Morgunblaðið - 02.04.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.04.1950, Blaðsíða 9
Sunnudagur 2. apríl 1950. *föKGl//VKi AtítH 9 REYKJAVÍKURBRJEF Laugardagur t. apríi Fundur í Iðnó FUNDUR kommúnista, er þeir hjeldu í Iðnó á firntudagskvöld, í síðastliðinni viku, átti að verða málstað þeirra að liði. Svo varð ekki. Þvert á móti. Nokkrir af málskrafsmönnum þeirra fengu tækifæri til að ryðja úr sjer fjarstæðum og illmælum um ýmsa nýtustu forystumenn þjóð arinnar. Og Æskulýðsfylking 5. herdeildarinnar hjer í Reykia- vík f jekk tækifæri til, að hlusta á stóryrðin og fjarstæðurnar. Þetta var hinn jákvæði árangur samkomunnar, fyrir fundarboð- endur. En fyrir Reykvíkinga alment varð sá árangur af fundi þess- um, að þar f jekkst enn ný sönn- un fyrir því, að eftir því sem kommúnistar tala meira, aug- lýsa betur vinnuaðferðir sínar og stefnu, eftir því verður meira djúp staðfest á milli þeirra og íslensku þjóðarinnar. Verkamannafjelagið Dagsbrún var látið vera fundarboðandinn að þessu sinni. En það vakti sjerstaka athygli manna, sem fundinn sóktu, hve sárafáir fje- lagsmenn Dagsbrúnar ljetu sjá sig þarna. Og þó var formað- ur fjelagsins Sigurður Guðna- son meðal ræðumanna. En þarna var fólk, sem hefur lítið fengist við líkamlega vinnu, og leggur ógjarna á sig meiri á- reynslu en útheimtist til þess, að klappa saman lófunum. Og þá helst til þess að hylla Stalin- ismann og málsvara hans. Leiðbeiningar Áka Jakobssonar EINummæli alþingismannsins og málflutningsmannsins Áka Jakobssonar lögfræðings á þess um fundi, voru talsvert eftir- tektarverð og táknræn fyrir hugsunarhátt kommúnista, og þá einkum forystumanna þeirra. Aki bað flokksmenn sína fyr- ir alla muni að forðast það að sýna þann barnaskap, að játa nokkurntíma nokkurn hlut fyr- ir rjetti af því sem þeír hefðu iramið. Nokkrir af flokksmönn um hans hefðu að þessu leyti brotið flokksreglurnar í yfir- heyrslunum út af óspektunum þ. 30. mars í fyrra. En eins og menn ættu að geta lært af sögu kommúnistaflokksins, þá er það fyrsta og aðalboðorð flokks- mannanna að segja aldrei satt, og allra síst fyrir rjetti. \ „Rjettarvernd Islendinga" NOKKRU eftir að Áki Jakobs- son hafði gefið hinni rauðu kommúnistaæsku höfuðstaðar- ins þessar mikilsverðu leiðbein- ingar og lífsreglu var kosin nefnd á fundi þessum, til að veita „rjettarvernd" fslendinga forstöðu. Var þessi nefndar- kosning boðuð fyrirfram. Virt- ist hún eiga að vera aðalverk- efni fundarins. Formaður nefndar þessarar var kosinn Þorvaldur Þórarins- son, lögfræðingur, maðurinn sem kunnastur er fyrir það, að hann óskaði þess að taka sig upp úr ættlandi sínu, og flytja til hinnar nýju fósturjarðar sinnar austan Járntjalds. En reyndist ekki hafa þann mann- dóm í sjer að sýna nokkra við- leitni í verki til að hypja sig þangað" austur, er honum bauðst tækifærið. — Málpípa þessar- ar sjerkennilegu nefndar er Jó- hannes úr Kötlum. Flokksmenn hans sem hafa ekki yfirgefið meðfædda vitglóru, skoða hann einskonar hirðfífl Stalinismans hjer á landi. Hinn „móralska" styrk á nefnd þessi að fá, við tilkomu Hallgríms Jónassonar kennara, sem fengið hefur þá aðstöðu í þjóðfjelaginu, að móta barns- sálirnar, eftir því sem komm- únistar telja sjer henta. Má