Morgunblaðið - 02.04.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1950, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. apríl 1950. Frh. af bls. 1. ITundarboð kommúnista. Síðari umræðudaginn 30, mars, boðuðu Fulltrúaráð verkalýðsfjelaganna í Kvík og Verkamannaf jelagið Dags brún til útifundar við Mið- bæjarbarnaskólann kl. 1 e. - h. til að Reykvíkingum gæf- ist tækifæri til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu íslands í hernaðar- bandalag Norður-Atlants- hafsríkjanna enn einu sinni áður en Alþingi tæki fuiln- aðarákvörðun um málið eins og það var orðað í fundar- boðinu, og var skorað á al- menning að taka sjer frí frá störfum til að mæta á úti- fundinum. — Þennan sama morgun höfðu formenn stjórnarþingflokkanna I þriggja skorað á friðsama borgara að koma á Austur- völl kl. 12—1 þennan dag tii að sýna að þeir vildu að Al- þingi hefði starfsfrið. Mikill fjöldi fólks varð við þessari áskorun. Að loknum útifund inum við Miðbæjarbarna- skólann hjeldu fundarmenn að Alþingishúsinu. Af þess- um sökum safnaðist mikill múgur manns að þinghús- inu um \>g eftir hádcgið., enda var gott veður. Lög- reglan var öll á verði, búin tækjum, þ. á. m. tárngasí, ef á þyrfti að halda. Að- stoðarlið var að baki lögregl- unnar úti f yrir þinghúsinu og einnig inni í því. Klukkan að ganga tvö, eða nokkru eftir aS fundarmcnn af úti- fundinum við Miðbæjar- barnaskólann komu að þing- húsinu, hófust nokkrar ó- eirðir úti fyrir húsinu, hróp- uðu ýmsir „þjóðaratkvæði" og fleira og um það leyti sem atkvæðagreiðslan í þinginu hófst, en hún stóð álllengi yfir. var tekið að kasta grjóti, mold, torfi og eggj- um í húsið, að lögreglunni og yfir mannfjöldann. Grjót, mold og torf rifu menn upp úr vellinum. Keynt að sefa ¦óspekialýðinn. Nokkrir óspektamenn rjeð- ust á grindverk við Baðhús Eeykjavíkur, að því er virtist í því skyni að brjóta það og ná úv því bareflum, en lögregl- unni tókst að mestu að hindra það. Hún reyndi að sefa óeirð- arseggina og fjarlægja þá frá þinghúsinu. en eigi bar það ár- angur í fyrstu. Hófst nú meðan atk\ræðagreiðslan stóð yfir nœr ¦óslitin hríð að húsinu og þeim sem við það stóðu og var kast- að þeim hlutum, sem áður eru xrefndir. Með grjótkasti var brotinn fjöldi rúða í þinghús- snu og flugu steinar, sem inn Uxa glugga neðrideildarsalsins komu, víðsvegar um salinn. — ¦Glerbrot hentust einnig langt inn í salinn, en einkum lentu •þau þó við stóla forseta, ráð- herra og fundarskrifara, sem eiga sæti næst gluggunum. — Framhlið þinghússins ataðist ittcld og eggjum og lögreglan og og hjálparlið hennar varð ir:jög fyrir kasti þessu. æmt VERKSUMMERKI við Austurvöll eftir „skítkast unglinga", eins og blað kommúnista orðar það. „Þjóðin" frá Þórsgötu 1 þurfti að nota hraungr j átið úr blómabeðunum! Stór-háskalegar aðfarir. Grjótkastið var stórháska- legt mannþrönginni úti fyr- ir húsinu og þá fyrst og fremst lögreglunni og hjálp- arfiði hennar, sem næst stóðu húsinu, og verður sið- ar vikið að þeim slysum, sem það olli. Þegar kasthríðin hófst fyrir alvöru fjarlægði lögreglan mannf jöldann hús- inu norður undir líkneski Jóns forseta á Austurvelli. Óeirðaseggir beittu þá