Morgunblaðið - 16.09.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUTSBLAÐIÐ Föstudagur 16. sept. 1949. nfgpiiiMiili Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. ÁÁfl *;T Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbólt 411 kjósendur af 70 þús. geta skapað Sjálf- stæðisflokkn um þingmeiríhluta ANDSTÆÐINGAR Sjálfstæðisflokksins vita að íslendingar eru orðnir þreyttir á stjórnarfari s.l. ára. Þeir vita einnig að þjóðin vill fá samhenta ábyrga stjórn í stað hrossakaupa og samábyrgðar samsteypustjórnanna. Af þessum ástæðum reyna vinstri flokkarnir að telja henni trú um að óhugsandi sje að Sjálfstæðisflokkurinn geti fengið hreinan meirihluta á Alþingi. Þessi staðhæfing kommúnista, Framsóknar og Alþýðu- fiokksins er hin mesta blekking. Fylgi Sjálfstæðisflokksins fer nú mjög vaxandi með þjóðinni og ekki þarf nema örfá viðbótaratkvæði í nokkrum kjördæmum, þar sem minnstu munaði við síðustu kosningar, til þess að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nái kosningu. Við kosningarnar 1946 voru 77670 kjósendur á kjörskrá á öllu landinu. Atkvæði greiddu 67896. Ef athuguð eru úrslit kosninganna í nokkrum kjördæmum, sem úrslitin voru tæp- ust í kemur í ljós að ef 411 kjósendur, sem kusu Framsókn- arflokkinn og Alþýðuflokkinn í 8 kjördæmum, hefðu kosið frambjóðendur Sjálfstæðismanna, hefði Sjálfstæðisflokkur- inn fengið hreinin meirihluta þingsæta á Alþingi. Til þess að vinna þessi átta þingsæti þurftu 4 kjósendur í Vestur-Skaptafellssýslu (miðað við úrslit aukakosningar- innar 1947), 28 í Austuir-Skaptafellssýslu, 45 í N-Múlasýslu, 57 í V-Húnavatnssýslu, 63 í Strandasýslu og67 í Mýrasýslu að kjósa frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í stað fram- bjóðanda Framsóknarflokksins. 72 kjósendur í Vestur-tsa- fjarðarsýslu og 75 á ísafirði' þurftu ennfremur að kjósa frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í stað frambjóðanda Al- þýðuflokksins. Þetta var þá allt og sumt, sem þurfti að gerast til þess að tryggja stærsta flokki þjóðarinnar hreinan meirihluta á Al- þingi. 411 kjósendur af tæpum 68 þúsund þurftu að hætta að kjósa Framsáknarflokkinn og Alþýðuflokkinn. í þessum átta kjördæmum, sem nefnd voru hjer að ofan, hefur tala kjósenda að heita má staðið í stað. En nú eru á kjörskrá á öllu landinu rúmlega 83 þús. kjósendur. Má gera ráð fyrir að rúmlega 70 þús. þeirra greiði atkvæði. Það eru þannig rúmlega 400 kjósendur af 70 þús., sem geta við þessar kosn- ingar skapað Sjálfstæðisflokknum hreinan meirihluta þing- sæta, 27 þingmenn, á Alþingi íslendinga. Af þessu má þjóðinni vera það fullljóst að það er hvorki íjarstæða nje skrum að Sjálfstæðisflokkurinn geti fengið hreinan þingmeirihluta í næstu kosningum. íslendingar geta þannig auðveldlega skapað sjer möguleika heilbrigðara og betra stjórnarfars á komandi árum. Yfirleitt greinir menn ekki á um það að samstjórnarskipulagið hafi ekki reynst vel hjá okkur, þó að það hafi verið nauðsynlegt og muni verða nauðsynlegt ef ekki verður breyting á flokka- skiptingunni í þeim kosningum, sem fara fram á þessu hausti. Það hefur haff í för með sjer þá dreifingu ábyrgðarinnar, sem haft hefur mjög slæm áhrif á stjórnmálalíf þjóðarinr.ar og pólitískt siðferði í landinu. Örlagaríkust hafa þó áhrif samstjórnarskipulagsins orðið á fjárhagsafkomu ríkisins. Afgreiðsla fjárlaga hefur orðið los- araleg og möguleikar fjármálaráðherra til þess að móta svip þeirra hafa verið sáralithr. Þess vegna hefur Sjálfstæðis- flokkurinn, sem lengstum hefur haft forustu fjármálaráðu- neyt-isins síðan 1939 litla möguleika haft til þess að stjórna fjármálum ríkisins samkvæmt stefnu sinni. íslenska þjóðin þarf að skapa sjer ábyrga og heilbrigða stjórnarstefnu. Eina leiðin til þess að gera það í þessúm