vænta þess, að Hallgrímur hafi bæði vilja og fulla einurð, til að blanda leiðbeiningum skoðanabróður síns Áka í upp- fræðslu þá, sem hann beinir að hinni uppvaxandi kynslóð. En þegar átti að tilnefna Ragnar Ólafsson lögfræðing í nefndina, sem á að „vernda" rjettarfarið í landinu, eftir fyr- irmælum og samkvæmt viður- kendum „reglum" kommúnista, baðst Ragnar undan beim heiðri, og skaut öðrum manni fram fyrir sig. Þeir hafa sagt skilið við þjóð sína FJÖLDA margir menn hafa ekki skilið það til fulls, fyrri en síðustu daga, að flokks- bundnir kommúnista, þátttak- endur í 5. herdeildum Moskva- stjórnarinnar, hafa skilið við þjóð sína, eiga enga samleið með lýðræðisþjóðum. Á þetta alveg jafnt við menn í öllum flokksdeildum komm- únista vestan Járntjalds. í raun rjettri eins í þeim löndum, þar sem kommúnistar hafa með svikum og ofbeldi brotist til valda. En í þeim löndum ber ekki mikið á andstæðingum kommúnista, sem kunnugt er, af þeirri einföldu ástæðu, að þeim er útrýmt, sem láta nokk- uð á sjer bæra. Að ganga í flokk kom'mún- ista, hvort heldur er hjer á landi eða annarsstaðar með lýð ræðisþjóðum, er sama sem að snúa,baki við þjóð sinni, meta velferð hennar að engu, vinna íyrir þá „hugsjón", að heims- valdadraumar Moskvastjórnar- innar rætist. Að smáþjóðir verði þurkaðar út', eða þeim út- rýmt, með ofsóknum og blóðs- úthellingum, eins og á sjer stað gagnvart hinum sárþjáðu balt- nesku þjóðum. Friðarfjelag Moskvavaldsins HINIR rússnesku heimsvalda- sinnar leggja að sjálfsögðu mikla áherslu á, að þeir geti „víkkað bólið sitt" fyrirhafnar- laust eins og þeim tókst í febrúarbyltingunni í Tjekkó- slóvakíu í febrúar 1948. Með ógnunum og blekking- um á víxl, tókst^ Moskvavald- inu að kúga Tjekkóslóvakíu, svo þessi frelsisunnandi þjóð, er síðan fjötruð í þrældóm, og komin í ánauð Moskvavaldsins. Þessa viðbót við valdsvið sitt fengu Moskvamenn með til- styrk þeirrar Fimtuherdeildar, scm þeir höfðu skipulagt í þjónustu sinni í því landi. Á síðastliðnu vori var Einar Olgeirsson boðaður á flokks- fund suður í Prag, til þess að hann gasti stúderað.á staðnum hvernig vinnuaðíerðum sje beitt, til að Moskva*»enn geti lagt undir sig lönd og þjóðir „þegjandi og hljóðalaust". En það brá svo við, að Einar, þessi gerfi-íslendingur, fjekkst ekki til að segja orð um það, hvers hann varð áskynja þar syðra. Þeir sem enn hneigjast til beirr- ar skoðunar, að einhver mann- dómsneisti geti leynst með kommúnistum, hjeldu, að Ein- ari hafi runnið til rifja, eymd sín, er hann kyntist því, hvaða hlutverk honum er ætlað hjer í viðureigninni við íslenska þjóð. En við nánari viðkynn- ingu verða menn að viðurkenna að það er alger misskilningur, er menn halda, að flokksbundn- ir kommúnistar beri nokkurn snefil af umhyggju fyrir þjóð sinni. Samviska þeirra er ai- dauð. Þeir eiga ekki nema eina fóst- urjörð, riki kommúnismans. Eða öllu heldur stjórnendur komm- únistaflokksins eiga þá með húð og hári, stjórna orðum þeirra og gerðum. Það er vissulega einkennilegt, að horfa kannski daglega upp á menn, sem líkamlega eru í hinum vestræna heimi. en hafa raunverulega skilið við land sitt og ættjörð, eru ekki nema skuggar af því, sem þeir voru, meðan þeir voru irjálshuga íslendingar, og