Morgunblaðið - 16.09.1949, Page 2

Morgunblaðið - 16.09.1949, Page 2
1 MORGUNBLAÐIÐ Fösludagur 16. sept. 1949. ^ I 1 Flugumenn kom múnista í fjelags- skap ungra Framséknarmanna ♦ t • Omurlegustu fundirmr, sem Hermann mætti d BERNADOTTE greifi segir frá því í endurminningum sínum, að veturinn 1939—40, hafi hann farið til Bandaríkjanna í því fikyni. að afla Finnum hjálpar £ varnarstríði þeirra gegh hinni •tilefnislausu árás Rússa fyrri hluta vetrar 1939. Fíugumenn hjá Bernadotte Störf Bernadottes í Banda- ríkjunum gengu heldur erfið- lega. Þessvegna glaðnaði mjög yfir honum, þegar margir ungir rösklegir menn komu inn á skrifstofu hans einn daginn, og buðust til þess að verða sjálf- boðaliðar í Finnlandsstyrjöld- inni. Bernadotte leist vasklega á mennina og hugði gott til þegar þessir vígreifu æsku- menn kæmu hinum hrjáðu Finn nm til hjálpar. Því meir brá honum í brún «!aginn eftir, er hann sá mál- gagn kommúnista í NeV.' York. Þar var stór skammagrein um „frænda Svíakonungs“, sem dveidi í hinum friðsömu Banda TÍkjum við það óþverra starf, að egna unga menn til stríðs- þátfctöku á móti Sovjet-Rúss- landí. Eftir það heyrði Bernadotte ekki meira frá hinum gunn- reifu sjálfboðaliðum. ■— Þeir höfðu allir verið útsendir af kommúnistaklíkunni í New York, til að staðreyna, að Bernadotte skráði væntanlega sjálfboðaliða í Finnlandsstyrj- öldina. Menn þessir voru sem sje flugumenn. sendir til að ge> a Finnum illt, en áttu ekki að hjálpa þeim, svo sem þeir höfðu látið í veðri vaka. Flugumennirnir hjá „fína fólkinu“ Slík flugumennska er eitt af þeim vopnum er umboðsmenn hins alþjóðlega kommúnisma beita hvarvetna, þar sem þeir geta við komið. Hjer á landi mátti sjá þessa dæmi á s.l. vetri. Allir vita, að „Þjóðvarnar- hreyfingimni“ svo kölluðu yar komið af stað af kommúnist- iskum flugumönnum. Áhugi þeirra var sá einn, að vekja glundroða í andstöðufiokkum kommúnista, og reyna að egna ísiendinga til óvildar í garð hinna friðsömu vestrænu lýð- ræðisþjóða. Einstaka menn Ijetu flugumennina blekkja sig og voru þeir þó tiltölulega fáir. Jafnskjótt og ,.fína fólkið“, sem orðið hafði blekkingunum að bráð. sýndi af sjer eitthvert sjálfstæði og bjóst til að halda „hreyfingunni" áfram. — jafn vel bjóða fram til þings, eins og pað hafði lengi iátið drýg- inöaíega yfir, að það mundi gera, drógu kommúnistamir sig í hlje. Þá sáu fórnardýrin, að liðsaflinn var frá þeim far- inn og dró úr þeim allan kjark tii stórræða. Gleði Hermanns. Hiryggð hinna Annað. dæmi flugumensku kotr.múnista var það. þegar þeir buðu út hóp Úr liði sínu og ljeíu har./i ganga í Fjelag ungra Framsóknarmanna hjer í bæ. í fyrstu voru allir Framsóknar- broddarnir frá sjer numdir af fögnuði yfir hinum mörgu liðs- mönnum, er þeim þarna bætt- ust skyndilega. Þegar frá leið, fóru að renna á þá tvær grím- ur. Alla nema Hermann Jón- asson. Hann hjelt gleði sinni þrátt fyrir það, þótt hann sæi hvers eðlis liðsaukinn var. Hann taldi þessa kommúnistisku útsendara vera tákn þess samhugar, sem ríkti milli hans og forráða- manna kommúnistadeildarinn- ar hjer á landi. Hann skildi, að ætlunin var sú, að þessir menn væri notaðir til þes.s að torvelda borgaralega samvinnu og stuðla að því, að núverandi stjórnarsamstarfi væri slitið. Ailt var þetta sem talað út úr hjarta Hermanns Jónassonar. Ungkommúnistarnir unnu ó- trauðir þau verk, sem þeim höfðu verið falin, er þeir voru sendir í Framsóknarfjelagiðk— Þeir hömuðust á móti Atlants- hafssáttmálanum. gagnrýndu stjórnarsamvinnuna miskunar- laust og skömmuðu þá Eystein og Bjarna Ásgeirsson sundur og saman. Ætíaði að bola Jörundi burt Af öllu þessu varð Hermann svo ánægður, að hann vildi ólm ur efla slíkan fjelagsskap sem víðast um landið. Þess vegna fór hann