kosningum er að géfa Sjálfstæðisflokknum hreinan meiri- hluta þingsæta. Það er hins vegar mjög auðvelt. Til hess þurfa aðeins rúmir 400 kjósendur í 8 kjördæmum að hætta að kjósa vinstri flokkana én fylkja sjer í þess stað um fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins. \Jikuerji óhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Nú má ekki.... NÝLEGA hefir fundist nýr hell ir í Hekluhrauni og hlotið nafn Karels, þess er hann fann fyrst ur manna. Ferðafjelagið hefir þegar farið eina ferð í hellinn undir góðri og öruggri leiðsögn fróðra manna. En nú má búast við, jafnvel þótt þetta langt sje liðið á sum ar, að ferðagarpar fari að þyrp ast í Karelshelli um helgar. Og þá má ekki koma það sama fyr ir, sem átt hefir sjer stað í drop steinahellum hjer á landi. • Skemdarverk DROPSTEINAMYNDANIR í sumum hellum okkar geta verið mjög fallegar sem kunnugt er. En þær eiga að fá að vera í friði, þar sem náttúran hefir skapað þær til þess að fegurð þeirra njóti sín. En því miður hafa ferðagarp ar, sem komið hafa í dropsteina hella hjer á landi, gjörsamlega eyðilagt fegurð þeirra með því að brjóta dropsteina og hafa heim með sjer til minja um hellisförina- Slík skemdarverk mega ekki koma fyrir í Karelshelli. • Þung hegning ÞEGAR ferðafjelög efna til ferða í Karelshelli ætti ekki að vera hætta á, að ferðafólkið vinni skemdarverk í hellinum, en þó ættu fararstjórar að minna fólk á að skemma ekki- neitt. Og verði þess vart, að fólkið geti ekki látið þetta náttúrunn- ar undur í friði, þá er að hegna þeim þunglega, sem skemma og láta alþjóð vita nöfn vandal- anna. Ef skemdarvargar eiga von á iví, að í þá verði tekið duglega, nema þeir haldi sig á mottunni trúi jeg að Karelshellir fái allra hella lengst á íslandi, að halda fegurð sinni og tign. • Gott að fá Pjctur aftur ENN sá munur að vera búinn að fá hann Pjetur þul aftur að útvarpinu, varð manni að orði í fyrradag. Og það munu fleiri taka undir þessi orð. Það eru tveir eða þrír sæmi- legir þulir hjá útvarpinu, en í sumar hefir bæst við hver hása hrafnsröddin á fætur annari. Ekki vafi á því að Pjetur Pjetursson er bestj þulurinn, sem við eigum. Og veri hann velkominn aftur. Klæðnaður kvenfólksins BRJEFRITARI nokkur undrast mikið og mjög, að eitt af bæjar- blöðunum skuii hafa gert klæðn að kvenfólksins að umtalsefni. Og þótt jeg vilji ekki bianda mjer í þetta mál, þá get jeg þó ekki annað en dáðst að athuga- semd þessa brjefritara: ,,Mjer varð starsýnt á grein- ina um ungu stúlkurnar á aldr- inum 14—15 ára. Hann segir að það valdi hreint og beint hneyksli að sjá ungar stúlkur ganga í bláum eða einhvern- veginn litum verkamannabux- um og varar foreldra við að leyfa þenna klæðnað“. Og athugasemd brjefritara er á þessa leið: ,.Mjer finst nú hálf frekt af þeim góða manni, eða góðu konu, að vera að birta þetta á prenti“. • Refagirðing umhverfis kirkju ÞÁ ER það brjefritarinn, sem óttast, að það verði sett refa- girðing utan um kirkjugarð Laugarnesskirkju. Það er að vísu ekki farið að setja neina girðingu umhverfis kirkjuna, en brjefiitari hefir bara heyrt, að það eigi einhvern tíma að gerast og þá sje hætta á að það verði refagirðing. Ætli það verði ekki nógur tími til að fá áhyggjur af þessu þegar búið er að ákveða girð- ingarefnið. Ógurlegur spenningur MENN ERU ógurlega spentir, eins og Reykjavíkur æskan seg- ir, hvað verði úr Lækjargöt- unni, þegar búið verður að leggja hana- Flestir eru sam- mála um, að þarna eigi að koma breið og falleg gata og að tún- blettirnir hafi orðið að hverfa fyrir þeirri nauðsyn. Og nú er búið að umturna öllu. — „Húsið komið ofan í kjallara", eins og maðurinn sagði. sem kom heim til sín eft- ir að húsið hans var brunnið. En það er ekki umrótið. sem menn eiga að horfa á heldur götuna, þegar henni er lokið og dæma ckki fyrr. Tek ákvörðun síðar | ÆTLI það fari ekki fyrir fleir : um eins og kunningja mínum, ^ sem jeg spurði hvernig honum litist á Lækjargötuna nýju. | „Jeg veit það ekki ennþá. — ; Jeg er hálf hræddur. En jeg tek ekki ákvörðun í málinu fyr en götugerðinni er lokið og kanske ekki fyr en næsta vor, þegar jeg sje hvernig gengið verður frá blettastubbunum, sem eftir eru.