Morgunblaðið - 23.06.1949, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fmimtudagur 23. júní 1949.'
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. *
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura xneð Lesbóí. "W
Kínamúr vanþekk-
ingarinnar
UNGIR KOMMÚNISTAR kvarta yfir því í blaði sínu, að
íslenskur almenningur fái of lítið af sönnum fregnum, um
ástandið í löndunum austan Járntjalds. Það vanti ekki annað
en sannar og nákvæmar fregnir austan úr kommúnista-para-
dísinni, segja ungkommúnistarnir, til þess að almenningur
hjer á landi sannfærist um ágæti kommúnismans.(!)
Sjálfsagt eru allmargir' af hinum yngri og óþroskaðri
áhangendum kommúnista hjer á landi, sem taka svona
„upplýsingar“ Þjóðviljans fyrir góða og gilda vöru. En
ákaflega hljóta þeir að vera fákunnandi um heimsviðburð-
ina, ef þeir hafa ekki komið auga á þá staðreynd, að þegar
þeir tala um „Kínamúr“ vanþekkingarinnar, sem hlaðinn
er utan um kommúnistaríkin, þá er slíkt „múrverk“ ein-
göngu verk Moskvastjórnarinnar.
Það er einræðisstjórnin í Moskva, sem lokað hefur ríki
sínu „og stungið lyklinum í vasann“ og metur það dauða-
sök, ef einhver sleppur í óleyfi hennar úr landi, til að
„kjafta frá“ því sem þar gerist innan veggja. Það er yfir-
stjórn allra flokksdeilda kommúnista, einræðisstjórnin í
Kreml, sem streitist gegn því í líf og blóð, að sannar og
áreiðanlegar fregnir berist af stjórnarfarinu þar eystra,
og líðan almennings með þjóðum þeim, sem kommúnistar
hafa undirokað.
Þeir menn um gervallan heim, sem eru andvígir einræði
og harðstjórn kommúnismans, reyna aftur á móti til hins
ítrasta að brjóta niður þann „múr“, sem Moskvamenn hafa
hlaðið um ríki sín. Því menn skilja, að ef stjórnarfar komm-
únista myndi vera aðlaðandi fyrir þjóðir heims, þá myndu
hinir reyndu áróðursmenn kommúnista ekki neita sjer um,
að auglýsa þær dásemdir fyrir heimsþjóðum.
Innilokun Sovjetríkjanna, „Kínamúrinn“, sem ungkomm-
únistar hjer á landi tala um, og halda að sje verk andstæð-
inga þeirra, er verk húsbænda þeirra, og er hin hrópandi
ásökun, gagnvart sovjetskipulaginu. Því Moskvastjórnin
álítur sýnilega, að þeim mun kyrfilegar sem sannleikur-
inn um Sovjetríkin er dulinn, innan þessara víggirðinga
gegn frjettaflutningi, þeim mun skár muni þeim takast að
halda áhangendum sínum út um heiminn við efnið.
í skærri einfeldni sinni tala íslenskir ungkommúnistar
um, að þeir ætli að koma upp „þjóðlegri kommúnistahreyf-
ingu“.(!) Rjett eins og þeir hafi ekki heyrt það nefnt,
hvernig slíkum „hreyfingum“ er tekið í kommúnistaflokkn-
um um þessar mundir.
Þeir hljóta þó að hafa heyrt nefndan mann, sem Tító
heitir. Hann er heilsteyptur kommúnisti. Það vantar ekki.
En hann fer ekki að öllu leyti eftir kokkabók Stalins. Og
er því fordæmdur í Kreml, ofsóttur og svívirtur, af öllum
sanntrúuðum Stalinistum.
Afbrot hans er innifalið í því, að hann hefur sýi^t nokkra
viðleitni til að hugsa um hagsmuni þjóðar sinnar, jafnhliða
því, sem hann þjónaði Moskvastjórninni. En sanntrúuðum
kommúnistum leyfist ekki lengur sá tvískinnungur. Þeir
eiga að þjóna Moskvastjórninni og henni einni.
Samkvæmt síðustu fregnum, sem heyrst hafa úr suð-
austanverðri álfunni, en að vísu lítið verið um þær getið
í Þjóðviljanum, hafa Moskvamenn nú tekið fasta hvern
af öðrum, af fyrverandi áhrifamönnum flokksins, og stungið
þeim inn, annaðhvort í fangabúðir eða í annað líf, vegna
þess eins að þeir hafa sýnt einhverja samúð með hinum
þjóðlega kommúnisma, í líkingu við Títóismann.
íslenskir ungkommúnistar geta beðið stundarkorn, áður
en þeir fitja upp á sinni kommúnistisku „þjóðernishreyf-
ingu“ og sjeð hvernig hinum íslensku flokksforingjum reiðir
taf, eftir. heimsóknir þeirra austan Járntjalds. Fái þeir að
'halda virðingarstöðum sínurh innan flokksins, þá er það
sannað, að þeir hafa staðist próf hinnar fullkomnu hlýðni
við Moskvavaldið. En línan sem þeir þá eru bundnir við,
er sú, að þeir vinni fyrir Moskvastjórnina eina, og láti sig
engu skifta þjóðarhag.
yt
Vargar
FYRIR mörgum árum tóku
kciiur úr dómkirkjusöfnuðin-
um sig saman og hófu að rækta
blóm í garðholu, sem er fyrir
sunnan Dómkirkjuna. Þetta
var nýlunda þá, sem vel var
tekið af öllum þorra bæjarbúa.
