Morgunblaðið - 19.11.1949, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. nóv. 1949
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar' Árni Garðar Kristinsson.
'Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla*
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 71 arura meQ LeibóB.,
Hinar „sögulegu þúíur“
EINN SÁ eiginleiki, sem þeim mönnum er nauðsynlegastur,
er til forystu eru kjörnir, er glöggur skilningur á þörfum
samtíðar sinnar. Þeir verða að fylgjast með þróuninni,
skynja þær hræringar, sem gerast í andlegu og efnalegu
lífi þjóða sinna.
Ef að þeir ekki gera það, hafa þeir Ijeleg skilyrði til þess
að stjórna málum þeirra af víðsýni og þekkingu á þörfum
þeirra.
Þeir menn, sem valdir hafa verið til þess að stjórna bæj-
armálefnum, verða þannig að þekkja þarfir bæjarfjeiags
síns og fylgjast með þróun þess, atvinnulífs þess, menri-
ingarmála, umferðamála, skipulagsmála o. s. frv. Skilningur
þeirra á þörfum borgaranna á sviði þessara mála er grund-
völlur skynsamlegra framkvæmda, umbóta og framfaia
Á þessu er vakin athygli hjer að þessu sinni, vegna at-
burðar er gerðist á síðasta bæjarstjórnarfundi hjer í Reykja-
vík. Þar var rætt um þá miklu skipulagsbót og fegurðar-
auka, sem er að hinni nýju Lækjargötu. Bæjarfulltrúar
fögnuðu þessari breytingu almennt og töldu hana glæsilegan
áfanga í baráttu bæjarins fyrir bættu skipulagi, hættuminni
og greiðari umferð og síðast en ekki síst fyrir fegrun deg-
legs umhverfis bæjarbúa.
Þetta var hin almenna skoðun bæjarstjórnar Reykjavík-
ur á þýðingu þessarar myndarlegu framkvæmdar fyrir al-
menning í bænum. En frá þenni var ein undantekning. Fuil-
trúi eins flokks bæjarstjórnarinnnar, Framsóknarflokksins,
hafði allt annað álit á henni.
„Jeg skil ekki nauðsyn svo breiðrar götu“, sagði Fram-
sóknarfulltrúinn. Og hann hjelt áfram máli sínu: „Breikk-
un Lækjargötu er grófleg árás á Menntaskólann“, „þúfurn-
ar í túninu eru sögustaðir“, — „bæjarstjórnin hefur sýnt
fúlmennsku“ með þessari framkvæmd!!
Allt þetta eru óbreytt orð bæjarfulltrúa Framsóknar-
flokksins.
Hvað segir almenningur í þessum bæ um þessa fram-
komu eins bæjarfulltrúa síns? Finnst þeim ekki að þau beri
vott skilningi á þörfum þeirra, skilningi á kröfum tímans,
skilningi á þeirri miklu breytingu, sem orðið hefur á hög-
um Reykjavíkur frá því lækurinn rann opinn um Lækjar-
götu?
Nei, slík framkoma og málafylgja ber ekki vott skilningi
á þörfum samtíðarinnar. Hún ber vott römmu afturhaldi og
íhaldi, eins og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri benti á í
ræðu sinni. Með breikkun Lækjargötu er ekki verið að
þröngva kosti Menntaskólans. Framtíðarmöguleikar hans
byggjast á allt öðru en mjórri og ljelegri Lækjargötu.
Hvarf hinna „sögulegu þúfna“ skerðir í engu minjagildi
hins gamla og merka skólahúss. En þessi ummæli sýna,
hversu Framsóknarflokkurinn og fulltrúi hans er gjörsam-
lega laus úr tengslum við samtíð sína. Hann skilur hvorki
þörf hennar nje framtíðarinnar. Um það getur engum nú
blandast hugur.
Hvernig má það ske
TÍMINN HELDUR áfram í gær að neita samningum Fram-
sóknarmanna við kommúnista um forsetakjörið.
Ut af því er ástæða til að spyrja:
Hvernig stendur á því, að margir Sjálfstæðismenn vissu
iim þessa samninga kvöldið áður en kosið var? Getur það
verið, að Sjálfstæðismenn fái að vita um samninga Fram-
sóknarmanna á undan Framsóknarmönnum sjálfum?
Ef nokkur hæfa er í afneitun Tímans á þessum samning-
r;m, þá yrði hún að byggjast á því, að forystumenn flokks-
ins hafa haldið því leyndu fyrir einhverjum þingmönnum
sínum, að þeir væru búnir að semja við kommúnista um
íorsetakjörið.
En hver trúir því?
Hvernig mætti að ske?
far:
\JíLuerji óLrifa
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Nýungar
MÁLTÆKIÐ segir, að ekkert
njRt sje til undir sólinni. Ekki
munu þeir, sem á einkaleyfis-
skrifstofum vinna viðurkenna,
sannleiksgildi þessa máltækis,
því með stærri þjóðum fá einka
leyfisskrifstofurnar daglega
nýjar uppfindingar. Kennir að
sjálfsögðu margar grasa meðal
þeirra nýunga, alt frá tækjum
til gullgerðar 'og eilífðarvjel-
um í nýjar gerðir öryggisnála.
