Morgunblaðið - 25.05.1949, Side 8
Miðvikudagur 25. maí 1949.
8
MORGUNBLAÐIÐ
Útg.: H.f. Arvakur, ReykjavQc.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)’
Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson,
A.uglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
'titstjórn, auglýsingar og afgreiðsla
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanJands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók,
Ódýrara húsnæði
TILLÖGUR Gunnars Thoroddsen borgarstjóra og Sjálfstæð-
isflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur um nýjar leiðir til
þess að koma upp ódýru húsnæði, hafa vakið mikla athygli
cg verið mjög vel tekið, ekki síst af efnaminna fólki, sem fáa
möguleika hefur eygt til þess að geta búið í eigin húsnæði.
Með tillögum borgarstjóra er lagt inn á nýja braut í bygg-
ingarmálum. í þeim er gert ráð fyrir náinni samvinnu ein-
staklingsframtaksins og bæjarins um byggingu ódýrari íbúða
en áður hafa verið byggðar hjer. Samkvæmt áætlunum sjer-
fræðinga í byggingamálum er gert ráð fyrir að meðalíbúð
af fyrirhugaðri gerð muni kosta um 100 þús. kr. Mun bær-
inn lána helming köstnaðarverðsins með mjög hagstæðum
kjörum til 50 ára.
Gert er ráð fyrir að kaupendur íbúða þessara taki við
þeim fokheldum og leggi fram eigin vinnu til þess að ljúka
þeim.
Menn greinir áreiðanlega ekki á um það að mjög væri
æskilegt að þessi leið reyndist vel í framkvæmd. Yfirgnæf-
andi meirihluti þess fólks, sem skortir húsnæði nú, hefur
ekki efni á því að kaupa íbúðir, sem kosta mörg hundruð
þúsund krónur, sem greiða þarf að verulegu leyti er kaup
eru gerð. Til þess ber þess vegna brýna nauðsyn að úrræði
íinnist til þess að byggja ódýrara og fljótara en gert hefur
verið undanfarin ár. Gunnar Thoroddsen á því þakkir skild-
ar fyrir frumkvæði sitt í þessum efnum.
En grundvöllurinn að þessum tillögum borgarstjóra og
Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur eru breyt-
ingar þær, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu for-
ystu um að gerðar væru á skattalögum á Alþingi því, sem
nýlega hefur lokið störfum. Sú regla hefur verið í gildi
að mönnum, sem lagt hafa á sig sjerstakt erfiði með því að
leggja fram eigin vinnu í frístundum sínum til þess að
byggja yfir sig, hefur verið reiknuð sú aukavinna til tekna
og þeir látnir greiða af henni tekjuskatt. Hefur þetta bitnað
rnjög þunglega á fjölda efnalítilla manna, sem hafa bein-
línis þrælað sjer út til þess að eignast þak yfir höfuðið.
Skattalagaákvæði þetta hefur þess vegna verið mjög illa
sjeð, enda ranglátt og óskynsamlegt.
Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu frumvarp um
það snemma á s.l. hausti að það yrði afnumið og aukavinna
einstaklinga við byggingu eigin íbúða yrði framvegis skatt-
frjáls. Niðurstaðan varð sú að þetta frumvarp var samþykkt
Er óhætt að fullyrða að með því spori eru mjög auknir mögu-
leikar margra efnalítilla manna til þess að eignast íbúðir.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í þessum málum er sú að efla
sjálfsbjargarviðleitni einstaklinganna. Flokkurinn vill vinna
að því að sem flestir einstaklingar eignist íbúðir með við-
ráðanlegu verði. Til þess að ná því takmarki hikar hann
ekki í að beita sjer fyrir verulegum stuðningi hins opinbera
við viðleitni þeirri.
Sjálfstæðisfklokkurinn hefur jafnan sýnt góðan skilmng
og mikinn áhuga fyrir umbótum í húsnæðismálum lands-
manna. Reykjavík var lengi vel eina bæjarfjelag landsins.
sem framkvæmdi lögin um verkamannabústaði, enda hafa
verið byggðar hjer hundruð góðra íbúða í slíkum húsum.
Sjálfstæðismenn á Alþingi hreyfðu fyrstir endurskoðun
þeirrar löggjafar og áttu 'þannig drýgstan þátt í setningu
heildarlaga um þau mál vorið 1946 með samþykkt laganna
um opinbera aðstoð við íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum
og kauptúnum. Úr framkvæmd þeirrar löggjafar og þá
sjerstaklega þriðja kafla hennar um útrýmingu heilsuspill-
andi húsnæðis, hefur að vísu minna orðið en skyldi, vegna
f járhagsörðugleika ríkissjóðs. Aðeins tvö bæjarfjelög, Reykja
vík og ísafjörður hafa getað hagnýtt sjer hana, á báðum
stöðunum fyrir frumkvæði Sjálfstæðismanna.
