Morgunblaðið - 28.09.1949, Síða 16

Morgunblaðið - 28.09.1949, Síða 16
VEÐURÚTLIT — FAXAFLÓI: S-Vr cða V-kaldi, skúrir FRÁ norrænu garðyrkjusýn- ingunni. — Sjá grein á bls. 5. íosem 221. t!)l. — Miðvikudagur 28. september 1949* Sjálfstæðisfjelögin hefja kosningasókn með iegum fundi í gærkve 700 manns á fundinum FUNDIJR Sjálfstæðisfjelaganna í gærkvöldi í Sjálfstæðis- búsinu við Austurvöll var fjölmennur og hinn ánægjulegasti «em vænta mátti. Húsið var troðfullt fram að dyrum. Þar voru um 700 manns. Ragnar Lárusson var fundarstjóri. Hann lýsti því yfir í Jundarbyrjun, að með þessum fundi væri hafin kosninga- Larátta Sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavík. Ræðumenn voru aðeins þrír á þessum fundi, en hann stóð yfir til kl. 11. Stefnuskráin. ' Fyrstur talaði Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins og talaði í rúma klst., en fund- armenn hlýddu á hina fjörlegu og þróttmiklu ræðu' hans með óskiptri athygli. Hann lýsti afskiptum and- stöðuflokkanna þriggja til þjóð- rnálanna almennt og hvernig það leiddi til fullkomins ófarn- aðar, ef eigi yrði í verulegum atriðum breytt til um stefnu. Hann undirstrikaði þau meg- inatriði í stefnuskrá Sjálfstæð- isflokksins, er koma fram í ávarpi flokksins til þjóðarinn- ar, sem birtast á öðrum stað í blaðinu í dag. Að atvinnurekst- urinn geti komist af styrkja- laus, höftin verði afnumin og fólkið geti fengið aukið at- hafnafrelsi. m Auður lands vors er mikill sagði hann, en til þess að hag- nýta sjer hann, þarf framtak og manndóm, en nú er högum þannig háttað í landinu, að þeir sem hafa vilja og dug til þess að hagnýta sjer náttúrugæði landsins, þurfa fyrst að leita leyfa til allskonar nefnda og ráða. Slík stefna horfir til niður- dreps. Við erum á rangri leið. Við óskum eftir fylgi við stefnu okkar svo við með sterk um átökum getum bjargað þjóðinni út úr ógöngunum. Fundarmenn tóku undir mál Ólafs Thors með dynjandi lófa taki, enda auðheyrt og fundið á allri framkomu þeirra að þessi 700 karla og kvenna, scm þarna voru saman komin, eru einhuga í því, að vinna af alúð og dugnaði að sigri Sjálfstæðis flokksins í höfuðstaðnum. Kristín Sigurðardóttir. Næst tók til máls frú Kristín L. Sigurðardóttir. í upphafi máls síns kvaðst hún hafa orðið þess- vör, að ýmsir flokksmenn hefðu lítinn kunnleik á störfum hennar í fjelagsmálum og stjórnmála- lífi bæjarins. Hún kvaðst að vísu fyrst og fremst vera húsmóðir á alþýðu- heimili, en hefði þó á síðari ár um haft tækifæri til að starfa í ýmsum fjelögum og nefndum er hún gerði grein fyrir. Síðan lýst bún því m.a. hvers vegna húsmæður bæjarins ósk uðu eftir þvi, að^ fá fulltrúa á þing. Það væri ekki vegna þess að þær byggjust við að fá mikil áhrif í stjórnmálum landsins. En hlutverk þess fulltrúa, sem húsmæðurnar ættu á þingi væri m.a. að minna á ýms þau á- huga- og nauðsynjamál heim- ilanna, sem oft vilja gleymast þegar karlmenn einir ráða ráð um sínum. Síðan lýsti hún afstöðu sinni til áhugamála kvenna, hvatti flokksmenn, konur og karla, til að standa einhuga og sam- stillt í kosningabaráttunni, og kvaðst vona það fastlega, fyrir hönd kvenna, að Sjálfstæðis- flokkurinn ynni glæsilegan sig ur við þessar kosningar, því að sigur Sjálfstæðisflokksins væri sigur frelsis