Maðurinn er sífelt í leit að ein-
hverju nýju til að gera lifið
Ijettara, eða í hagnaðarvon
fyrir sjálfan sig.
•
Aukin þægindi
FYRIR skömmu rakst jeg á
amerísk blað, þar sem verið er
að segja frá ýmsum nýungum,
sem fundnar hafa verið upp
fyrir skömmu og þótt engin
þeirra muni vaida byltingu í
daglegu lífi manna, er gaman
að heyra, hvers er að vænta á
markaðinn á næstunni til auk-
inna þæginda.
•
Spiladósin í
pelanum
FORELDRAR og barnfóstrur
munu t.d. hafa áhuga fyrir
mjólkurpelanum nýja, sem ein
hver sniðugur náungi fann
upp. Hann er úr plastefni og
er þannig gerður, að þegar
barnið drekkur úr pelanum fer
spiladós, sem komið er fyrir í
honum, af stað og leikur vöggu
ljóð. En þegar barnið hættir
að sjúga stöðvast spiladósin.
Heppilegt fyrir raddlitlar
barnfóstrur, eða laglausar!
•
Nýtt undralím
SAGT er frá uridralími, sem
límir alt, brotin leir og gler og
málma.
Lím þetta er í ræmu, sem
brotin eru skeytt saman með.
Síðan er borin eldspíta að ræm
unni, sem bráðnar við hitann
í brotsárin og heldur brotun-
um saman fullt eins vel og
nýtt væri.
Mun slíkt lím þykja hand-
hægt að hafa við hendina og
bæta mörg brot.
•
Flísalagning í
frístundum
FURÐULEGUSTU hlutir eru
framleiddir úr hinu tiltölulega
nýja plastefni. . Hjer á landi
hefur verið sett upp plast-verk
smiðja, sem þegar er farin að
framleiða margskonar hluti,
svo sem borðlampa, baðkör og
jafnvel næturgögn, sem hörgull
kvað hafa verið á undanfarið.
Má sjá nokkur sýnishorn þess-
arar nýju íslensku framleiðslu
á Reykjavíkursýningunni.
Fleiri nýungar eru væntan-
legar úr plasti. Þarámeðal eru
flísar i baðherbergi, eldhús o.
s. frv., sem eru þannig gerðar,
að ekki þarf fagmann til að
leggja þær, heldur getur t.d.
húsmóðurin, eða bóndinn flisa-
lagt í frístundum sínum, því
lím er á hverri flís.
•
Háspcnna
lífshætta
NORÐURLANDABLÖÐIN
segja frá því, að á dögunum
fórst ungur læknir í Stokk-
hólmi af rafstraumi. Læknir
þessi, Stíg Thomasson snerti
rafleiðslu frá borðlampa, en
um leið studdi hann sig við
miðstöðvarofn með annari hend
inni. Þetta varð hans bani.
Hjer á landi hafa orðið nokk
ur dauðaslys vegna þess að
fólk hefur farið óvarlega með
rafmagn.
Astæða er til þess að minna
enn einu sinni á hættuna, sem
getur verið, ef ekki er fylgt
fyrirskipuðum varúðarreglum
í meðferð'raftækja.
•
„Innfæddir“
á íslandi
VIÐ íslendingar erum næmir
fyrir því, sem um okkur er
sagt í erlendum blöðum. — Jeg
minnist þess að fyrir nokkrum
árum birtist grein í íslensku
dagblaði, þar sem höfundurinn
var fullur vandlætingar útaf
því, að við höfðum verið kall-
aðir „innfæddir" (natives) í
erlendri blaðagrein.
Þetta hefur valdið hneyksli
bæði fyr og síðar. Nýlega birt-
ir enskt blað athugasemd frá
íslenskri konu, sem af þjóð-
hollustu mótmælir því, að blað
ið hafði kallað íslendinga „inn
fædda“. — Konan er nefnd
Gira Sigríður Laurence til
heimilis við Eastbourne-road,
Feltham.
•
Tvennskonar
skilningur
BRESKA blaðið gerir athuga-
semd við þessa athugasemd
konunnar og bendir á, að orðið
„native“ á ensku megi skilja á
tvennskonar hátt og segir eftir
farandi sögu því til sönnunar:
„Kona nokkur var í heim-
sókn í Sandhurst-herskólanum
fræga. Þar hitti hún liðsfor-
ingjaefni af indverskum ætt-
um og spurði hann:
„Hvað eru margir „innfædd
ir“ nemendur í skólanum
núna?“.