Áður halði enginn þorað, að
rækta skrautblóm í görðum
sínum, nema að þeir væru varð
ir ramgirtum görðum, sem
enginn komst yfir nema fugl-
inn fljúgandi.
Það var heldur ekki óhætt
fyrir vörgum. sem rifu upp
blómin áð næturlagi- Var um
tíma ekki útlit fyrir, að hægt
væri að rækta skrautblóm til
yndisauka fyrir vegfarendur
og til prýði fyrir umhverfið.
•
^ AlmenningsálitiS
sigraði
ÞESSI skemdarstarfsemi vakti
svo mikla ólgu hjá öllum al-
menningi, að blómaþjófum
varð ekki vært og smám sam-
an lærðist einnig skemdarvörg-
unum, að láta blómin í friði.
Fleirj og fleiri fóru að rækta
blóm í görðum sínum. Bæjar-
stjórnin tók menn í sína þjón-
ustu, sem ekki gerðu annað, en
að stunda skrautblómarækt í
almenningsgörðum og hlúa að
þeim á álla lund. Var þessu
öllu vel tekið og það kom varla
fyrir, að skemdaverk væru
unnin í görðum.
Vargurinn kemur
á ný
I VOR var allur gróður seinni
til, en venjulega, vegna vor-
harðinda. Það er ekki fyr en
rjett núna síðustu dagana, að
skrautblóm eru farin að koma
upp. Hefur það kostað mikla
fyrirhöfn og fje, að rækta
skrautjurtir í görðum hjer í
Reykjavík á þessu sumri.
Þá bregður svo við, að varg-
urinn kemur á ný og líður
varla sá dagur, að ekki komi
frjettir í blöðunum um skemd-
arverk í þessum garðinum, eða
hinum.
Stúdentar —
blómaþjófar
UNDANFARNA daga hefur
fríður unglingahópur vakið á
sjer athygli á götum borgar-
innar. Það eru nýu stúdentarn-
ir með hvítu húfurnar sínar.
Eftir venjunni eru þetta til-
vonandi forystumenn á sviði
atvinnulífsins, vísinda og lista
í þessu landi-
En síðan að það frjettist, að
tveir stúdentar hefðu að næt-
urlagi læðst inn i skrautgarð
Elliheimilisins við Hringbraut-
ina til að stela blómum, hefur
mesti glansinn farið af hvítu
húfunum og ekki laust við, að
fólki með slík einkenni hafi
verið gefið hornauga á götun-
um.
Forsmán
ÞANNIG geta tveir óþokkar
komið óorði á heilan hóp, sem
annars nýtur trausts og virð-
ingar. Til hvers hafa þessir
menn, sem stálu blómunum í
Ejlliheimilisgarðinum setið á
skólabekk bestu ár ævi sinnar.
Og þokkalegt er fordæmið, sem
þeir gefa jafnöldrum sínum.
Sje það rett hermt, að það
hafi verið stúdentar, sem rifu
upp blómin í Elliheimilisgarð-
inum, verður að taka hart á
framferði þeirra og það ætti
að birta nöfn þeirra til þess að
almenningur kenni ekki öllum,
sem ganga um með hvíta
stúdenthúfu, um þetta skemd-
arverk. Þetta er forsmán, sem
ekki á að þola.
•
Kveðum niður
drauginn
EN það eru fleiri en stúdent-
arnir, sem hafa unnið skemd-
arverk í skrautgörðum í bæn-
um undanfarna daga.
Og bað verður að kveða nið-
ur skemdarverkadrauginn þeg-
ar í stað. Ekkert getur gert það
betur en almenningsálitið,
eins og reynslan sýnir.
Allir góðir borgarar verða
að taka höndum saman og
stuðla ab því, að það komist
upp um skemdarvargana.
Hefur nokkur
gleymt kassa?
OG úr því verið er að minnast
á blómaskrautið, þá er ekki úr
vegi, að segja frá blómaköss-
unum, sem komnir eru á gang
stjettirnar víða í Miðbænum.
Það er ekki hægt að segja að
kassarnir sjeu að sama skapi
fallegir og innihald þeirra, en
til þess að fyrirbyggja mis-
skilning, sem fleri kunna að
vera haldnir, en konan, sem
hjelt að einhver hefði gleymt
þessum kössum hingað og
þangað, skal þess getið, að
blómakassarnir eiga að vera
bæjarprýði og eru settir upp
af ráðnum hug, Hugmyndin er
góð og þegar smekklegri kass-
ar verða gerðir, þá fer vel á
þessu.