sína frægu för á s.l. vori austur að Húsatóftum á Skeiðum. Sumir Framsóknarmenn segja, að ungu mönnunum aust ur þar hafi verið ætlað að bind- ast samtökum til styrktar fram- boði Hermanns Jónassonar í Árnessýslu. Fyrirætlunin hafi verið sú, að ryðja Jörundi úr vegi, og tryggja Hermanni þing sætið, því að aldrei færi kosn- ingarnar svo illa, að Framsókn kæmi ekki einum að í Árnes- sýslu, jafnvel þótt það væri sjálfur formaður flokksins. Undirtektirnar urðu töluvert já annan veg en Hermann hafði vonast eftir. Árnesingar og sjer staklega Skeiðamenn, eru eins og kunnugt er, hinir mestu hóf- semdarmenn, prúðir í dagfari, og óáleitnir við aðra að fyrra bragði. Slarksamkoman mesta Samkoma Hermanns vai’ð hinsvegar sú mesta drykkju- og slarksamkoma sem spurst hefur til þar í sveitum. Hinir ungu menn ávörpúðu Hermann miður hæversklega, sumir óðu að honum með steitta hnefana, en fáir eða engir lögðu eyra við því, sem hann sagði. Ýmsar tilgátur hafa kómið frarh um, hverju þessi ósköp sætti. Sumir sögðú, að þeir, er andvígir voru íramboði Her- mr.r.ns í Árnessýslu, hafi veitt vel í þeirri von, að það gerði unglingana harðari í andstöð- unni við hinn nýja frambjóð- anda. Áðrir töldu, að ekki væri við því að búast að óharðn- aðir unglingar fengi af sjer að horfa upp á , umbótamanninn“ Hermann, án þess að fá sjer óvenjulega hressingu áður. Enn aðrir hjeldu, að flugumennirn- ir, sem að vísu styðja Her- mann ótrauðir til óheillaverk- anna, hefðu ekki getað setið á strák sínum og hefðu haft með sjer helst til mikinn „glaðn- ing“ til að gera gys að Her- manni. Hjer skal engum getum að því leitt, hverjar ástæður voru til þess ófremdarástands, er ríkti á samkomu Hermanns. — Víst er, að enginn grunaði Her- mann sjálfan um að hafa kost- að veitingarnar. Er það í þessu tilfelli vissulega sagt honum til lofs. Huggar sig við aðstoð flugumannanna En eftir þenna fund, þótti Hermanni ekki álitlegt að leita frekar eftir framboði í Árnes- sýslu, enda ljet Jörundur hend- ur standa fram úr ermum og fekk framboði sínu slegið föstu af mikilli skyndingu. Sitthvað fleira sögulegt hef- ur borið við á þessum sam- komum Framsóknarmanna víðs vegar um land, þótt hjer sje ekki hermt. Ömurlegast mun þó hafa verið fyrir Hermann, að vera á þessum brennivínsfundi á Skeiðum og hlusta á brenni- vínsræðu Lúðvíks Kristjánsson- ar á Snæfellssnesi. En menn verða að leggja sitt- hvað á sig fyrir „gott“ málefni, og Hermann mun vissulega ekki telja eftir sjer, að taka þátt í slíkum fundum, ef þeir geta orðið til að auka mögu- leikana fyrir klofningsstarf- semi hans í flokknum. Honum er það eitt áhugamál, að hindra samstarf Framsókn- arflokksins við aðra borgara- lega flokka og þessvegna tekur hann því fegins hendi, ef kom- múnistar senda flugumenn í fje lagsskap Framsóknarmanna, svo að sundrungar og upplausn- aröflin verði þar sterkari en áður. Rafha í framleiff 500 ísskápa á árs I GÆR var biaðamönnum boðið að skoða nýja framleiðslu ís- skápa, sem framleiddir eru af Raftækjaverksmiðjunni h.f. í Hafnarfirði. ísskápar þessir eru af sömu gerð og framleiðsla Elektrolux í Svíþjóð, en við það fyrirtæki er Rafha bundið samningum um samskonar framleiðslu. Enginn mótor til framleiðslu frystimagnsins. ísskápurinn er að öllu leyti smíðaður í verksmiðjunni, nema að kælikerfið er innflutt frá Elektrolux verksmiðjunum 1 Svíþjóð. Kæliskápar þessir eru framleiddir með það fyrir aug- um að þeir komi að sem best- um notum fyrir almenning. Stærð þeirra er 85 lítrar, eða sem svarar ca. 3 cub.f. En sú stærð er almennt notuð í Sví- þjóð, og hefur reynst vel. Helstu kostir skápsins eru þeir að engin rafmagnsmótor er notaður til framleiðslu kæli- magnsins, heldur er rafelement sem framleiðir kuldann, en