og mann- rjettinda. Fundarmönnum geðjabist einkar vel að ræðu frú Krist- ínar, er flutti mál sitt með al- vöru og festu og er ekki að efa, að þær konur, sem þarna voru og hafa hingað til haft af henni lítil kynni hafa sannfærst um, að kvenþjóðin fái góðan fulltrúa á þingi þar sem hún er. Úr ófarnaði haftanna. Næstur tó ktil máls Bjarni Benediktsson utanríkismálaráð- herra. Hann minntist þess, að liðin væru nál. 16 ár síðan Sjálf stæðisflokkurinn kaus hann í bæjarstjórn. Á þessum 16 ár- um hafi flokkurinn sýnt hon- um mikið traust og trúnað, en andstæðingarnir skammað hann meir en nokkurn annan. Hann þakkaði traustið og sagði, að skammirnar hefðu orðið sjer til uppörvunar, enda hefði hann hlotið þær fyrir það eitt að fylgja fram stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Hann benti á hve nauðsynlegt það er Sjálfstæðisflokknum, ekki síst nú, þar sem mikil verk efni væru fyrir höndum að hver einstakur flokksmaður ynni af alhug fyrir flokk sinn og ljeti ekki neinn misskilning eða per- sónukrit hafa áhrif á sig. Þó ýmislegt mætti að núverandi ríkisstjórn finna. Eitt hefði hún þó sannað, að sú kenning er röng, er kommúnistar hjeldu fram, að ekki væri hægt að stjórna landinu án þeirra, en kommúnistar hefðu þvert á móti sannað, að það væri ekki hægt að stjórna landinu með þeim. Síðan lýsti hann haftafargan- inu og verðbólgunni, sem sam- verkandi orsökum að vaxandi erfiðleikum. Hver ófarnaður af því stafar, þegar tilkostnaður vex umfram burðarmagn at- vinnuveganna uppbætur greidd ar til þess að halda framleiðsl- unni gangandi, en fje tekið með sköttum, er síþyngja efnahag og atvinnu landsmanna. Margt fleira sagði ráðherrann varð- ndi fjármál og atvinnulíf þjóð- arinnar, sem eru daglegir við- burðir en urðu þó fundarmönn- um ljósari í eðli sínu eftir skýr- ingar ræðumanns. Hann bar að endingu fram þá hvöt til flokks manna yngri og eldri, kvenna og karla að nota tímann vel i haust til þess að gera íslensku þjóðinni það skiljanlegt, að frelsi hennar og velferð er kom in undir úrslitum kosninganna í haust. Fundarmenn Ijetu í ljósi ánægju sína yfir ræðu utan- ríkismálaráðherrans með dynj- andi lófaklappi. Fyrirlesfur um byggingarlisf í DAG lýkur málverkasýningu Harðar Ágústssonar í sýningar skála listamanna. Hafa milli 1200 og 1300 gestir komið á sýninguna. I fyrrakvöld hjelt listmálar- inn fyrirlestur og var hann vel sóttur. Fyrirlesturinn fjallaði um nútíma málaralist. I kvöld, er sýningunni lýk- ur, ætlar Hörður Ágústsson að flytja síðairi fyrirlestur sinn. Hann fjallar um byggingarlist. Mun fyrirlesarinn miða við íslenska staðhætti í máli sínu. Í¥@ir pílfar sem valdir voru fVEIR piltar, sem valdir voru að stórhættulegum dynamit- prengingum hjer i bænum, hafa verið dæmdir í aukarjetti 'eykjavíkur. — Hlaut annar piltanna þriggja mánaða varð- hald, en hinn tveggja mánaða. Samband náttúru- lækningafjelap sfofnað í SUMAR hefur stjórn Náttúru- lækningafjelags íslands, unnið að stofnun sambands náttúru- lækningafjelaga á landinu, en þau eru nú sex að tölu og á næstunni munu fleiri bætast við. | Á framhaldsfundi Náttúru- lækningafjelagsins, er haldinn verður í kvöld, verður þetta mál tekið til umræðu. Fjelög- unum úti á landi verður síðar gefinn kostur á að ræða málið