Morgunblaðið - 20.10.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.10.1949, Blaðsíða 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Fimtudagur 20. okt. 1949. ÚTVARPSRÆÐA ÓLAFS THORS Framh. aí bls. 9. | öðru fremur veldur, hversu illa þing var búið að fjalla um, og hefur tekist. Annars vegar eru ýmist forsmá eða fella, og átti kommúnistarnir, sem alaá öllu nú að kveðjast saman um há- illu. Hins vegar hafa óheilindi sláttinn, til þess að fara að Framsóknarflokksins lamað fikta við að nýju. Jeg endurtek — hafa menn heyrt önnur eins endemi? mátt ríkisstjórnarinnar. Bjargi'áðin miklu Líklega ekki. Þó eru þau á næstu grösum. Það sjá menn, þegar athuguð eru loforð Fram sóknarflokksins um að lagfaera það, sern þeir mest höfðu gagn- rýnt. En hvað var það þá, sem Framsóknarmenn gagnrýndu j ? mest? Voru það ekki hin miklu útgjöld ríkissjóðs, hinir háu skattar og hin vaxandi verð- bólga í landinu? Jeg viðurkenni, að á síðara valdaári okkar voru ríkisút- gjöldin komin upp í 170 mjllj. kr. Það er geigvænleg fjár- fúlga, því neita jeg ekki. En nú komu líka bjargráðin. Nú fór Framsóknarflokksins að njóta við. Og útgjöld ríkissjóðs breyttust. Það játa jeg. En þau duttu ekki ofan í 100 milljónir, eins og við hafði verið búist. Nei, þau hækkuðu um 85 millj- á fyrsta valdaári Framsóknar- flokksins, og nú í ár munu þau sennilega komast á fjórða husidrað millj. króna. Teg veit, að Framsóknarflokkurinn mun segja ykkur, að þetta sje vegna laga frá tíð fyrrverandi stjórn- ar. Sumt er vegna þessara laga. En hafa ekki Framsóknar- menn um allt land verið að hæla sjer af einmitt þessum sömu lögum? Svo sem t. d. lög- unum um landnám og nýbyggð- ir. Jeg viðurkenni líka að mín ríkisstjórn hafi lagt á nýja skatta, sjálfsagt svo tugum milljóna skiptir. En nú • kom bjargráðin, að ljetta af þjóð- inni þessum drápsklyfjum. Hvemig hefur það tekist? Skött um og tollum var afljett. Veit þjóðin það ekki? Nei, — engu var afljett. En það var bætt á smápinglum, og þeir pinklar voru nokkuð þungir. í tíð Framsóknarflokksins hafa nefni lega verið lagðir á nýir tollar og skattar, sem nema 85—-100 millj. króna á ári. Það var nú það bjargráðið. Hvað þá um verðbólguna? Víst mun Framsókn vitrust þar, svo mikið sem hún hefir ráðist á mig út af vaxandi verðbólgu. En hver er reyndin? Vísitalan hefur að vísu ekki vaxið um meira en 14 stig. En það segir minnst. Hitt er aðalatriðið, að nú eru greiddar úr ríkissjóði 40 millj. króna meir en árið 1946, til þess að kaupa niður þessa tölu. Verðbólgan hefir þess vegna vaxið um 60—70 stig, hið minnsta síðan töfra- lækninga Framsóknar fór að njóta við. Jeg segi nú í þriðja og síð- asta sinn: Hafa menn heyrt önn þcirra. ur eins endemi? j Þegar núverandi stjórn sett- Jeg ætla ekki að kenna Fram ist að völdum og gerðardóms- sóknarflokknum einum hvern ; ákvæðið var lögfest, sagði höf- til hefir tekist. Jeg segi bara við uðblað Framsóknarmanna um þá: Ykkur var nær að láta það ákvæði þetta: minna. Nú vita þessir he'rar, ,,I þessu sambandi þarf að að hægara er um að vanda en benda mÖnnum á, hve algjör í að komast. stefnubreyting hefur orðið í ic landbúnaðarmálum við það, að Annars er það tvennt, sem Framsóknarmenn eru á