Morgunblaðið - 20.10.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.10.1949, Blaðsíða 9
Fimtudagur 20. okt. 1949. MORGZJNDLAÐIÐ 9 Sjálfsíæðisflokkurimi sameinar þjóðina Síðasta áratuginn höfum við Sjálfstæðismenn öðrum flokk- um fremur leitast við að sam- eina óskyld öfl, til sameigin- legra átaka, til framdráttar vel- ferðarmálum þjóðarinnar. Á öndverðu ári 1939 vnru mál þjóðarinnar komin í mikið ó- efni, eftir 5 ára stjórna,'forustu Framsóknarflokksins, ýmist í samstarfi við eða með hlut- leysi Alþýðuflokksins. Skattar höfðu þá farið ört hækkandi og fjárlög ríkisins höfðu á 10 ár- um hækkað úr 7 og upp í 20 milljónir króna, en skuldir Is- lendinga við útlönd hækkuðu úr 40 upp í 120 milljónir. Hins- vegar hafði andvirði útflutn- ingsvöru landsmanna lækkað á 10 árum úr 84 og niður í 52 milljónir, en fátækraframfær- íð hækkað vir 2 og upp í 5 milljónir. Flestir framleiðend- ur við sjó og í sveit riðuðu á barmi gjaldþrota, sveitar- og bæjarsjóðir voru þurausnir og sjálfur ríkissjóðurinn var fjár- vana og lánstraustið þrotið. Framundan blasti svo við síðasti áfanginn í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Þannig var ástatt, þegar and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins snjeru sjer til hans og báðu um samstarf. Það heyrðust þá raddir, sem sögðu: Látum þessa menn verða undir rústum sinna eigin ipisgerða. Þeir hafa til þess unnið. Sjálfstæðisflokkur- inn var hinsvegar köllun sinni trúr. Honum var Ijóst, að skyld an bauð að setja hagsmuni þjóð arinnar ofar flokkshagsmun- um. Hann skildi, að meiru varð- aði að bjarga þjóðinni en fella andstæðing. Hann tók því út- rjettri hendi andstæðineanna og samstarfið hófst, eftir langa baráttu og harða. Jeg ætla ekki að lýsa ávöxt- um þess samstarfs. en það er ekki ofmælt. þótt sagt sje, að þátttaka Sjálfstæðisflokksins í stjórn landsins á árunum 1939 •—1942 leiddi til mikillar bless- unar fyrir íslensku þjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki með sanni sakaður um, að þeirri samvinnu var slitið. Hitt er á vitund alþjóðar, að fyrir forystu Sjálfstæðismanna tókst enn á ný, haustið 1944, að sam- eina ólíkgt stefnur og óskyld öfl, og nú hófst tímabil hinna miklu framfara og fram- kvæmda, sem enn atendur yfir. Sjálfstæðisflokkurinn svndi það einnig við stjórnarmyndunina 1947, að hann var engu síður fús til að styðja íríkisstjórn, þótt hann hefði ekki sjálfur forystuna, sem honum þó bar sem stærsta flokknum. Og einn allra stjórnarflokkanna hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið drengilega með stjórninni, heill og óskiptur. Þannig hefur Sjáifstæðis- flokkurinn sýnt það í verki, svo sem frekast verður á kosið, að hann hefir alltaf sett það öllu öðru ofar að vinna þjóð sinni, enda má vet viðurkenna, að annað hefði verið vansæmandi. Felið Sjálfstæðisflok Jeg harma það, að sama skuli ekki verða með sanni sagt um aðra flokka, en svo er því mið- ur ekki. Reikningsskil Jeg harma það. hversu rheilt samstarfið hefur verið síðustu árin. En við okkur Sjá'fstæðis-r menn er ekki um að sakast. Við höfum óskað samstarfs og gegnt skvldum okkar og störfum af heilum hu.g Skal jeg nú, úr því enginn kostur er friðar og samstarfs, sýna fram á jafnt heilindi hinna flokkanna, sem það, er á milli ber. Má þá eng- an undra, úr því orustari er hafin, þótt jeg sýni andstæðing- unum ekki sömu