Morgunblaðið - 23.06.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1949, Blaðsíða 1
16 síður 36. árgangur. 138. tbl. — Fimmtudagur- 23. júní 19-19. Prentsmiðja Morgunblaðsins Fyrir nokkru gaus fjall á eynni Sromboli, sem er skammt frá Sikiley í Miðjarðarhafi. ítalskt kvikmyndafjelag var að taka mynd á eynni og leikur Ingrid Bergman í kvikmyndinni. Varð r ð hætta kvikmyndatöku á meðan á gosinu stóð. Etna á Sikiley gaus einnig um líkt leyti. Myndin hjer að ofan er af Stromholi- gosinu. Júgóslavar mótmæla ákvörðpia Parásar fundar Segjasl aldrei muni sleppa fiSkalli fil Karnten Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BELGRAD, 22. júní. —- Júgóslavía sendi stórveldunum fjórum í dag mótmæli vegna þeirra ákvarðana, sem gerðar voru á Parísarráðstefnunni um að ekkert tillit skyldi tekið til landa- kröfu Júgóslava á hendur Austurríki. Lýsa Júgóslavar því yfir í mótmælunum, að þeir muni aldrei afsala sjer rjetti, sem þeir telja sig' eiga yfir suðaustur hjeruðum Austurríkis. Afhent sendiherrum fjórveldanna. Mótmælin voru. samtímis af- hent sendiherrum Rússa Frakka Breta og Bandaríkjamanna í Belgrad. Voru þeir kallaðir á fund Vladimir Popovichs utan- ríkisráðherra í stjórn Titos og fóru engar viðræður fram um málið þar, en sendiherrunum var hverjum í sínu lagi afhent mótmælaskjal. Biðja um endurskoðun. í mótmælunum segir, að á- kvörðun utanríkisráðherrafund arins um að landamæri Austur- ríkis skuli vera óbreytt sje óað- gengileg með öllu fyrir Júgó- slava. Er farið fram á það, að utanríkisráðherrarnir endur- skoði yfirlýsingu sína og taki sanngjarna ákvörðun í málinu. Aldrei afsala tilkalli sínu. Júgóslavar segjast vilja kom- ast sem fyrst að rjettlátri lausn á þessu máli og kveðast vilja hefja viðræður við Austurrísku stjórnina. Þeir segjast aldrei muni afsala tilkalli sínu til Karnten hjeraðsins. Sendit framlagið til Araba LONDON, 22. júní — Breska stjórnin hefir ákveðið að hætta að greiða fjárframlag sitt til barnahjálpar S. Þ. Bevin utan- ríkisráðherra skýrði blaðamönn um frá þessu. Hann sagði ástæð una þá, að Bretar hefðu ákveð- ið að láta |ramlagið ganga til Arabisku flóttamannanna í Palestínu, en hvergi er þörfin eins mikil og þar. Loftárásir á Shanghai. SHANGHAI — Flugvjelar þjóð- stjórnarinnar kínversku hafa und anfarið gert nokkrar loftárásir á Shanghai og hefur nokkuð tjón orðið, meðal annar? kviknaði í stórum olíugeymum Shell í borg- inni. Ungverjar svíkja verslun- arsamninga við Júgóslavíu fhorez bak við þinghelgina PÁRlS 22- júní. — Franska þingið felldi í dag tillögu um að svifta Thorez þingmann og for ingja kommúnista, þinghelgi. Tillagan var fc'Ud með jöfnu magni atkvæða 190:190. Beiðni þessi um niðurfall þinghelginn ar var framkomin vegna þess, að þegar Thorez vantaði eitt sinn á kosningafundi orð og rök til að vería málstað kommún- ismans, sá hann það eina ráð sitt að berja andstæðing sinn. — Reuter. Flnnski útvarpsdjór- inn rekinn HELSINKI, 22. júní — Stjórn finnska útvarpsins ákvað í dag að reka frú Hellu Wuolijoki úr framkvæmdastjórastöðu út- varpsins. Astæðan mun vera sumardagskrá útvarpsins, sem hún hefur unnið að. Dagskrá þessi hefur sætt ákaflega'harðri gagnrýni vegna þess hve það var áberandi, að andkommún- istiskir fræðimenn og listamenn voru útilokaðir frá útvarpinu. Hella Wuolijoki er alræmdur kommúnisti. Einar Sundström heitir maður sá, sem þefur tek- ið við útvarpsstjórastarfinu til bráðabirgða. — NTB. t Fesfa og þrautseigja Ausfurríkismanna VÍNARBORG, 22. júní — Figl kanslari Austurríkis hjelt í dag ræðu þar sem hann minntist á niðurstöður Parísarfundarins um Austurríkismálin. Hann sagði, að ef komin væri lausn á Austurríkismálin og friðar- samningar yrðu undirritaðir þá væri sá árangur fyrst og fremst að þakka Austuri’ísku þjóðinni sjálfri, sem stöðugt hefir með festu og þrautseigju trúað á það að Austurríki gæti staðið sem sjálfstætt og óháð ríki.