Morgunblaðið - 23.06.1949, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐtÐ
Fimmtudagur 23. júní 1949;
17 PRESTAKÖLL Á LAM
SYNODUS, hin árlega presta-
stefna íslensku þjóðkirkjunnar,
hófst með guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 21 júní
kl. 13,30. Prjedikun flutti þar
sjera Jósef prófastur Jónsson að
Setbergi, og lagði hann út af
orðunum: „Eg fyrirverð mig
ekki fyrir fagnaðarerindið". —
Altarisþjónustu annaðist herra
biskupinn, sjera Sigurgeir Sig-
urðsson. Svo sem venja er,
voru synodusprestar til altaris.
Að lokinni guðsþjónustu var
hlje til kl. 16.15, en þá söfnuð-
ust synodusprestar saman i
kapellu Háskólans til guð-
ræknisstundar. Hófst sú athöfn
með samleik á fiðlu og orgel,
og ljeku þar þeir Þórarinn Guð-
mundsson, fiðluleikari, og Páll
Kr. Pálsson, orgelleikari. Að því
loknu las herra biskupinn ritn-
ingarkafla og flutti bæn, en
prestar sungu fyrsta og síðasta
erindi sálmsins „Vor Guð er
borg á bjargi traust.“ Þá ávarp-
aði biskupinn prestastefnuna og
bauð prestana velkomna. Ræddi
biskupinn um viðhorf prests til
safnaðar og safnaðar til presta,
og hvatti hann prestana til
aukinna starfa. í lok ræðu sinn
ar sendi hann kveðjur sínar og
prestanna heim til safnaðanna.
Að því loknu hóf biskupinn
'lestur ársskýrslu sinnar og fer
hjer á eftir útdráttur úr henni.
Breytingar á starfsliði kirkj-
unnar hafa verið venju frem-
ur litlar á árinu. Enginn þjón-
andi prestur hefur látist En
úr hópi fyrrverandi presta hafa
tveir horfið, þeir sjera Einar
Thorlacius, fyrrum prestur í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og
Vigfús Þórðarson fyrrum prest-
ur í Eydölum. Þá hefur ein
prestsekkja látist á árinu, frú
Sigurlaug Björg Árnadóttir
Knudsen, ekkja sjera Ludvigs
Knudsen, er síðast var prestur
að Breiðabólsstað í Vesturhópi.
Ennfremur andaðist á synodus-
árinu ein prestskona, frú Sig-
urlína Guðný Sigurjónsdóttir,
kona sjera Þorgeirs Jónssonar,
Eskifirði. Fundarmenn vottuðu
hinum látnu virðingu sína og
aðstandendum samúð sína með
því að rísa úr sætum.
Einn þjónandi prestur hefur
látið af embætti á árinu, sjeia
Magnús Már Lárusson, prest-
ur að Skútustöðum. Sjera Magn
ús hefur tvo undanfarna vetur
gegnt kennslustörfum við guð-
fræðideild Háskólans í forföll-
um próf. Magnúsar Jónssonar.
Tveir guðfræðikandidatar hafa
tekið vígslu á árinu, sjera
Andrjes Ólafsson til Staðar í
Steingrímsfirði og sjera Þórar-
inn Jónasson Þór, settur prest-
ur í Staðarprestakalli á Reykja-
nesi. Biskup þakkaði sjera
Magnúsi störfin og bauð hina
nýju presta velkomna til starfs.
Þá gat biskup einnig um presta
skíptin, er sjera Eiríkur Brynj-
ólfsson á Útskálum fór til
Winnipeg og gegndi prestsstörf-
um þar í staS sjera Valdimars
Eylands, er gegndi störfum
sjera Eiríks á TJtskálum. Þakk-
aði hann sjera Valdimar störf
hans hjer og bauð sjera Eirík
velkominn heim og þakkaði
störf hans vestra.
Óveitt prestaköll
Biskup gat þess að 17 presta-
Prestastjettm ræðir áhuga og
hagsmunamál á Synodus
köll væru óveitt. Er sú tala
nokkuð há, þar sem prestaköll
landsins eru aðeins 112 að tölu.