og senda fulltrúa á væntanlegt stofnþing. Dómur í máli piltanna tveggja og þeim er voru í vit- „r«i m„« öðrum Þeirra, var Afbeitdbia SkÖmfflf- kveðinn upp í gærmorgun. I » Sprengingin við Alþingishúsið Fólk rekur vafalaust minni til þess enn, að síðastliðið gaml árskvöld, varð ægileg spreng- ing við Alþingishúsið. Umferð- arskilti, á horninu við Templ- arasund og Kirkjustræti, tætt-^ ist í sundur við sprenginguna, j en sprengiefninu hafði verið komið fyrir í rörpípu þeirri, sem merkið sjálft er skrúfað á. I Kona er var á gangi við Al- þingishúsið, rjett um leið og sprengingin varð, fjekk járn- flís úr umferðarskiltinu í bak- I ið og slasaðist. — Þá varð bill, er ekið var fram hjá umferðar merkinu um leið og það sprakk, , fyrir nokkrum skemmdum. Dómurinn yfir piltinum Pilturinn, sem valdur var að þessari sprengingu, er 17 ára j gamall. — Hann hafði sett 2 dynþmit-tubur í rörið og 1 kveikti svo í. Fyrir þennan I verknað, var hann dæmdur í þriggja mánaða varðhald, skil-; orðsbundið. — Auk þess var' honum gert að greiða í skaða- ^ bætur til konunnar er slasað- ist og bíleigandans, kr. 4,955 ( alls. Loks ber honum að greiða allan málskostnað fyrir auka- rjetti. Tveir piltar er voru í vitorði með honum við sprenginguna, j hlutu áminningu í aukarjetti. Tvær sprengingar við Austurvöll , Að kvöldi 30. mars síðastl., daginn, sem kommúnistar rjeð ust með grjótkasti á Alþingis- húsið, urðu tvær sprengingar við Austurvöll, hver annari meiri. Síðari sprengingin varð á svölum Sjálfstæðishússins, en þangað hafði sprengjunni verið kastað. — Við þá gífur- legu sprengingu, brotnuðu nokkrar rúður í Sjálfstæðis- húsinu- Við rannsókn kom í ljós, að í báðum tilfellum var um dynamitsprengjur að ræða. Að sprengingunum báðum var 16 ára piltur valdur. í aukarjetti var þessi ungl- ingur dæmdur í tveggja mán- aða varðhald, skilorðbundið, og honum gert að greiða kostn- að sakarinnar fyrir aukarjetti. Slæmt að lenda í kasti við vespur. LONDON — Nýlega varð maður ■einn í Yorkshire fyrir því slysi að vespur rjeðust á hann, stungu þær hann svo illa, að hann missti meðvitund. Fannst hann skömmu seinna og var fluttur á sjúkra- hús. unarseðla befst í dan ÚTHLUTUN skömmtunarseðra fyrir næsta skömmtunartíma- bil hefst í dag, miðvikudag, í Góðtemplarahúsinu, uppi og heldur áfram á mcrgun, fimmtu daginn 29. og föstudaginn 30. þ. m., kl. 10 f. h. til 5 síðd. dag- lega. — Mjólkurskömmtunar- seðlum verður úthlutað um leið. Skömmtunarseðlarnir verða aðeins afhentir gegn stofnum af núgildandi seðlum, greinilega á- rituðum. Athygli skal vakin á bví, að allir vefnaðarvörureitir frá þessu ári gilda áfram til ára- móta, sömuleiðis allir skó og sokkamiðar, en aukaskammtar af sykri (skammtar 8—11) falla úr gildi nú um mánaða- mótin. Fólk er áminnt um, að geyma skammtana 12—17 ef ske kynni að þeim yrði gefið gildi síðar. íæplega 100 þús. tn. m saliaðar FRJETTARITARI Mbl. á Siglu firði símaði í fyrrakvöld, að söltun Norðurlandssíldarinnar næmi rúmlega 86,000 tunnum. Þar af hafa verið saltaðar á Siglufirði rúmlega 50,000 tn. Fiskifjelagið skýrði blaðinu frá því í gær, að söltunin við Faxaflóa næmi nú rösklega 10,000 tunnum. — Mest hefur verið saltað í Sandgerði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.