—Reuter. Her Hollendinga fer írá Jogakarfa BATAVÍA 22. júní. — Hol- lenska herstjórnin á Austur Indlandseyjum hefur gefið út fyrirskipun um að allt hollenskt herlið skuli verða flutt frá Jogakarta, höfuðborg lýðveldis sinna ekki síðar en 3. julí. Þá fyrst mun stjórn lýðveldissinna flvtja til borgarinnar- — Reuter Ætla með þvingunum að hafa áhrif á innanlands- mál Júgóslava Einkaslceyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BELGRAD 22. júní. — Júgóslavneska utanríkisráðuneytið afhenti í dag ungverska sendiherranum í Belgrad mótmæli vegna þess, að Ungverjar hafa svikið verslunarsamninga þá sem voru undirritaðir í júlí 1947 og áttu að gilda allt þetta ár. Enn í þrælkun austan jámtjalds WIESBADEN, 22. júní — Forsætisráðherrar hinna 11 vestur þýsku ríkja hafa mót- mælt því, að ekkert var rætt um það á Parísarráðstefn- unni, að Rússar gæfu frelsi þeim miljónum þýskra stríðs fanga, sem þeir enn hafa í lialdi. Skipbrotsmennimir LONDON 22- jún. — Farþeg- arnir 300, sem bjargað var af hinu sökkvandi skipi Princess Astrid, e'ru nú komnir tii Lond on. Hafa þeir flestir beðið mikið tjón, því að farangur þeirra sökk með skipinu. Breska flotamálaráðuneytið gaf út tilkynningu um tundur- duflaslæðingar í Ermasundi. Segir í henni, að breskir tundur duflaslæðarar hafi í stnðslok slætt Ermasund sjerstiklcga vandlega og Alþióðatundur- duflanefndin hafi fyrir löngu lýst því yfir, að þarna væri ör- ugg siglingaleið. — Réuter. Sælgæti skammtað aitur! LSvik Ungverja. Segii' í mótmælunum að Júgó slavar hafi fram að þessu að öllu leyti staðið við sínar skuld bindingar, en að Ungverjar hafi brugðist sínum skuldbind- ingum hvað eftir annað og sjer staklega hafi svik þeirra færst í vöxt síðustu vikur. Af ásettu ráði. Verst sje þó, að Ungverska stjórnin hafi ekki gefið neina ástæðu fyrir því, að ekki hafi verið staðið við samningana. Hafi hún jafnvel látið ósvarað fyrirspurnum og brjefum frá júgóslavnesku stjórninni. Virð- ist því líklegt, að Ungverjar sviki samningana af ásettu ráði. Þáttur í verslunarþvingun. Júgóslavneska stjórnin lýsir því yfir, að hún liti mjög alvar legum augum á samningssvik þessi, sjeu þau brot á öllum rl- þjóðareglum og auk þess sjcu þau þáttur i verslunarþvingun til að hafa áhrif á innanlands mál Júgóslavíu. Krefst hvn að Ungveriar sjái að sjer og standi við skuldbindingarnai Neita að greiða stríðs- skaðabætur. Þá er einnig minnst á það, að Ungverska stjórnin neiti rð halda áfram greiðslum á stríðs skaðabótum til Júgóslaviu, sem þeim ber að greiða LONDON, 22. júní — Mikið er talað um það í Bretlandi, að setja aftur á skömmtun á sæl- gæti. Skömmtun sú var afnum- in- fyrir um tveimur mánuðum, en svo mikil eftirsókn hefur ver ið eftir gottinu, að það selst áð- ur en við er litið og hefur þá viljað við brenna-, að margir verði útundan. — Reuter. Oldungadeildannaður lætur af þingmennsku. NEW YORK — Robert Wagner, sem í tugi ára hefur verið öld- ungadeildar þingmaður New York ríkis ætlar að láta af þing- mennsku 8. júlí n. k, Talið er líklegt, að O’Dwyer núverandi borgarstjóri New York taki við þingsætinu. Fá ekki að senda matvæli tii Kasmír KARACHI 22. júní. — Kasmír nefnd S.Þ. hefur neitað að verða við þeirri ósk ríkisstjórn Pakistan, að hún fái að senda matvæli til þeirra hjeraða i Kasmír, þar sem hungursneyð rikir nú. Neitunin kom sam- kvæmt eindregnum tilmælum Hindustan stjórnar, sem óttast að matargjafir Pakistan til hungraðra ninnna geti haft á- hrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fram á að fara í landinu á næstunni. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.