Indverjinn svaraði:
„Það munu vera um 300 inn
fæddir nemendur, frú, — en
auk þess eru fjórir Indverjar".
| MEÐAL ANNARA ORÐA .... ]
Ú MMMIIIMMIMMMMMIIMMMimilMMMIMMMIMIMIMMMIMIMIMMIMMMIIMMIIMIMIMMIIIMMMMMMMIIIIMMMIIMMMIIIMIIIlíg
I Ungverjalandi slendur slyr um krislindómsfræðslu í skólum
Eftir Peter Fursf,
frjettaritara Reuters.
BÚDAPEST. — Nú, níu mán-
uðum eftir að rjettarhöldunum
yfir Mindszenty kardinála
lauk, þá eru horfur á, að gjósi
upp að nýju flokkadrættir með
forvígismönnum kaþólsku
kirkjunnar og ungversku
stjórnarinnar. — Meginástæða
þessarar nýju deilna mun vera
skoðanágreiningur um trúar-
bragðafræðslu skólabarna.
Til skamst tíma var trúar-
bragðafræðsla skyldugrein í
öllum ríkisskólum, 2 stundir á
viku. Með hinu nýja skólaári
verður fræðsla þessi valfrjáls
í samræmi við ákvæði stjórn-
arskrárinnar nýju um „fullan
aðskilnað ríkis og kirkju“.
• •
SKRIÐUNNI HLEYPT
AF STAÐ
NEISTINN, sem kveikti bálið
að þessu sinni mun hafa verið
hirðisbrjef kaþólska biskupa-
ráðsins, en það var lesið upp í
öllum kaþólskum kirkjum
landsins í september. í brjefi
þessu var skorað á alla trúaða
að „skoða það skyldu sína“ að
láta börn sín sækja kristin-
dómsfræðsluna. Mörg önnur
brjef fylgdu á eftir. Eitt þess-
ara hirðisbrjefa gaf Virag
biskup út. í því ógnaði hann
kaþólsku fólki með, að því
yrði ekki veitt klerkleg þjón-
usta nema það veitti kirkjunni
einhvern fjárstyrk. Þau rök
voru færð, að fjárveiting rík-
isins hrykki skamt.
• •
GAGNRÁÐSTAFANIR
RÍKISVALDSINS
ÞESSUM brjefum og öðrum
ámóta aðgerðum klerkanna
svaraði stjórnin með gagnsókn
einkum í blöðum og stjórn-
málastofnunum ýmsum. Ung-
versku blöðin hófu frásagnir
af ,,trúarbragðaofsóknum“ sem
fullyrt var, að prestar og krist
indómsfræðarar beittu börn
þeirra fjölskyldna, sem ekki
ljetu skrá börn sín til trúar-
bragðanáms. Sagt var frá því
að í einu hverfi Búdapest hefði
presturinn bannað foreldrum,
sem svo var ástatt um, og börn
um þeirra að hlýða messu.
Því var haldið fram, að sams
konar atburðir kæmi daglega
fyrir, einkum í sveitum lands-
ins.
• •
SAKARGIFTIR
STJÓRNARINNAR
UPP til hópa var áburður
stjórnarinnar á þá leið, að
prestar, nunnur og aðrir hefði
verið hvattir til að „gera að
engu öryggi það, sem stjórnar-
skráin veitir um frjálsræði og
trúarbragðafrelsi“. Kirkjuvöld
in áttu að standa að því að
skera upp herör í þessu skyni.
B.ent var á það í þessu sam-
bandi, að stjórnarskráin trygði
ekki aðeins rjettinn til að
dýrka en líka rjettinn til að
dýrka ekki, færi það alt eftir
óskum einstaklingsins hverju
sinni. Bent var á það, að það
væri brot á stjórnarskránni að
brennimerkja börnin „guð-
leysingja og afspring djöfuls-
ins“, eins og stjórnin fullyrti,
að sumir prestar hefði gert
blátt áfram af því að foreldrar
þeirra eða þau sjálf höfðu neytt
rjettar síns eftir stjórnar-
skránni.
EKKI í FYRSTA SINN
í RAUN og sannleika er sund-
urþykkjan ekki eins mikil og
lítur út fyrir. Kemst Ungverja
land ekki í hálfkvisti við
Tjekkóslóvakíu að þessu leyti.
Ekki er þetta í fyrsta skipti,
sem kristindómsfræðslan hef-
ur verið tilefni deilna milli
ríkis og kirkju. Vorið 1948 varð
hún ástæða átaka milli Mind-
szenty kardinála og stjórnar-
innar. Var það í þann tíð, er
styrinn stóð um aðskilnað
kirkju og skóla, en til þess tíma
höfðu þeir flestir verið undir
stjórn ýmissa kirkna.
• •
MÁLAMIÐLUN ÞÁ
í ÞAÐ skipti fjelst stjórnin á
málamiðlun, þar sem gert var
ráð fyrir 2 stundum vikulega
í kristindómsfræðslu jafnvel
eftir aðskilnaðinri. Mindszenty
hjclt því fram, að þetta væri
eklíi riógur timi því að með
honum fengist ekki náegilegt
andvSegi gegn hinni tímafreku
„efnishyggjufræðslu“.