Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1949, Blaðsíða 14
14 MOKGUIVBLAÐIÐ Laugarclagur 5. febrúor 1949. Þegar orðið var áliðið kvölds, sá Kit í gegn um sjónauka sinn að bátum var skotið út frá Furieux. í öllum bátunum voru svertingjar, nema í ein- um. í honum voru liðsforingj- ar úr flotanum. Kit þekkti Du- casse meðal liðsforingjanna og Pally, sem var yfirmaður svert íngjadeildarinnar. Beaumont, sem stjórnaði stórskotaliðinu á Saint Domingue var einnig í bátnum. Kit lagði frá sjer sjón- aukann og bölvaði í hljóði. De Pointis ætlaði auðsjáanlega að fórna bestu liðsmönnunum frá Saint Domingue til þess að geta hlíft sjálfum sjer og pakkinu, sem hafði komið með honum frá hirðinni í Versailles. En þegar hann leit í sjón- aukann aftur sá hann, að ung- ur frændi De Pointis var einn meðal liðsforingjanna, sem áttu að brjótast á land. Kit hafði strax fengið gott álit á honum þegar hann hafði kynst honum nokkrum dögum áður en flotinn lagði af stað frá Petit Goave. Kit lagði aftur frá sjer sjónaukann og kallaði á Bernardo. „Þú tekur við stjórn núna“, sagði hann. „Jeg ætla með í landgönguna". í ,.Kit“, byrjaði Bernardo, en komst ekki lengra. „Þetta er skipun, Bernardo“, sagði hann. „Það þarf ekki að ræða frekar um það“. Bernardo sló saman hælun- um og heilsaði á hermannavísu ólundarlegur á svip. Honum þótti það mikil raun, að þurfa að horfa á Kit leggja út í hætt una án þess að vera við hlið hans. Hann hrissti höfuðið. Hann mátti ekki til þess hugsa ^ð Kit hyrfi honum fyrir fullt óg allt, eftir öll þau ár, sem þeir höfðu verið svo að segja oaðskiljanlegir. } Um leið og Kit sveiflaði sjer niður í bátinn, datt honum Jkyndilega Rouge í hug. Hann rissi að landgangan mundi yera lífshættulegt öllum þeim, jem þátt tóku í henni. Eftir allt m á daga Kits hafði drifið, jangaði hann síst til að láta tfið. Hann þurfti að komast dftur til Rouge .... Bianca ^iundi leysa hann undan heiti ,^ínu. Hún varð að gefa honum ^relsi aftur. Og þegar hann jjoks væri búinn að hefna móð- Ír sinnar, þá mundi hann geta fað rólegu lífi í friðsamlegu 4mhverfi það sem eftir væri gevinnar. Um nóttina áður en land- anaan hófst, höfðu áttatíu áegrar rutt leiðina yfir eiðið, svo að Ducasse gat sett upp ýarnarlið með stuttu millibili dlveg frá úthafsströndinni og áð ströndinni við víkina. Með pví fyrirkomulagi gat engin ðstoð borist til Boca Chica- ýirkisins frá Cartagena. Kit Var í fylgd með De Pointist 'yngra. Þeir fóru eftir slóðinni, fem negrarnir höfðu rutt og komu að herbúðunum á strönd ínni hinum megin, rjett við yirkisveggina. f Kit gekk til eins hermanns- íns og bað hann um að lána ijer byssu sína. Hermaðurinn undrandi á hann, en varð við' bóninní.1 Hit vár í s’kraíít- í' 74. dagur legum búningi, og hermennirn j ir voru vanir því að heldri mennirnir hlífðu sjálfum sjer sem mest þeir máttu. Kit lædd ist síðan frá herbúðunum og skreið fjórum fótum í blautum moldarjarðveginum, þangað til hann var kominn í skotfæri við mennina, sem stóðu á virk- isveggnum. Allt í einu heyrði hann einhverja hreyfingu að baki sjer. Hann sneri sjer snögglega við og miðaði byssu sinni. De Pointis yngri lá fyrir aftan hann, ataður leðju eins og Kit sjálfur og brosti glettn- islega til hans. Heimskur var frændi hans, hugsaði Kit, en það var ekki hægt að neita því, að þessi var engin raggeit .... Kit brosti til hans á móti og þeir litu upp á veggina. Það var farið að birta, svo að þeir sáu varðmennina greinilega í dagskímunni. ! Kit beið, þangað til hann sá gildvaxna liðsforingjann, sem hafði sett þá Bernardo ofan í I hellinn. Þá lagði hann byssuna við öxl sjer og hleypti af. Liðs- foringinn riðaði og fjell svo í | fangið á einum varðmann- anna. Á sömu stundu var skotið ’ af öllum byssunum á veggn- t um, sem að þeim sneri, en varð mennirnir höfðu auðsjáanlega | enga hugmynd um hvaðan skotið hafði komið. Um leið var farið að skjóta af fallbyss- unum á skipunum, sem lágu úti fyrir. „Saint Luis“ hóf skot- hríð á virkið og síðan tók „Fort“ við. Hálfri mínútu síð- ar heyrðust ægilegar drunur, svo að menn gátu haldið a'ð heimurinn væri að farast. Þá vissu beir báðir að skotið hafði verið í einu úr öllum byssun- um stjórnborðsmegin á „Scep- tre“. Þeir lágu í leðjunni og skelli hlógu, en hlátur þeirra drukkn aði í skotdrununum. Með þessu var hin raunveru lega orusta byrjuð. 