Morgunblaðið - 25.05.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.1949, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 25. mai 1949. MORGXJtfBLAÐlÐ 9 Forsetafrú Bandaríkjanna Kvennaskólinn úinn að sfarfs BLAÐAMAÐUR við eitt dag- blaðanna í Washington byrjaði morgun einn dálk sinn á því, að segja stutta sögu af forseta- frú Bandaríkjanna, konu Harry S. Truman, sem vakti mikla undrun. — Sagan var á þá leið, að frú Truman hefði morgun einn barið að dyrum í íbúð eins af einkariturum sínum, er lá í ínflúensu, og hefði hún haft meðíerðis körfu fulla af ýmis- konar góðgæti. Húsvörðurinn, sem ekki þekkti forsetafrúna, sagði henni, .að einkaritarinn hefði gefið fyrirskipanir um, að hann vildi ekki fá neinar heim- sóknir — og varð því forseta- frúin að fara við svo bú- íð. -— En áður en hún kvaddi húsvörðinn rjetti hún honum körfuna og sagði: „Jæja, viljið þjer þá ekki eiga þetta“. í Washington trúði enginn þessari sögu. En í Independence, Missoure, þar sem Bess Wallace Truman er fædd og uppalin, efaðist enginn um að hún væri sönn. Bess Wallace hafði altaf verið hugsunarsöm og alúðleg •— og allir í Independence vissu, að hún hafði ekkert breytst við hinn skyndilega vegsauka manns hennar, er hann varð forseti Bandaríkjanna 12. apríl 1945. Bess Wallace og Harry Tru- man voru bekkjarsystkini í gagnfræðaskóla, og hann leit aldrei á aðra stúlku en hana. En Bess var mjög eftirsótt af ungu mönnunum, og hafði lít- inn tíma til þess að sinna Tru- man, sem eyddi öllum sínum frístundum í það að Iesa. Svo var það dag einn, að hann var í heimsókn hjá frænku sinni, sem bjó í næsta húsi við Wall- ace-hjónin, foreldra Bess. — Frænka hans sendi hann með eitthvað, sem hún hafði fengið að láni hjá frú Wallace — og Bess kom til dyra. Og frá þeirri stundu mátti hún vera að því að sinna Harry Truman. Stærsti sigurinn. íbúar Independence voru jafn undrandi, þegar Harry Truman var kjörinn forseti og aðrir Bandaríkjamenn. En þeir líta samt svo á, að hann hafi unnið ennþá stærri sigur, er honum tókst að fá jáyrði Bess Wallace. Þegar þau gi'ftust var hún 34 ára en hann 35. Þau voru mjög ólik. Bess var kát og fjörug og mikil íþróttakona. Truman tók aldrei þátt í nein- um íþróttum, vegna þess hve sjón hans var slæm. Bess var dugleg að leika baseball, synda, veiða, fara á skauta og hún var besti tennisleikarinn í Inde- pendence. — Harry Ijek aldrei tennis. Hann eyddi öllum sín- um frístundum í lestur og píanó leik. Bess var dugleg á hestbaki og átti svartan hest, sem var mesti kjörgripur. — Seinna keypti afi hennar fyrsta Stude- baker-bílinn, sem sást í Inde- pendence og hún lærði brátt að aka honum. — Og hún var best klædda stúlkan i Inde- pendence. Það var ekki fyrr en 1917, að Harry Truman og Bess Wall- ase opinberuðu trúlofun sína, en sama ár lagði Truman af stað til vígstöðvanna. ess Trnmon er bláll áfram og tildursiaus í 15 ér <*JÍÍ Frú Bess Truman Þegar hann ko.n aftur heim, að styrjöldinni lokinni, giftu þau sig og fluttu í stórhýsi það, er afi Bess Walace hafði látið reisa 1865 í Independence. Virðuleg