lög- regluna barsmíðum og grjót- kasti og varð hún að beita kylfum í harðri viðureign við þá og tók hjálparliðið þátt í henni. Að þessu loknu íærði lögreglan sig á norðurgang- stjettina við Kirkjustræti, en óeirðaseggir fylgdu eftir með grjóíkasti. Mannfjöldinn aðvaraður. Þegar hjer var komið var á- kveðið að dreifa mannfjöldan- um með táragasi, en áður en það var gert kallaði lögreglu- maður í hátalara í anddyri þing hússins aðvaranir um þetta til mannfjöldans og bað hann að hverfa á brott, en ella yrði að beita táragasi. Illa heyrðist í há- talaranum enda hávaði úti fyr- ir húsinu og mjög í sama mund og í hann var kallað hófust gasaðgerðirnar, Við þær þusti mannfjöldinn burt, en begar gasreyknum hafði ljett af Aust- urvelli sótti fólksstraumur þang að aftur. Var gassprengjum þá aftur kastað og völlurinn"hreins aður af fólki. Um kvöldið urðu óspektir á Austurvelli og þrjár sprengjur sprengdar þar svo að hús í nágrenni skulfu við og rúður brotnuðu í Sjálfstæðis- húsinu. Litlu síðar voru tvær sprengjur sprengdar þar í grennd og safnaðist þá hópur manna að lögreglustöðinni og hóf grjótkast á giugga hennar og braut þannig nokkrar rúður á norður- og vesturhlið henn- ar. Hóp þessum var síðan dreift með táragasi. Upp úr þessu fjöruðu óeirðirnar út og um kl. 1 um nóttina var komin kyrrð á í bænum. Ofagurt umhorfs Eftir óeirðirnar var ófag- urt umhorfs við Aiþingis- húsið og á Austurvelli. Rúð- ur voru sem áður segir brotn ar í húsinu og það atað auri utan, grjót- og moldarhrönn á göíunni framan við það og völlurinn og gangstigabrúnir á honum meira og minna i rifnar upp, en úr gangstiga- brúnunum höfðu óeirðasegg- irnir rifið upp grjótið, sem kastað var. Þingmenn fara úr þinghúsinu. Um leið og forseti þingsins sleit fundi tilkynnti hann bing- mönnum þá ósk lögreglustjóra að þeir færu ekki úr húsinu íyr en hann teldi það óhætt vegna óeirðanna úti fyrir. Urðu þingmenn við þessari ósk. Tveir þeirra ætluðu þó að fara út þrátt fyrir þessi tilmæli, en urðu þá fyrir eggjakasti og EINN hinna slösuðu lögregluþjóna, Ágúst Jónsson, þungt haldinn í sjúkrahúsi. hörfuðu þá aftur inn í húsið. Þegar mannfjöldanum hafði verið dreift komu bifreiðar að þinghúsinu og fóru þingmenn á brott í þeim. Við brottförina var veitst að forsætisráðherr- anum ög utanríkisráðherranum án þess þó að meiðsl hlytust af, en að öðru leyti komust þing- menn vandræðalaust á brott. Óeirðaseggirnir æstir upp. Eftir áðurnefndan útifund við Miðbæjarbarnaskólann kom jeppabifreiðin R. 6156 fram í sundið sunnan við Hótel Borg við Austurvöll og síðar í Pósthússtræti og var úr bifreið þessari kallað með hátalara til fólksfjöldans og virtust þau köll, einkum að þingmenn Sameiningarfl. al- þýðu, sósíalistaflokksins, væru fangar í þinghúsinu, hafa mjóg æsandi áhrif á þá, sem óeirðirnar höfðu í frammi, og kom aðalhríðjn að þinghúsinu og lögreglunni í'kjölfar hins síðasta þessara kalla. Verður nánar að þessu vikið síðar." Meiðsli á mönnum. Síðan eru rakin meiðsli þau, sem urðu á mörgum mönnum í þessari viðureign. Urðu nokkr ir lögregluþjónar fyrir stórfelld um meiðingum af völdum grjót- kastsins. Var það þó hrein til- viljun og mesta mildi að ekki skyldu