Morgunblaðið - 16.09.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1949, Blaðsíða 1
r 36. árgangur. 211. tlil. — Föstudagur 16. september 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins 16 síður Danskur ríkisborgari iíflátinn af Rússum Haíði íarið yfir landamærin af misgáningi Einkaskeyii til Mbl. frá NTB. KAUPMANNAHÖFN, 15. sept. — Danska sendiráðið í Moskva sendi rússneska utanríkisráðuneytinu 19. ágúst s.l. fyrirspurn um hvarf tveggja danskra ríkisborgara, Gunnars Hallingdal og Thyru Elisabeth Rasmussen, sem höfðu verið á ferðalagi rjett við rússnesku landamærin hjá Lieksa Kivivaara í Finnlandi. Kússnesku landamærin hættuleg. Það þótti trúlegt, að þetta fólk hefði af misgáningi komið of nærri rússnesku landamær- unum, enda er vitað til, að Rúss ar hafa handtekið fólk sem kem ur of nærri landamærunum og haft það í haldi svo mánuðum skiptir. I dag fjekk danska sendiráð- ið í Moskva svar við fyrirspurn inni og fæst þar enn eitt dæm- ið upp á það hversu mikill ó- hugnanleiki fylgir því að vera kominn nálægt rússneskum yfirráðasvæðum. Gunnar Hallingdal tekinn af lífi. Er sagt í svari utanríkisráðu- neytisins, að fólk það sem hjer um ræðir hafi verið komið yfir rússnesku landamærin. Gunnar Hallingdal hlýddi ekki bending um rússnesku landamæravarð- anna og var því þegar skot- inn. Tyra Rasmussen var hand tekin. Er hún nú geymd í rúss- nesku fangelsi en verður skilað til danskra yfirvalda þegar hún hefur afplánað refsingu sína. Aðfarir sem þessar þekkjast ekki við landamæri annars ríkis en Rússlands og komm- únistaríkjanna í Austur- Evrópu. Níu Ungverjar dæmdir fyrir njósnir LONDON, 15. sept. — Júgó- slavneskur dómstóll dæmdi í dag 9 Ungverja, sem sakaðir voru um, að hafa komið inr í Júgóslavíu á ólöglegan hátt og hafið þar njósnir. Hlutu þcir fangelsi frá 3 og upp í 18 ár. Allir meðgengu sakbornijig- arnir, að hafa rekið njósnir í’yr- ir ungversku upplýsingaþjón- ustuna. — Höfðu sumir þei.ra heldur tekist njósnir á hendur en fara í fangelsi eftir að hafa verið handteknir fyrir smygi og svartamarkaðsbrask. — Reuter. Verkfall s Sfcotlsntii LONDON, 15. sept. —: Verk- fall er nú að breiðast út á kola- námusvæðinu í Lanarkshire. Er vinnustöðvun orðin við 13 nám ur og 4000 verkamenn frá vinnu. Þeir krefjast hærra kaups. — Rcuter. Gísii Jónsson iram- bjéSandi Sjálf- stæðisflokksins í Barðasfrandasýslu SAMKVÆMT áskorun Sjálf- stæðismanna í Barðastranda- sýslu, verður Gísii Jónsson, at- þingismaður þar í kjöri fyrir Sjálfstæðismenn við alþingis- kosningarnar í haust. Gísli Jónsson. Eins og kunnug't er, hefur Gísli verið í tölu áhrifameiri þingmanna undanfarin ár. — Hann vann Barðastrandasýslu úr höndum Framsóknarmanna strax og hann bauð sig fram og hefur síðan átt öruggu fylgi að fagna í sýslunni. Berjait gep , þjóðnýtisigo LONDON, 15. sept. — Nýlega var haldinn stjórnarfundur í breska sykurhreinsunarfjelag- inu Tate and Lvle. Var sam- þykkt á fundinum að fela for- stjóra fjelagsins aukin völd og setja honum að gera allt sem í hans valdi stæði til að hindra þjóðnýtingu á sykuriðnaði Bret lands. í skýrslu fundarins er meðal annars minnst á það, að verkamannaflokksstjórnin beiti flokksaga til að neyða þing- menn sína til að fylgja áfram- haldandi þjóðnýtingu. —Reuter. Ákvorðanír Washingtonfundarins gilda iyrir öll MarshalMöndin Truman forseta í sjálfsvald sett ú lækka bandaríska tolla sfi Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. WASHINGTON, 15. sept. — í dag sátu sameiginlegan fund í Washington Schuman utanríkisráðherra Frakka, Acheson utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og Snyder fjármálaráðherra Banda- ríkjanna. Eftir fundinn var gefin út