ný orðn Aumasti leikurinn Það er vandalítið verk að rekja áfram vesaldóm Fram- sóknarflokksins. Einna aumast- ur er leikurir.n í landbúnaðar- málunum. Þar skreyta þeir sig með því að hafa fengið Bún- aðarráð Pjeturs Magnússonar lagt niður, en í þess stað feng- ið einum embættismanni í Reykjavík alræðisvald vfir verð lagsmálum bænda. Um allt land hafa frambjóðendur Fram- sóknarflokksins miklast af þessu afreki Aðspurðir að því, hvort þeir dirfist að halda því fram, að 25 bændur, útnefnd- ir af Pjetri Magnússyni, manni, sem skildi og þjónaði hagsmun um bænda betur en nokkur ann ar, myndu gei ast böðlar bænda, er þeir akvæðu verðlag á fram- leiðsluvöru þeirra, svara Fram sóknarmenn því einu til, að Pjetur Magnússon hafi verið mikill heiðursmaður, en hans njóti nú ekki lengur við, og enginn geti fullyrt, að slíkir heiðursmenn veljist í stöðu land búnaðarráðherra til langframa. O-já, en kannske væri mönn- um hollt að lesa lýsingar Fram- sóknarmanna af Pjetri Magnús- syni, ágætasta bændavin sinnar samtíðar, meðan hans naut við. Þá sjá menn. hvað er að marka orð Framsóknarmanna um menn og málefni. Hitt er svo mergur málsins, að enginn for- sætisráðherrá fær öðrum land- búnaðarmálin í hendur en ein- mitt þeim manni, er skilur hagsmuni bænda og er þeim velviljaður. í því liggur trygg- ingin fyrir því, að búnaðarráðs- hugmynd Pjeturs Magnússonar var óbrigðult bjargráð þessa vitra manns og góða bænda- vinar bændum til handa. Og ekkert lýsir betur ofstæki Fram sóknarflokksins, ekkert sýnir betur, að Framsóknarflokkur- inn vill lifa á bændum, en ekki fyrir bændur, en krafa flokks- ins um að Búnaðarráðslögin skyldu afnumin, og allt vald yfir verðlagsmálum bænda feng ið einum embættismanni í Reykjavík í hendur, eingöngu vegna þess, að andstæðingar Framsóknarflokksins höfðu lög fest þau. Framsókn spyr Framsókn svarar Nú spyrja Framsókr.armenn að vísu kvort við viljum af- nema gerðardómsákvæðin? Vi.i , spyrjum Framsóknar- menn r.ftur: Er nokkur ástæða til bessa? Og við skulum heyra svör ir þátttakendur í stjórn lands- ins“. j Og ennfremur: j „Samtök bænda fá fram- kvæmd afurðasölumálanna. al- veg í sinar hendur“. Ja, þá hafa menn hevrt svar Tímans og Framsóknarflokks- ins. Skýrara verður ekki á kveðið. Er þetta kannske tómt raup, spyrja menn, eða eru það bara venjulegar blekkingar? Ef ekki, ætti engu að þurfa að breyta, bændanna vegna, úr því eins og Framsókn sagði: „Sam- tök bænda fá framkvæmd af- urðasölumálanna alveg í sínar hendur“ Sannleikurinn er þó hinn sami og fyrrum, að í þessu sem öðru er orðum Tímans varlega treystandi. Það sanna nýjar samþykktir Stjcttarsambands bænda. Þeir lýsa þessi ummæli Framsóknarflokksins og Tím- ans ósannindi og skrum, og heimta gerbreytingar. Þær kröf ur verður að athuga gaumgæfi- lega, í því skyni að fá bænd- um sem mest völd sinna mála, hvort sem Framsóknarflokkn- um og Tímanum líkar það bet- ur eða verr. Sjálfstæðisflokkurinn og bændur Framsóknarflokkurinn hefir ekkert til sparað að ófrægja Sjálfstæðisflokkinn í augum bænda. En það hefir fengið lít- inn hljómgrunn. Enda enginn flokkur unnið bændum betur nje meir en Sjálfstæðisflokkur- inn. Nægir þar að minna á lög- in um landnám og nýbyggðir, er