“ MEÐAL ANNARA ORÐA .... | IMMI,l„MMI,„l„„„„„M„„l„„„l,MMMMI„l„„llll„„,l„„„„l„l„ll„,l,„l„l„„l„„„M„„„„M„M„„„„„„„,„t{ Mikil aðsókn að Ermarsundi ÖVENJU margir sundmenn hafa í sumar reynt að synda yf- ir Ermarsund. Sundfólkið kem- ur m. a. frá Bretlandi, Frakk- landi, Hollandi, Danmörku, Egyptalandi og Bandaríkjun- um. Við Giiz höfða Frakklands megin en þar leggja allir sem raunina þreyta af stað, hefir í sumar verið fult af sundfóiki, þjálfurum og öðrum sem áhuga hafa á sundi. Þarna er aðalumræðuefni ,,skilyrðin“ bæði veðurskilyrðin og sjóskilyrðin. Hvermg þau sjeu í dag, hvernig þau muni verða á morgun. Hvernig þau hafi verið s. 1. ár og hvernig þau muni verða næsta ár. Ef ,,skilyrðin“ eiu ekkj eins og þau eiga að vera, þá þýðir ekk- ert að reyna. • • KONUNGUR ERMARSUNDSINS EN EINN maður þarna er eins og ókrýndur konungur Ermar- sundsins. Það er E. H. Temme, nú 45 áia. Englendingur, sem er annar tveggja, sem synt hafa báðar leiðir yfir sundið. Hann hefir fasta stöðu sem baðvörð- ur í London, en þeir Englend- ingar sem ætla sjer að þreyta sundið sækja allir til hans um þjálfun, enda tekur hann það að sjer með glöðu geði. Nú í sumar hafði hann þjálfað tvo Engjendinga. Annar þeirra var unglingurinn Philip Mickman, sem fyrir skömmu tókst að vinna afrekið. Mickman er að- eins 18 ára og því yngstur Ermarsundsmanna. Það er mik- ið að gera þegar „skilyrðin“ eru góð, því að þá vilja allir fara í einu. En á milli sitja menn á gistihúsunum, æfa sig við ströndina og bíða og bíða. Sá fyrsti sem synti, yfir Erm arsundið var Webb kafteinn, 1875, en síðan hafa 28 unnið af- rekið þar af 11 konur. • • DÝRT GAMAN EN ÞAÐ er ekki nóg að vera góður sundmaður. Ymsar aðrar þrautir verður að leysa. Þá er það fyrst peningavandamálið. Það þýðir ekki fyrir neinn að reyna sundið nema hann hafi peninga, að minsta kosti 6000 krónur. Gistihúspláss með fæði kostar um 250 krónur á viku og stundum hefir það komið fyrir. að menn verða að bíða alt að því 18 vikur eftir „skil- yrðunum“. Sjóarinn sem á fylgdarbát heimtar 60 krónur á klst., enda verður hann að hafa með sjer tvo aðra sjóara. Auk þess vinna þjálfararnir ekki ókeypis. • • MIKILL OG NÆR INGARRÍKUR MATUR Á SJÁLFUM úrslitadeginum verður svo að kaupa nesti í .ferðina, því að sundið tekur stundum meir en 20 klst. og allan þann tíma getur sundmað urinn ekki verið matarlaus. Hæfilegt nesti þykir 12 hveiti brauð, 2 kg. af mjölvi, eitt pund af sykri, eitthvað af súkkulaðí og karamellum, þrír kjúkling- ar. sex pottar af soði, nokkrar flöskur af öðrum krafti, tvær stórar flöskur af vatni, nokkur pund af osti, 6 kg. af tómötum og 6 kg. af öðrum ávöxtum. Lanolín heitir feitin, sem er smurt um sundmennina, áð- ur en þeir leggja upp í ferðina. Hún er unnin úr sauðull Það þarf 6—7 kg. af henni og hún er mjög dýr. Þá þarf heil- an stafla af handklæðum. • • ÆFT SUNDFÓLK ALLIR sem tilraun gera eru allir áður þektir sundmenn. Hollensk stúlka, sem reynir í sumar hefir synt yfir Zuider Zee á níu klst. og er það góður áiangur. Önnur stúlka, dönsk hefir hvað eftir annað synt milli Danmerkur og Svíþjóðar á ýms um stöðum. • • AF ÓLÍKU SAUÐARHÚSI SUNDFÓLKIÐ er margskonar. Þar tír1 milljónamaef'ingúr (t.d. Helmy frá Egyptalandi), kvik- mvndastjarna. sláttari, bakari, frammistöðustúlka á veitinga- húsi, itannlæknir, skólastúlka, Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.