Morgunblaðið - 02.04.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.1950, Blaðsíða 14
14 VORGU /V BLAÐIh Sunnudagur 2. apríl 1950. MmiiimtHiiiiMinii FramhaSdssagan 3 IMllllllIIMIIIIIIIIIllllllllllIllllltlllllrtliniIllllllllllllilllllllltlllllllllllllllllIIMIIIIIllIIIIIIIIMIIMIIII* stir hja „A Eftir Frances Parkinson Keyes ftfllMMlMliniMlMMMIIMMIMMMIMtMMMIMMlMIMMMlMllllltltlllllMMIMMIIIMMMIMIMMIMMIItMtllMMIMMMIIIIIllllMlllMMlll IIIMMIMMMIMIMMI IIMIIIMMMIMIIMIMMII íkurteisi að koma siðastur i íjíað þess að vera hjer til að taka á móti gestum sínum", hjelt hún áfram. ,,Ekki svo að ckilja að jeg hefði ekki getað t^antað drykkinn fyrir þig. Jeg er viss um að þú drekkur enn- liá ekkert annað en hið ófrum- lega wisky á undan og eftir ¦máltíðum og jafnvel með mat- Jeg ætla að fá kampavíns- triöndu og Odile og Caresse ftrekka aldrei annað en sherry". „Hefurðu það til. Albert?" apurði Foxworth og sneri sjer áð lágvöxnum gráhærðum Kianni, sem allt í einu hafði fcirtst og stóð nú og beið eftir jjfyrirskipunum. Hann jánkaði |)ví og Foxworth hjelt áfram: ^Hellið þá aftur í glösin fyrir karlmennina. Og svo fáum við einn ,,bakkhus" handa frænku ininni". ,,Bakkhus? Jeg veit ekki einu sinni hvað það er. Ætlar enginn áð fá það nema jeg?" ,,Það er blanda af Dubonne cg frönsku vermouth með sítrónusneið í", sagði Odile. — „Og jeg ætla líka að fá það í ftaðinn fyrir sherry. Mamma épurði mig ekki hvað jeg vildi. frekar en frændi yðar spurði yður. Svo að jeg ætla að breyta ákvörðunum hennar og þjer getið breytt ákvörðun hans". „Jæja, jeg ætla þá að gera að. Jeg hefi heyrt svo mikið m „sazerac". Er það eins gott jer eins og á þessum fræga ar, sem það er kennt við". „Þjer verðið að ráða úr því jálfar, ungfrú Awery, á Mardi Jras-hátíðahöldunum", sagði Lldridge og gekk í áttina til leirra. „Annars eru þeir ákaf- 1 ega ósvífnir á Sazerac barn- im því kvenfólki er ekki leyfð ir aðgangur nema þennan eina íag ársins. En við skulum mæla kkur mót þar strax þann dag. /fundi yður henta að koma :lukkan ellefu?" „Hafðu það heldur fyrr, tuss. Hún á að vera í Boston- :lúbbnum einmitt klukkan 'tjllefu". ; „Já, þeir eru heldur skárri |>ar, því þar leyfa þeir kven- fólki aðgang sex daga ársins. ma hvernig væri að koma þá klukkan tíu?" i „Eins og þjer hafið ef til vill tjetið yður til, þá hefi jeg aldrei smakkað vín svo snemma dags, én þetta er auðvitað mjög ireistandi". * „Það er einmitt það sem það átti að vera. Og jeg vona að þjer eigið eftir að skemmta yð- ur vel hjer í New Orleans. Þarna koma glösin. Mjer þykir leitt að þjer skuluð ekki drekka fyrst skál í sazerac hjá höfund um þess. En jeg býst við að þessi smakkist nokkuð vel". Aldridge tók við glasinu af Albert og rjetti henni. Síðan lyfti hann sínu glasi.....Hann er mjög aðlaðandi. hugsaði J^uth. Og fyrirmannlegastur af |>llum hjer inni. Auðvitað sje feg að Leonce St. Amant get- r verið alveg eins laðandi á' inn hátt eins og tengdamóðir atUM E"1- 'w.rtn íi: :..-, Jeifri manntegund, sem je'g get orðið hrifin af, og ekki hún heldur. Hún dreypti á glasinu og henni fannst drykkurinn ljúf fengur. Hún var fegin, þegar hitt fólkið hóf samræður, að A.ldridge ljet sjer nægja að taka upp ljett hjal við hana, svo hún gat haft hugann við •mnað, um leið. Þegar henni hafði fyrst verið sagt að hann væri doktor í fornfræðum, þá hafði henni varla orðið um sel. Henni fannst að fornfræðingur gæti varla orðið skemmtilegur fielaei yfir hátíðahöldin, og hún vissi að henni var ætlað- ur hann sem fylgdarmaður. — Hún hafði líka ímyndað sjer hann yfirstjettarmann, og það stóð heima. Hann var íturvax- inn. Fötin fóru honum einstak- lega vel og það glampaði á stíf- an hvítan flibbann um háls hans. Hinir tveir voru ekki eins vel klæddir og fötin þeirra voru