Morgunblaðið - 16.09.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.1949, Blaðsíða 14
'í# MORGUNBJLAÐIB Föstudagur 16. sept. 1949. r1... Framlialdssagan 91 mtf <11111 lllf mmin« iBiniiiiiiumiiiiiiiiiimiHf inmimnRni ' Kira Arqunova Eftir Ayn Rand fiafði flutt í herbergi dótturinn ar. Aður höfðu þau búið í her- Vjergi með tveim öðrum fjöl- skyldum í verkamannabústað, svo að þau voru skiptunum fegin. ,,Er Leo ekki heima?“ spurði María Petrovna. „Nei“, sagði Kira, „en jeg á von á honum rjett bráðum“. „Jeg er á leið í kvöldskól- ann“, sagði Galína Petrovna, „og mjer datt í hug að líta til þín í leiðinni....“ Hún hand ljek böggulinn vandraeðaleg á svip, brosti afsakandi og sagði með uppgerðar kæruleysi: „Jeg kom bara til að sýna þjer dá- Mtið .... og ef þú vilt .... þá var mjer að detta í hug, að þú gætir keypt það“. „Keypt?“ sagði Kira undr- andi. „Hvað er það, mamma?“ Galína Petrovna var búin að taka brjefið utan af bögglinum og hjelt nú í útrjettri hendinni á gamaldags kjól úr dýrindis kniplingum. Slóðin sópaðist eft ir gólfinu. Hún brosti hikandi og vandræðaleg. ,.Mamma!“ hrópaði Kira. — „Brúðarkjóllinn þinn?“ „Já, jeg skal segja þjer“, sagði Galína Petrovna og bar óðap á, „að jeg fjekk kaupið mitt í gær frá skólanum, og þeir. þeir höfðu dregið frá því framlag mitt til próletar- isku efnarannsóknarstofnunar- innar .... og jeg vissi ekki einu sinni að jeg væri meðlim- ur. Þessvegna hafði jeg ekki .... sjáðu til, pabbi þinn verð- ur að fá nýja skó, því að skó- smiðurinn neitaði að gera við gömlu skóna hans .... og jeg ætlaði að kaupa þá í þessum mánuði, en peningarnir «fóru allir til efnarannsóknarstofn- unarinnar. Þú gætir breytt kjólnum. Knipplingarnar eru nokkuð sterkar ennþá og jeg .... jeg hefi bara verið í hon- um einu sinni. Mjer datt í hug að þú gætir kannske notað hann, þegar þú ferð í veislur“; „Mamma“. Kira undraðist sjálf að rödd hennar skalf lítið eitt. „Þú veist ósköp vel, að ef ykkur vantar eitthvað, þá..“. „Já, jeg veit það, jeg veit það vel, barnið mitt“, sagði Galína Petrovna og hrukkurnar í and- liti hennar virtust alt í einu enn dýpri. „Þú hefir re.vnst okkur hjálpleg dóttir, en .... þú ert búin að gefa okkur svo mikið .... og mjer fanst jeg ekki geta beðið þig . . .. og þess vegna ætlaði.jeg.....En ef þú kærir þig ekki um kjólinn. þá auðyitað ....“. „Jú“, flýtti Kira sjer að segja. , Kjóllinn er mjög fal- legur. mamma, og jeg vil gjarn an kaupa hann“. „Jeg hefi ekkert að gera við hann“, tautaði Galína Petrovna, „og mjer er sama þó að jeg láti hann“. „Jeg þurfti einmítt að fá rnjer nýjan kvöldkjól“. sagði Kira. Hún tók upp peningaveskið. Það var troðfullt af nýjum seðlum. Kvöldið áður höfðu þau komið seint heim. Leo hafði verið nokkuð drukkinn. Hann hafði skjögrað til hennar, kysst hana. stungið hendinni í ] vasann og fyllt peningaveskið hennar. „Hjerna, fáðu þetta“, hafði hann sagt hlægjandi. „Við fáum meira seinna. Við gerð- um smá-viðskipti við fjelaga Syerov aftur. Hinn stórkostlega fjelaga Syerov! Kauptu þjer nú eitthvað fyrir peningana“. Hún tæmdi peningaveskið í lófa Galínu Petrovnu. ,.En barnið mitt“, andmælti Galína Petrovna. „Þetta er alt of mikið. Jeg get ekki tekið á móti þessu öllu. Hann er ekki svona mikils virði“. „Víst er hann þess virði .... allar þessar knipplingar! Við skulum ekki tala meira um það, mamma .... jeg þakka þjer kærlega fyrir“. Galína Petrovna stakk pen- ingunum í skyndi í handtösku sína, leit á Kiru og hristi höf- uðið. „Þakka þjer fyrir, barn. .. .