Morgunblaðið - 25.05.1949, Síða 14

Morgunblaðið - 25.05.1949, Síða 14
?4 MORGVNUL AÐ 1 Ð Miðvikudagur 25. maí 1949. Framhaldssagan 35 «mina;mwmnnn»imi«rirrínw liidir iiins Eftir Helen Reilly '•innrnmiiiinwiininini Tony gat það ekki. Hann stundi við. „Jeg veit það ekki .... Mjer fannst það bara“. Aftur ríkti dauðaþögn í stof- unni. McKee hallaði sjer aftur á bak í stólnum: „Jeg held að ykkur sje það öllum ljóst‘!, ■ sagði hann, ,.að sá, sem fjekk láhfiða áttatíu þúsund dali hjá Mark, Middleton er morðing- inn“. Sá, sem fjekk lánaða áttatíu þúsund dali .... Gabriella tók eftir því að ein nöglin á hægri hendi hennar var brotin alveg upp í hviku .... Mc Kee vissi, hvert þessi áttatíu þúsund höfðu farið. Því var hann að orðler^gja þetta frekar? Því íalaði hann ekki út. Hann sagði að þegar farið var að sakna þessara peninga, hefði athygl- in beinst að þeim kunningjum Mark Middletons, sem höfðu verið í fjárkröggum um þetta leyti. Og þá fyrst að John Muir og fyrirtæki hans, Tritex_ — Fyrixtækið Crosby & Sons hafði-hafið mál gégn John Mu- ►r og Tritex og krafist fimm miljón dala- skaðabætur fyrir að tileinka sjer fyrirmyndir og starfsaðferðir, sem það fyrir- tæki-iiafði einkarjett á. McKee sagði að hlutabrjefin hjá Tri- tex-hefðu fallið mjög í verði meðan á málaferlunum stóð. „Þjer, Phil Bond og þjer, frú Middíeton, þið keyptuð bæði hlutabrjef,' meðan þau voru á íága verðinu, og selduð þau aftur, þegar þau höfðu hækk- að í verði. En hlutabrjefin hækktiðu, þegar dómurinn fjell Tritex í vil“. Phil og Joanna ætluðu bæði að grípa fiam í fyrir honum, on hann hjelt áfram. ..Lofið mjer að Ijúka máli mínu. Þeg- ar Mark Middleton hafði skilið við ungfrú Conant fyrir fram- an Devonshire, ók hann sjálfur beina leið til Silverbridge áómara“. Undrunarsvipur kom á alla, sem inni voru. ..Já“, sagði McKee, ,.það var Sílverbridge dómarj sem dæmdi málið Tritex í vil. — Jsfæsta uppgötvun okkar var sú, að einmitt þennan sama dag, hafði Silverbridge dóniari fengið aðkenningu af slagi. Kona hans kom heim, nokkr- em mínfttum eftir að Middle- fon var farinn, og kom þá að honum liggjandi á stofugólfinu. Jeg talaði við Silverbridge dómara í gærdag. Hann fjekk þetta áfall. þegar Mark Middle fcon ásakaði hann um að hafa selt dómsúrskurðinn Tritex í vil fyrir áttatíu þúsund dali út í hönd“. „Middleton sagði dómaran- um, hvað skeð hafði um dag- inn á Devonshire. Meðan hann beíð eftir ungfrú Conant, sá hann Betrand Oliver, mann- inn, sem myrtur var hjer í kvöld. Hann þekkti hann ekki að öðru leyti en því, að hann var sendimaður, sem hafði sótt þessi áttatíu þúsund til vinar- ins, sem var í fiárbröng. Oli- ver, sem var Silverbridge dóm ara handgenginn, sat með hon- um við borð hinum megin í salnum á Devonshire_ Tveir rnenn, sem sátu rjefct hj 5. M:5. T.e ton voru að tala saman. Annar sagði í trúnaðarróm við hinn: „Þarna er Silverbridge dómari og senditíkin hans, Oliver. — Menn hefðu aldrei getað ímynd að sjer að það væri nokkuð athugavert við Silverbridge dómara, en það er sagt, að það sje ekki allt með