Morgunblaðið - 23.06.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.06.1949, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. júni 1949. MORGUNBLAÐiÐ 9 Uppáhaldsnjósnarirm Eftir A1 Newman í OKTÓBER 1940 fór stjórn Francos á Spáni þess á leit við bresku stjórnina, að fá að senda til Bretlands falangista einn, er sagður var mikill æskulýðsleið- togi á Spáni. í orðsendingu Franco-stjórnarinnar sagði, að maður þessi hefði mikinn hug á því að kynna sjer starfsemi skátafjelaga í Bretlandi •— sem var auðvitað hreinn uppspuni Mennirnir í breska utanrikis- ráðuneytinu sögðu: „Alt í lagi •— hann má koma“ — því að þeir eru ekki eins miklir bjánar og þeir líta stundum út fyiir að ver'a. Þeir þektu auðvitað ,,æskulýðsleiðtogann“ og vissu að allt, sem hann myndi sjá og heyra í Bretlandi, færi beina leið til Berchtesgarden og Ber- línar. Mættum í skátabúningi Hann var uppáhalds njósnar- ínn okkar og við elskuðum hánn af öllu hjarta. Við fórum nokkrir að taka á móti honum á flugvellinum og vorum við allir klæddir í skátabúninga. Við komum honum þægilega fyrir í glæsilegri íbúð í At- henaeum gistihúsinu, þar sem áður hafði verið komið fyrir nákvæmum tækjum til þess að hlera símtöl, hljóðmögnurum o. s- frv. Við ljetum hann hafa nóg brennivín að drekka og nóg af kvenfólki fjekk hann til þess að gamna sjer við — okkar kvenfólki, auðvitað. } Loftvarnarbyssur En við ljetum ekki við þetta sitja_ Við gerðum miklu meira fyrir gest okkar. Um þetta leyti voru aðeins þrjár stórar loft- varnarbyssur til í allri Lundúna borg. Eina þeirra fluttum við í Green Park, sem er andspænis Athenaeum-gistihúsinu. Menn- irnir, sem stjórnuðu loftvarnar byssu þessari, fengu strangar fyrirskipanir um, að skjóta lát- 'iaust og gera eins mikinn háv- aða og mögulegt væri, í hvert sinn sem loftárás væri gerð á borgina — hvort sem nokkur óvinaflugvjel væri sjáanleg eða ekki. Og drottinn minn dýri — hvílíkur hávaði! Þeir hlýddu skipunum okkar út í ystu æsar. Það var gerð loftárás á borg- ina á hverju kvöldi svo að upp áhálds njósnarinn okkar dvaldi iöngum í loftvarnarbyrgi, sann- færður um að í London væri ekki hægt að þverfóta fyrir öfl ugustu loftvarnarbyssum. Við leyfðum honum að rannsaka nákvæmlega hina stóru loft- varnarbyssu í Green Park — og útveguðum jafnvel nokkra skátadrengi til þess að vera við- stadda athöfnina. Gleypti við því öllu Svo fófum við með hann til Windsor, til þess að líta á fleiri skátadrengi. Það kann að virð- ast einber tilviljun (en var auð vitað engin tilviljun) að ein- mitt þegar gestur okkar kom þangað, var.