Morgunblaðið - 30.04.1949, Side 6

Morgunblaðið - 30.04.1949, Side 6
6 vmj MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30.«apríl 1949. Fjárreiður rikisins og stofnanna þess VIÐ áætlun teknanna haíði nefndin til hliðsjónar tekur írá xyrra ári, sem námu þá alls 259,6 milj. og sundurliðast á þann Mtt, sem gert er í nefndarálit- inu.1 Með lögum frá 19. des. um dýrtíðarráðstafanir er ákveðið að 22 milj. kr. af tolltekium rík- isins og allur söluskattur, sem er áætlaður 36 milj., skuli renna í sjerstakan dýrtíðarsjóð og auk þesS sölugjald af bifreiðum, sem ganga kaupum og sölum innan lands og nýir innflutningstollar og leyfisgjöld, sem áætlað er 15.24 milj. kr. Þá skal einnig samkv. þessum lögum 1% af vöruleyfisgjöldum að frádregnum kostnaði við verðlagseftirlit og viðékiptamál renna í dýrtíðar- sjóð og áætlar nefndin þann mis mun 1.4 milj. kr. Er því gert ráð fyrir að samanlagðar tekjur til dýrtíðarsjóðs verði 74 milj. 640 þús. Raunveruleg hækkun tek'na á þessari grein er því 18 milj. 400 þús. kr. Áætloðar tekj- ur samkv. þessari grein áður en breytingarnar eru gerðar eru 177.8 miljónir, en tiisvarandi tekjur á s. 1. ári reyndust 175.4 milj. Þykir því ekki gerlegt að áætla þessar tekjur hærri en þetta. Samkvæmt upplýsingum frá póststjórninni hafa gjöld póst- sjóðs orðið 6.6 milj. á siðastliðnu ári og tekjurnar aðeins 5.8 milj. Hefir því orðið 800 þús. kr. halli á póstsjóð. Fjárlagafrumvarpið gerir hinsvegar ráð fyrir 6.800. 000,00 útgjöldum á þessu ári og er það 200 þús. kr. hærri en var síðastliðið ár, en tekjurnar eru hækkaðar um sömu upphæð, svo þetta hefir engin áhrif á heild- arniðurstöðurnar. Til þess að jafna tekjuhallann, mun ekki nægja að draga úr kostnaðinum, heldur verður að grípa til þeirra ráðstafana að afla tekna. Þykir ekki ósanngjarnt að hækka burð argjald undir prentað mál um 100%, en það gæfi um 200 þús. kr. Þá gæti komið til mála að gefa út sjerstök frímerki, sem notuð væri um hátíðar, en þá er mestur kostnaður við póstburð, t. d. hjer í borginni. .Mætti áætla að þau gæfu um 150-—200 þús. kr. — Sigfús Sigurhjartarson: — í tilefni hvaða hátíðar? Gísli Jónsson: ■—■ T. d. um jólin eða ef kommúnistar skyldu vilja halda sjerstaka upprisuhá- tíð, gætu þeir notað slík frí- merki á brjef sín og tilkynn- ingar og styrkt á þann hátt rík- issjóðinn. í trausti þess að gripið verði til einhverra þeirra ráðstafana, sem duga til þess að jaína tekj- ur og gjöld, ber nefndin ekki fram breytingartillögu, á þessum lið 3. gr. Samkvæmt upplýsingum frá Landssímanum, eru rekstrartekj urnar á s. 1. ári um 1.665.000 kr. Ríkisbókhaldið telur að þær nemi rúml. 2 milj. kr., en þessi mismunur mun stafa af því að það telur stofnfrarnlag símanot- enda til tekna. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að framlag til notenda síma í sveitum verði 300 þús. í stað 800 þús.. á fjárl. Þennan niður- skurð getur nefndin ekki fallist á. Hún telur, að ekki beri að draga úr þessum framkvæmdum, því að allir vita, hversu mikils virði það er fyrir þá, sem búa út um sveitirnar, að hafa síma, og leggur hún því til að þessi lið- ur verði hækkaður um 500 þús. kr. eða upp í það, sem hann áð- ur var. Aðrar breytingar legg- ur nefndin ekki til að gerðar verði á þessum tölulið greinar- innar. Framsöguræða Gísla Jónssonar formanns fjárveitingarnefndar • • Onnur grein Símamálastjórnin ræddi við nefndina um að nauðsynlegt væri að hækka framlög til verk- legra framkvæmda Landssímans á 20. gr. úr 1.150.000 kr. í 2.150. 