Morgunblaðið - 23.06.1949, Blaðsíða 2
2
MORGU JSBLAÐIÐ
Fimmtudagur 23. júní 1949.]
Siluniiðstöiiii seldi 24 smúlestir
Iskjur fyrir 75 milj. kr. si. ór
Verð hraðfrysta fiskjarins
er nú orðið of háft
>LUMIÐSTÖÐ Hraðfrystihús
aiina, en í þeim fjelagsskap eru
íflestir hraðfrystihúsaeigendur á
landinu, að SÍS undanskildu,
seldu á síðasta starfsári rúm-
lr-ga 24,000 smálestir af fryst-
uui fiski fyrir um 75 miljónir
kt órm, auk annara hraðfrystra
:fi..l;.jfurða. Var frá þessu skýrt
á aðalfúndi sölumiðstöðvarinn-
ar, sem haldinn var dagana
13. —15. þessa mánaðar í Odd-
felJí.Whúsmu. Á fundi þessum
voru msettir fulltrúar frá flest-
uni frystihúsum innan SH, auk
erindreka fjelagsins erlendis,
Jón;! Gunnarssonar, dr. Magn-
ú.-ar Z. Sigurðssonar og Guð-
muudar Albertssonar.
Um fundinn og störf hans seg
ii svo í frjett frá Sölumiðstöð-
itmi
Formaður Elías Þorsteinsson,
útgerð'arm. setti fundinn og
bauð fundarmenn velkomna.
Minntist hann látins fjelags-
marms SH. Hálfdáns Hálfdáns-
sortar og heiðruðu menn minn-
ingu hans með því að rísa úr
sset.’ini Tilnefndi hann sem,
funci-irstjóra Jón Árnason frá
Al’.ranesi
Formaður skýrði því næst frá
storfum fjelagsins síðastliðið ár.
Framleiðsla frystihúsa inn-
an SH varð rúm 24.000 tonn af
frystum fiskflökum og heilfryst
um flatfiski, að verðmæti ca.
75 m.ilij. krónur, meðað við
ábyrgð. Allt þetta magn hefir
nuþegor verið flutt út og skipt-
ist. útflutningurinn eins og hjer
segir.
Lönd 1000 kg.
■Bretland, til Bemast . . 3.320.3
Bretland, til MOF .... 5.391.1
Bandaríkin ............. 1.941,4
Palortína ................ 134,3
Tj 'kkóslóv.akía ....... 3.460.6
Holland ................ 2.488.9
Fraldtland ............. 1.735.5
Ítalí i..................... 3,4
Sviss...................... 47,3
Þý,.);aland ............ 5.480.1
TíminR og Tímabróðirinn um
Lausn Dagsbrúnardeilunnar
Samtals 24.002,9
Oiinur framleiðsla.
AuJ; þess voru flutt út ca.
466 tonn af frystri síld til Frakk
lands, 166 tonn af frystum
hrognum til Bretlands og 813
torm af söltuðum þunnildum til
Ítalíu. Hefir SH tekist að vinna
nýjan og góðan markað fyrir
síðastnefnda vöru í Italíu, en
áður var öllum þunnildum
fleygt eða þau notuð í fiski-
mjöl. Hafa þó verið miklir
örðugleikar á viðskiptum við
|faJíu, en í samstarfi við dótt-
jyrirtæki SH Miðstöðin h.f.,
með skilningi og fyrir-
lið.;lu yfirvaldanna hefir tek-
ist a'ð koma andvirði þessarar
vöru í gott verð.
Skrifshjfur erlendis.
SH hefir rekið þrjár skrif-
stofur erlendis í New York,
Amst'trdam og í Prag, og hafa
Sendimenn hennar lagt mikið
k-ipp á a > afla nýrra markaða
og Jitfai það starf góðum ár-
angri, }>ó hinsvegar verðlag á
vor.um vorum sje of hátt og
umbúðÍL’ og pakkningar sjeu
ekki heppilegar lengur. Lýsti
formaður síðsn starfshorfum á
þessu ári og lagði sjerstaka á-
herslu á, að með þeirri ráðstöf-
un ríkisstjórnárinnar, að fram-
leiðendur hefðu ráðstöfunar-
rjett á gjaídeyri fyrir ýmsar
fram.Jeiðsluvörur, sem annars
ekki svaraði kostnaði að vinna,
væri skapaður grundvöllur, til
að vinna vörur þessar aftur, og
þarmeð skapa vir.nu og afla auk
ins gjaldeyris.
Vörutegundir þessar svo sem
hrogn, fiskroð, faxasíld, lang-
lúra. stórkjafta, háfur o. fl.
hafa síðastliðið ár alls ekki ver-
ið nýtt nema að mjög litlu leyti.
Síðastliðin ár hefir verið ábyrgð
arverð á öllum freðfiski, og hef
ir það gert nauðsynlegt mjög
nána samvinnu við jíkisstjórn-
ina 02; þá sjerstaklega sjávarút-
vegsmátaráðherra og utanríkis-
ráðherra. Hefir samvinnan við
bessa aðiia verið með ágætum
og hafa þeir sýnt fullan skiln-
ing og velvilja gagnvart frysti-
húsunum.
