Morgunblaðið - 09.10.1949, Page 8

Morgunblaðið - 09.10.1949, Page 8
8 MORtiUNBLAfílfí Sunnudagur 9. október 1949 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 71 aura mað Lca&éB. j§| Sannleikunnn um sæluríkið I ÞVÍ tölublaði af Lesbók Morgunblaðsins, sem fylgdi blað- inu í gær, birtist kafli úr ritinu „Sannleikufinn um sæluríki verkalýðsins“ (Die Wahrheit iiber das Arbeiter-Paradies). Upphaf þessa rits birtist í því tölublaði Lesbókar, sem út ’kom um fyrri helgi. Frásögn sú, sem þarna er birt, um kjör verkalýðsins í lönd- unum fyrir austan Járntjald, og einkum í sjálfum Sovjetríkj- unum er, eins og þýðingin ber með sjer, byggð á opinber- um óyggjandi heimildum. Svo frásögnin verður ekki vje- íengd. En það er siður kommúnista, í hvert sinn sem eitt- hvað er birt, sem er í ósamræmi við gyllifrásagnir þeirra sjálfra, af kjörum alþýðunnar þar eystra, að segja, að þar sje um missagnir eða illkvitni að ræða. Mótbárur, sem ekki hafa við rök að styðjast, verða þeim haldlausar. Vitneskjan um ófremdarástandið þar eystra, eykst með hverri viku sem líður. Þegar þessi frásögn var samin, hafði t. d. hinn vestræni heimur ekki svipað því eins glöggar fregnir af þrælahaldinu þar eystra, eins og nú eru kunnar. Þeir menn, sem berjast hjer fyrir kommúnisma, vita sem er, að þar sem kommúnisminn fær yfirhönd, þar eru kjör verkalýðsins eins og hjer er lýst. Þar eru fjelög verkalýðs- ins gerð að verkfærum í höndum harðstjóranna, og geta þar engu um þokað, til að bæta kjör manna. Hinum vinnandi stjettum er talin trú um, fyrst í stað, að þar sem ríkið eigi öll fyrirtæki, og alt sem hönd á festir, þá sje verkafólkið meðeigendur að öllu saman. Þá skifti það ekki máli, hvernig kaupkjör eru, og annað því um líkt. Þetta er fyrsta skrefið til þess að gera hið ófrjálsa fólk að ríkisþrælum. Menn ráða engu um vinnustaði sína, engu um kaup og kjör, engu um það, hvaða verk þeir eru látnir vinna, engu um aðbúð sína. En gerist einhver svo ósvífinn, eða svo óvaíkár, að ympra á óánægju í fyrirmyndarsælu- ríkinu, þá er óðara kominn einhver spæjari stjórnarvald- anna, eða einhver stjórnarfulltrúinn, sem kippir hinum óá- nægða „úr umferð“ svo hann verði ekki til þess að útbreiða þær hugsanir eða skoðanir, sem eru þjóðhættulegir í komm- únistaríkinu, þar sem allir eiga að vera ánægðir með sitt, hversu hraksmánarlega, sem -með þá er farið. Hugsandi menn, sem unna frelsi, unna mannrjettindum, og manngildi, en hafa látið glepjast um stund af fagurgala kommúnista, og blekkingum, hugleiða hvernig umhorfs er austan Járntjalds, þar sem kommúnistarnir eru einráðir. Hugleiða hvernig hugsjónir einræðisflokksins breytast frá því tali, sem hjer er viðhaft og í þá framkvæmd, sem komm- únistar knýja fram þar sem þeir hafa náð völdum. Þessi fræðsla er að vísu komin skemra á veg pieðal ís- lenskra alþýðu, en annarstaðar í lýðfrjálsum löndum. En þetta vinnst, þegar menn hafa tíma til að kynna sjer mál- in. Og þá hjaðna áhrif hinnar íslensku flokksdeildar komm- únistaflokksins, eins og áhrif annara flokksdeilda fara mink- andi með öðrum frjálsum þjóðum. Þeir sem enn hafa ekki fengið augun opin fyrir því, hvern- ig þjóðirnar austan Járntjalds eru sviftar frelsi og mann- rjettindum, hafa kannski ekki getað fengið sig til þess að trúa því enn, að slíkt ástand, sem þar er, geti átt sjer stað meðal hvítra manna. En þeir ættu að taka eftir því. hve kommúnistum er blátt áfram illa við, að nokkuð frjettist þaðan að austan. Hversvegna? Skýringin á því er augljós. Hún er sú, að þeir vita sem er. að eftir því sem vestrænar þjóðir hafa af þeim gleggri fregnir, eftir því hrynur fylgið örar af þessum einræðis- og ofbeldis mönnum og fimtu herdeildir þeirra í hinum vest- rænu löndum verða áhrifalausar. Það er gömul saga, sem altaf verður ný að sannlei'kur- inn er ákaílega erfiður andstæðingur. Kommúnistar hafa valið sjer það hlutskifti, að berjast gegn honum, berja