I fjórum þessara prestakalla
eru settir prestar og líklegt er,
að fljótlega komi prestur í það
fimmta. Ber þess einnig að geta
að einn guðfræðinemi, Gísli
Kolbeins, er ráðinn til aðstoðar-
þjónustu í Austur-Skaftafells-
prófastsdæmi, en þar er presta-
fæðin tilfinnanlegust. Og senni-
lega mun annar guðfræðinemi
verða ráðinn á næstynni til að-
stoðarþjónustu annars staðar.
Horfur munu nú vera batnandi
um það að prestar fáist á næst-
unni í eitthvað af hinum ó-
veittu köllum, þar sem nem-
endur guðfræðideildarinnar fer
nú fjölgandi.
Byggingar.
Á þessu ári hefur lítið verið
um byggingar nýrra kirkna. í
Reykjavík hefur verið haldið
áfram byggingu Laugarnes-
kirkju og verður hún væntan-
lega vígð í haust.
Neðri hæð kórbyggingar Hall
grímskirkju á Skólavörðuhæð
var lokið á árinu og hún vígð
og tekin í notkun 5. des. s.l.
Bætir það að nokkru úr brýnni
þörf safnaðarins, en vonandi
verður byggingu haldið áfram
þar til hin volduga og mikla
bygging verður fullgerð.
Þá var lokið byggingu út-
fararkapellu og bálstofu í Foss-
vogskirkjugarði og var hún
vígð af vígslubiskupi dr. Bjarna
Jónssyni 31. júlí s.l. Meiri hátt-
ar aðgerðir hafa farið fram á
ýmsum eldri kirkjum, svo sem
Bessastaðakirkju á Álftanesi,
Stafholtskirkju, Mælifellskirkju
og Mosfellskirkju í Grímsnesi.
Þá var og sett nýtt eirþak á
Dómkirkjuna í Reykjavík og
gert við hana á ýmsan hátt.
Þá er lokið smíði þriggja
prestsseturshúsa, á Desjamýri,
í Ólafsvík og í Hallgrímspresta-
kalli í Reykjavík. En í smíðum
eru fjögur slík hús, sem vænt-
anlega verður lokið við á þessu
ári. Nokkru fje hefur einnig
verið varið til aðgerða á eldri
prestssetrum. Eins og nú standa
sakir má segja að af 115 prests-
setrum sjeu 80 ýmist góðar eða
sæmilegar byggingar. En á hin-
um 30 eru ýmist engar eða al-
gerlega ófullnægjandi bygging-
ar, og verður að sækja það fast,
á komandi árum að ráða bót á
því.
Kirkjuleg löggjöf.
Á þessu ári hafa engar breyt-
ingar orðið á löggjöf varðandi
kirkjuna svo teljandi sje. Á síð
ustu prestastefnu var allmikið
rætt um kirkjuþing, og frum-
varp um það sent prestum
landsins til umsa/iar. Yfir-
gnæfandi meirihluti þeirra, er
svör sendu voru fylgjandi því.
Síðan var frumvarpið sent
kirkjuráði og var samþykkt þar
með smávægilegum breyting-
um. Síðan var það sent kirkju-
I málaráðuneytinu með ósk um
að það ljeti leggja það fyrir
Alþingi. En þar sem þá var
liðið allmjög á þingtímann, varð
málið ekki sfent Alþingi nú, en
verður væntanlega lagt fyrir
næsta þing.
Skálholtsstaður.
Kirkjumálaráðherra skipaði 5
manna nefnd til að gera tillög-
ur um endurreisn Skálholts-
staðar. í nefndinni eiga sæti
auk biskups sjera Sigurbjörn
Einarsson, dósent, Björn Þórð-
arson dr,- jur., Steingr. Stein-
þórsson, búnaðarmálastjóri og
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi,
Vatnsleysu: Nefndin hefur orð-
ið sammála um að leggja til að
Skálholt verði aðsetursstaður
vígslubiskups hins forna Skál-
holtsbiskupsdæmis, og þar verði
endurreist dómkirkja og bisk-
upsbústaður, og sje þeim fram-
kvæmdum lokið fyrir árið 1956,
en þá eru 9 aldir liðnar frá
því að Skálholt varð biskups-
setur. Mál þetta verður síðar
rætt á prestasteínunni.
Fjárveitingar
til kirkjumála.