snjáð. St. Amant var þrek vaxinn og það var auðsjeð að fyrr en síðar yrði hann að gæta bess að verða ekki of feitur. Powault var virðuleiki í blóð borinn, svo að maður tók ekki eftir bví að fötin hans voru eins eftir því að fötin hans voru ekki upp á það besta. En Ald- ridse bar af þeim. Henni fannst hsnn -viðkunnanlegur .... og eins og hún hafði þegar komist að raun um .... mjög aðlað- andi. Hún leit aftur á hann og roðnaði, begar hún sá að hann hafði getið sjer til þess, hvað hún ,hafði verið að hugsa. „Yður hefir þá verið sagt, að jeg gæti ekki haft áhuga á neinu sem væri yngra en þús- und ára". sagði hann glettnis- lega. ,,Eða að jeg eyddi öllum mínum frístundum inni í frum skógunum í leit að fornum rúst um. Og þgear svo vildi til að jeg kæmi aftur til menningar- innar, þá stæði jeg álengdar og varla væri hægt að ná nokkru orði fram yfir mínar varir. — Jeg ætla að verja næstu vikum til að hrekja þessar fölsku sögu sagnir af mjer..... Vel á minnst, jeg vona að yður hafi verið sendir aðgöngumiðarnir ' að sýningum „The Twelfth Revel?" „Já, einn til að komast inn um hliðið, annar til að komast inn um dyrnar og þriðji til að komast upp á svalirnar. Jeg er viss um að Caresse er fáanleg til að fara með yður, ef þjer viljið. Hún getur leitt yður í gegnum völundarhúsið. Við skulum tala um það við hana seinna. Hún virðist hafa um annað að hugsa eins og stend- ur". Ruth leit yfir salinn og sá að Caresse og Leonce St. Amant voru enn í djúpum samræðum. Foxworth og Amelie voru enn að kíta og Odile og Perrault læknir virtust niðursokkin í eitthvað alvarlegs efnis. „The Revels" eru einhverjir bestu skemmti-kraftarnir sem við höf um upp á að bjóða hjer í New Orleans, og jeg vona að þeir eigi eftir að skemmta yður", hjelt Aldridge áfram. „En vel á minnst, hvað um skemmtun- ina í Kingsley House? Hefur nokkur orðið á undan mjer til ;; •„; ¦¦; ; = s'ui^a. upp i þ.ví a"ð þjer verðið að koma hitígað?" „Það hefur, held jeg enginn orðið á undan yður með neitt." „Jeg var heppinn að skipið kom svo seint í gærkvöldi, að þjer höfðuð engan áhuga á því að fara og fá yður kaffi á franska torginu. Og jeg var líka heppinn að þjer skylduð sofa svona lengi í morgun, að þjer fenguð morgunmatinn sendan upp á meðan frændi yðar skálm aði um allan bæinn. Og það sem eftir var dagsins fór í að taka upp úr ferðatöskunum, fara á hárgreiðslustofu og þræða antik-verslanirnar." „Og hvernig hafið þjer kom- ist að öllum þessum niðurstöð- um?" „Ja. . . . hárgreiðslan og kjóll inn segja sitt," sagði Aldridge og virti hana fyrir sjer með vel- þóknun. „Og hvað snertir antik, þá er jeg svo heppinn að á þessu augnabliki hafið þjer meiri á- huga þar en jeg, sem betur fer. Eins og jeg sagði áðan er jeg mjög heppinn maður. Má jeg koma seinni partinn á morgun og þá getum við ákveðið nánar hvernig við eigum að raða nið- ur skemmtunum á daginn?" „Já, vissulega. Hún endurgalt glettnislegt augnaráð hans. Allt í einu fann hún að einhver snerti handlegg hennar. „Hver er utan við sig núna?" Það var frændi hennar. „Jeg hef verið að reyna síðustu mín- úturnar að gefa þjer merki, en þú hefur verið allt of niður- sokkin í að kynnast þessum risavaxna grafara. Komdu. Kvöldverðurinn er framreidd- 1 Bílaskifti ( : Vil skipta á Fordscm '46 sendi- | ; ferðabíl við 4—6 manna fólks- : j bíl. Uppl. í sima 81187 frá kl. ! | 4—6 í dag. 