feldu í pöka- horr.inu hjá honum1'. ,.Mark Middleton var sem þrumu lostinn. Hann hjelt að hann hefði orðið fórnardýr svikara. Hann 'hjelt að þessi áttatíu þúsund, sem fengin höt'ðu verið að láni hjá honum, hefðu verið notuð til þess að kaupa dómsúrskurðinn. Middle ton fór beina leið til Silver- Jaridge dómara og sagði hon- um. að hann ætlaði að upp- Ijóstia svikunum. svo að kæm- ist upp um alla þá, sem hefðu verið við þau riðnir. Enda þótt dómarinn væri saklatls, þá hafði þessi áskökun þau áhrif á hann ásamt því að fá vit- r.eskju um svikráð Olivers, að hahn fjekk slag. Og áður en Mark vannst tími til þess að gera neitt frekar, var hann myrtur“. Vindurinn hvein við hús- veggina- Inni í stofunni var dauðaþögn. McKee gaf einum leynilög- reglumannanna við dyrnar merki. Dyrnar opnuðust og John kom inn. Gabriella lok- aði augunum. ..McKee“. sagði John. „Jeg skrifaði ekki þennan miða“. Rödd hans var róleg og köld. „Jeg fjekk ekki lánaða þessa peninea hjá Mark Middleton". „Viljið þjer 'halda því fram, að einhver annar hafi fengið lánuð þessi áttatíu þúsund, notað nafn yðar og falsað und- irskriftina?“. ,,Já“. Gabriella hjelt niðri í sjer andanum og beið eftir úrslita- svari McKee. Svarinu, sem mundi tákna endalok Johns .... endalok hennar sjálfrar En það kom ekki. „Já, nafnið var falsað“, sagði McKee, og snjeri sjer að Brendu Holmes. „Það voruð þjer, ungfrú Holmes, sem feng uð/ lánaða áttatíu þúsund dali hjá Mark Middleton undir því yfirskini. að þeir ættu að vera handa John Muir, sem þyrfti á þeim að halda um stundar- sakir“. Djúp þögn. Eins og þögnin eftir að eldingu hefur slegið niður. Gabriella var á báðum áttum. Hvað er þetta, hugsaði hún. Ó, talið þið út- Þögnin var rofin af hlátri. Það var Brenda, sem hló. Það var eitthvað tryllingslegt við þennan hlátur. Svipur hennar breyttist ekki hið minnsta. Hörundslitur hennar var óbreyttur, og augu hennar Ijómuðu eins og endranær. — | „Jeg hef engan myrt“, sagði' ' hún. „Sá, sem myrti Mark og j leynilögreglumanninn og....... j Brenda þagnaði skyndilega. Blake Evans stóð í dyrunum á milli tveggja þrekvaxinna manna. Fötin hans fóru illa, en svipur hans var jafn alúð- legur og venjulega. — Hann brösti jaír.vel lírið eitt. En brosið var ekki eðlilegt. Það var einhver fólksa, sem fólst í því. Hann leit á McKee. „Þjer höfðuð á rjettu að standa“, sagði hann. „Jeg hafði rangt fyrir mjer. Þjer hjelduð að hægt væri að fá Brendu Holm- es til að segja frá. En jeg hjelt það ekki. Jeg viðurkenni yfir- sjón mína. Nú get jeg eins vel leyst frá skjóðunni“. ,,John“. æpti Brenda og fleygði ;sjer í fang hans og vafði handleggjunum um háls hans, og grjet hástöfum. — „John“, hrópaði hún. „Hlust- aðu ekki á hann. Þetta er ekki sátt ....