Morgunblaðið - 20.10.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.1949, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimtudagur 20. okt. 1949. Útg.: H.í. Árvakur, Rej'kjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) í’rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. ■ Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl?’ Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utaniands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með l.esho* Útvarpsræða Ólafs Thors HIN RÖKFASTA og ítarlega ræða sem formaður Sjálf- stæðisflokksins, Ólafur Thors, flutti í útvarpið á þriðjudags- kvöld er prentuð hjer í blaðinu í dag. Menn ættu að lesa þesas ræðu enda þótt þeir hafi hlust- að á hana til þess að festa sjer efni hennar betur í minni. Ræðumaður hóf mál sitt með því að benda á, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir jafnan leitast við að sameina ólík öfl til að vinna að hagsmunamálum þjóðarinnax, og í því starfi ávalt sett þjóðarhagsmuni ofar flokkshagsmunum sinum. En til þess að halda þeim friði, sem nauðsynlegur hefir verið fyrir þjóðina, svo vandamál hennar yrðu leyst, hefir Sjálfstæðisflokkurinn orðið að víkja frá stéfnu sinni í ýms- um dægurmálum. Er nú augljóst, sagði ræðumaður, að margt af því, s§m mest hefir farið aflaga í þjóðfjelaginu, stafar af því, að stefnu Sjálfstæðisflokksins hefir gætt minna en skyldi. Ólafur Th^rs tók það rjettilega fram, að hann hafi oft þurft að fara mildum höndum um andstæðingana, í því skyni, að kaupa þann frið í stjórnmálunum, sem þjóðinni hefir verið nauðsynlegur. En hann sagði: Úr því á annað borð að ófriður er hafinn, þá mun jeg gera andstæðingum Sjálfstæðisflokksins rjett skil. Enda kunna Sjálfstæðismenn því best, að barist sje til sigurs, úr því baráttan er hafin. í ræðu flokksformannsins fengu andstæðingaflokkarnir sannarlega það sem þeir áttu skilið og hafa unnið til. Einna versta útreið fjekk Framsóknarflokkurinn, enda verða menn að viðurkenna, að framkoma hans á undan- förnum árum, hefir verið með þeim endemum, að eins- dæmi eru. Ræðumaður benti á, að hjá Framsókn er ekki bjargráð að finna. Þegar mönnum verður litið í áttina til Fram- sóknar, mætir auganu ekki annað, en lágkúruleg sveit manna, er svikið hefir öll sín loforð og fyrirheit, en sjálfir standa þessir menn nú sundraðir, og virðast ekki hafa önn- ur áhugamál en þau, að lafa við völd, og bítast um það innbyrðis hverjir eigi helst rjett á að tylla sjer í valda- stóla. Ádeila Ólafs Thors á kommúnistana var hörð og mark- viss .Hann sýndi fram á hvernig kommúnistar svíkja jafnt íramfarir nýsköpunarinnar, sem verkalýðinn, þegar þeir keppa að því, að skapa örbyrgð með það fyrir augum, að reyna að hrifsa til sín völdin, í því önþveiti, sem örbirgðin skapar. Völd sín hugsa þeir sjer að nota, þó þau standi ekki nema skamma stund, til þess að afhenda Sovjetríkjunum ísland, og íslenska þjóð, eins og flokksbræður þeirra hafa gert annarstaðar, þar sem þeir hafa komist til valda. En þar eð þessi áform kommúnistanna eru að verða alþjóð kunn, þurkast kommúnistar út hjer, fyrr en síðar, eins og þeir hafa horfið af þingi Norðmanna. Ádeila Ólafs Thors á Aþlýðuflokkinn var hörð, en sann- gjörn. Hann sýndi fram á óheilindi Alþýðuflokksmanna í gengismálinu. Þar sem Alþýðuflokkurinn gengur nú fram fyrir kjósendur og lofar þeim, að gengi ísl. krónunnar skuli aldrei falla, enda þótt þeir sjeu sjálfir nýbúnþ- að „flagga í hálfa stöng“ í þessu máli, með því að fella gengið um 20% með sterlingspundinu. Að endingu gerði Ólafur Thors grein fyrir stefnumálum Sjálfstæðisflokksins eftir því, sem takmarkaður ræðutími hans leyfði. Lagði hann megináherslu á að atvinnurekst- ur landsmanna geti staðist styrkjalaust í meðalárferði og sýndi fram á, að til þess þjóðinni geti vegnað vel og hún geti notið til fulls