I samkvæmiskjóll á meðal j kvenmann. Einnig smok- I ingsföt, lítið númer. — Uppl. í síma 3464. IIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIimm 1111111111111111111 IIIIIIIIIIIIIMIl Kaupi gull hæsta verði. Sigurþór, Hafnarstræti 4. — Ræha borgarstjórci (Framh. ai bls. 2) leyfi hjá fjárhagsráði til að halda áfram íbúðabyggingu við Miklubraut, en leyfi það, sem fjekst, var algerlega ófullnægj andi, aðeins leyít að byrja og byggja kjallara en als ekki meira. Taldi hann óráð að svo komnu að hefja það verk, þar sem vitað er að byggingar verða mun dýrari, þegar ekki er hægt að vinna að þeim slitalaust. Sigfús Sigurhjartarson talaði um það í ræðu sinni, að það væri skrípaleikur þegar bæjarstjórnin samþykti að fara fram á það við Alþingi að þessi lagakafli kæmi aftur til fram- kvæmda, rjett eins og það væri á valdi bæjarstjórnarinnar, hvað meirihluti Alþingis sam- þykti. Borgarstj. sagði það ekki nema eðlilegt ,að menn úr sama stjórnmálaflokki hefðu mis- munandi sjónarmið á einstök- um málum. Þó hann óskaði eft- ir að lögin lræmu aftur til fram kvæmda, gætu ýmsir flokks- menn hans á þingi verið á öðru máli. Minti hann síðan Sigfús á nokkur tilfelli, þar sem hann hefði fylgt málum á Alþingi, er kunnu að verða Reykjavík til hagsbóta, en flokksmenn hans í kommúnistaflokknum snúist öndverðir gegn þeim. Þrátt fyrir hinn mikla aga, sem vit- að er að ríkir í þeim flokki. Skólinn í Kleppshoíti Minst hefir verið á það sagði borgarstjóri, að fjárfestingar leyfi hafi fengist til að reisa barnaskóla í Kleppsholti. Hann kvaðst harma það mjög, að ekki hafi verið hægt að byrja á þess ari byggingu, en ástæðan var sú, að húsameistari hefir haft mannafla af skornum skammti á skrifstofu sinni. Og þó jeg hafi, sagði borgarstjóri, hvað eftir annað lagt áherslu á að lokið yrði við uppdrætti þess- arar skólabyggingar, bá voru þeir ekki fullgerðir fyrr en í desember. Annað gat jeg ekki gert, þar sem jeg er sjálfur ekki fær um að teikna skóla- hús. Hann skilur það ekki enn Þá mintist borgarstjóri á um- mæli Steinþórs Guðmundsson- ar, þar sem hann enn hjelt því fram að aldrei hefði átt að byggja varastöðjna við Elliða- árnar. Taldi borgarstjóri furðu lgt, að slík firra væri enn við lýði. Flestir bæjarbúar mnudu þó að minsta kosti hafa fundið til þess á dögunum, er Sogs- línan bilaði, hvers virði það er að hafa stöð bessa. Engar tillögur Síðan vjek borgarstjóri með nokkrum orðum að ræðu full- trúa framsóknarflokksins, Pálma Hannessonar, er hann hafði haldið á fundinum, og leiðrjetti ýmiskonar misskiln- ings, er þar hefði komið fram. Bæjarfulitrúinn hafði lýst óá- nægju sinni yfir undirbúningi fjárhagsáætlunarinnar og hvaða aðilar væru þar að verki. Borgarstjóri sagði að þeir menn hafa undirbúning þennan með höndum, sem kunnugastir em fjármálum og rekstri bæjarins, þar á meðal borgarstjóri, aðal- bókari, forstjóri endurskoðunar innar og svo bæjarráð, en þar hefði Framsóknarflokkurinn ekki fulltrúa af eðlilegum a~ stæðum. Þar sem bæjarfullírú inn talaði um að bílakostnað- ur hefði stórhækkað, þá væri það á misskilningi bygt, því þessi hækkun á papptrnum staf aði af tilfærslu á milli gjalda- liða. Borgarstjóri kvaðst furða- sig á því, hve framkoma þeirra i bæjarstjórn væri ólík, núver- andi fulltrúa Framsóknarflokks ins, og fyrv fulltrúa flokks- ins, þar sem núverandi fulltrúi hans hefði ekki borið fram ne ína- breytingartillögu eða ályktunar tillögu í sambandi við fjárhags- áætlunina, en það hefði aldrei liðið langur tími milli þess sem Jónas Jónsson fyrirrennari hans hefði flutt þar tillögur og ályýt. anir. Hjer er þá að nokkru rakin þau atriði, sem borgarstjóri flutti í svarræðu sinni til mirmi hlutaflokkanna í ttæjajrstjórn að þessu sinni. En heildarsvip- ur umræðnanna að þessu sin.ni sem oftar i bæjarstjórn Reykja- víkur, er þessi: Við forystuna er öruggur umbótaflokkur, sem þó leggur áherslu á að miða að'- gerðir sínar, og tillögur, við það, sem mögulegt er að koma í frara kvæmt á hverjum tíma. En and stöðuflokkarnir þrír flytja til- lögur og ályktanir sem fyrst og fremst er ætlað að vera skrautfjaðrir til áróðurs og oft svo vanhugsaðar, að þær stang ast innbyrðis eða geta ekki staðist. yfirlýiing frá rúss- neska ufanrríkisré&i neytinu . Moskva í gærkvölci. . í YFIRLÝSINGU, sem rúss-. neska utanríkisráðuneytið Ijet í dag birta í öllum blöðum í Moskva, er ráðist harkalega á finimveldabandalagið, hinn fyr irhugaða Atlantshafssáttm ála og öll önnur samtök þeirra ríkja, sem ekki lúta kommim- istastjórnum. Yfirlýsingin er ákaflega Kng og fyllir um tíu blaðadálka I henni saka Rússar einkum Breta og Bandaríkjamenn um það, hvernig ástandið er nú í heiminum. — Reuter. Flugvje! ferst London í gær. BRESK Skymasterf lu gv j el eyðilagðist í lendingu skammtf frá Tripoli snemma í morgun. Flugmaðurinn ljet Hfið — Reuter. Kominn til London LONDON: — Leyvis Dougl ss, sendi- herrn Bandnríkjanna í London, kutn þangað flugleiðis í dag frá Washmif ton. Er búist við að hann. nr.mi gfinpt*- á fund Bevins, utanrikisráðkerró. fyr ir helgina, ti.1 þess að rmða um At- mtshafs-sáttmalann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.