000 kr. og ennfremur að veitt yrði auk þess 1.4 mili. kr. til sjálfvirku símstöðvarinnar á Ak- ureyri og 1.5 milj. kr. til pósts- og símahúss í Hrútafirði. Benti pósts- og símamálastjóri á, hversu aðkallandi það væri að koma upp, sem fyrst. símstöð- inni við Hrútafjörð, svo að hægt yrði að tryggja, sem fyrst, við- unandi símasamband við Norð- urland og alla Vestfirði en það samband er nú eins og kunnugt er, ill viðunandi. Við þetta myndi fást mikið efni frá ioftlínum, sem lagðar verða niður um leið og jarðsíminn er kominn í sam- band og myndi verða að þessu allmikill sparnaður. En með því að gefin var heim- ild til lántöku á síðustu fjár- lögum til þessarar framkvæmda, en hún hefur ekki enn verið not- uð, þykir ekki nauðsynlegt að taka þetta upp í frv. nú, heldur benda á, að æskilegt væri, að heimildin yrði notuð og verkið framkvæmt svo fljótt sem unnt er. — í rekstrarútgjöldum Áfengis- verslunar ríkisins eru áætlaðar 30 þús. kr. til auglýsinga. Nefnd- in sjer enga ástæðu til að þess- ar vörur sjeu auglýstar og legg- ur því til að þessi liður falli nið- ur. Þá hefur nefndin fengið upp- lýst, að á s. 1. ári, hafi einn við- skiftavinur verslunarinnar feng- ið afslátt á víni sem nemur rúml. 500 þús. kr. Þykir ekki ástæða til að sliku verði haldið áfram og hef ur þessu því nú verið breytt. Er það gert í samráði við fjár- málaráðherra. Nefndin gerir þó ekki tillögu um hækkun á rekstr artekjum á móti, þar sem vitað er að þessi tekjustofn mun bregðast fljótt, ef eitthvað , þrengist um fjárhag hjá þjóðinni. ■ Hreinar tekjur stofnunarinnar á s. 1. ári urðu nærri 53 milj. kr. Heildarútgjöld tóbakseinkasöl- unnar leggur nefndin til að verði lækkuð um 47 þús. kr. frá því, sem er í frumv. Þó þykir ekki rjett að hækka rekstrará- góðann að sama skapi af sömu ástæðu, sem að framan greinir um Áfengisverslunina. Sparnaðarnefnd hefir lagt til, að þessar tvær stofnanir verði sameinaðar og settar undir eina stjórn, og er þess vænst, að það verði tekið til athugunar af rík- isstjórninni. Viðvíkjandi ríkisútvarpinu hef ir nefndin gert nokkrar breyting artillögur. Nefndin telur, að í þessari stofnun ríki töluverð of- rausn á ýmsum sviðum og mun það aðallega vera sökum þess hve stofnunin hefir yfir miklu fje að ráða, og því aldrei þurft nauð- synlega að skera við nögl sjer. Hafa áætluð rekstrarútgjöld hækkað hjer um nærri 1.1 milj. kr. frá því á s. 1. fjárlögum. Nefndin átti viðræður bæði við útvarpsstjóra og útvarpsráð og óskaði eftir samstarfi við þessa aðila um alverulegan sparnað, en mætti ekki miklum skilningi. Frá upphafi hefur útvarpið haft allar tekjur af Viðtækjaverslun- inni og er sú tekjulind drjúgur styrkur. Auk þess styður ríkis- sjóður það óbeinlínis með hinum gífurlegu auglýsingum, sem ekki var reiknað rrieð, þegai því var ætlaður ágóðinn af Viðtækja- versluninni. Auk þess sem tekj- ur af öðrum auglýsingum eru allmiklar. Munu allar tekjur þess af auglýsingum 1948 hafa num* ið 1.446 þús. kr. Eftir að hafa athugað þetta mjög nákvæmlega, leggur nefnd- in til, að á áætluninni vt rði laun lækuð um 77.760 kr., útvarpsefni um 160 þús. kr. og fremlög til útvarpsstöðva um 420 þús. kr., enda verði sú upphæð greidd úr framkvæmdasjóði, ef bygt verð- ur á árinu. í framkvæmdasjóði eru nú tæpar 5 milj. kr eða rúm lega allur ágóði áranna 1940— 1947. Árið 1948 voru hremar tekj ur útvarþsins rúml. 1.2 milj. kr., þegar rúml. 100 þús kr. hafa verið reiknaðar til fyrningar. Framlag til framkvæmdasjóðsins er 40% af iðgjöldum ársins og nemur 1 milj. og 360 þús. Pá vantar 160 þús. kr. til þess að útvarpið standi undir cllum út- gjöldum og fullri greiðslu til sjóðsins og er óhætt að fullyrða að með dálítið meiri hagsýni í rekstri stofnunarinnar mætti