þar fyrir eina vel útbúna hersveitin á öllum Bíet landseyjum og allir þeir skriðdrekar, sem við áttum til í eigu okkar. Þetta voru hraust- ír og hugdjarfir menn — er virt Skátaleiðtoginn sem fjekk að sjá öll „Leynd- armál“ Breta ust fullir af bardagahug og baráttukjarki. Við sögðum, að þetta væri bara lítil og heldur ómerkileg liðsveit, er notuð væri sem viðhafnarvörður fyr- ir konungsfjölskylduna. — Við sáum greinilega, hve undrandi .gestuiinn okkar varð — en hann gleypti við þessu öllu. Breski flotinn Svo fórum við með hann nið- ur að einni höfninni okkar. — Þar hafði verið safnað saman öllum þeim skipum, sem hægt var að ná í. Við gátum þess við haann, í trúnaði vitanlega, að vegna þess hve heimaflotanum ( hefði vaxið fiskur um hrygg upp á síðkastið, þá gætum við notað þessi skip þarna til þess ; t að verja eina höfn. Það er ekki hægt að neita því, að hann rak J upp stór augu við þessar upp- , lýsingar, en hann varð vitan- j lega að trúa sínum eigin aug- um. — Við sýndum honum líka fleiri skátadrengi. Hann var satt að segja orðinn hund- leiður á skátadrengjum, þegar hjer var komið sögu (og það vorum við líka) en báðir aðilar uiðu að leika leikinn til enda. Stór flugfloti En glæsilegust varð samt ferð hans til Skotlands í flug- vjel hálfum mánuði síðar. — Þið munið öll hve flugflotinn okkar var bágborinn um þetta leyti. Við áttum fáeinar Hurricane-flugvjelar og nokkr- ar Spitfire-vjelar. Það var alt og sumt. Jæja — alla leiðina til Skotlands mættum við hverri sveitinni af Spitfire- vjelum á fætur annari. Himin- inn virtist fullur af Spitfire- vjelum. Hvernig gat hann vit- að, að þetta var allt sama flug- sveitin, sem flaug inn og út úr skýjaþykkninu, og stefndi að okkur úr öllum áttum? glefsur úr skýrslu hans — spyrjið mig ekki hvernig jeg komst yfir þann fróðleik, því það er leyndarmál. í skýrsl- unni sagði, að allt Bretland væri eitt stórkostlegt vopna- búr_ Allar fregnir um, að Bret- ar væru veikir hernaðarlega væru komnar beinustu leið frá slungnum óvini, sem vildi tæla Þjóðverja til þess að gera inn- rás i Bretland — en slíkt myndi hafa hroðalegar afleiðingar í för með sjér (fyrir Þjóðverja). Og ekki ber á öðru, en hús- bændurnir í Berlín hafi tekið fylsta tillit til skýrslu þessarar — enda var hún gerð af manni, sem sá hinn öfluga herafla Breta með eigin augum. Dreymir um skátadrengi? Jeg hefi oft velt því fyrir mjer, hvað orðið hafi um ,,æskulýðsleiðtogann“. Senni- lega hefir hann nú dregið sig í hlje frá opinberum störfum, á hálfum launum. Það er leiðin- legt, því að þetta var allra al- mennilegasti náungi. Við elsk- uðum hann af öllu hjarta og báium nær takmarkalausa um- hyggju fyrir velferð hans- En jeg þori að veðja 10 ósviknum enskum pundum að uppáhalds njósnarann okkar dreymir enn skátadrengi á hverri nóttu. Mig dreymir þá_ að minnsta kosti. Hersýning Á hersýningu í Skotlandi sýnd- um við honum svo sömu her- sveitina og sömu skriðdrekana, og hann hafði sjeð við Wind- sor. Jeg var hálfhræddur um, að hann myndi þekkja aftur ein hverja af hermönnunum, en sá ótti var ástæðulaus. Við ljetum þess getið við hann, að þetta væri aðeins fámenn og illa út- búin sveit, sem væri svo til ó- þjálfuð — en ætti nú að þjálfa betur, þannig að hún yrði lið- tæk í hinn raunverulega heima varnarher. Og auðvitað voru þarna fleiri skátadrengir, sem við þurftum að athuga. Á leiðinni aftur til London mættum við Spitfire-vjelum í