íslenskur ísskáppur
ÍSSKÁPAR, þvottavjelar og
önnur heimilistæki nútímans,
sjást ekki nje fást hjer á landi,
nema á svörtum markaði, eða
í happdrættum. Sennilegast, að
hvert og eitt einasta heimili,
serr. barf að eignast þessi þæg-
indi verði að stofna tii sins
eigins happdræt'tis til að fá
innflutningsleyfi fyrir gersem-
unum.
En einmitt af þessum ástæð-
um þótti mjer fróðlegt að sjá
fyrsta íslenska ísskápinn, sem
smíðaður hefur verið hjer á
landi. Það var í Rafha-verk-
smiðjunni í Hafnarfirði.
•
Of lítil framleiðsla
GALLINN á þessu er einungis
sá, að það er ekki útlit fyrir
að verksmiðjan geti framleitt
nóg til að fullnægja eftir-
spurninni og þá þarf ekki að
því að spyrja, að einnig is-
lenska framleiðslan lendir sem
vinningur í happdrætti.
En snotrir eru þeir, þessir
íslensku ískápar og væri ósk-
andi, að Rafha gæti framleitt
nóg handa öllum.
iiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiih ii iiiiim ii ii ii iii «i ii tiiiiiiiimiiutm iii miniin
I MEÐAL ANNARA ORÐA . .
•ii
1111111111111111111111111
• •
111111111111111111111111111
Mikil kvikmyndaframleiðsla fyrirhuguð í Júgóslavíu
Eftir RONALD PRESTON,
frjettaritara Reuters.
BELGRAD — Hæðnishróp
Kominformlandanna um fimm
ára áætlun Júgóslavíu •— þau
lýsa áætluninni meðal annars
með orðinu „mikilmennsku-
brjálæði“ — og tilraunir þeirra
til að koma í veg fyrir fram-
kvæmd hennar, virðast engih
áhrif ætla að hafa á stefnu Titos
í þessu máli. Þegar er meir að
segja sýnt, að einræðisherrann
er staðráðinn í að halda áfram
með ýmsar veigamestu fram-
kvæmdirnar í sambandi við
endurreisnaráætlun sína, þrátt
fyrir allar hrakspár Kominform
klíkunnar.
Einn liður áætlunarinnar lýt-
ur að stofnun nýtísku kvik-
myndaiðnaðar, enda þótt að
heita má engar kvikmyndir hafi
verið framleiddar í Júgóslavíu
fyrir stríð.
• •
FJÖRUTÍU
KVIKMYNDIR.
AÐ FIMM ára áætluninni lok-
inni 1951, er ætlunin, að Júgó-
slavar geti framleitt 40 langar
kvikmyndir á ári hverju.
Zvezda (Stjörnu) kvikmynda-
fjelagið, sem nú er að koma upp
myndatökuskálum í námunda
við Belgrad, á að framleiða 25
þessara mynda.
Júgóslavnesku stjórnarvöldin
hafa í hyggju að láta reisa
þarna heilan kvikmyndabæ. í
honum verður einn stór mynda
tökuskáli, tveir meðalstórir (18
metra háir) og fjórir minni, á-
samt fullkomnum verkstæðum,
skrifstofum, íbúðum, verslunum
og skemmtistöðum fyrir um 3
þúsund starfsmenn.
AROÐURSTÆKI.
ENDA þótt enn hafi aðeins ver-
ið lokið við smíði eins mynda-
tökuskála af meðalstærð, er þeg
ar byrjað að vinna þar að töku
þriggja kvikmynda.
Á einn af veggjum skálans
eru letruð stórum stöfum þessi
orð Lenins: „Kvikmyndalistin
er mikilverðust allra lista“.
Því á því er enginn vafi, að
stjórn Titos, eins og aðrar
kommúnistastjórnir, líta fyrst
og fremst á kvikmyndirnar
sem mikilvægt áróðurstækí.
Kvikmyndirnar, sem Júgóslav-
ar hafa þegar framleitt, bera
þetta með sjer, enda þótt sum-
ar þeirra hafi einnig sýnt mikla
tækni og listrænan smekk.
• •
„SÓSÍALISTISK
RAUNSÆISSTEFNA“
MILOVAN Matich, hinn 33 ára
gamli yfirmaður áróðursdeildar
júgóslavnesku kvikmyndanefnd
arinnar, skýrði þeim, sem þetta
ritar, frá ýmsu í sambandi við
Zvezda kvikmyndafjelagið.
Hann sagði meðal annars, að
stefna júgóslavneskra kvik-
myndaframleiðenda væri „hin
sósíalistíska raunsæisstefna“.
Engar glæpamyndir yrðu fram-
leiddar, sagði hann, heldur að-
eins myndir, „sem hjálpað geta
hinni menningarlegu þróun
þjóðarinnar“. Meðal þessara
kvikmynda verða sögulegar
’myndir, myndir um frelsisbar-
.áttu Júgóslava og enn aðrar,
[sem lýsa stefnu Titos og stuðn-
ingsmanna 'hans.
• •
FLEIRI
K VIKMYND AHÚS.
AUK kvikmyndaframleiðslunn
|ar heima fyrir, hefur stjórn
|Titos á prjónunum áætlanir um
^byggingu sýningarhúsa víðsveg
ar í Júgóslavíu.
Framhald á bls. 12.