vægð og jeg oft að undanförnu hefi leitast við að gera, í því skyni að kaupa þjóðinni þann frið á sviði stjórn málanna. sem hún hefur þarfn- ast og við Sjálfstæðismenn höf- um unnið að. Enda kunnum við Sjálfstæðismenn því best að barist sje til sigurs úr því bar- ist er. Skal jeg þó ekki deila fastar á menn eða flokka en með þarf til að skýra málin, því enda þótt Sjálfstæðisflokk- urinn sje nú langþreyttur af svonefndu samstarfi og ljóst orðið, að þess er ekki lengur ikostur, ef vel á að stýra mál- efnum þjóðarinnar, er þó best, | að menn komi sem minnst særð ir úr hildarleik kosninganna. Saga Framsóknar Jeg ætla litla tilraun að gera til þess að rekja sögu Fvamsókn arflokksins. Hún er líka hvorki falleg nje skemmtileg. Það er sannarlega engin fegurðarglíma sem Framsóknarmenn glíma við aðra, og eru þó brögðin, er þeir beita hvern annan Ijótust. Læt jeg útrætt um það, enda alþjóð löngu kunnugt orðið. Jeg renni huganum snöggv- ast rúm 5 ár aftur í trmann. Við sátum þá, 12 umboðsmenn allra þingflokkanna, á ráð- stefnu, til þess að reyna að koma á fjögurra flokka stjórn í landinu og afmá með *því smánarblettinn af Alþingi, sem í 20 mánuði hafði svikið þá frumskvldu að mynda þing- ræðisstjórn. Ekkert virtist bera á milli. Allt í einu færðr Fram- sóknarflokkurinn sig þó inn í kuðunginn. Þeir töldu sig hafa komist á snoðir um, að Al- þýðuflokkurinn myndi aldrei samrekkja við kommúnista. Nú kom tækifæri Framsókn- ar. Þeir vildu. halda sem veik- astri stjórn á allra viðsjárverð- ustu tímum. Tilgangurinn var :sá að auka á glundroðann og I segja síðan við þjóðina: Meðan við vorurri stærsti flokkúr þings , ins, gekk allt sæmiléga En þeg I ar Sjálfstæðismenn urðu stærsti . flokkurinn, þá gekk allt úr 1böndunum. Ræða Clafs Thors fcrmanns SjálfsfæSis- flokksins vfð úfYarpsumræðurnar Ólafur Thors. Ruku af þingi En þegar svo Framsóknar- flokkurinn vaknaði upp við þann vonda draum, að lægni Sjálfstæðisflokksins hafði enst jtil þess að mynda þingræðis- stjórn, urðu Framsóknarmenn iblátt áfram óviðurkvarða. Þeir misstu gersamlega jafnvægið. Þeir ruku af þingi, hentust um allt landið í því eina skyni að ófrægja þá stjórn, sem ekki var byrjuð að starfa, og ekkert hafði þá til saka unnið annað en það að lofa að framkvæma þá stefnuskrá, sem Framsókn- arflokkurinn hafði átt þátt í að semja og talið afbragðs góða. Nú hjetu það fjárglæfrar sem áður var nefnt bjargráð Nú var það glæpur að kaupa nýju tækin til landsins, án þess fyrst að lækka kaupið, enda þótt eng- ' inn maður gæti sagt um það, j haustið 1944 hvaða kaupi hin nýju tæki gætu risið undir, þeg ar þau kæmu í ganginn á ár- unum 1947, 1948 og 1949. Urðu sjjr til minkunar Einna svæsnastar urðu þó árásirnar, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn beitti sjer fyrir kaupum á 32 nýjum togurum. Þeir Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson sögðu þá, að skipin væru keypt tvöföldu verði, auk þess sem fásinna væri að festa kaupin áður en búið væri að lækka kaupið. Jeg get þess hjer, til fróðleiks og | gamans, að eftir að Framsókn- 1 arflokkurinn komst í st jórn, voru líka keyptir togarar. Þeir voru að vísu aðeins 10, og koma því miður rrokkuð seint. Fram- sóknarflokkurinn miklast nú af þessu afreki Samt eru skipin ekki ódýrari heldur en okkar skip. Nei, bau eru 30% dýrari. Og kaupið er ekki lægra held- ur en þegar