hann. niður, eins lengi og þess er nokkur kostur. Úrslit þeirrar baráttu eru viss. Þeir bíða ósigur, jafnt hjer sem annar- staðar, þar sem skoðanafrelsi fær að.ríkja. iar: UR uerjl óhripa DAGLEGA LÍFINU Skygnst bak við járntjald KVJKMYNDIN í Nýja Bíó. — Járntjaldið, er umræðuefni manna þessa dagana. Þeir, sem sjá bana fá að skygnast bak við ,,járntjaldið“ alræmda og kvnn ast starfsaðferðum kommúnist anna og íimmtu herdeildar- aðgerðum þeirra. Það duga engir svardagar til að segja að þetta sje allt lýgi og tilbúningur, eða Grýla gamla endurvakin. Hvert orð í kvik- myndinni er satt og rjett skýrt frá raunverulegum atburðum. / • Nasistarnir veittu trúna ..MAÐUR hefði ekki trúað þessu fyrir nokkrum árum“, sagði kona, sem hafði sjeð kvik myndina um njósnirnar í Kan- ada. „En eftir að hafa fengið óyggjandi rök fyrir frtmkomu nasista, bá veit maður, að eng- in takmörk eru fyrir skepnu- skap einræðisins". Það má segja, að þegar upp komst um nasistana ög starfs- aðferðir þeirra. hafi þeir opnað augr, manns íyrir hryllingi lög regluríkisins. ® Söguþræðinum vel fylgt í KVIKMYNDINNI um rúss- neska skrifstofumanninn Igor Gouzenko, konu hans, Svetli- ana Borisovna, og drenginn þeirra, Andrei, sem kusu held- ur að setja sig í lífshættu en snúa aftur til ,,sælunnar“ í Rússland'i, er atburðunum fylgt óvenjulega vel í kvikmynd að vera. Er^in tilraun er gerð til að ýkja á ein veg eða annan. — Sumu er jafnvel sleppt, sem síst er til sóma fyrir Rússana. o Sannleiktirinn sagna bestur SANNLEIKURINN er líka sagna bestur í þessu sem öðru. Þau Gouzenko-hjónin eru ein af þeim fáu lánsömu, sem sleppa undan okinu. Þau eru ung og eiga framtíðina fyrir sjer og það, sem þeim þykir mest um vert, sonur þeirra verður alinn upp sem frjáls maður. Igor Gauzenko og fjölskylda hans búa einhversstaðar í Kan ada. Dvalarstað þeirra er haldið leyndum, því án efa myndu flugumenn reyna að vinna á þeim hjónum og börn- um þeirra, ef þeir kæmust að, hvar þau eru niðurkomin. • Saga Gouzenkos. SAGA Gouzenkos er sögð í öll- um aðalatriðunum í kvikmynd inni. Hann er ungur maður, fæddur 1919. Hann var liðsfor- ingi í Rauða hernum og fjelagi í Æskulýðsfylkingunni. 1943 var hann sendur til Ottawa höf uðborgar Kanada og hafði hann verið æfður í þýðingu dulmáls. Það hafði tekið langan tíma og miklar rannsóknir, áður en á- kveðið væri að hann fengi stöð- una. ® Vonbrigðin. GOUZENKO kom til Kanada 1943 og kona hans skömmu síð- ar. Hann furðaði sig á hve fólk ið var frjálst í Kanada. Það gat talað saman um það sem því sýndist, skammað ríkisstjórn- ina, ef svo bar við. Blöðin skrif uðu um alla heima og geima. í verslunum var mikið af vör- um, sem hver og einn gat keypt. Það var ekki nóg með, að þetta væri alt annað, en hann hafði átt að venjast heima í Rússlandi, heldur var þetta alt öðru vísi en honum hafði ver- ið kennt sem ungling. Þá hafði honum verið sagt að í auðvalds löndunum væru verkamenn þrælar og alþýðan liði skort. ® Sárnaði landráðin. EITT AF því, sem Gouzenko hafði verið kennt í Rsslandi var að fólkið í auðvaldslöndunum hataði Rússa og vildi gera þeim alt til miska. En nú sá Gcuz- enko með eigin augum, að í Kanada var safnað fjármunum, fatnaði og matvælum handa Rússum, sem áttu í erfiðleikum í styrjöldinni við Þjóðverja. Kanadiskir menn lögðu lífið í sölurnar til þess að færa rúss- nesku þjóðinni þessar gjafir. En þrátt fyrir þessi vinahót og meðan á þeim stóð voru Rúss ar að njósna um Kanadamenn og höfðu til þess í þjónustu sinni kanadiska menn. — Gouz enko sárnaði þetta mjög, því að hann vissi hver tilgangurinn var. Landar hans voru að und- irbúa nýja heimsstyrjöld á með an þeir töluðu um frið. • Ekki áróðursmynd. KVIKMYNDIN „Járntjaldið“ er ekki gerð sem áróðursmynd. — Hún er söguleg staðreynd og spennandi frá upphafi til enda. Jafnt þeir, sem telja sig í flokki með kommúnistum sem hinir þurfa að sjá þessa mynd, þótt ekki væri fyrir annað, en að