og hljedræg. Frú Truman er virðuleg og hljedræg kona, eins og móðir hennar, frú Magde Gates Wall- ace. En hún hefir einnig þrosk- aða kímnigáfu og getur verið fjörug og fyndin, þegar því er að skifta, og þá eiginleika hefir hún erft frá föður sínum, David Willock Wallace, sem var þekt- ur stjórnmálamaður í Missouri- ríki. Neitaði að tala við blaðakonur. Þegar Harry Truman varð forseti Bandaríkjanna, við lát Franklin Delano Roosevelt, var blaðakonum Washingtonborgar tjáð, að hin nýja forsetafrú myndi ekki halda þeim sið frú Roosevelt, að ræða við þær einu sinni í viku. — Þeim þótti þetta súrt í brotið. — En ennþá furðu legra þótti þeim er það var tilkynnt, að frú Truman myndi yfirleitt alls ekki ræða við þær — hvorki þá nje síðar. Þær mótmæltu og reyndu að fá þess ari ákvörðun forsetafrúarinnar breytt. Það bar engan árangur. j’Frú Truman gaf fyrirskipanir um, að hinir tveir einkaritarar hennar skyldu svara spurning- um blaðakvennanna um sam- kvæmi í Hvíta húsinu o. þ. h. einu sinni í viku — en sjálf harðneitaði hún að tala við þær. „Jeg er aðeins kona iorsetans“. Afleiðingin varð sú, að al- menningur vissi lengi vel sára- lítið um hina nýju forsetafrú, og hún nvarf alveg í skugga hins glæsilega fyrirrennara síns, frú Roosevelt. — Vinir hennar sögðu, að hún væri alúð- leg og góðhjörtuð kona. En blaðamennirnir svöruðu með því að spyrja: — Hvernig get- um við vitað það, þegar hún vill ekki tala við okkur7 — Frú Truman hefði sennilega svarað þeim með því að segja: —j- Þið þurfið ekki að þekkja mig. —■ Þekkið Harry Truman. Hann er forsetinn. Jeg er að- eins kona hans 1— og mun halda áfram að vera aðeins konan hans. Vann sjálf hússtörfin. Þegar Harry Truman varð forseti, bjuggu Trumans-hjón- in í yfirlætislausri 5 herbergja íbúð í Washington. Frúin vann sjálf öll hússtörfin, með aðstoð dóttur sinnar. Truman hefir aldrei haft neinar aukatckjur, hvorki sem þingmaður, vara- forseti nje forseti. Þau hjónin höfðu ekki efni á því, að hafa neitt þjónustufólk á heimili sínu í Washington. Truman fjekk að vísu kauphækkun, þeg ar hann varð forseti, en frú Tru man verður að fara mjög gæti- lega með fje ennþá, ef hún á að láta kaup forsetans nægja, en uppfylla jafnframt allar skyldur sinar sem forsetafrú. 4 Fækkaði þjónustuliðinu. Eitt af því fyrsta sem hún gerði, er hún tók við húsmóð- urstjórn í Hvíta húsinu, var að fækka þjónustuliðinu um helm- ing. Fyrir utaa opinberar veisl- ur, halda forsetahjónin mjög fá samkvæmi. Auk þess að gegna húsmóð- urstörfum í Hvíta húsinu, skemmta gestum og hugsa um forsetann, Margaret dóttur þeirra og móður sína, sem býr hjá þeim, þá fylgist frú Tru- man af miklum áhuga með starfi bónda síns. Hann hefir haft orð á því, að hann taki eng ar mikilsv. ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við hana, og hann les fyrir hana allar ræð- ur sínar, áður en hann flytur þær. — Hún hugsar sjálf um að svara öllum brjefum sínufri og hún skrifar vinum sínum Independence reglulega. Einkaritari Trumans. Meðan Truman var þingmað- ur, starfaði Bess sem einkarit ari hans. Samstarfsmenn Tru- ans á þeim árum segja, að hún hafi verið duglegasti einkarit- arinn, sem hann hafi haft. Hún átti einnig heima í hinum fá menna hópi ráðgjaía, sem fylgdi Truman í kosningaleið- angri hans fyrir síðustu kosn- ingar. Iíefir unnið virðingu blaðamannanna. Ef það er mögulegt, þá ætl ar frú Truman að halda áfram að láta jafn lítið yfir sjer og hún hefir gert hingað til. — En vegna stöðu hennar mun það veitast erfitt. — Margir blaða- menn í Washington hafa hitt forsetafrúna í samkvæmum og komist að því, að vinir henn- ar höfðu rjett fyrir sjer, þegar þeir sögðu að hún væri alúð- leg, góðhjörtuð og trygglynd kona. —- Og það fer ekki hjá því að þeir beri virðingu fyrir henni, vegna þess hve ákveð- ið hún hefir vísað á bug öllum tilraunum þejrra til þess að fá hana til þess að láta meira á sjer bera. Hún virðist stað- ráðin í því, að halda áfram að lifa í skugga manns sins, for- seta Bandaríkjanna. (Lauslega þýtt úr Collier’s). KVENNASKOLANUM í Rvík var sagt upp á laugardaginn var. Sýning á hannyrðum og tekningum námsmeyja fór fram 14., 15. og 16. maí. Sýninguna sótti fjöldi fólks og þótti sýn- ingin vera námsmeyjum og kennurum þeirra til hins mesta sóma. Við skólauppsögn mint- ist forstöðukona skólans, Ragn- heiður Jónsdóttir, tveggja kennara skólans, er önduðust í lok desembermánaðar í vetur, frú Annie Cl. Þórðarson og mag. Guðna Guðjónssonar grasa- fræðins. Risu viðstaddir úr sæt- um til heiðurs við minningu þessara látnu kennara skólans. 192 stúlkur settust i bekki skólans s.l. haust. Starfaði skól- inn í 4 bekkjum. en 7 bekkja- deildum. Allir bekkir voru tví- skiftir nema 4. bekkux'. 26 stúlkur útskrifuðust úr skólanum: Ágústa Ólafsdóttir, Anna E. Viggósdóttir, Arnþrúð- ur Guðmundsdóttir, Ásdís Al- exandersdóttir, Ásdís Stein- grímsdóttir, Auður Kristinsdótt ir, Auður Óskarsdóttir, Elín Ebba Runólfsdóttir, Erla Björg- vinsdóttir, Erna Ingólfsdóttir, Eva Kristinsdóttir, Fjóla Sv. Ingvarsdóttir, Gerður Kolbeins- dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Hafdís Jónsdóttir, Halldóra Har aldsdóttir, Hildur Thorarensen, Inga Jóna Ólafsdóttir, Kristín Nanna Amlin, ■ Kristín Ólafs- dóttir, Laufey Torfadóttir, Pál- ína Júlíusdóttir, Sigríður Guð- mundsdóttir, Sigríður Stephen- sen, Sigui'veig Ragnarsdóttir og Svanhvít Ragnarsdóttir. Hæsta einkunn í bóklegum greinum af brautskráðum náms meyjum hlaut Erla Björgvins- dóttir, Laugarnesvegi 81, Rvk., 8.87. Voru Erlu veitt verðlaun úr Minningai’sjóði frú Thoru Melsted, áletruð silfurskeið með merki skólans á skaftinu. Verð- laun fyrir bestar hannyrðir hlaut Guði'íður Tómasdóttir, Sólheimatungu í Stafholtstung- um, námsmær í 2. bekk A. Verð launin voru áletraður pappírs- hnífur úr silfri með merki skólans á annai’i hliðinni. Verð- laun þessi eru veitt úr Thom- senssjóði og er þetta í fvrsta sinni, sem verðlaunagrip af þessari gerð er úthlutað í skól- anum. Hnífinn smíðaði Guðm. Þorsteinsson. gullsmíðameistari, Bankastræti 12, hjer í bæ. og munu slíkir gripir verða fram- vegis hannyrðaverðlaun skólans úr Thomsenssjóði. Hæsta einkunn í