Á fjárlögum yfirstandandi
árs er veitt til bygginga nýrra
prestsseturshúsa 700 þús. krón-
um, og er það allmikið lægri
upphæð en árið áður. Til að-
gerða á prestsseturshúsum eldri
eru veittar 250 þús. og til úti-
húsa á prestssetrum 200 þús.
kr. Samtals eru allar fjárveit-
ingar til kirkjumála rúmar 4
milljónir króna eða tæplega
1 Vz % af heildarútgjöldum rík-
isins. Slík f járveiting er á allan
hátt ðnóg og háir mjög allri
kirkjulegri starfsemi.
Söngmál.
Sigurðúr Birkis söngmála-
stjóri hefur stofnað 9 kirkju-
kó'ra á árinu og munu þá kirkju
kórarnir alls vera 133, Söng-
skóli þjóðkirkjunnar starfaði i
vetur í Reykjavík frá 1. nóv.
til 1. maí. Þar var einkum kent
orgelspil,' söngur og söngstjórn.
Skóli þessi hefur aðeins eina
kennslustofu til umráða og
stendur honum það mjög fyrir
þrifum. Mjög erfiðlega gekk að
útvega kirkjunum hljóðfæri á
styrjaldarárunum, en nú er
ráðin á því nokkur bót. Á ár-
unum 1945-—48 hafa verið flutt
inn hljóðfæri í 26 kirkjur, þar
af þrjú vönduð pípuorgel, í
Bessastaða- og Eyrarbakka-
kirkjur og í kapellu Háskólans.
Kirkjuþing.
í júní og júlí mán. var háð
hið svonefnda Lambethþing í
Englandi, að tilhlutan erkibisk-
upsins í Kantaraborg. Þessi þing
hafa verið háð 10. hvert ár síð-
an 1867. Biskup íslands sat
þetta þing ásamt 330 öðrum
biskupum. Ennfremur Var háð
fjölmennt kirkjuþing í Amster-
dam í Hollandi á s.l. hausti og
sóttu það fulltrúar frá 150
kirkjudeildum. Fyrir hönd ís-
lands mætti þar sjera Jakob
Jónsson.
Visitaziur.
Á síðastliðnu sumri visiteraði
biskupinn Vestmannaeyjar óg
Dalaprófastsdæmi og messaði
í öllum kirkjunum ásamt sókn-
arprestunum. Voru ferðir þess-
ar yfirleitt mjög ánægjulegar
og kirkjusókn góð.
Fjelagsstarfsemi.
— Bókaútgáfa.
Aðalfundur Prestafjelags ís-
lands var haldinn 23.—24. júní
s.l. f Reykjavík. Þá hafa einnig
deildir Prestafjelagsins út um
landið verið starfandi og hald-
ið sína fundi heima í hjeruðun-
um. K.F.U.M. og K. í Reykja-
vík áttu bæði 50 ára afmæli á
þessu ári og var þess minst með
hátíðarsamkomum í samkomu-
húsi fjelaganna hjer í Rvík,
Útgáfu Kirkjublaðsins og
Kirkjuritsins hefur verið hagað
líkt og á undanförnum árum.
Þá má einnig geta um útgáfu
tímaritsins Víðförli, sem flutt
hefur greinar um trúmál og
kirkjuleg málefni, en ritstjóri
þess er sjera Sigurbjörn Einars-
son docent. — Þá hefur einnig
blaðið Bjarmi komið út með
svipuðum hætti og áður, og auk
þess hafa nokkrir prestar gefið
út safnaðarblöð. Þá ber að
nefna bók próf. Ásmundar Guð-
mundssonar, Fjallræðan og
Orð Jesú Krists, sem sjera Þor-
valdur Jakobsson safnaði sam-
an. Sjera Sigurður Pálsson í
Hraungerði hefur gefið út bæn-
ir. Dr. Árni Árnason læknir
bókina Þjóðleiðir til heilla og
hamingju. Og nýlega er út-
komin bók eftir sjera Jakob
Jónsson, sem nefnist: í kirkju
og utan. Minnst var í Hauka-
dal í Biskupst. Ara prests Þor-
gilssonar, en 800 ár eru nú lið-
in frá dauða hans.
Utanfarir.
Tveir prestar dvöldu að námi
erlendis s.l. vetur, þeir sjera
Guðm. Sveinsson á Hrauneyri
og sjera Sigurður Kristjánsson,
ísáfirði. Auk þess fóru ýmsir
aðrir prestar utan til styttri
dvalar.