27. 28. apríl var öllum íbúum Cartagena orðið það ljóst, að borgin mundi brátt í hers höndum. San Luis de Boca Chica, virkið, sem allir höfðu treyst að mundi vernda borg- arbúa fyrir öllum árásum ó- vinanna, var fallið. Það hafði aðeins staðið einn dag eftir að árásin hófst. Þá rjeðst öflugt herlið á virkið frá landi til uppgöngu og þar með voru all ar varnir úr sögunni. Þeim var lítil huggun í því, að sagt var að Sanco Jimeno, gamli hers- höfðinginn, hafði varist mjög dyggilega, og sýnt svo mikla hreysti, þótt gamall vær, að De Pointis hafði gefið honum aftur sverð sitt og leyft honum að yfirgefa viikið í virðingar- skyni. Fyrst í stað höfðu íbúarnir treyst því að frönsku hermenn irnir mundu sýna saklausu fólki meiri miskunn en sjó- ræningjarnir, en svo reyndist ekki vera. De Pointis neyddi hermenn sína með sverðodd- inum, til að snuá áftúí-, þégar þeir ætluðu að flýja orustu. Sjóræningjarnir ætluðu að neita að taka þátt í landgöng- unni. En De Pointis ljet binda einn þeirra við staur og kveikja í hrísi undir fótum hans. Þá ljetu þeir undan og skipuðu sjer í íylkinguna. En strax og þeir voru komnir á land óx þeim hugur um allan helming og beim veittist ótrú- lega auðvelt að taka Popa-hæð ina. San Lazaro hafði fallið fyrir sameinuðu liði sjóræningja og franskra hermanna. Einn særð ur Spánverji, sem komst lífs af, sagðist hafa sjeð Ijóshærða manninn, sem hafði verið í San Lazaro, í broddi fylkingar. Allir könnuðust við hann og vissu að hann var í einhverj- um tengslum við Del Toro lá- varð, forseta dómstólsins, og virtist hafa sloppið úr fang- elsinu í Boca Chica. En gat það verið, að hann hefði komist lífs af úr fang- elsinu? Jú, menn heyrðu það, að hann hefði sjest oftar en einu sinni og alltaf í fylking- arbrjósti, svo að annað gat ekki verið. Auðvitað voru margir Frakkar ljóshærðir, en enginn hafði þó svo gullið hár sem þessi. Hann mundi þekkj- ast úr hvar sem hann sæist. Nú höfðu einnig verið settar upp fallbyssurnar á Coetlog- on, því að Frakkarnir voru komnir svo nálægt borginni, að smæstu virkin urðu að gera sitt gagn. Skothríðin hjelt á- fram án afláts frá skipunum á víkinni. Þau skutu á borgar- veggina, svo að þeir hlutu fyr eða síðar að hrynja til grunna. Víða í borginni hafði kviknað í húsum, og á kvöldin lýstu rauðir logarnir upp dökkan næturhimininn. — Loftið var þrungið ógn og skelfingu og ópum deyjandi fólks. Borgin hefði brunnið öll til ösku, hefði ekki komið dynjandi rigning með vestanáttinni, svo að eldurinn fjekk ekki að magn ast. Margir íbúanna reyndu að flýja úr borginni í skjóli myrk ursins og veðurofsans. Her- mennirnir sátu í herbúðunum allt umhverfis borgina, undir tjaldskörunum. — Rigningin slökkti varðeldana, svo að hundruð Spánverja smugu fram hjá þeim í skógarþyknin, án þess að þeir hefðu minstu hugmynd um það. Þegar flótta- fólkið var komið yfir víglín- una, sótti það til hæðanna, en þar voru allar smáár orðnar að vatnsmiklum fljótum, svo að margt þeirra drukknaði. Morgunninn, 30. apiíl, var viðburðarríkur. — Providence hafði siglt of nærri veggjunum og fjekk á sig slíka skothríð frá Getsemani-virkinu, að það sökk. Sjómenn kunnu á þeim dögum allmennt ekki að synda, svo að skipverjarnir drukkn- uðu flestir. Bernardo gerði heiðarlega tilraun til að halda einum þeirra á floti með sjer, en kúla frá virkinu hítti höfuð hans, áður en þeir komust til lands. Bernardo synti 1 kafi, það sem eftir var Jeiðarinnar. Vom á land skammt frá San Lazaro-fangelsinu. Fótkið í Rósalundi Eftir