Morgunblaðið - 02.04.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1950, Blaðsíða 1
16 siður 87. árgangui 77. tbl. — Sunnudagur 2. apríl 1950. PrentsmiBJ* Morgijnblaðsm* Oibeldisliðið frá 30. mars dæmt fyrir: Árás á Alþingi, æsingar til óeirða, grjótkast, ofbeldi við lögregiuna, skítkast og uppvöðslu Hlutlaus lýsing áém- stólunnu ú ntburSun- im ufhsúpur Mekk- ingur kommúnistu Eftir árás kommúnista 30. mars 1949 Framhlið Alþingishússins eftir skrílsárás kommúnista 20. mars 1949. Úr dómsforsendum undlrrjetter MORGUNBLAÐINU bárust í gær forsendur dó.v.a þeirra, sem kveðnir voru upp þann 25. mars s.l. yfir mSnmun þeir:, sem þátt tóku í árásinni á Alþingi, löggæslumenn og fric- sama borgara þann 30. mars 1949. í upphafi dómsforsendnanna er á hlutlausan hátt rakin rás viðburðanna, sem gerðust þennan dag í hjarta höfte - borgarinnar. Þar sem sú frásögn varpar skýru ljósi á þsð ofbeldi, sem kommúnistar höfðu þarna í frammi verður hún birt hjer áður en vikið verður nokkru nánar að afbrotum hinna dæmdu. — í dómsforsendunum segir svo: Firnumiklur flokks- hreinsunir í Rúmeníu 180 feíi. kommúnisla reknar PARÍS: — Nálega 180.000 manns hafa verið leknir úr kommún- istaflokki Rúmeníu. Að vísu liggja engar tölur fyrir frá stjórn landsins, er sanni þetta, en þetta mun samt öruggt. Svo er mál þetta með vexti, að formælandi rúmenska ræðismannsins í París hefir skýrt svo frá, að í Verkamannaflokknum hafi verið um milljón manna fyrir 2 árum síðan, er hann varð til fyrir sambræðslu kommúnista og sósíalista. 18 afhundraði reknir Alexandru Moghicrosh, rit- ari miðstjórnar Verkamanna- flokksins (kommúnista) skýrði frá því í seinasta eintaki aðal- tímarits flokksins, sem gefið er út í Búkarest, að 18% flokks fjelaganna hefði verið reknir. Talið er, að hreinsun þessi hafi byrjað í haust, er leið. Treysta fjöldanum ekki Af þessu sjest, að flokkurinn hefir beðið geysilegan hnekki. Þessi hreinsun á vafalaust ræt- ur sínar að rckja til þess, að leiðtogarnir í Moskvu treysta ekki allskostar löghiýðni og samhug fjöidans. Cambridge vaitn LONDON, 1. apríl — í dag fór fram róðrarkeppni milli Oxford og Cambridge, en keppni þessi þykir jafnan mikill viðburður í Bretlandi. Að þessu sinni vann Cam- bridge-háskólinn og hefir hann þá unnið 52 sinnum alls. Ox- ford hefir unnið keppnina 43 sinnum. — Reuter. 3900 drepn- ir í innrás SAN FRANCISCO 1. apríl — í kinversku útvarpi, sem hjer heyrðist til í dag, sagði frá því, að kínverskir kommúnistar hafi gert enn eina tilraun til inn- rásar á eyna Hainan, en hún hefði farið út um þúfur. í útvarpinu sagði, að 30 skút- um kommúnista hefði verið sökkt og 3000 hermenn hefðu verið dreppnir. Leifar innrás- arflotans flýðu norður á bóg- inn, og veittu fallbyssubátar þjciðernissinna þeim eftirför. —Reuter. Fimm menn falla SINGAPORE, 31. mai's. — Komm únistiskir ofbeldismenn sátu í morgun í launsátri fyrir nokkrum lögreglumönnum á austurhluta Malakkaskaga. Fjellu þar fimm af lögreglumönnunum. Sprenging í Verona VERONA, 1. apríl — Hin forna borg Verona skalf á grunni í kvöld, þegar yfir 400 gashylki sprungu