“ Þegar hún var farin, fór Kira í brúðarkjólinn. Hann var síður og sniðið látlaust og gam aldags. Ermarnar voru þröng- ar og lágu fram á handarbakið og kraginn stóð upp í hálsinn. Hann var allur úr knipplingum en annars var ekkert skraut á honum. Hún stóð fyrir framan speg- ilinn, teinrjett og kastaði höfð- inu lítið eitt aftur á bak, svo að hárið nam við herðarnar. Hún sýndist hávaxin og alt of grönn og veikbygð í þessum fíngerðu knipplingum, sem fjellu um hana í mjúkum fell- ingum alveg frá hálsi og nið- ur á tær. Henni fanst hún vera eins og mannvera frá löngu liðn um tímum og augu hennar urðu dimm og skelfd. Hún fór úr kjólnum og fleygði honum inn í horn í klæðaskápnum. Svo tók hún bókina upp aft ur, en hana langaði ekki til að lesa meira. Bókin fjallaði um rauða verkamenn, sem voru að byggja flóðgátt, þrátt fyrir djöfullegar árásir hvítliða. Leo kom heim með Antoninu Pavlovnu. Hún var í loðkápu úr sæljóna-skinnum. Ilmvatns- anganin af henni blandaðist súr kálslyktinni frá Lavrovs-fólk- inu. „Hvar er stúlka?“ spurði Leo. „Hún varð að fara. Við bið- um eftir þjer, en þú kemur seint, Leo“. „Það gerir ekkert. Við borð- uðum kvöldverð á veitingahúsi Tonia og jeg. Ertu ennþá ákveð-. in í því að koma ekki með okk- ur. Kira, og vera við vígsluria?“ „Já, Leo. Jeg get því miður ekki. Það er fundur í fjelagi leiðsögumanna ferðamanna í kvöld .... og Leo, ertu viss um að þig langi sjálfan til að fara? Þetta er þriðji nætur- klúbburinn, sem er opnaður síðustu tvær vikurnar”. „Þetta er alveg sjerstakur klúbbur", sagði Antonina Páv- lovna- ..Þetta er alveg ný- tísku spilavíti, alveg eins og í útlöndum .... Monte Carlo“. „Leo“. „Ætlarðu að fara að spila fjárhættuspil aftur?“ Hann hló. „Já, því ekki það? Hvað ger- ir það til, þó að við töpum nokkrum hundruðum? — Það skiptir engu máli. Ekki satt, Tonia?“ „Antonina Pavlovna brosti og rak hökuna úr loðkragan- um. „Skiptir nákvæmlega engu máli. Við vorum rjett áðan að skilja við Koko, Kira Alex- androvna“. Hún lækkaði róm- inn og sagði í trúnaðartón. —■ „Það kemur ný sending frá Syerov ekki á morgun heldur hinn. Hann hefir sannarlega lag á því að koma viðskiptun- um í kiing. Aðdáun mín á hon- um er alveg takmarkalaus“. „Jeg fer snöggvast í kjólföt- in“, sagði Leo. „Jeg verð enga stund. Væri þjer sama þó að þú snerir þjer undan augna- blik. Tonia?“ „Auðvitað er mjer ekki sama,“ sagði Antonina Pavlovna og brosti smeðjulega. „En jeg lofa að kíkja ekki, þó að mig langi mikið til þess“. Hún stóð við gluggann og studdi handleggnum við öxl Kiru. . „Vesalings Koko“, sagði hún og stundi við. „Hann vinnur alt of mikið. Hann átti að faia á fund í kvöld. Það er fundur í fræðslufjelagi starfsmanna mið stöðvar matvörusölunnar. — Hann er vara-ritari. Hann verð- ur auðvitað að halda áfram þjóðfjelagslegum störfum, eins og þú veist“. Hún deplaði öðru auganu og bætti við: „Hann þarf að fara á svo marga fundi og þess háttar, að jeg mundi blátt áfram veslast upp af leið indum, ef Leo væri ekki svo góður að bjóða mjer út svona við og við“. Kira horfði á Leo í svörtu kjólfötunum. Úr augum henn- ar mátti lesa það sama, og þeg- ar hún hafði litið á sjálfa sig í speglinum í gamla kjólnum .... hann var líka eins og frá löngu liðnum tímum. Það var einkennilegt að sjá hann standa þarna við borðið, sem prímus- inn stóð á. Hann tók undir handlegg Antoninu Pavlovnu og þau fóru út. Þegar dyrnar út í for- stofuna höfðu lokast að baki þeim, heyrði Kira konu Lav- rovs segja: „Og svo segja þeir að einka- verslunarmenn græði ekki peninga!“ „Alræði öreiganna“, rumdi í Lavrov og hann spýtti á gólfið. Kira fór í gömlu kápuna sína. Hún ætlaði ekki að fara á útbyggingu í eyðilegum hallar- fund. Hún ætlaði að fara í litla garði. Hún hafði þrisvar orðið að draga komu sína á frest. Hún varð að fara núna. Það logaði i arninum í her- bergi Andreis. Það snarkaði viðkunnanlega í viðarbútum og þeir urðu rauðglóandi. Bjarm- inn af þeim fjell á gráa reyk- skýið. sem hvarf upp sótugan skorsteininn, á gullrósótt vegg fóðrið og á auglýsingarspjöldin. Eitt auglýsingarspjaldið hafði losnað frá veggnum í einu horn inu, og skugginn af því teygði sig yfir myndina af