spara þetta og meira til. Ætti því engin ástæða nú að vera til þess að tekjur af Viðtækjaversl- uninni rynni til Útvarpsms, held- ur greiðast í ríkissjóð. En til þess að svo megi verða, þarf að breyta lögum og er það til at- hugunar fyrir ríkissjórnina. Þá ræddi nefndin við forstjóra Grænmetisverslunar ríkisins og Áburðarverslunar ríkisins og gerði smávegis breytingartill., en [ þar sem ekki er ætlast til, að ríkissjóður hafi beinar tekjur af þessum stofnunum, þótti rjett að lækka áætlaðar tekjur á móti. Þá þykir rjett að bends á, hvort eðlilegt sje, að þessar stofnanir safni frekar sjóðum af vörusölu- ágóða,' svo lengi sem ríkissjóð- ur greiði niður verðlag á þeim vörum, sem þær selja og það því frekar, sem vörur þess- ar hafa veruleg áhrif á vísitöl- una í lándinu. Það atriði verð- ur ráðuneytið að meta. Nú er það svo, að tekjuaf- gangur áburðarsölunnar er lagð- ur í rekstrarsjóð, sem n.emur orð ið um 1100 þús. kr. og rekstrar- afgangur Grænmetissölunnar, sem nú liam 133 þús. kr, er ým- ist lagður í varasjóð, en hann er nú 300 þús. kr. eða í rekstrar- sjóð, sem nú er rúmar 650 þús. kr. — Ræddi nefndin þetta við ráð- herra, en með tilliti til þess, að báðar þessar stofnanir hafa all- þunga vaxtabyrði hefir fjár- veitinganefnd ekki viijað gera sjerstaka tillögu um þetta atriði. Nefndin ræddi einnig við for- stjórann um geymslumöguleika á vörum verslunarinnar í jarð- húsunum við Elliðaár. en þar sem áður hefur verið upplýst hjer allt um þau viðskifti, þykir ekki ástæða til að ræða það hjer frekar. Nefndin leitaði sjer inargvís- •legra upplýsinga um trjesmiðju ríkisins, en það fyrirtæki er ný- keypt og hefir engum arði skil- að nema síður sje. En með því að fyrir Alþingi liggur sjerstök þál. í sambandi við þetta fyrir- tæki, þykir ekki ástæða til að ræða það frekar hjer. Mjög ófullkomnar upplýsingar lágu fyrir um Tunnuverksmiðju ríkisins. Kallaði hún því til sín form. Síldarútvegsnefrtaar, sem nú fer með þessi mál og fjekk hjá honum nákvæmar upplýsingar um rekstur tunnuverksmiðjunn- ar. Gerir nefndin þær tiilögur, að útgjöldin verði lækkuð niður í 2 milj. 750 þús. kr. En þar sem tekjurnar eru lækkaðár á móti, hefir þetta engin áhrif á niður- stöður fjárlaganna. Þá hefir nefndin einnig rætt um olíuskipið „Þyril“. Fn rekst- ur þess er tekinn upp sem nýr liður á 3. gr. Hefir útgerðin ver- ið rekin með hagnaði s. 1. ár og gerir nefndin engar breytingar- tillögur í sambandi við það, en væntir þess hinsvegar að ef þarna verði um ágóða að ræða í framtíðinni, þá vérði honum varið til lækkunar á olíu til þeirra sjómanna og útgerðar- manna, sem skipið flvtur olíu til. Samgöngumálaráðherra vildi, að þessum ágóða yrði varið til að greiða niður halla á strand- ferðum en um það náðist ekkí samkomulag í nefndinni, þar sem ekki þótti eðlilegt, að útgerðar- menn einir yrðu þannig að greiða hann. Þá leggur nefndin til, að Landsmiðjan verði tekin undir 3. gr. eins og áður var Það fyr- irtæki skilaði 190 þús. kr. í tekju afgangi síðastl. ár og hafði þá verið reiknað til afskrifta um 357 þús. kr. Rekstrai hagnaður þessa árs er aftur á móti áætl- aður 24 þús. þar sem gert er ráð fyrir að afskrifa þurfi mik- ið af útistandandi skuldum, og telur nefndin rjett að samþykkja þessa áætlun ábreytta. Þá ieggur nefndin einnig til, að tekinn sje upp nýr liður, „Bessastaðabú“, til hækkunar á gjöldum um 21 þús. Er þetta til- færsla frá 8. gr. og gerð sam- kvæmt beiðni forsætisráðuneyt- isins. Með tilvísun til þess, sem fram an segir, leggur því nefndin til, að breytingar á þessari grein verði gerðar, sem hjer segir: Lækkun gjalda: Áfengisversl. ríkisins .. 