þeirra gæða, sem landkostir bjóða henni, þarf hún að búa við frjálst atvinnulíf. Sýndi hann fram á, að eina ráðið til þess, -að það geti tekist er, að kjósendur þann 23. október feli Sjálfstæðís- flokknum ábyrgðina og völdin í landinu. *ar: [Jchverji óhripa ÚR DAGLEGA LÍFINU „Sumarauki“ ÞEGAR bregður til góðviðris, að haustlagi svo að sumarveðri líkist, segja enskumælandi bjóðir, að það sje „Indian :ummer“. — Við gætum kallað díkt veðurfar sumarauka, því bað er einskonar uppbót nátt, írunnar, eða augageta. En hvað, sem slíkir dagar og veðurfar er nefnt, þá er það vel begið af öllum. Menn gleyma ’igningardögunum löngu og mörgu og lífið verður allt bjartara. Bara þetta veður haldist fram yfir kosningar, segja djórnmálamennirnir og satt it það, að mjög mundi það auð /elda alþingiskosningarnar, ef /eður yrði sæmilega gott á kosn 'ngadaginn. • Öfugmæli NÚ er farið að hitna svo í kosn ingabaráttunni, að mönnum er varlegt að trúa öllu, sem þeim ir sagt, því bæði er það, að logið er vísvitandi til að veiða nokkur atkvæði, en svo getur líka verið, að menn hagræði sanrleikanum í ógáti og kosn- ingaæsing. En hvað um það. Kjósendur geta þó allt af varað sig á hrein um öfugmælum og auðsæjum. Eins og tildæmis þegar frú Egilson hallar sjer upp að brjósti Stalins, én segist um leið elska landið sitt. — Það er ekki hægt að gera hvorttveggja ......•■■■■■■■■■■............ nema vera i aJlra systra fje- lagsskap frú Sigríðar og Aðal- bjargar. Hitt kalia jeg ekki ágreining, Frá formanni Fjárhagsráðs FORMAÐUR Fjárhagsráðs hef ur skrifað eftirfarandi línur í tilefni af sljetturekuskap Tíma biaðsins í mál, sem við vorum að ræðast við um hjer í dálk- unum. Formaðurinn segir á þessa leið: Kæri Víkverji! Jf g ætlaði varla að trúa mín- um eigin augum þegar mjer vsr sagt að Tíminn hefði heiðr að okkur með því að -birta — og það í ramma og á forsíðu — kafla úr því, sem jeg skrif- aði þjer nýlepa um góð og greið viðskipti Reykjavíkurbæjar og Fjárshagsráðs. Ástæðan til brjefs míns var sú, að mjer fannst hafa fallið nokýur skuggi á þau af um- mælum þínum. en nú þakka jeg þjer íyrir birtinguna, og þá ætti allt að vera gott. , Hitt kalla jeg ekki ágreining. þó að bæjarstjórnarmeirihlut- inn, sem fuilur er áhuga og kapps um að bæta úr hverri þörf, og svo Fjárhagsráð, sem hefur það óvinsæla verk að út- hluta af allt of litlu, greini stundum á- Og þú skilur, að mjer er meira en lítið áhuga- mál að hafa liðsveislu þína og Mbl. að færa allt þetta til betri vegar. Af gömlum vana, sem jeg kannast ofur vel við frá fyrri tímum og fyrri Tím- um„eru ummæli mín færð nokk uð úr lagi með úrfellingum, t. d. því að jeg óskaði Sjálfstæð- isflokknum frægs sigurs. En það er bót í máli, að flokkur- in þarf ekki á því að halda — enda vafasöm bót að því að fá slíka ósk bergmálaða úr þeirri átt. Hitt er gott að Tíminn ber þau boð til þeirra, sem hann lesa helst, að jeg vænti kapps með forsjá af mínum flokki og er mjög vandlátur um allt hans far- Því að hvaðan ætti jeg annars góðs og alls góðs að vænta? Lokaspjall Tímans er eftirtekarvert. Hann prentar fvrst orð mín um það, að jeg telji meiri hagfræði að vænta hjá leiðtogunum og fræoingunum en hjá „mannin- um á götunni“. En bætir svo við í sömu andrá eigin útlegg- ingu á þá leið, að jeg muni treysta • eins vel skilningi „mannsins á götunni“ eins og ykkur við Morgnublaðið. Stephan G orti einu sinni: Það er grátlegt gáfnastig að grána í prentverkinu og hafa aldrei áttað sig á öllu stafrófinu. Og jeg verð að segja, að það er hart. að Tíminn með alla sína miklu æfingu skuli ekki kunna betur en þetta sína fræg ustu list. Magnús Jónsson. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Þar sneiða menn m ekfei lenpr h]á garSi. Eftir frjettaritara Reutert. MADRID — Nú stendur fyrir dyrum heimsókn Francos til Lissabon. Á þessa heimsókn er litið, sem stórt skref á þeirri leið, er Spánn virðist nú stika stórum, í áttina til eðlilegra samskipta við önnur ríki. Við höfum þegar sjeð glögg dæmi þessarar framvindu þar, sem eru heimsóknir ameríska aðmírálsins Conolly og Ab- dullah konungs Transjórdaníu, til Francos hershöfðingja. Og sannast að segja er „Spánar- vandamál.ið“ ekki á dagskrá hjá S.Þ. nú, og er það í fyrsta skipti, sem svo er ekki, síðan Allsherjarþingið kom saman í öndverðu. • • FYRSTA OPINBERA HEIMSÓKN FRANCOS BÚIST er við Franco til Portu- gal um 22. október í opinbera heimsókn. Verður hún til end- urgjalds heimsókn Carmona forseta, í Portugal, sem hann fór til Madrid fyrir 20 árum, 1929. Þetta verður fyrsta opinbera heimsóknin, sem Franco fer til erlendrar höfuðborgar, og er talið, að hún styrki „Pyrenea- bandalagið“, er Spánn og Portu gal gerðu með sjer 1942. Var til þess stofnað til gagnkvæmr- ar verndar á hinum háskasam- legu stríðsárum. Hinn 1. okt. s.l. hjelt Franco hershöfðingi hátíðlegt 13 ára afmæli Burgos-yfirlýsingarinn ar — 1936, lýsti hann sig leið- toga ríkisins, forsætjsráðherra og æðsta mann alls herafla landsins. Líklega mun Don Al- berto Martin Artajo, hinn ungi utanríkisráðherra hans, slást í förina til Lissabon, svo og Don Jose Ibanez Martin, mennta- málaráðherra. • • FÓR SEINAST UTAN 1941 GERT er ráð fyrir, að Franco hershöfðingi, verði gerður heið ursdoktor Coimbra háskólans, þar sem forsætisráðherra Portu gals, Salazar, var einu sinni prófessor í hagfræði. Franco fór seinast af spænskri grund í febrúar 1941, er hann heimsótti Musso- lini í Bordiahera í grend við landamæri Italíu og Frakk- lands. Hlutverk hans þá var að neita ísmeygilegum tilraunum forinoians til að koma Spáni í stríðið við hlið ásveldanna. Líklega hefur Franco aldrei hitt Carmona forseta, enda þótt hann tæki þátt í hátíðahöld- unum vegna heimsóknar hans til Alfonso XIII í Madrid 1929, en þá var Franco yngsti hers- höfðingi Spánar. En hann hitti portugalska forsætisráð- herann, dr. Salazar, þegar hann kom í skyndiheimsókn til Se- ville í febrúar 1942 til að ræða sameiginleg vandamál þjóð- anna, er stöfuðu af stríðinu. • • ..BLOQUE IBERICO“, PYRENEA- bandalagið eða sáttmálinn, en Spánverjar kalla það „Bloque Iberico11, sem sam einar 35.000.000 manna á 600,- 000 ferkm. svæði, var stofnað í Lissabon í desember 1942, að viðstöddum Jordana greifa, ut anríkisráðherra Spánar, og dr. Salazar. Með bandalaginu var staðfestur vináttu- og griða- sáttmálinn, er þjóðirnar undir- rituðu í mars 1939, rjett áður en spænsku borgarastýrjöldinni lauk. NÁIN SKIPTI ÞJÓÐANNA NÁIN verslunarviðskipti eru milli þjóðanna, enda þótt þau geti ekki talist umfangmikil vegna þess, hve útflutningsvör ur þeirra eru áþekkar. Spánn kaupir þó húðir og viðarolíur frá nýlendum Portugala. Portu gal kaupir iðnaðarvörur og vielar, svo sem eimreiðir frá Spáni. Báðar þjóðirnar hafa náin skipti um landvarnamál. Til að mynda var ráðgast við Spán í sambandi við töku Azoreyja ’mdir flug- og flotastöðvar handa bandamönnum í sein- ustu st.yr.iöld. Portugalar báru mál sín aftur undir Spánverja aður en þeir gengu í Atlants- hafsbandalagið, en Spáni var fyrirmunað að gerast aðili að þvi. • • ÍJR MIKLUM VANDA MESTA háskastund Pyrenea- bandalagsins var í desember 1940, begar Canaris aðmiráll, yfirmaður þýsku upplýsinga- þjónustunnar, sótti Franco heim og bar honum þær óskir Hitlers að þýskum liðsveitum við P.yr- enafjöll væri leyft að fara yfir Snán og loka Njörvasundi, svo að bandamönnum væri þannig bæ»t frá Miðjarðarhafinu. Franco hershöfðingi forðað- ist að blanda sier í styrjöldina þá, og hættan fór hjá. íslendingar verða að þurka út áhrif kommúnistanna eins og Norðmenn — og losa fólkið við óttann af hryðjuverkum og ofbeldi kommúnismans. KJÓSIÐ D-LISTANN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.