“. Hún hlaut að vita fyrirfram, að nú var öllu lokið f.vrir henni. Claire Middleton snökti og Joanna reyndi að hugga hana_ Brenda Holmes og Blake Evans voru ákærð fyrir fjögur morð, og siðan flutt í burtu. Tveim stundum síðar sátu Gabriella, John og McKee á kaffistofu við ströndina, sem opin var alla nóttina. Það var farið að birta af degi. McKee var að skýra fyrir þeim alla málavexti. Evans hafði játað sekt sína og sagt frá öllum málavöxtum, staðráðinn í því að láta Bi’endu ekki sleppa við að svara til sinna saka. Allt frá því að McKee f.yrst komst að því, í hverium tengslum Evans var í við Silv- erbridge dómara, hafði hann grunað hvernig málunum væri háttað. Síðan hafði hann geng- ið út frá því. Samskipti Blake og Brendu höfðu átt sjer stað um langan. tíma. Þau höfðu ekki ráð á að giftast, nema afla sjer fyrst fjár, og það helst ríflega- Blake hafði þess vegna trúlofast Claire Middleton, af bví að hún var rík. Hann hafði hupsað sjer að giftast henni, ef ráða- gerðirnar misheppnuðust, en halda þó áfram samskiptum sínum við Brendu. En þá barst tækifærið upp í hendurnar á þeim. Evans hafði leikið sama leik inn tvisvar sinnum áður, en þó í minna mæli. Hann hafði not- að sjer af stöðu sinni gagnvart dómaranum og komist að því fyrirfram hvernig dómarnir mundu falla. Silverbridge dóm ári minntist sjaldan á það sem skeði í dómstólnum við stjúp- son sinn, af því að hann hafði íllar bifur á honum. En Blake fjekk sínar upplýsingar í gegn um móður sína. Hvað Tritex snerti var þetta allt ósköp einfalt. Brenda fjekk lánuð áttatíu þúsund hjá Mark undir því yfirskini að John þyrfti á þeim að halda. Hún *og Evans keyptu síðan verðbrjef hjá Tritex á meðan þau voru í lágu verði en seldu þau aftur, þegar þau voru orð- in verðmeiri_ Á þessu mundu þau græða allt að því hundrað þúsund dali hvor, þegar þau 'höfðu skilað Mark aftur sínu fje og náð aftur eða eyðilagt falsaða miðann. En Mark hafði komist að þessu, áður en þeim vannst tími til að ganga frá skitunum. Hann hringdi til Fólkið í Rósalundi Eftir LAURA FITTINGHOI7 1 81 á mig og götustrákarnir kalla mig allskonar nöfnum. Það er eins og þeir álíti ekki að jeg geti fundið til vegna þess, að jeg hef staurfót, og það er ekki mjer að kenna .... nei, nei. Hann roðnaði upp í hársrætur og hjelt svo áfram. —> Það er auðvitað engum að kenna, og þegar jeg kem aitur heim, þá stendur mjer alveg á sama um þá sem vilja hæð- ast að mjer. Þeir vita ekki, hvað það er að hafa staurfót, Nei, nei, annars ertu laufljettur og jeg gæti næstum bor- ið þig. Að geta aldrei framar hlaupið og leikið sjer, nei, nú er jeg ennþá einu sinni kominn inn á þetta efni og það er ekki meiningin. Ja, ef allir væru við mig eins og þú, — þú heldur næstum á mjer. — En hvað þetta er dásamlegt herbergi, sagði Jóhannes og horfði allt í kringum sig í herbergi Gústafs. Þarna var í herberginu í raun og veru allt, sem drengir á þeirra aldri girntust að eiga. Gústaf ljet Jóhannes setjast á legubekkinn. — Nú skaltu bara vera kyrr hjerna og borða með mjer hjer uppi á herbergi hjá mjer. Það er best, að þessir þjóna- þrjótar fái ekki einu sinni að sjá þig. — Þakka þjer fyrir, sagði Jóhannes um leið og Gústaf var að hagræða púðum allt umhverfis hann. — Nú ætti mamma að sjá mig, sagði Jóhannes. Jeg verð ekki útskrifaður af sjúkrahúsinu fyrr en á morgun og þá fæ jeg að fara heim. Jeg hef verið í