okkar skip voru keypt. Nei, það er 30% hærra. Oa loks er munurinn sá, að okkar skip voru keypt fyrir fie, sem þjóðin átti, en þessi skip á að greiða, með lánsfje. Tíminn sagði satt Þerar Framsóknarflokkurinn var kominn í tilhugalífið við ráðherrastólana. tók Tíminn allt í einu upp á því að segia satt, aldrei þessu vant Hinn 27 jan. 1947 komst hann þannig áð orði: ..Framsóknarflokkurjnn er sjer þess líka fullkomlega jneð- vitandi að sú skylda hvílir bvn<rra á honum en öðrum flokkum, vegna fvrri þaráttu hans og loforða. að ber.iast fyr- ir heilbrigðu fjármálalífi. Þess- >ri skyldu mun hann ekki bregðast fyrir nein stundar- fríðindi“. Þetta er alveg rjett mælt. 'Vuðvitáð hvíldi þung skyldá á Framsóknarflokknum til að lag •færa það. sern mijur hafði far- ið og hann hafði harðast ráðist á og mest fordæmt. Þess vegnu fögnuðu líka margir komu Framsóknarnianna í ráðherra- stólana. Kannske var jeg sjálf- ur einn af þeim. Því enda þótt mín stjórn hefði fyrst og fremst helgað sig nýsköpuninni, þá líkaði mjer þó ekki að dýrtíðin hafði vaxið um a. m. k. 20—25 stig í tíð þeirrar stjórnar, og ber þá að athuga, að árið 1946 var aðeins varið 16 millj. kr. úr ríkissjóði til aS halda niðri vísitölunni. En auk þess lang- aði mig til að sjá bjargráð Framsóknarmanna í fram- kvæmd. Jeg hafði svo oft sjeð þau í ræðu og riti. Framsókn liæðir Framsókn nú rann upp hin lang- þráða stund — hinn 4. febrúar 1947. Framsóknarmenn settust þá r ráðherrastólana. Bjargráð- in biðu á næsta leiti. Við bið- um með óþolinmæði eftir biarg ráðunum. En biðin varð löng. Eitt ár, — tvö ár, —- tvö og hálft ár, — þá komu þau loks- ins. Ráðherrar Framsóknar- flokksins skrifuðu í sumar forsætisráðherranum 'brjef, og lögðu fram bjargráðin. Þeir kröfðust þess, að ríkisstjórnin samþykkti þau. Þeir kröfðust þess, að að því loknu vrði Al- þingi kallað saman til að sam- þykkja þau. Og loksins kröfðust þeir, ef ríkisstjórnin vildi ekki fallast á þessar kröfur, þá segði hún af sjer. Þerr fengu svör. Stjórnin fjellst ekki á þessi bjargráð. Stjórnin neitaði að kalla saman þing. Og stjórnin neitaði loksins að segja af sjer. Og það báðulegasta fyrir Fram- sóknarflokkinn var, að ráðherr ar Framsóknarflokksins, þeir tóku líka þátt í þessari þrjósku gegn Framsóknarmönnum. Þeir neituðu líka að segja af sjer. Hænan og ungarnir Þrð munuð nú heyra þessi bjargráð hjer í umræðunum. Hið helsta þeirra var að gera skömmtunarseðlana að inn- flutningsleyfum. Ennþá hefir engum tekist að benda á ó- brigðulli leið til þess að koma á hinu grómtækasta svarta- markaðsbraski hjer á landi. Annars er gildi þessa aðalheil- ræðis Framsóknarflokksins best lýst með því að segja frá því, að Samband ísl. samvinnu- fjelaga hefir með brjefi til ríkis stjórnarinnar krafist þess, að skömmtunin verði afnumin, — þ. e. a. s., að skömmtunarseðl- arnir verði felldir úr .gildi. Þetta segir sjálf hænan, S.Í.S.. Svo eru ungarnir úti um 'allt land að gagga, að ef þessir seðlar verði ekki gerðir að eilífðar- braskvöru, þa sje ekki með nokkru móti hægt að starfa með Sjálfstæðisflokknum og Albýðuflokknum. Hafa menn heyrt önnur eins endemi? Svona er nú um haldreipi Framsóknarflokksrns varðandi bjargráðin. Hvað mun þá um bláþræðina. Enda er fljótsagt, að öll voru þessi bjargráð gaml- |ir synduselir, sem 8 mánaða 1 Frh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.