Messur og altarisgestir.
Á árinu 1948 voru sungnar
3909 messur á öllu landinu og
eru það rúmt 100 fleiri en á
fyrra ári. Þar af eru almennar
kirkjuguðsþjón. 3182, barna-
guðsþjónustur 410 og aðrar
guðsþjónustur 317. Tala altar-
isgesta mun hafa orðið 5996 og
þó líklega heldur fleiri.
Mcrkis afmæli.
Sjera Einar Pálsson fyrrver-
andi prestur í Reykholti varð
áttræður 24. júlí Sjera Harald-
ur Þórarinsson síðast prestur í
Mjóafirði, varð áttræður 14.
des. Sjera Vilhjálmur Briem,
forstjóri Söfnunarsjóðs íslands,
varð áttræður 18. janúar. Sjera
ÓVEITI
Ásgeir Ásgeirsson próf. varð
70 ára 22. sept. Sjera Jón N.
Jóhannesson varð 70 ára 6 okt.
Sama dag varð sextugur próf.
Ásmundur Guðmundsson. Þá
varð einnig sextugur 24. des.
sjera Jósep Jónsson, prófastur
á Setbergi. 50 ára urðu þeir
sjera Páll Þorleifsson að Skinna
stað 23. ág. og sjera Sig. Ein-
arsson á Holti 29. okt. Biskup
flutti þeim öllum innilegar ham
ingjuóskir.
Að loknum lestri skýrslunnar
talaði biskup nokkrum orðum
til prestanna og endaði athöfn-
in með því að sungið var versið
Son Guðs ertu með sanni.
Funtlur í hátíðasal Háskólans
Eftir athöfnina í kapellunni
var fundur settur í hátíðasal
Háskólans. Biskup las þær
kveðjur, er prestastefnunni
höfðu borist, fiá síra Valde-
mar Eylands, síra Finn Tulin-
íus, síra Jónmundi Halldórs-
syni, prófessor Richard Beck
og Sambandi íslenskra barna-
kennara- Síra Guðmundur
Svdinsson flutti kveðjur frá
prestafundi í Melby í Dan-
mörku og síra Eiríkur Bryn-
jálfsson frá íslenska söfnuðin-
um í Winnepeg.
Á fundinum lagði biskup
fram ýmsar skýrslur og tillög-
ur um styrkveitingar til aldr-
aðra presta og prestekkna. Þá
fóru einnig fram nefndarkosn-
ingar.
Um kvöldið kl. 8,30 flutti
vígslubiskup, síra Bjarni Jóns-
son, erindi fyrir almenning í
Dómkirkjunni. Erindið nefndi
hann: „í gær og í dag“, og var
því útvarpað.
Annar dagur
prestastefnunnar
Dagskráin hófst með morg-
unbænum í kapellunni og
annaðist þær gíra Árni Sig-
urðsson, fríkirkjuprestur. Síð-
an hófst fundur, þar sem flutt-
ar voru framsöguræður um
höfuðmál dagskrárinnar sál-
gæslu. Frummælendur voru
þeir síra Þorsteinn L. Jónsson
í Söðulholti, og Alfreð Gísla-
son, læknir. Voru erindi þeirra
ítarleg og greinargóð. Biskup
þakkaði frummælendum og
hófust síðan almennar umræð-
ur um efnið.
Klukkan 12 var gert fundar-
hlje. Var hádegisverður snædd
ur að Hótel Borg í boði bæj-
arstjórnar Reykjavíkur. Borg-
arritari, Tómas Jónsson, bauð
gesti velkomna og flutti kveðj-
ur borgarstjóra, en, þakkaði
boð og beina.
Kl. 16 var tekið að nýju að
ræða dagskrármál það, er fyrr
greinir, sdilgæslu. Urðu um-
ræður miklar.
Fundur í Biblíufjelaginu
Kl. 18 var háður fundur í
Biblíufjelaginu. Voru þar bift-
ir reikningar fjelagsins og frá
því skýrt, að hagur þess hafi
batnað verulega. Má rekja það
að mestu til hins almenna
biblíudags, sem haldinn var
um land alt nú á þessu ári_, og
einnig hins, að fjelagið hefur
nú tekið í sínar hendur sölu á
biblíunni.