íauðri flug vjel. Undir horninu sá í stóra rifu í veggfóðrinu. Annar fót- urinn á Ledu stóð fram af arin- hillunni, svo að tærnar lituðust rósrauðar af eldinum. <n*jimit>ía&3Íii& HALLI HEIMSKI SAGA FRÁ KRÓATÍU 4. I —Æ, æ, æ, æ, veinaði móðir hans í öngum sínum. — Hvað hefði jeg átt að gera við smjörið, mamma, spurði Halli heimski. — Auðvitað hefðirðu átt að vefja það innan í pappír og setja það inn undir treyjuna þína og bera það þannig heim. Næsta dag fjekk Halli sex egg. Hann pakkaði þeim óll- um saman inn í pappír og setti þau svo með mörgum öðr- um hlutum í peysuna. Þegar hann kom heim úr þessari ferð voru eggin sex öll auðvitað brotin en peysan, skyrtan og buxurnar hans öll kámuð í eggjahvítu og rauðu og í þetta skipti fengu þau mæðginin enga eggjaköku. Bara að jeg gæti einhvernveginn losnað við þig. Að þú gætir fengið einhverrar stúlku og gifst henni, svo að ieg losnaði við þig. Þú ert þó orðinn nógu stór og gamall til £-ð gifta þig. —Jú, Halli sagðist ekkert hafa á móti því að fara að gifta sig. — Hvenær má jeg þá fara að gifta mig? — Ekki fyrr en þú ert orðinn dálítið gáfaðri en þú ert nú, sagði móðir hans, — eins og þú ert núna vill enginn stúlka líta við þjer. Skömmu síðar fór Halli til borgarinnar með körfu af vín- berjum og það kraftaverk skeði, að hann kom aftur heim með peningana. Hann hafði ekki skemmt eitt einasta vín- ber en selt þau fyrir gott verð á markaðstorginu. Þetta var vel gert af þjer, sagði móðir hans. — Þú ert þá ekki eins heimskur og maður hefði heldið. — Þá má jeg gifta mig, sagði Halli, er það ekki? — Gerðu svo vel, þú mátt það fyrir mjer, sagði móðir hans. — En hvaða stúlku á jeg að gifta mig, það er nú þraut- in þyngri. — Farðu út á veg og gáðu þar. Halli opnaði kofadyrnar og hörfði út eftir veginum. Fyrst sá hann engan en svo tók hann eftir að einhver vera kom gangandi í áttina til hans. Þegar hún kom nær, sá Halli, að þetta var Zigeuna stúlka. —Viltu giftast mjer? sagði Halli. — Já, það vil jeg gjarnan, sagði Zigeunastúlkan. Og þá tók Halli undir handlegg hennar og þau leiddust burt og Halli hefur aldrei síðan sjest í þessu byggðarlagi. En hvort hann hefur haldið áfram að vera jafn gáfaður og þegar hann fór með vínberin til borgarinnar, það veit ekki nokkur maður og þessvegna er sagan ekki lengri. S Ö G U L O K Tno^u^AA/nlícJ^Jydvll -— Hvað er eiginlega á seyði ? — Köttur! Maður mikillar ættar. — Hvað gerðist eftir að jjjer var fleygt út um bakdymar? — Jeg sagði útkastaranum. að jeg ætti til mjög góðia að telja. — Og hvað svo? — Hann bað mig afsökunah bauð mjer inn aftur og kastaði mjer út um aðaldyrnar. ________ ★ Aumingja Brown. Henry Brown kom nokkuð seint á dansleikinn, og varð fyrir því ó- happi að skrika fótur í tröppunum, ekki nóg með það, heldur rifnuðu bux ur hans á öðru hnjenu við fallið. -—- Komdu inn i búningsherbergi kvenna, Henry, sagði kona hans. Þar er engin hvort sem er, jeg ætla að næla þetta saman. Við nánari athugun kom í Ijós að gatið var of stórt til að hægt væri að næla það samari. Þjónustustúlkan náði því. í nál og enda og stóð við dyrnar til að varna því að nokkur kæmi inn, á meðan fór Brown úr huxunum og kona hans tók til að gera við þær. En þá var komið að dyrunum, og var þeim mikið niðri fyrir, sem kall- aði: Stúlka mín, við verðum að kom- rst inn, frú Jones er veik. Hleyptu okkur inn undir eins. — Þarna, sagði sú ráðsnjalla kona við Brown mann sinn, farðu inn í skonsuna þá arna á meðan. Hún opnaði og ýtti bónda sinum i gegnum dymar og lokaði í snatri. En á samri stundu heyrðist rödd Browns að handan, úr henni Varð les- in skelfing og örvænting, er hann bað konu sína að opna fyrir guðs skuld. Kona hans maldaði í móinn og sagði að frú Jones væri komin inn. — Og fjandinn hafi hana æmti í Brown, jeg er í danssalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.