í húsbyggingamálum íslendinga er ennþá miklu verki
ólokið. Vegna fjármagnsskorts almennings en mikils bygg-
ingarkostnaðar er óumflýjanlegt að hið opinbera styðji ein-
stákiingana til þess að skapa sjer viðunandi húsakynni. Sam-
vinna einstaklingsframtaksíns og bæja og ríkis um byggingu
ódýrra en varanlegra íbúða er stefna Sjálfstæðisflokksins í
þessum þýðingarmiklu málum.
rar:
‘uerii ikrifa
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Glæsilegir
fulltrúar
MILLILANDAFLUGVJEL-
ARNAR okkar eru glæsilegir
fulltrúar lands og þjóðar í er-
lendum flughöfnum. í flug-
ferð, sem flugráðið og flugfje-
lögin buðu nokkrum embættis
mönnum í fyrir síðustu helgi
kom þetta greinilega í ljós. —
Himsóttar voru þrjár höfuð-
borgir.og hvarvetna. sem „Gull
faxi“ kom vakti hann mikla
athygli.
Blaðamenn kepptust um að
skrifa um farþegana, flugvjel-
ina, og áhöfnina. Var víða farið
hinum lofsamlegustu orðum
um þessa aðila, eins og blaða-
úi'klippurnar bera með sjer.
•
Hcinismet í
flugflutningum
NORSKA blaðið „Verdens
Gang“ hefur litlar umbúðir um
hól sitt og segir hreinlega að
íslendingar eigi heimsmet í
flugflutningum. Það sje ekki
nóg með, að þessi fámenna
þjóð haldi uppi utanlandsferð-
um með þremur „Skymaster“
flugvjelum, heldur sje innan-
landsflugið fyrst og freríist til
fyrirmyndar og sýni hvernig
hægt sje að nota flugvjelina,
sem heatugasta og ódýrasta
farartækið í strjálbygðu landi.
,,Ef Norðmenn hefðu hlut-
fallslega jafn mikla flutninga
í lofti og íslendingar“, segir
„Verdens Gang“, „þá hefðu
norskar flugvjelar átt að flytja
rúmlega eina miljón farþega
s.l. ár, en sannleikurinn er sá,
að við fluttum ekki nema 100,
000“.
•
„Eigum að læra
af íslendingum“
„VIÐ vitum ekki“, segir „Verd
ens Gang“, ,,hvað nefnd hinna
aóðu manna frá íslandi getur
lært af flugstarfsemi hjá
okkur — en það er ekki minnsti
vafi á, að við gætum lært mik-
ið af þeim . .. . “
„Það væri líka fróðlegt að fá
að vita, hvernig þessi flugfje7
lög, sem ekki biðja um ríkis-
styrk, geta staðið sig vel
fjárhagslega, þrátt fyrir
að þau greiða um 1 miljón
kr. árlega til ríkisins í lending
axgjöld, bensínskatt o. s. frv.
,,Já, við -ættum að senda
nefnd til íslands“.
Köfnum ekki
undir nafni
ÞAÐ er sannarlega uppörvandi
fyrir forystumenn flugmála
okkar og starfsfólk flugfjelag-
anna, að fá slík ummæli í er-
lendu blaði. — Það er rjett, að
flugmál okkar hafa verið rek-
in af dugnaði og framsýni.
En margt er ógert ennþá,
sem stendur til bóta. Nú er því
um að gera að kafna ekki und-
ir nafni. —
Heill og hamingja fylgi ís-
lenskum flugmálum.
•
Flugpóstur
SAMGÖNGUR eru nú orðnar
það góðar við útlönd, að það
má segja. að annað hvort komi
flugvjel, eða fari til útlanda á
hverjum degi og stundum eru
fleiri ferðir en ein á dag milli
íslands og útlanda.
Flugpóstur ætti því að ganga
greiðlega milli landa og það
kemur líka fyrir, að menn hjer
fá brjef, sem sett voru í póst
í New Yoi'k, London, eða Kaup
mannahöfn deginum áður.
Það sýnir, að brjefhirðingar
erlendis eru vakandi yfir, að
koma flugbrjefum áleiðis. En
stundum vill líka verða mis-
brestur á þessu.
20 klukkustunda
frestur
ÞAÐ er því einkennilegt, að
hjer í Reykjavík skuli vera
krafist, að komið sje með flug-
bi-jef í póst allt að því 20 klst.
áður en flugvjelin fer. Á þeim
tíma getur flugvjel flogið til
London, aftur til Reykjavíkur
og hjeðan til Kaupmanna-
hafnar-
Menn verða að átta sig á
hraðanum, sem nú er á öllum
samgöngum.
•
Brjefhirðing á
flugstöðvum
VILJI maður koma brjefi með
flugvjel, sem fer hjeðan á
sunnudagsmorgni til útlanda,
er þess krafist að brjefið sje
komið í póststofuna í Reykja-
vík, . ekki síðar en klukkan
12% á laugardegi.
Nú er það skiljanljegt, að
póstafgreiðslumenn þurfi að fá
sitt frí á laugardögum, eins og
aðrir menn og engin ástæða
til að halda eftir manni í póst-
stofunni fyrir nokkur sein
flugbi'jef.