yfirlýsing um að hjeðan í frá skyldu ákvarðanir Washington ráðstefnunnar fyrr í þessari viku varðandi Bretland einnig giída-fyrir Frakkland og önnur ríki, sem þátt eiga að endurreisnaráformum Evrópu. Þá er lokið 6 dag'a viðræðum í bandarísku öldungadeildinni um afnám innflutningstolla og var samþykkt að veita Truman íorseta heimild til að lækka eða afnema bandaríska innflutn- ingstolla. \ GREINAFLOKKUR UM UTANRÍKISMÁL BJARNI BEN! DIKTSSON utanríkisráðherra, hefir á- kveðið að skrifa . flokk greina um íslensk utanríkis mál í Morgunblaðið. Fyrsta greinin í flokki þessum birtist í blaðinu í clag á !). síðu og heitir „ís- lendingar eru óvanir með- ferð utanríkismála“. Myrfi hún mam sinn! LONDON, 15. sept. — í dag var 21 árs kona, Margaret Willi ams dregin fyrir dóm kærð fyr- ir að hafa myrt mann sinn. Atti hún að hafa rekið hann í gegn, þar sem hann sat á stól mædd- ur af sári, sem hann hatði fengið áður, er hann var í hernum. — Reuter. Gildi fyrir önnur Marshallríki. Eftir ráðherrafundinn í dag var því lýst yfir, að ákvarð- anir þríveldaráðstefnunnar í Washington varðandi Bretlaud skuli hjeðan í frá jafnt gilda fyrir Frakkland og önnur ríki, sem Marshallaðstoðar njóta. Þýðingarmikil ákvörðun. Með þessari ákvörðun verður þátttökuríkjum í viðreisnar- áformum Evrópu heimilt að verja nokkru af Marshall fje til kaupa á hrávörum og mat- vörum utan Bandaríkjanna. — Einnig táknar þetta að tolla- lækkun sem i vændum ei í Bandaríkjunum gildir einnig fyrir þessi lönd. Lækkun innflutningstolla. Mjög heitar umræður hafa Verið í bandarísku öldunga- deildinni undanfarið, en Tru- man Bandaríkjaforseti lagði ný lega fram frumvarp í deildinni um lækkun tolla. Eftir sex daga umræður var samþykkt með 43 atkv. gegn 8 að setja í vald Bandaríkjaforseta að lækka eða afnema innflutningstolla. Adenauer falin stjórnar- myndun í Þýskalandi MfcSag er talin samvinna kristilega flokksins og frjálslyndra Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BONN, 15. sept. — Það var samþykkt í dag í þýska þjóðþinginu að fela Konrad Adenauer foringja kristilega lýði'æðisflokksins þýska stjórnarmyndun í Þýskalandi. Adenauer fjekk aðeins eins atkvæðis meirihluta við atkvæðagreiðsluna og þykir það iTera mjög táknrænt fyrir þá erfiðleika, sem Adenauer verður við að stríða við stjórnarmyndun sína, að hann ræður ekki yfir hrein- um meirihluta í þjóðþinginu. Reynir samvinnu < við frjálslynda Adenauer hefur þegar byrjað tilraunir til stjórnarmyndunar. Leitar hann fyrst og fremst sam vinnu við frjálslynda flokkinn, sem er honum örðugur og hefur sett fram sjerstök skilyrði. Erfiðir tímar framundan. Adenauer vonar að geta lagt fram ráðherralista n.k. þriðju- dag. Hann sagði við frjettamcnn í dag, að hann byggist við að erfiðir tímar væru framundan fyrir Þýskaland og þjóðin yrði að leggja hart að sjer við end- urreisnina og til að leysa helstu vandamálin, sem að steðja. Togslrelta í ■ ■ Orygpráðinu NEW YORK, 15. sept. — Til- raun Rússa til að fá Öryggis- ráðið til að samþykkja 13 upp- töku-umsóknir í einu lagi mis- heppnaðist alveg í dag. Hins vegar var samþykkt tillaga Bandaríkjamanna um að greiða atkvæði um eina umsókn í einu. Á þriðjudag beittu Rússar neitunarvaldi sínu til að synja 7 ríkjum urn upptöku. —Reuter. Sonur Reimanns yfirgefur Kommún- ismann BERLÍN, 15. sept, — Josepli Reimann, 22 ára sonur Max Reimann, foringja þýskra kommúnista, hefur starfað í þjóðlögreglu kommúnista í Austur-Þýskalandi. Hann gaf sig nýlega fram við bresku hernámsyfirvöldin í Berlín. Kvaðst hann hafa strokið úr kommúnistalögreglunni og baðst verndar þar sem hann áliti sig pólitískan flóttamann. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.