30.000 Tóbakseinkasalan ......... 47.000 Ríkisútvarpið .......... 657.760 Viðtækjaverslunin .... 60.000 Viðtækjasmiðjan .......... 20.000 814.760 -)-Hækkun tekna Landsm. 24.000 -í-Hækkun á framl. til notendasíma í sveitum 500.000 Tap á Bessastaða- búi ........ 21.000 838.760 521.000 317.760 Gjaldahækkunin. Vaxtagreiðslur eru nú nærri 2 milj. kr. hærri en á fjárlög- um s. 1. árs. Stafar þetta mest af lausaskuldum ríkissjóðs, sem greiða verður af 6% vexti. Er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar fjáxlög verða endanlega af- greidd, að svo best lækkar þessi útgjaldaliður, að ekki verði bætt við nýjum skuldum, heldur að gert verði ráð fyrir því að draga úr þeim sem fyrir eru. Samkvæmt ósk forsætisráðu- neytisins gerir nefndin tillögu um að lækkna kostnað við æðstu stjórn landsins um 75.320 þús. kr. Er þetta fært sumpart á 3. gr. og sumt á 10. gr. og hefir engin áhrif á heildarniðurstöð- urnar. Áætlaður kostnaður við 9. gr. (Alþingi) er 800 þús. kr. hærri en á fjárlögum s. 1. árs. Stafar þetta mest af hinu langa þing- haldi, sem orðið er á ári hverju. Er sjáanlegt að á þessu ári verði hjer engu um þokað. Nefndin ræddi þó við skrifstofustjóra um möguleika á því að spara all- verulega upphæð með því að nota meiri tækni við þingskriftir, og hvað hann það mál vera í at- hugun. Einnig var rætt um það hvort gerlegt væri að fella að öllu niður útgáfu ræðupartsins í Alþt. og mundi við það sparast allmikið fje. Er það fyrir forseta þingsins og ríkisstjórn að athuga öll þessi atriði fyrir fraintiðina. Áæltaður- lcostnaður við stjórn arráðið hefur hækkað urti 340 þús. kr. frá fjárl. 1948. Leggur nefndin til að þessi kostnaður verði lækkaður um nærri 200 þús. Ríkisbókhald og fjehirsla kostar um 400 þús. kr. Ritaði nefndin ríkisstjórninni brjef og óskaði eftir því að það yrði at- hugað hvort Landsbankinn feng- ist ekki til að stofna sjerstaka deild í bankanum til þess að annast þessi störf fyrir mjög miklu minni upphæð, en nefnd- inni hefur enn ekki borist svar við því erindi. Nefndin ræddi við utanríkis- ráðherra um kostnað við utan- ríkisþjónustuna og einkum um möguleika fyrir því að draga hana saman á Norðurlöndum. En með því að nú er fram kom- in um þetta þál.till. á Alþingi þykir ekki ástæða til að ræða það atriði nánar hjer. Þá er lagt til að veitt verði 62,600 kr. hækkun til sendiráðs- ins í París, og 100 þús. kr. til ðalræðismannsskrifstofu í Þýska landi. Er hjer um nýjan út- gjaldalið að ræða. Þykir nauð- synlegt að hafa þar sendifull- trúa sökum hinna miklu við- skipta, sem nú eru hafin við Þýskalandi. Hins vegar ræddi nefndin möguleika á því að draga úr kostnaði við utanrikisþjónust- una. Einkum var rætt um fram- tíðarskipulag þessara mála á Norðurlöndum með því að sterk- ur vilji kom fram um það í nefndinni að fækka þar sendi- herrum. Komu fram raddir um það, að nóg mundi vera að hafa einn sendiherra fyrir öll Norð- urlönd í stað þriggja, en nefndin sá ekki ástæður til að gera till. um breyt. á þessu stigi málsins, og ekki síst vegna þess, að fram er komin till. til þál. í þinginu um breyt. á þessu fyrirkomulagi. Það er því ekki ástæða til að ræða þennan lið frekar að þessu sinni og eðlilegast að láta það bíða þar til þál.till. verður rædd í Sþ. Fj.v. gerir nokkrar till. til niðurfærslu á 11. gr. Áætlaður reksturskostnaður á þessari gr. er tæpum 4 milj. kr. hærri en á fjárl. 1948 og skiptist þannig: A-liður Dómgæsla og lögreglustjórn ....... 1.015.000 B-liður Opinbert eftirlit 1.614.000 C-liður Kostn. við inn- Framhald á bls. 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.