þar. Brotin þeyttust mörg þúsund metra frá verk- smiðju þeirri, sem sprengingin varð í. Eldur, sem gaus upp, var kæfður eftir 2 tíma. Engan mann sakaði. — Reuter. Árás á ofbeldismennina LONDON, 1. apríl — Allmarg- ar flugvjelar úr breska flug- hernum gerði í dag þriggja stunda árás á stöðvar ofbeldis- manna á Malakkaskaga. Er þetta mesta árás, sem gerð hef- ir verið á ofbeldismenn komm- únista hingað til. — Reuter. Tillagan um þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu. Hinn 28. mars 1949 bar ríkis stjórnin fram á Alþingi svohljóð andi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gerast stofnaðili fyrir íslands hönd að Norður- Atlantshafssamningi þeim, sem fulltrúar Bandaríkjanna, Belgíu Frakklands, Hollands, Kanada, Luxembui'g og Noregs hafa orð- ið ásáttir um og prentaður er sem fylgiskjal með ályktun þessari.“ Áður en tillaga þessi kom fram hafði mikið verði um það rætt og ritað hvort ísland skyldi gerast stofnaðili að samn ingi þessum. Skoðanir um það voru skiftar og risu um þetta illvígar deilur í blöðum og á mannf-undum. Hjer í bæ voru blöðin yfirleitt fylgjandi aðild íslands að samningnum, nema Þjóðviljinn og Þjóðvörn, sem beittu sjer mjög gegn henni. Á Alþingi voru tvær umræður um tillöguna, hin fyrri þriðjudag- inn 29. mars kl. 10—21.35, en hin síðari miðvikudaginn 30. mars kl. 10—14.30. Að lokinni siðari umræðu var tillagan sam- þykkt með 37 atkvæðum gegn 13 og afgreidd sem ályktun Al- þingis. Lögreglan viðbúin til þess að halda uppi fviði og reglii. Vegna þess, hve ófrdðlega var látið gegn málinu og þeim, sem vitað var að því fylgdu á Al- þingi, var öllu lögregluliði bæj- arins boðið út báða umræðu- dagana til að halda uppi friði og reglu við Alþingishúsið meðan umræðurnar færu fram. Fyrri umræðudaginn urðu eng- ar óeirðir fyr en um kvöldið þegar dimmt var orðið. Um- ræðum var þá slitið og at- kvæðagreiðslu lokið og þing- menn yfirleitt farnir úr fundar- sal neðri deildar þegar grjót- kastið hófst á þinghúsið utan af Austurvelli og linnti því ekki fyr en brotnar höfðu verið 11 rúður í gluggum fundarsals neðri deildar og 3 rúður í aðal- inngangi hússins. Fjellu við þetta bæði glerbrot og steinar inn í þingsalinn. — Lögreglan. reyndi að sefa óspektalýðinn og fjarlægði hann frá húsinu út á Austurvöll. Fjell þá grjótkastið niður, en vegna myrkurs og \ mannfjölda gat iögrcglan ekki sjeð hverjir köstuðu grjótinu nje hverjir æstu til þeirra verka enda virtist grjótkastið koma nokkuð að baki mannfjöldan- um. Að loknum fundi hjeldu al- þingismenn heim óáreittir að því undanteknu að gerður var aðsúgur að utanríkisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins þegar þeir gengu frá þinghús- inu að Sjálístæðishúsinu við Austurvöll. Lögreglan verndaði för þeirra svo þeir k.omust inn í Sjálí- stæðishúsið. Óspektalýðurinn. hóf þá grjótkast á Sjálfstæðis- húsið og varð lögreglan þá að dreifa honum. FJellu óspektirn- ar þá niður þann dag. Eigi sá lögreglan hverjir að þessum ó- spektum stóðu og eigi hefur það orðið upplýst með ícrum hætti. Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.