sjálf- um sjer ráðandi. Það kemur mörgum harla einkennilega fyr- ir sjónir, að fullfriskir náung- ar, sem manni sýnist að hafi fullkomin skilyrði til að gera greinarmun á rjettu og 'róngu, skuli fá af sjer, að temja sjer, að snúa öllum sannleika víð, telja áþreifanlegar staðreyndir lýgi, en hiriar fáránlegustu lyg- ar sannleika, nefna kúgunina frelsi, en fullkomið lýðræði, hina örgustu kúgun, æítjarðar- ást glæp, en þjónkun við er- lent herveldi fölskvalausustu ættjarðarást. Frumskilyrði til þess að vera fullgildur kommúnisti, er. að vera einbeittur og leikinn í slik- um hræringum hugans. Að láni ÞEGAR það kemur fyrir, að maður, sem hefur gefið sig kommúnismanum á vald, gerir ættþjóð sinni eitthvert gagn, þá mega menn ekki gleyma því, að á hvaða augnabliki sem er, get- ur hann horfið frá því starfi, jafnvel iðrast þessara gerða sinna. Því þau verk hans eru ekki unnin fyrir hina andlegu fósturjörð hans í austrinu eða flokkinn. Fái hann vísbendingu um, að svíkja þjóð sína, og svíkjast um að gera þau verk sem honum eru ætluð í þágu Islendinga, þá hefur hann sam- stundis snúið baki við nytja- störfum sínum, þá er hann ekk- ert annað en Fimtuherdeildar- maður, sem vill grafa undan íslensku þjóðfjelagi, íslensku þjóðfrelsi. Menn verða að hafa það hug- fast, að kommúnistar, sem af hendingu eða af einhverri rælni vinna íslenskri þjóð gagri, eru eins og hvert annað leigugóss, sem teknir eru að láni hjá Fimtuherdeildinni. Og hvaða samning sem þeir gera um áframhaldandi þjónustu, í þágu ættlands síns, getur eigandi þeirra kommúnistaflokkurinn riftað þeim samningi hvenær sem er, tekið eign sína aftur og notað hana eftir geðþótta sín- um. Því flokksbundnir komm- únistar eru jafnófrjálsir um, hvaða stefnu þeir taka, eins og hundar í bandi. Friðarfjelag kommúnista EIN aðferðin sem Fimmtuher- deildirnar beita, til að blekkja almenning, er hin upplogna „friðarstarfsemi" þeirra. Um allan hinn vestræna heim eru kommúnistar látnir halda því á lofti, að þeir sjeu hinir einu sönnu friðarvinir í heimin- um(!) Og með því að aðhyllast kommúnismann eða ganga hon- um á hönd, sjeu menn að efla friðarhugsjón mannkynsins og stuðla að því, að komist verði hjá styrjöldum um aldur og ævi(!). Á meðan þessu fer fram, hervæðist Moskvastjórnin, með svo miklum hraðá, að hundruð miljóna þegna hennar standa soltnar við erfiðisvinnu sína, vegna þess, að fólkinu er ekki gefið tóm til, að framleiða mat handa sjer. Meðfram allri strönd Eystrasalts fjölgar óð- fluga þeim herstöðvum, sem til þess eru albúnar, að senda eyð- ingarsprengjur sínar yfir hafið til tortímingar nágrannaþjóð- unum í vestri. Almenningur í næstu lönd- um skilur og sjer í gegnum blekkingarvef Moskvaagent- anna. Þeim mun hærra sem friðarsöngurinn er kyrjaður á samkomum Fimmtuherdeild- anna, þeim mun meira vex viðbjóður alls almennings með- al Norðurlandaþjóðanna á kom múnistum og öllu þeirra at- hæfi. Þannig er .afstaða allra friðelskandi mahna, til uppgerð ar friðarboðskapar Moskvu- manna. í stærsta blaði Norðmanna segir á þessa Jeið þann 28. f .m. um „friðarhreyfing Komin- f orm: Kommúnistar beggja vegna Járntjalds eiga annríkt um þessar mundir. í hjálöndum sín um hamast þeir við „útrýming- ar" sínar