sett voru undir forystu Sjálf- stæðisflokksins árið 1946, hin sterku hvatningarorð forystu- manna Sjálfstæðisflokksins á árunum 1944—1946 til bænda, um að þeir skyldu hagnýta sjer alla þá möguleika, sem nýsköp- unin byði upp á, einmitt í sama mund, sem Framsóknarflokkur inn reyndi að lama framtak og stórhug bænda með úrtölum, og síðast én ekki síst skal minst á, að meðan Hermann Jónas- son og Páll Zóphóníasson fóru með verðlagsmál bænda, þá var bændum haldið í fátækt og kreppu, þegar allir aðrir efn- uðust. Það var ekki fyrr en árið 1942, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn tók við landbúnað- arráðuneytinu og Ingólfi Jónssyni var falin forystan um verðlagsmál bænda, að bænd- um var í fyrsta skipti sýnd full sanngirni. Hefði það ekki ver- ið gert, væru bændur enn sokknir í skuldir. Það er fyrir þá vísitöluhækk- un, sem af þessu leiddi, sem Framsóknarflokkurinn fram á þennan dag hefir hundelt mig og mun enn gera í þessum um- ræðum. Jeg vil biðja bændur að minnast þess, að sú vísitölu- hækkun, sem Framsóknar- menn ráðast á mig fyrir, stafar fyrst og fremst af verðlags- hækkun á mjólk og kjöti. Þær árásir eru því raunverulega árásir á lífsafkomu bænda. Kjarkur eða klípa? Framsóknarflokkurinn segist hafa stofnað til þessara kosn- inga. Sumir halda, að þetta sýni kjark. Sannleikurinn er hinsvegar sá. að Framsóknar- flokkurinn var neyddur í kosn- ingar. Ástæðan er sú, að klofn- ingur Framsóknarleiðtoganna er orðinn svo mikill, ekki að- eins í utanríkismálum, heldur líka í innanríkismálum, að Framsóknarflokkurinn varð að velja milli þess að steypa sjer út í haustkosningar, þótt ó- vænlega horfði. og hins, að klofna opinberlega og ganga til kosninga sem tveir flokkar á næsta vori. Þess vegna fá bændur nú haustkosningar í uppbót á erfitt árferði frá Framsóknarflokkn- Kommúnistar hlíða Það ætti að vera óþarfi að fjölyrða um kommúnistana. Síðustu þrjú árin hefir íslenska kommúnistadeildin sýnt og sannað, að hún er hvorki betri nje verri en kommúnistadeild- ir annarra landa. Moskva skip- ar — þeir hlýða. Skilyrðislaust og möglunarlaust. Hvernig sem á stendur og hvað sem það kostar. Kommúnistar færa sjer það til afsökunar, að þeir berjist fyrir hugsjón, öllu öðru æðri. En hver er þessi hugsjón? Menn þurfa ekki að geta í eyð- urnar. Kommúnisminn er í framkvæmd, ekki aðeins í Rússlandi, heldur einnig í mörgum öðrum löndum. Og allsstaðar þar sem þessi hug- sjón hefir sest í öndvegi, er reynslan ein og hin sama. Það er talað um alræði öreiganna. Reyndin er alræði fárra manna — yfir öreigunum. Allsstaðar er almenningur sviptur frelsi. Skilyrðislaus hlýðni og auð- sveipni við valdhafana er lög- mál kommúnismans. Ef út af er brugðið, er beitt grimmd og hörku, sem vestrænar þjóðir hryllir við. Kommúnistar blekkja Kommúnistar vita, að íslend- ingar unna landi sínu og setja frelsið ofar öllu öðru. Þeir vita, að Islendingar hafa andstyggð á einræði og kúgun. Þessvegna ganga þeir með grímu. Það er ekki stefna kommúnismans, sem foringjar kommúnista reyna nú að laða almenning til fylgis við. Nei, þeim skilst vel, að það er þýðingarlaut. Þess- vegna berjast þeir með blekk- ingum og fagurgala. Annars- vegar hafa þeir gert