það hefir þann kost að enginn há- vaði fylgir framleiðslu hans. Tvær gcrðir skápa. Hefur verið unnið að undir- búningi framleiðslu ísskápa þessara um eins og hálfs árs skeið og er nú það langt komið, að nú er hægt að framleiða ca. 500 skápa á ári ef nægilegt efni er fyrir hendi. Gjaldeyrisþörf- in fyrir eínn skáp er ca. 500 kr. og er því gjaldeyrisþörf árs- famleiðslunnar ef miðað er við 500 skápa ca. 250.000 kr. á ári. Þessi ísskápaframleiðsla verk smiðjunnar mun fyrst um sinn einungis miðast við hina svo- kölluðu „fríttstandanna“ skápa en í framtíðinni mun verk- smiðjan taka upp framleiðslu skápa er ætlað er að falli inn í eldhúsinnrjettingar. Verð þessara skápa er 1800 krónur. En til gamans mætti benda á að útflutningsverð samsvar- andi skápa frá Englandi er ca. 47—48 sterlingspund. Pantanir fyrir fyrsta nóvember. Sú tilhögun verður við höfð við úthlutun ísskápanna, að auglýst verður í dagblöðum á þann hátt að lysthafendur geti klippt úr auglýsinguna og sent verksmiðjunni sem pöntun fyr- ir ísskáp. Raftækjaverksmiðjan h.f. tók fyrst til starfa síðari hluta árs- ins 1937, og var framleiðsla hennar þá einungis bundin við eldavjelar. Síðan hefir fram- leiðslan aukist og nú í ár er framleitt í verksmiðjunni auk eldavjela, þvottapottar, borð- hellur, hitaofnar og kæliskáp- ar og verið er að vinna að und- irbúningi framleiðslu spennu- Framh. á bls. 12. Staksteinar Utanríkismálin bera af Einn er sá flokkur máia, sem fólk í lýðræðisflokkun- ' um greinir yfirleitt ekki á um að hafi verið vel stjórn- að og viturlega þrátt fyrir stjórnmálaöngþveiti það, sem ríkt hefur í þessu landi um skeið og er afleiðing samstjórnarskipulagsins. —» ! Það eru utanríkismálin. —- | Undir forystu tveggja lsið-> | toga Sjálfstæðisflokksins þeirra Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar hafe lýðræðisflokkarnir á Alþingi unnið vel saman að fram- kvæmd þessara þýðingar- miklu mála. Er þessi sam- vinna lýðræðisflokkanna um. utanríkismálin, sem að vísu hefði mátt vera betri, mjög ánægjuleg og vottur þess að stjórnmálaflokkarnir geta staðið’saman um hin örlaga- ríkustu mál. Hafa íslending ar þannig haft svipaðan hátt á og aðrar vestrænar lýð- ræðisþjóðir, þar sem borg- aralegir flokkar hafa staðið sameinaðir um utanríkis- stefnu þjóða sinna. ,j Samferðamenn kommúnista Þrátt fyrir þessa nánu samvinnu lýðræðisflokkanna i um þessi mál hefur þú kommúnistum, sem reka er- I indi hinnar rússnasku of- beldisklíku á íslandi, tekist : að vjela nokkrar ístöðulitl • ' ar sálir yfir á hin rússncsku snæri. Einn af þingmönnum ' Framsóknarflokksins, Páll nokkur Zóphóníass., greiddi þannig atkvæði gegn vai n- arbandalagi lýðræðisþjóð- anna, þ.e. þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu svo- kallaða. Þótti bænd'um £ Norður-Múlasýslu það ein- kennileg afstaða og munu hafa hug á að koma Páli £ j skilning um að þeir hafi lít- inn áhuga fyrir samfylgd ; hans við kommúnista í slik : um málum. Tveir af þingmönnum Al- þýðuflokksins, sem Vilmund ur og jafnvel fleiri þurfa at> horfa á í sjónauka, til þess 1 að koma auga á hann, j greiddu einnig atkvæði meo kommúnistum í þessu máli. Er óþarfi að nefna nöfn þeirra svo frægir eru þeir orðnir að endemum. Loks sátu tveir þingmenn ; Framsóknarflokksins, þeir ’ Hermann Jónasson og Skúli j Guðmundsson hjá við at- kvæðagreiðsluna um þetta stærsta utanríkismál, serr komið hefur til kasta A1 þingis. Aum flokksforusta Því verður ekkineitað ac það er aum flokksforusta sem situr hjá við atkvæcia greiðslu um slík stórmál, þar sem hin lýðræðissinn- * uðu öfl þjóðarinnar haf£ : sameinast gegn svartnættí hins kommúnistiska ofbeldis og skrílmenningar. En þa£ Frh. á bls. 12 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.