á pólitískum andstæð- ingum. í ítaliu og Frakklandi efna þeir til verkfalla og ó-- eirða. Og á Norðurlöndum stofna þeir svokölluð „friðar- fjelög." Allt er þetta samkvæmt fyr- irmælum frá Kominfonn. Það skiftir auðsjáanlega engu máli. hvort flokksdeildir kommún- ista eru opinberlega í ,.Kom- inform" eða ekki. Allar flokks deildirnar hlýða^ jafnt þeim fyrirskipunum sem þaðan koma. í fyrra ákvað Kominform að flokksdeildirnar ættu að stofna „friðarfjelög", í lýðræðislönd- um Vestur-Evrópu. Og nú er hvert fjelagið stofnað af öðru. Þar sem friðarfjelög eru fyrir í löndurium, eru stofnuð ný allt fyrir það. Því friðarfjelög, sem vinna að friðarmálum. en eru ekki í þjónustu kommúnista eru ekki talin með. Fjelagið. / sem stofnað var í Osló á stmnH daginn var heitir „Forgöngu- menn friðarins í Noregi". í fjelagi þessu eru aðeins kommúnistar .og nokkrir ein- feldingar, sem eru' tekrfir "WSfl sem „bandingjar á fleka" til a.3 narra utanflokksmenn til þátt- töku. „Forgöngumerm friðarins" ENNFREMUR segir á þessft leið: „Forgöngumenn friðarins „ í Noregi líta svo á, að hver til- raun, sem gerð er til þess varo- ar lýðræðisþjóðum sje hættu- leg fyrir friðinn. En engina veit hvort þeir hafa nokku'ð1 frjett um hærvæðing Sovjeti I j anna. A. m. k. sjá þeir ekki, sflf heiminum stafi nein hætta af henni. Þeir segjast ekki vilja íáta sjer nægja orðin tóm. Þeir vi"'ji aðgerðir í málinu. Þeir viljÉ koma í veg fyrir, að vopnia, sem Evrópuþjóðum eru sen& frá Ameríka verði nothæf. —- Það er að segja „Forgöngume:"^ friðarins" vilja koma í veg fyr- ir að lýðræðisþjóðir geti komi'ð" nokkrum vörnum við, gegn á- gangi Sovjetríkjanna. Daglega frjettist af hervæo- ing Sovjetríkjanna. Stórfengleg um fjárveitingum til rússnes\:ta hersins, feikna miklum her- skipasmíðum rússneska flotans. Og um herstöðvarnar miklu, tst V.-sprengjusendinga á Porkala Ösel og á Dagey. „Forgöngumenn friðaríni" hafa ekkert um þetta heyrt. — Eða það kemur þeim ekkert vío. ¦ Hlutverk þeirra er að æra eio- faldar sálir í áróðursherferð kommúnista gegn hinum frjálsu þjóðum. Engum þeirra getur til hugar komið að gera neitt til þess að. mynduð verði samtök til að hafa áhrif á, að dregið yrði át vígbúnaði austanmegin. Hlutverk þessara áróðurs- ' manna, sem ætla sjer að vinnft í skjóh þessara nýju fjelaga er, að ryðja ofbeldinu braut, þv-í ofbeldi sem þeir kalla frið, segir í blaðinu. Einkaskeyti til Fimmtuherdeildanna SVÍAR eru slyngastir af Norð- miandaþjóðum, til að afla vit- neskju um eitt og annað, sem gerist austan Járntjaldsins og ætlast er til, að sje hulið myrkri innilokunarinnar þar eystra. Þeir hafa nýlega fengið fregn ir af sjerstakri frjettaþjónwstu sem rekin er frá Moskvu, og nær til Fimmtuherdeildanna í vestrænum löndum. Eins og menn muna, 1 . ía liðsmenn Moskvavaldsins hv*9 eftir annað gert sig spreng- hlægilega, vegna þess, að þeir hafa ekkj haft færi á, að fylgj ast með snöggum breytingum í stefnumálurri Moskvustjórn- arinnar. Eins og t. d. þegar kommúnistar urðu í ágúst 1939 að þegja eins og spýtur, dag 'eftir da'g e;ftrr'"'að St';.",;;A gerði: hernaðarbándalagíð við Hitler. án þess að látra erind- reka sina út um héirn hafa n- k. Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.