LAURA FITTINGHOFF þó hún hvað eftir annað staðhæfði, að hann væri andstyggi- legasti strákur, sem hún þekkti og væri ekkert líkur Jo- hannesi, eldri bróður sínum. Jóhannes var elstur þeirra systkinanna, og þó hann vært ekki nema fjórtán ára, var hann samt eins og húsbóndi á heimilinu. Móðir þeirra var ekkja, maður hennar hafði verið sókn- arprestur en dó ungur og hafði skilið eftir konu og fjögur börh. Hann hafði verið góður, vingjarnlegur prestur og allir haldið upp á hann. Hann hafði verið frómur og rjettiátur og lifað og dáið í trúnni á Guð og Biblíuna. Hann skírði óll börnin sín nöfnum úr Biblíunni og var ekki í vafa um, að nöfnin myndu færa þeim hamingju í lífinu. í þeirri \’on dó hann í friði og sannfærður um að móðir barnanna, unga, ástkæra konan hans, myndi vísa þeim rjettu leiðina, svo að þau kæmust öll þangað sem hann var farinn á und- an. Aumingja mamma! Hún þurfti við margt að stríða Þarna bjó hún alein með fjórum börnum sínum í Rósalundi, en þannig kallaði hún húsið, sem hún hafði fengið til umráða eftir dauða mannsins. Með húsinu fylgdi dálítill túnskiki, — þaðan fengu þau hey handa kúnni. Þá fylgdi líka kart- öflugarður og blómagarðurinn. í fyrstu, meðan börnin voru of ung til að vinna nokkuð, hafði hún þjónustustúlku og dreng til að hjálpa sjer við verkin í húsinu og garðinum, en þá hafði verið erfitt aö fá peninga til að borga þeim launin. Jóhannes og Matta skildu fljótt, hvað mamma þeirra átti erfitt, þau heyrðu, að bún grjet stundum á næturnar, þegar hún hjelt, að þau væru sofandi. Jóhannes íhugaði lengi, hvernig hann gæti best hjálpað henni. — Og svo dag einn fór hann og Matta til mömmu sinnar og sögðu, að þau hefðu ákveðið að hjálpa henni, svo að hún þyrfti ekki lengur að halda þjónustu- fólk. Öll börnin hans Hjálmars í hjáleigunni hjálpuðu föð- ur sínum, hversvegna gætu þau þá ekki eins hjálpað mömmu sinni? Mamma skyldi bara sjá, hvort það gengi ekki allt vel, o, já, þau skyldu meira að segja verða rík. Tóhannes sló í borðið með kverinu sínu, svo að small í. Hann gekk: fflibcy ríufia^riko. Ilisnu Skammgóður veimir Ungur ítali, sem átti heima í nágrenni Neapel varð fyrir nokkrum dögum 50,000 lírum ríkari. Græddi hann þær í veð máli. Hann veðjaði við vin sinn um það, hvor þeirra gæti borðað fleiri pylsur í einu, og hann sigraði. 6 Vá metra borðaði hann. Peningarnir veittu honum samt enga ánægju, því að hann varð fárveikur og dó tveimur dögum síðar. ★ Hvað er framundan? Vegna þess, hve aldur mann anna eykst með aukinni vís- indaþekkingu og fólksfjölgun- in er ör hjer í heiminum, kem ur að því, að milljónir manna verða hungurmorða, segir þekktur amerískur þjóðfjelags fræðingur. Hann heldur því fram, að í lok þessarar aldar hafi fólkinu fjölgað úr 2,25 milljörðum í 3,25 milljarða, og að jörðin geti ekki fætt þann fjölda. — Sjerstaklega verður erfitt fyrir það fólk, sem býr í ófrjóustu hlutum Suður-Ame- ríku, Afríku og Asíu, að draga fram lífið. ★ ‘ Vildi fá upplýsingar 22 ára gamall Oslo-búi með | bakpoka á hryggnum, spurði mann nokkurn, sem hann hitti í Halden, hvað væri stytsta leið til sænsku landamæranna með því að sniðganga tollverð- ina. Flaldenbúinn skýrði ljens- manninum frá þessu. Hann brá þegar við og fjekk lögreglu- þjóna í lið með sjer til þess að hafa upp á drengnum. Loks, rjett við sænsku landamærin, náði ljensmaðurinn í Oslo-pilt inn. Drengur Ijet sjer hvergi i bregða, heldur var hinn ánægð asti yfir að hitta þarna mann á ferli og spurði hann að því, hvernig auðveldast væri að smygla yfir landamærin. Leið- in í fangelsið í Halden var stutt. Það kom í ljós, að mað- urinn hafði níu brennivíns- flöskur meðferðis. ★ — Jeg er hættur að vera með Stellu. — Hvernig stendur á því? — Hún spurði mig hvort jeg dansaði. — Hvað, fannst þjer það svo voðalegt? — Jeg var að dansa við ( hana, þegar hún spurði. Ef Löflur ge ur þaS ekki — Þá hver?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.