hundiaða tali. Ef jeg hefði ekki vitað hvernig í öllu lá, hefði jeg áreiðanlega látið blekkjast. f Vopnabúr Skömmu síðar fór gestur okk ar frá Bretlandi. Seinna sá jeg Frú Bodíl Begfrup heimsækir lands- íbing K.F.S.L LANDSÞING Kvenfjelagasam- bands Islands hjelt áfram að Jaðri á þriðjudag. Eftir að nefndir höfðu starf- að til hádegis, var fundur sett- ur kl. 1 e. h. og rædd ýms mál. Kl. 4 var sest að kaffidrvkkju og voru þar gestir fundarins frú Bodil Begtrup sendiherra og frú Stella Kornerup, auk fleiri kvenna. Frú Bergtrup flutti snjalla ræðu um norræn- ar konur og starf þeirra innan Sameinuðu þjóðanna í þágu friðarins og frú Kornerup skýrði í erindi frá samvinnu norrænna kvenna og kynning- arstarfsemi þeirra. Um kvöldið flutti Alfreð Gíslason læknir fróðlegt erindi um nýjungar í áfengismálum. Þingið verður að Jaðri til fimmtudags, en eftir það fara fundir fram í hátíðasal Mennta- skólans í Reykjavik. Kl. 8,30 á fimmtudagskvöld flytur Anna Gísladóttir húsmæðraskólakenn (ari fyrirlestur um meðferð heimilisvjela. Einnig verður sýnd kvkimynd. Á föstudag kl. 5 flytur Níels Dungal-prófessor erindi um rannsóknir á krabba- meini og kl. 3 á laugardag flyt- ur Matthías Jónasson erindi um uppeldismál. Ollum konum er heimill aðgangur. einu einasta hlutverki úr-leik- ritinu, enda þótt þau • mörg. Það varð aðein's "tíl'*þíses”';iíl glæða áhuga minn •*á- starfiiu* enn meir, að þurfa að sigrast á öllum þessum erfiðleikum, Og það er mjer gleðiefni að geta. sagt, að gagnrýnendurrúr ' fói't* allir mjög lofsamlegum orðum um leikritið, leikstjórnina og meðferð leikendanna á hlU't- verkum sínum. „Gullna hliðið“ hefir náð ó- venju mikilli hylli meðal leik- húsgesta í Ábo. Hvar sem m'að- ur kemur er rætt um leikrit'rO — og kannske einnig deilt ura það. Jeg er alveg sannfærður um, að á næsta leikári - mun „Gullna hliðið“ sýnt í fleiri borgum Finnlands, því aó bæði mjer og finnska leikhúsasam- bandinu, „Suomen Navttamöi- den“, hafa þegar borist margar fjTÍrspurnir varðandi leikrit- ið. Það er einlæg' von Tr.ih, "?ið okkur veitist tækifæri' til 'þess að kynnast fleiri íslenskum leikritum í framtíðinni og sýna þau á finnskum leiksviðum.. Með bestu kveðjum, yðar Jorma Nortimo“. Leikhússtjóri í Ábo vinsældum „Gullna hliðsins“ Eftir Mai-Lis Holmberg. LEIKRITIÐ „Gullna hliðið“, eftir Davíð Stefánsson, var ný- lega frumsýnt á finnsku á „Turun Kaupunginteatteri“ í Ábo við geysimikla hrifningu. Leikhússtjórinn, Jorma Nor- timo, hefir samkvæmt beiðni minni skrifað eftirfarandi um leikritið, fyrir Morgunblaðið: Hann kemst svo að orði: „Er jeg, snemma í fyrrahaust sá hina ágætu sýningu Leik- fjelags Reykjavíkur á „Gullna hliðinu“, eftir Davíð Stefáns- son, eitt af fremstu skáldum Is- lands, varð jeg hrifinn af skáld- verki þessu — enda þótt jeg skildi vitaskuld ekki hvert orð í því, þar eð jeg kann ekki ís- lensku, og gæti því ekki fylgst nákvæmlega með því nje notið hinnar leikandi ljettu kímni þess til hlítar. En vegna hinn- ar snilldarlegu