'fliimiiiHMiiiiuiiiiiiiiiitiMiKililiiimm it'..........iin NÝrrzBtm/ Sitfur í Syndabæti FRÁSÖGN af ævintýrum rot rogers — Jeg er orðinn algjörlega gjaldþrota maður, sagði Vand- erpool. Jeg er svo gersamlega sokkinn ofan í skuldafenið, í'ð þaðan kemst jeg aldrei framar. — Mjer er sama, hvað þú segir og mjer er sama, hvað stendur í þessu bannsetta símskeyti, sagði,Carol ákveðin. Jeg er sannfærð um það að við Syndabæli er talsvert ef ekki óvenjulega mikið silfur í jörðu. Jeg er sjálf fædd í Syndabæli og hef sannfærst um þetta á margan hátt. Hvers- vegna ferðu ekki sjálfur þangað, Vanderpool, og rannsakar hvernig málin eru vaxin. — Aldrei fyrir mitt líf myndi jeg þora að fara þangað, Þeir myndu hremma mig strax og jeg væri stiginn út úr járnbrautinni. Þeir álíta, að jeg hafi svikið út úr þeim fje og samt hefi jeg gert þetta allt í góðri meiningu og í þeirri staðföstu trú, að það væri silfur þar í jörðu. Nei, jeg myndi aldrei þora að fara þangað. Þeir myndu grýta mig í hel þar strax og jeg ljeti sjá mig. Nú er það síðasta, sem þú getur gert fyrir mig Carol, að fara niður á skrifstofu mína og segja skuldheimtumönnunum þar, að jeg hafi horfið. — Jeg ætla líka að hverfa, það er það eina fyrir mig að gera. Vanderpool tók í hönd Carol og þrýsti hana innilega. — Þú hefur verið mjög góð við mig, Carol. Það er næstum eins og þú hefðir verið dóttir mín. Jeg þakka óendanlega mikið fyrir alla hjálpina. Hófatak kvað við í fjarska fyrir aftan þau. — Þetta er einn lögfræðingurinn, sagði Carol. — Jeg sá, að hann var að leigja sjer hest og ætlaði auðsjáanlega að leita þig uppi og láta þig ekki sleppa. Vanderpool steig snögglega á bak hesti sínum. — Vertu blessuð, Carol, þakka þjer fyrir alla samvinnuna. Jeg bið að heilsa bestu kunningjum mínum. Hún horfði á eftir honum þar sem hann reið burt garð- stíginn. Hún var hugsi á svipinn. Allt í einu var eins og hún tæki ákvörðun. Hún sagði við sjálfa sig: — Alveg eins og dóttir hans, sagði hann. Já, hví skyldi jeg ekki geta ver- ið dóttir hans. olfíjxJ nnM&jqjunnhG^ u/rux Sdd & Fujbur IIIMIItMMMIMIHMIIIIMIIfllltlllllllllltlMIIIMIIHIlllllMllft | Dragt ] : og kjóll, meðalstærð til sölu | i Freyjugötu 11. mánudag eftír i I kl. 1.00. I Kona laxveiðimannsins. „Heyrðu. góða! Ljestu steikarpönn una lika i bakpokann. Mig langar til að steikja eitthvað af laxinum, sem við veiðum, til að borða, ef okkur skyldi svengja." „Já, elskan, og jeg Ijet lika niður eina kjötdós og kex og ost." A.: „Eigum við að taka eitt spil eins og góðir- vinir?" B.: „Nei, við skulum spila bridge." Bill: „Fjórði í bridge?" Jim: „Allt í lagi." Bill: „Fínt. Þá vantar okkur ekk- ert nema annan og þriðja." Þurfti ekki að óttast. „Segið þjer mjer í hreinskilni, lækn ir, hvað hef jeg mikla von um að mjer batni?" „100% von. Staðreyndir sýna að aðeins níu af hverjum tíu de'yja úr þessum sjúkdómi, sem þjer hafið — og níu af sjúklingunum minum hafa þegar dáið i'ir honum, þier eruð sá tíundi!" Gagnkvæmt. „Yður fer prýðilega fram, frú," sagði læknirinn, eftir skoðun. „Fót leggirnir á yður erú ennþá býsna bólgnir, en jeg hef engar áhyggjur af því." „Það er nú svo," hreytti sjúkling- urinn út úr sjer. „Ef fótleggirnir á yður væru býsna bólgnir myndi jeg síður en svo hafa áhyggjur af því." • ..Konan mín segir mjer, að jeg tali í svefni, læknir. Hvað á jeg aS gera?" „Ekkert, sem þjer eigið ekki aS gera." lliiiifiiitiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii : s | Kvcnnadeild Slysavarnafjelags = | ins í Reykjavík heldur fund í mánudaginn 3. apríl kl. 8,30 í | E Tjarnarcafé. Til skemmtunar: s | Upplestur, dans. Talað verður 1 1 um 20 ára afmælisfagnaðinn. = : Konur eru beðnar að f jölmenna. i Stjórnin. ItlitllHillMIIHIMIIimillMIIIIIII IIIIHIIIIIMIIIII BEST AÐ AVGLYSæ I MORGUNBLAÐINU Tímaritið „SKAK" 1. hefti þessa árgangs, er nýkomið út: Efni m. a.: Skákþing Reykjavíkur, Skákþing íslendinga, nýjar skákbækur, af erlendum vettvangi. Skákbyrjanir. Skák- dæmi. Innlendar og erlendar skákir, auk annara inn- lendra og erlendra greina. Fæst í flestum bókabúðum. Utanáskrift blaðsins er: „Skák", Njálsgötu 31 A, Rvík. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.