fleiri menn slasast í hinu æðisgengna grjótkasti. í dómsforsendunum segir að í hinum mikla mannfjölda og við þær aðstæður, sem óeirð- irnar sköpuðu hafi lögreglunni veist mjög erfitt að taka eftir, hverjir það voru, sem óspekt- irnar höfðu í frammi og hafi það torveldað mjög alla rann- sókn málsins. Þáttur Stefáns Ögmundssonar. Þá rekja dómsforsendurn- ar þátt hinna ákærðu i óeirð- unum. Er þar fyrst vikið að Stefáni Ögmundssyni. Af framburði fjölmargra vitna þykir það sannað að hann hafi tvívegis talað í hátalara þann, sem kommúnistar höfðu sett upp á jeppabif- reið, er þeir höfðu til taks á staðnum. Höfðu ákærðu út- vegað sjer jéppa þennan, dag inn áður, þann 29. mars og: útbúið hann nauðsynlegurrn tækjum, magnara og hátal- ara. í bæði skiptin, senv Stefán Ögmundsson talaííi tii mannfjöídans í gegnum há- talara jeppans hnigu orð> hans í þá átt að æsa til ó- spekta. í síðara skiptið þyk- ir sannað að hann hafi sagi að þingmenn sósíalistallokks ins væru fangar í þinghúsinu og einnig talað um „land- ráðasamning" út af sam- þykkt Alþingis á þátttöku íslands í Atlantshafsbanda- laginu, Um þetta segir í dómsfor- sendunum: „Orð þau, sem samkvæmi: framansögðu er sannað að á- kærði Stefán Ögmundsson, mælti til fólksins í Kirkju- stræti og í gegnum hátalara í Pósthússtræti í umræti: skipti, beindust gegn Al- þingi og sjálfstæði þess, vorw eins og á stóð til þess fallirr: að æsa til frekari árása á Alþingishúsið og truflantK þingsins í störfum þess." Dómur Stefáns Ögmunds- sonar, sem einii og kunnugt er var 18 mánaða fangelsíi og svipting It!;sningarjettai' og kjörgengii,. er þannig: byggður á beim verknaði atí hafa forgöngu um æsingai.' til óeirða og :'srása. Grjótkastsliðið. Þrír hinn-i ákærðu, þeij? Stefán Sigurgeirsson, Stefnir Ólafsson og IVLigaús Jóel Jó- hannsson, serr. hlutu 12 mán aða íangelsi »g voru sviptii? kosningarjetíi og kjörgenga ævilangt, vovn dæmdir fyr- ir grjótkast, tvc-ir hinna fyri' nefndu fyrir að hafa kastatí því í þinghú,ið en sá síðast- nefndi fyrar að standa fram- arlega í hópi inanna, seni tóku þátt í átásinni á þing* húsið m. a. raeS grjótkastL Ofbeldi við lögregluna, skítkast og eggjakast. Á aðra hina dæmdu var þaS sannað að þeir hefðu tekið þátt í ofbeldi við lögregluna, skrU kasti og eggjakasti í þinghúsiy og fleiri þrifaverkum!! í þeim hópi voru þeir Jóa Kristinn Steinsson, Jón MúU Árnason, sem hlutu hvor un'j. sig 6 mánaða fangelsi, MagnuQ Hákonarson, Jóhann Pjeturs— son, Kristján Guðmundssoris, Garðar Óli Haildórsson, Guð-> mundur Jónsson, sem hlutvs fjögra mánaða fangelsi, Friðrik Anton Högnason, Gísli Rafn ís-» leifsson, Árni Pálsson, Guð-=> mundur Helgason, Páll Theó-» dórsson, Ólafur Jensson, Hálf-> dán Bjarnason og Hreggviðu).3 Stefánsson, sem hlutu þriggj;; mánaða fangelsi hver. i Óllum dómunum áfrýjað til Hæstarjettar. Allir hinir dæmdu haí'a á~> frýjað dómum sínum til Hæsta-» rjettar. Vegna þess, hversu um-» fangsmikið og sjerstætt þettai mál er, má gera ráð fyrir a'a meðferð þess fyrir Hæstarjetti taki alllangan tíma. Er dóms« úrskurður rjettarins því tæp- lega að vænta fyrr en ttvjög seint á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.