túlkunar ís- lensku leikaranna á boðskap leikritsins, varð það ótrúlega lifandi og svo vel skiljjanlegt, að hjá mjer vaknaði þegar áköf löngun að fá leikritið til sýn- ingar á finnsku á ríkisleikhús- inu í Ábo, „Turun Kaupungin- teatteri“, en þar er jeg leik- stjóri. Fyrir áhuga og aðstoð Erik Juurantos, aðalræðismanns ís- lands í Finnlandi, komst þetta í framkvæmd fyrr en vonir stóðu til. Hrifning mín á leik- ritinu óx, er jeg kynntist því nánar. En það var fyrst, er jeg lás hina ágætu sænsku þýðingu yðar á því, og seinna er jeg fjekk í hendur hina snjöllu finnsku þýðingu Elias Saarinens Jafnvel leikararnir við „Tur- un Kaupunginteatteri“, sem valdir voru í leikritið, voru ó- venju hrifnir af hlutverkum sín um — einnig þeir, sem höfðu á hendi minnstu hlutverkin — og gætti hjá 'peim ósvikinnar vinnugleði, meðan verið var að æfa leikritið. Einkum fóru Senni Nieminen, Valtteri Vir- majoki, Annie Mörk og Taito Mákela vel með hlutverk kerl- ingarinnar, Jóns, Vilborgar og óvinarins. Vegna þess hve „Gullna hlið- ið“ er einstakt leikrit í sinni röð, hafði jeg mikla ánægju af að sjá um leikstjórn þess, enda þótt það væri erfitt verk og vandasamt. Það varð að reyna að skapa órofna heild á milli hinna jarðnesku atburða, er jSumpart voru í heiðnum anda, , í sambandi við dauðastríð Jóns, jog hins hátíðlega himneska friðar. Það þurfti að yfirvega ^ nákvæmlega hvernig áhrifin og I áherslurnar nytu sín, svo og hinir friðsælu kaflar, og skapa lífrænt samhengi á leiksviðinu, láta lyndiseinkenni hvers ein- staklings í hópi hinna for- dæmdu koma greinilega í ljós, án þess að heildin yrði rofin — og eiris þegar um var að ræða hina skartklæddu himnaríkis- (búa, sem jafnvel í unaði himins ins minnast ævi sinnar í hinum (ástkæru byggðum Islands. Mjer fannst ógerningur að sleppa »ir Hafnbann á komm- únisfa-Kína KANTON, 22. júní — Kín- verska þjóðstjórnin tilkynnti 4 dag, að hún hefði ákveðið að setja hafnbann á allan þann hluta Kína, sem kommúnistar ráða yfir. Gengur hafri'banflið í gildi með næsta sunnudegi. Líkur eru á að stjórnin geii haM ið við allströngu eftirliti met) ströndunum, vegna þess, floti hennar er öflugur. Fiugárás á breskf skip LONDON, 21. júní. — Bretar hafa sent kínversku þjóðstjórn- inni mótmæii vegna þess ' aíf flugvjelar hennar rjeðust á brekst flutningaskip, sem var á Wangpoo fljóti á leið til Shang- hai. Skip þetta var hlaðið vör- um. Við árásina særðust fjórir skipverja og einn þeirra hættu- lega. — Reuter. Cripps til BrusseK LONDON, 22. júní — Sir Staf- ford Cripps, fjármálaráðherra Breta fer a morgun til BrusseJ til að sitja fund fjármálaráö- herra Vestur-Evrópu ríkjannn. Á fundi þessum verður rætt um áætlun næsta árs Marshall hjálp. arinnar. — Reuter. áreksturinn (Framh. af bls. 2) meira tjóni. Unnið er nú að bráðabyrgðaviðgerð á Vc rði og mun það taka tvo til þrjá dagn, en skipið hafði aðeins verið sól- arhring á veiðum, er þetta at- vikaðist. — Frjettaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.