bóklegixm greinum hlaut í 3. bekk A Ása Kristinsdóttir, i 3. bekk B Ólöf Jónsdóttir, í 2. bekk A Erla IBorg Jónsdóttir. í 2. bekk B, hinir flokkarnir og frú Þóra Magnúsdóttir gáfu styrktar- sjóði námsmeyja, Systrasjóði, gjafir. Frú Karítas Sigurðsson, Sólvallagötu 10, gaf Minningar- sjóði frú Thoru Melsted 500 kr. Forstöðukona þakkaði gest- i’num komuna, gjafir þeirra og ræktarsemi við skólann. Að lokum ávarpaði hún námsmeyj- ar þær, sem brautskráðar voru, þakkaði þeirn góð kynni, árn- aði þeim __ allrar blessunar, minntist þess að þær væru 75. námsmeyjahópurinn, er yfir- gæfi skólann og lýsti að síðustu yfir, að 75. starfsári skólans væri lokið. F t r> Kolbrún. Þ. Lárusdóttir, í 1. bekk A Katn'n Jóhannsdóttir og í 1. bekk B Steinunn Marteins- dóttii', sem hlaut 8,97 og er hæsta einkunn í skólanum í þessum greinum. Við skólauppsögn mættu námsmeyjar er útski’ifast höfðu fyrir 5, 10 og 25 árum og ein, er lokið hafði námi í skólanum fyrir 63 árum síðan, árið 1886, frú Þóra Magnúsdóttir frá Mið- seli. Fimm ára flokkurihn færði Thomsens sjóði peningagjöf, KIRKJURITIÐ. Ritstjóri: As- mundur Guðmundsson, 2. hefti, 15. árg., er fyrir skömmu kom- ið út. Á efni þess hefur áður verið minst hjer í blaðinu. Fr ritið fjölbreytt að vanda og mun ekki ofmælt, að ritið -fari vaxandi, hvað snertír efnisgæði og fjölbreytni, er árum þe:;s fjölgar. Ritstjóri þess, 'Ásmund'dr Cfuð mundsson prófessor í guðfræði, er eins og mörgum mun ljóst, er lesið hafa rit hans og oss, sem nutum fræðslu hans, vancl- virkur á alla efnismeðferð, encla stílhagur og lærður í þeixn fræðum, sem ritið er ' helgaíJ frá upphafi vega sinna. Á ekkert kirkjurit seinni tíma mun hallað, þó sagt sje, að hvað innihald og efni snertir, sje Kix'kjuritið nú veigamest, enda kemur það nú út 4 sinn- um á ári, 4 hefti í litlu 'bók- arformi. Guðfræðirit eru ekki að jafnaði talinn skemtilestur, en í þetta sinn hygg jeg að svo verði, er menn opna fitið og blaða í því, jafnt leikum og lærðum. Hver ritgerðin er þarna ann- ari veigameiri og fjölbreyttaii. Auk þess felst í ritinu marg- víslegur fróðleikur um kirkju- leg málefni vor, sem mönnum mun gott að vita deiii á, þeira, er hugsa um slíkt. Sár sem 'ritar þetta, mælir með lestri Kirkju- ritsins og gerir það ekki af því, að hann sje bundinn reínurn trúmálaflokki, heldur ótil- kvaddur, sökum þess, aS nau’ð- syn ei'. að slíkt rit sje stutt og lesið, sem flytur öfgalausa kristindómsskoðun á þessum tímum flokkadrátta og flokks- viðja, sem menn verða að knýt- ast, ef þeir eiga að kcma ár sinni fyrir borð, eins og það er kallað hjer f mannheimum. —• Þess má að lokum geta, að ritið ofbýður ekki efnalegu og and- legu gjaldþoli neins kaupanda. Verð þess eru einar 20 krón- ur. heill árgangur, falleg kápa, prýðilegur pappír og þf '5 sem er þyngst á metunum: Ágætt efnisval. Menn munu leggja Kirkjurit- ið frá sjer fróðari og ánægðari en fyrr, og betri menn. PARÍS — De Gaulle heíJ latið svo ummælt, að Bonn-gtjórnar- skráin miði að því að gera þýska ríkið öflugt á ný. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.