allt. sem í þeirra valdi hefir staðið, til þess að torvelda ríkisstjórninni lausn hinna örðugu viðfangs- efna, sem stjórnin hefir átt við að etja. Hins vegar bjóða þeir þjóðinni gull og græna skóga. Þeir bjóða í senn hærra kaup, hærra afurðaverð og minni dýr tíð. Þeir bjóða í senn meiri verk legar framkvæmdir og meiri fríðindi almenningi til handa á kostnað ríkissjóðs, og minni skatta. Kommúnistar svíkja Órækasta vitnið um innri mann kommúnista er þó orð þeirra og gerðir í garð nýsköp- unarinnar. Á árunum 1944—’46 þóttust þeir vinna að nýsköp- uninni af alhug og einlægni, í þvi skyni að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Þá lofuðu þeir að haga kaupkröfum eftir burðarþoli hinnar nýju tækni. Hvernig hafa þeir staðið við þau loforð? Þeir hafa efnt lof- orðin með því að heimta því hærra kaup, sem afurðaverðið hefir orðið lægra, til þess þannig að hækka útgjöldin, þegar tekj- urnar lækka. Þeir vita vel, að þetta er ekki gert fyrir verka- lýðinn í landinu. Þeir skilja vel, að með þessu eru þeir að leggja atvinnulífið í rústir. Þeim er vel ljóst, að á engum bitnar atvinnuleysið, sem af þessu hlýst, fyr, lengur og ver en á verkalýðnum Með þessu framferði hafa þeir brugðist jafnt nýsköpuninni sem verka- lýðnum. Menn mega ekki. vera svo blindir að láta sjer sjást yfir þennan kjarna málsins. vegna þess, að undir rjettum skilningi í þessum efnum á þjóðin alla sína velferð. Sjálfir vita kommúnistar vel, hvað þeir vilja og hvert þeir stefna. Þeir vita vel, að í akri örbyrgðar og fátæktar grær sáð korn þeirra best. Fyrir þeim getur ekkert vakað annað en að skapa hjer hrun. í því öng- þveiti hljóta þeir að ætla að reyna að hrifsa til sín völdin, enda þótt skammvinn verði. Völdin ætla þeir sjer að nota til þess að afhenda ættjörð sína hugsjón sinni. hugsjón ófrelsis og erlendrar ánauðar, hugsjón, sem þeir berjast fyrir, en nær öll íslenska þjóðin fyrirlítur. Gegn þessu ber öllum lýð- ræðissinnuðum mönnum j land inu að berjast af vægðarlausri hörku. Við Sjálfstæðismenn viljum frið í þjóðfjelaginu. En við viljum ekki þann frið, sem keyptur er með auðmýkt gegn ofbeldinu. Kommúnistar hrynja Því skal aldrei trúað, að ís- lendingar gerist ginningarfífl íslensku kommúnistadeildar- innar, nú, þegar allar menn- ingarþjóðir þvo þann flekk af sínum skildi. Þeir best, sem gerst þekkja sæluríkið, svo sem Norðmenn nú síðast sem fækk uðu þingmönnum kommúnista úr 11 og niður í engan — þurk- uðu þá algjörlega út. Kommúnistum mun. fækka við þessar kosningar um þá af fyrri fylgismönnum þeirra, sem eru vitibornir menn og' ættjarð arvinir. Alþýðuflokkurinn Jeg skal reyna að vera fá- orður um Alþýðuflokkinn. í kosningabaráttunni hefur hann gert alþýðutryggingarnar og gengismálið að höfuðumræðu- efni. í öðru hefur hann reynt að hafa allan hciður af öðrum flokkum. í hinu hefur hann leit ast við að hafa allan heiður af sjálfum sjer. Flokkurinn hefur nú gefið út nokkra kosningapjesa. Þar seg- ist Alþýðuflokkurinn véra lítill flokkur, sem þó hafi öllu ráð- ið í þessu landi. Telur hann sig hafa borið fram til sigurs flest góð mál, enda þótt allir aðrir hafi verið andvígir þessum mál Frh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.