En það er hægt að gera ann-
að og það er hreinlega, að hafa
brjefhirðingu á flugstöðvunum.
Þar, sem menn geta komið
einum eða tveimur klukku-
stundum áður en flugvjelin
fer með brjef.
•
Var gert á
póstskipunum
ÞESSI siður var hafður á, og
er víst enn, á póstskipunum og
því mætti ekki alveg eins hafa
hann við flugvjelarnar. — Það
yrði aldrei nema smápoki, sem
um væri að ræða og það yrði
ekki svo mikið, sem þyrfti að
stimpla.
Hvernig væri að athuga
þetta?
Verra en syngjandi
fylliraftar
FÓLK í einu þjettbýlasta íbúð-
arhverfi bæjarins, samkvæmt
síðasta manntali, hafa undan-
farnar nætur vaknað við hund
gá og ekki haft svefnfrið fyrir
þessum hávaða. Hvaðan hund-
ar koma í bæinn er ekki gott
að vita, því lögreglusamþykkt
in banna alt hundahald. En
seppinn er þar og hefur hátt.
Syngjandi fylliraftar á göt-
unum eru slæmir og raska oft
svefnfriði manna, en hundgá
heilar og hálfar nætur í borg,
þar sem enginn hundur á að
vera, er verra.
Það minsta, sem hundaeig-
endur, sem stelast til að ala
slík »ýr, geta gert, er að loka
hvuttana inni að næturlagi að
minnsta kosti.
Annars verður að krefjast
þess að lögreglan taki í taum-
ana.
• miiiiMiiiiiii>i11ii111iiifiiiiun 11111111 mimm . S
I MEÐAL ANNARA ORÐA .... 1
Þingkosningar í Kanada í næsia mánuði
Eftir Charles B. Lynh,
frjettaritara Reuters.
OTTAWA — Hörð kosninga-
barátta er nú háð í Kanada, en
þessi barátta mun ná hámarki
sínu 27. júní næstkomandi, er
almenna’r þingkosningar fara
þar fram.
Hörðust eru átökin milli
gömlu flokkanna tveggja:
Frjálslynda flokksins, sem far-
ið hefur með völdin allt frá
1935, og íhaldsflokksins, sem
heita má að ekki hafi unnið
kosningasigur síðan 1930.
Báðir flokkarnir munú bjóða
fram í öllum 262 kjördæmum
hinna tíu fylgja, en þar með er
talið nýja fylkið, Nýfundna-
land.
• •
SAMVINNU-
FLOKKURINN
SÓSÍALISTAFLOKKURINN,
sem er tiltölulegá ungur flokk-
ur í Kanada, leggur sig allan
fram í kosningabaráttunni. —
Hið opinbera nafn þessa flokoks
er samvinnuflokkur samveidis-
ins, en hann á upptök sín í
| vesturfylkjum landsins og þar
nýtur hann mests fylgis. Hann
mun bjóða fram í British Col-
umbia, Alberta, Saskatchewan
og Manitoba.
Flokkurinn mun eiga aðeins
öi-fáa frambjóðendur í Que-
bec og austurfylkjunum fjór-
um, þar sem hann á heldur fáa
áhangendur.
• •
SAMANBURÐUR
ÞAÐ má að ýmsu leyti líkja
þessum kosningum við kosning
arnar, sem haldnar voru í
Bandaríkjunum síðastliðið ár.
Frjálslyndir leika þá sama
hlutverk og demokratar Banda
ríkjanna, en íhaldsmenn gegna
hlutverki republikana — I
Kanada er málunum þó þannig
komið, að mikill hluti verka-
manna, sem í Bandaríkjunum
greiddi Truman forseta at-
kvæði, mun þar veita sósíal-
istum stuðning sinn.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar,
að frjálslyndi flokkurinn muni
vinna flest þingsætin, en þó eigi
algeran meirihluta. Ef svo fer,
kunna frjálslyndir að reyna að
stjórna með stuðningi sósíal-
ista, eða nýjar kosningar kynnu
jafnvel að verða haldnar þegar
í stað.
• •
NÝR LEIÐTOGI
ÞETTA er í fyrsta skipti í 30
ár, §em frjálslyndi flokkurinn
ekki nýtur forystu Mackenzie
King í kosningabaráttunni.
Louis St- Laurent, forsætis-
ráðhei-ra er nú foringi flokks-
ins, en hann er 67 ára gamall
lögfræðingur.
St. Laurent hefur þegar far-
ið í eina kosningaferð um
Kanada. Sú ferð tókst svo vel,
að frjálslyndir grundvalía nú
allan kosningaáróður sinn á
stjórnmálaafrekum forsætisráð
herra síns. Hann sameinar vin-
samlegt viðmót, virðulega
framkomu og einlægni, sem
virðist hafa haft áhrif á marga
Kanadamenn, bæði frönsku-
og enskumælandi.
Framháld á bls. 12.