V'erðið of lháit þráti
fyrir gæði,
Eftir nokkrar umræður um
skýrslu stjórnarformanns og
reikninga f jelagsins fluttu ernid
rekar SH þeir dr. Magnús Z Sig
urðsson, Guðmundur Alberts-
son og Jón Gunnarsson skýrsl-
ur um störf sín, og um fram-
tíðarmöguleika og horfur hver
Ú sínu svæði. Bar þeim saman
um, að verðlag á framleiðslunni
væri allt of hátt, miðað við verð
lag á heimsmarkaðnum, keppi-
nautar vorir hefðu miklu lægra
verð og að breyta þyrfti um-
búðum og pakka í smærri pakka
en nú er gert. Hinsvegar bæru
gæði íslensku flakanna af, en
það væru ekki sterk rök gagn-
vart verslunarhöftum og sparn-
aðarráðstöfunum erlendra yfir-
valda.
Á fundinum voru kosnar
vtær nefndir, Fjárhagsnefnd og
Allsherjarnefnd, er fjalla
skyldu um mál þau. er fyrir
fundinum lágu.
Tillögur.
Á fundinum voru meðal ann-
ars samþykktar eftirfarandi
tillögur:
I. Fundurinn felur stjórn SH
að athuga möguleika á að koma
upp dreifingarkerfum erlendis
fyrir hraðfrystan fisk, þar sem
nauðsyn krefur.
II. Aðalfundur SH felur
stjórn SH að athuga við um-
boðsmenn sína hvort ekki sje
hægt að finna öruggan markað
fyrir heilfrystan smáfisk (ýsu
og þorsk).
Þar sem allt bendir nú til
þess, að ef til vill standi fyrir
dyrum ýmsar breytingar á fram
leiðsluháttum frystihúsanna,
beinir aðalfundur SH því til
stjórnar SH að athuga samræm-
ingu vinnuaðferða frystihús-
anna og í því sambandi að koma
sem mestu af vinnunni inn á
það, að vjelar sjeu notaðar við
vinnsluna meira en nú er. I því
sambandi vill fundurinn benda
á, að ef til vill væri rjettast að
fá frá Ameríku vel færan sjer-
fræðing í þessum efnum.
Aðalfundur SH samþykkir að
kjósa þriggja manna nefnd til
þess að athuga möguleika á að
koma Fiskmatinu inn á annað
form en það sem hingað til
hefir verið framkvæmt á.
Verksvið nefndarinn sje
meðal annars:
Að endurskoða reglugerðir
fiskmatsins.
Að finna leiðir til þess að
þannig sje að freðfiskmatinu
búið að daglega matið í húsun-
um sje það öruggt, að hægt sje
að treysta því algerlega, ásamt
öðrum breytingum.
Á fundinum kom fram al-
menn ánægja yfir því, að ríkis-
stjórnin skuli hafa komið á
stjórnmálasambandi við Spán.
Þessvegna samþykkti aðalfund-
urinn að fela stjórn SH að ræða
við ríkisstjórn íslands um að
athugaðir verði möguleikar fyr
ir viðskiptasamningi milli Is-
lands og Spánar. Sömuleiðis
verði athugaðir möguleikar fyr-
ir viðskiptasamningi milli Is-
lands og hernámssvæðis Rússa
í Þýskalandi.
Stjórnarkjör.
Að lokum var gengið til
stjórnarkosningar og voru þess-
ir menn kjörnir í stjórn: Elías
Þorsteinsson, Keflavík, Sigurð-
ur Ágústsson, Stykkishólmi,
Eggert Jónsson, Reykjavík, Ól-
afur Jónsson, Reykjavík, Ólafur
Þórðarson, Reykjavík.
Jarðfall leggur
1 n r
joro 1 eyoi
AKUREYRI, 22. júní — Síðari
hluta sunnudags, 19. þ. m., losn-
aði jarðfall úr fjallinu ofan við
Draflastaði í Sölvadal í Eyja-
firði og fjell niður yfir túnið.
Skriðan eyðilagði öll penings
húsin, fjárhús, hlöðu,, fjós og
hænsnahús og lagði hálft túnið
undir. Kýr voru ekki í fjósinu,
en sauðfje var á beit skammt
frá bænum og sagt að eitthvað
af því hafi farist í skriðunni.
íbúðarhúsið skemmdist ekki, en
grunnur að íbúðarhúsi, sem
fyrirhugað var að reisa í sumar
eyðilagðist. Ósennilegt er tal-
ið að jörðin verði byggileg aft-
ur.
Á Draflastöðum býr ungur
bóndi, Benedikt Sigfússon, og
er tjón hans mjög mikið.
Annað jarðfall er sagt að hafi
fallið yfir engi í Hleiðargarði
en enn er ekki vitað hvort það
er um að ræða verulegt tjón.
—H. Vald.