þar eru sýndir viðburðir, sem gerðust fyrir aðeins þrem- ur árum og vöktu þá heimsat- hygli og höfðu mikil áhrif á gang ýmsra heimsmála. J||IIIIIIIIIIIMIIMIIMIMIIIIM;illlM<1IMMIIIIM'’llllllllllll»IMIIIIIIIII»ll I lllllllllllllll III llTTtltrrllill 1111111111111111111111111111111III llllll MiiMiiiliillllllllllllllllllllli MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . iwÉ Málsvari" smáþjóðanna og deilan við Júgóslava rr STJÓRNARVÖLDIN í Júgó- slavíu virðast nú hafa búið sig rækilega undir næstu umferð í viðureigninni við Rússa, hinn sjálfskipaða ,,málsvara“ smá- þjóðanna. Sjálfur Tito mar- skálkur er tekinn við taumun- um í utanríkisráðuneytinu í Belgrad, en þeir Edward Kar- delj, utanríkisráðherra, og Mol ovan Djilas, yfirmaður júgó- slavnesku áróðursdeildarinnar, eru komnir til Bandaríkjanna, sem leiðtogar sendinefndar Júgóslavíu á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Áreiðan- legar heimildir herma, að sendi nefndin hafi heimild til að taka ákvörðun í öllum mikilsverð- um málum, sem kunna að stinga upp höfðinu. • • HVAÐ NÆST? í BELGRAD velta menn því að sjálfsögðu mjög fyrir sjer, hvað Rússar muni næst taka til bragðs í herferð sinni gegn Júgóslövum. í ágúst síðastliðnum, þegar Rússar afhentu Júgóslövum eina af hvassyrtustu hótana- orðsendingum sínum, óttuðust ýmsir, að rússnesku stjórnar- völdin kynnu að grípa til þess ráðs að senda her inn í Júgó- slavíu. Lítill vafi er á því, að Titostjórnin leit lengi vel al- varlegum augum á fregnirnar, sem hermdu frá óvenjulegum ’herflutningum í Rúmeníu og Ungverjalandi. En í dag ér svo komið, að ýmsir háittsettir , Júgóslavar hallast helst að því I að líta á þessar fregnir sem | einn lið í taugastríði Komin- form á hendur Tito og stjórn hans. • • REIKNINGSSKEKKJA NU er talið víst að minsta kosti að fregnirnar um óvenju marg ar rússneskar herdeildir við júgóslavnesku landamærin hafi verið ýktar. Þó neitar því eng- inn, að haustæfingar rússneska j hersins í Ungverjalandi og Rúmeníu (hinum „frjálsu og sjálfstæðu alþýðulýðveldum“) hafi í ár verið óvenju umfangs miklar. Einu verður og slegið föstu í deilu Titos og Kominform- klíkunnar: Stalin og fylgifiskar hans hafa alvarlega misreiknað sig, er þeir ákváðu styrkleika Titostjórnarinnar, með þeim afleiðingum, að Kremlstjórnin horfist nú í augu við vandamál, sem hún á í vandræðum með að leysa. Stalin og fylgifiskar hans lýstu Tito sekan glæpa- mann og skipuðu honum ,í út- legð — og „útlaginn“ neitar að fallast á dómsniðurstöðuna og fer hvergi. • • HEIMSFRIÐURINN STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR í Belgrad. fara á hinn bóginn ekki í launkofa með það. að vart verði komist hjá úrslita- orustu í átökum Titos og Stal- ins. Stalin hefur meðal annars sett viðskiptabann á Júgóslav- íu, með þeim árangri, að deilan er orðin alvarlegt alþjóða- vandamál, sem vel getur stefnt friðnum í heiminum í hættu. Hjer er því ekki um „einka- mál“ Stalins og Titos að ræða, enda þótt Rússar vilji svo vera láta og Júgóslavar hafi fyrir sitt leyti tjáð sig því samþykka. Hjer er vandamál á ferðinni, sem haft getur geysivíðtæk á- hrif og sem þegar hefur vakið umtal og átök á alheimsmæli- kvarða. • • VERÐUR EKKI VIÐ SNÚIÐ HVAÐ Rússum einum viðvík- ur, hafa þeir begar gengið svo langt í þessu máli, að þeir geta engan veginn snúið aftur. Þeir geta ekki tekið Tito í sátt og játað „reikningsskekkju“ sína, án þess að viðurkenna um leið opinberlega alvarlega veilu á hinu kommúnistiska ofbeldis- kerfi í Austur-Evrópu; og þeir geta ekki kúgað Tito til hlýðni, nema með því að herða enn á árásunum á Júgóslava og ota leppríkjunum fram til*’ jafnvel hættulegri ofbeldisverka en þau hafa verið notuð til til þessa. o • RÚSSAR IIAFA TAPAÐ EN hvað .sem Rússar gera næst og hver seha úrslitin verða í þessari deilu, er það fullvíst, a3 Stalin á þessa dagana enga Frh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.