einstaklingsherbergi og mjer hefir verið vel hjúkrað, það á jeg pabba þínum að þakka. En mig er farið að langa til að komast heim. Jeg myndi frekar vilja missa bæði handleggi og fætur og kom- ast heim, heldur en að hafa alla útlimina heila og kom- ast ekki heim. Þeir fóru að hlæja að þessari kröftugu yfirlýsingu. — Það er fyrst á morgun, eins og jeg sagði þjer, sem jeg á að fara heim, hjelt Jóhannes áfram, — en svo vaknaði jeg í nótt og fannst jeg þurfa svo nauðsynlega að fara til þín og segja þjer að það geri ekkert til, þetta sem þú veist. Þú skilur það víst, að þegar maður liggur svona og hefur ekkert að gera, þá hugsar maður svo margt. Og þá IfÍljxT l A/TIJUL — Sannarlega mjög frumleg Iiugmynd. Listaniaðurinn hefir bú- ið það til úr fersku trje seni tákn mvnd liinnar frjóvgandi æsku. , Hann var slökkviliðsniaður. j Ralph Gertnano í Nemphis. Tennes see, beið nýlega bana, er eldur kom upp í sænginni hans. Hann hafði sofnað með logandi sigarettu í hend- inni. Germono var slökkviliðsmaður. ★ IVefin brotnuðu. Þrir bílar rákust saman á gatna- mótum i Handley, Massachusett. All- ir þrír bílstjóramir nefbrotnuðu, en slösuðust ekki að öðru leyti. ★ Fær ekki lengur að sitja á eldhúsborðinu. Kona ein í Halden Ijet tveggja ára gamalt bam, sem hún átti, sitja uppi á eldhúsborðinu á meðan hún var að vinna húsverkin. Barninu tókst á einhvern hátt að opna gluggann með þeim afleiðingum, að það datt út. Fallið var 5 m. Þegar hin skelfda móðir kom hlaupandi niður, fann hún barnið sitjandi í grasinu fyrir neðan gluggann. Ekki svo mikið sem eina einustu skrámu var að sjá á því. Það var samt strax kallað í lækni og síðan farið með barnið í sjúkra- hús, þar sem röntgenmynd var tek- in af þvi. Reyndist það alveg vera ómeitt. — Eina breytingin, sem á hefir orðið er sú, að nú fær króinn ekki oftar að sitja á eldhúsborðinu á rneðan kónan er að sinna störfum Háskóli fyrir landflótta menn. Ákveðið hefir verið, að háskóli sá er stofnaður var í Hamborg fvrir þremur árum siðan fyrír landflótta menn„ skuli lagður niður vegna ó- nógrar aðsóknar. Er það að visu gleði legur vottur um bætt ástand. Lithauiski prófessorinn Vlatas Stanka og nokkrir aðrir kennarar, sem orðið höfðu að flýja föðurland sitt, stofnuðu hóskólann í nokkrum flóttamannabröggum í Hamborg. Braggamir urðu að vera allt í senn, kennslustofur, svefnherbergi og dval- arstaður kennara og nemenda. Þar, sem háskóli þessi hafði til að byrja með engar kennslubækur, urðu kenn- ararnir að setjast niður og semja þær. Voru handrit þeirra siðan ljós- prentuð og nemendurnir fengu ein- tak af þeim. 1 dag á háskólinn aftur á móti bókasafn, sem í eru 12 þús. bindi. Þúsundir unglinga hafa stundað nám við skóla þennan síðan hann tók til starfa. iiiniiitiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiimiiiiiitMmiitiiiuniiiiiiiniiiiil PELSAlt r Kristinn Kristjánsson | Leifsgötu 30, sími 5644. S aiiiiiiiiiiiiiuiiaiiiMNiMMiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiri'iiiiiiiiiiiii.'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.