Morgunblaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 1
16 síðnr 37. árgangur 175. tbl. — Fimmtudagur 3. ágúst 1950. PrentsmlSJs Morgunblaðsiia Skriðdrekar sem mætasi í oruslum Rússneska skriðdrekategundin T-34 er milliþung gerð. Þessir skmVdrekar voru notaðir í seinustu iotu heimsstyrjaldarinnar oe' eru taldir fyrsta flokks skriðdrekar bæði vel vopnum búnir og hraðskreiðir. Bandarísku Patton skriðdrekarnir voru smíðaðir á síðustu mán- i.ðum heimsstyrjaldarinnar en komust lítið fram á vígstöðvarn- ar þá. Þeir eru af milliþungri gerð og eru frásagnir af því að cinn slíkur skriðdreki hafi staðist í langan tíma árásir margra T-34 skriðdreka í bardögum í Kóreu. Bléðug bylting vur yfirvonundi í Belgíu Harðar deiiur ■ • í Oryg^isráði LAKE SUCCESS, 2. ágúst. — Annar fundur Öryggisráðs S.Þ. undir forsæti Jakob Maliks, var haldinn í dag. í upphafi fund- ar mótmælti Malik enn sem fyrr setu kínverska þjóðernis- sinnafulltrúans. Eftir það hófust harðvítugar deilur um það hvaða mál ætti að ræða fyrst á fundum Öryggis ráðsins. Malik vildi láta ræða setu kínversks fulltrúa í Örygg- isráðinu og hjelt áfrant upp- teknum hætti um svívirðingar í garð fulltrúa Þjóðernissinna. HÖFUÐVERKEFNI AÐ HALDA VIÐ FRIÐI Fulltrúi Bandaríkjanna, Aust in og Bretlands, Gladwyn Jebb mótmæltu þessu. Sá fyrrnefndi benti á það, að Öryggisráðið hefði lýst því yfir, að árás kommúnista á S-Kóreu væri ógnun við friðinn. Þar sem það væri höfuðverkefni Öryggisráðs ins að halda við friði í heimin- um, ætti fyrst að ræða Kóreu- niálið. Malik svaraði á þá leið, að Rússar rnyndu konta á friði í Kóreu ef Pekingstjórnin fengi sæti í Öryggisráðinu. Þar sem það væri besta leiðin til að koma á friði í Kóreu, ætti fyrst að ræða um sæti Kínverja. ENGIN HROSSAKAUP Þessu mótmælti Jcbb, fulltrúi Breta. Hann sagði, að Kóreu- málið og málið um setu kín- versks fulltrúa væru óskyld og hafnaði því algjörlcga að ganga að hrossakaupum við Rússa: Sæti Kínverja fyrir frið í Kóreu Málið um setu Kínverja mætti ræða sjer, en fyrst yrði að ræða Kóreumálið. Umræður hjeldu áfram fram eftir nóttu. En nú er all! róiegl í landinu Einkaskoyti til Mbl. frá Reuter. BRÚfeSEL, 2. ágúst. — Allt er nú að verða með kyrrum kjörum í Belgíu eftir rósturnar í sambandi við konungskomuna. Jafn- aðarrtienn hafa sætt sig við samkomulag það sem flokksstjórn þeirrá gerði við kaþólska flokkinn um valdaafsal konungs. Kommúnistar vilja áfram- haldandi róstur. Verslanir og kaffihús eru nú opnuð í Brussel og í kvöld fóru sporvagnar að ganga reglulega. Sama er að segja úr öðrum landshlutum. — Sprengjúr sprungu á nokkrum stöðum í Belgki s. 1. nótt og smáuppþot hafa orðið. Það er talið stafa frá kommún.istum, sem í ólg- unni reyndu að æsa til bardaga og byltingar en þykir nú súrt í broti að geta ekki valdið meiri óspektum. I dag fór fram jarðarför þriggja manna, sem biðu bana við skot frá lögreglunni í götu- róstum í Liege. Oskaplegur mannfjöldi safnaðist saman við útförina. Telja menn að þar hafi verið saman komið hátt í 100 þús. manns. Blöktu fánar í Vallóníu í hálfa stöng. I Það er nú fyrst að koma í ljós, hve ástandið var alvarlegt í Belgíu áður en konungur lýsti yfir valdaafsali sínu. Það hafa borist öruggar fregnir af því, að jafnaðarmenn hafi safnað tugþúsundum manna saman fyrir austan borgina, sem áttu að gera innrás í borgina á þriðjudag og hefja þannig blóðuga byltingu í landinu. Skógarbruni í S-Frakklandi TOULON, 2. ágúst — Hermenn og sjálfboðaliðar hafa nú unn- ið að því samfleytt í þrjá daga að slökkva skógarelda. sem kom ið hafa upp í Maures-hæðum skammt frá Toulon á Miðjarð- arhafsströnd Frakklands Tjón- ið er metið á fleiri milljón franká. — Reuter. íyrkir reiðuhúnir aé senda her ii! ECéreu ANKARA, 2. ágúst — Tyrk- neski hermálaráðherrann Refik Ince tilkynnti í dag, að Tyrkir væru að hugsa um að senda eina hersveit (regiment) til hjálpar S-Kóreumönnum. Er sagt að aðeins sje beðið eftir áliti herstjórnar S Þ. í Tokyo. Tafir á aðgerðum ■ ■ Oryggisráðs brot við stofnskrá 5. Þ. WASHINGTON, 2. ágúst — Acheson utanríkisráðh Banda- ríkjanna sagði í dag, að það væri brot á sáttmála S. Þ. ef Rússar ætluðu að reyna að tefja fyrir eða skaða aðgerðir Or- yggisráðsins í Kóreumálunum. Taldi hann þetta augljóst, þar sem Öryggisráðið hefði lýst yf- ir að árás kommúnista í Kóreu væri ógnun við friðinn. —Reuter. la^dorískt úrvalslið steig d land í Kóreu Taiíð að kommúnisfar hafi tapað kapphiauginu Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. TOKYO, 2. ágúst — Meginhluti 1. herfylkis landgönguliða Bandaríkjanna er stiginn á land á Kóreu og þegar að komast fram á vígstöðvarnar. Þetta hefur gert hersveitum S. Þ. kleift að koma fram allkröftugu gagnáhlaupi við suðurströndina. Til- kynnt var í dag að borgin Kumchon á járnbrautarlínunni milU Taejon og Tegu væri fallin í hendur kommúnista. Angarsst.aðar á víglínunni hafa verið harðvítugir bardagar en hvorki rekið sð nje frá. Kommúnistar hafa beðið óvenju mikið tjón af fíug- arásum vegna þess hve mikla áherslu þeir leggja á að hraða sólcn sinni sem mest. Enn r?sijósnar' rjeftarhöld PRAG. ?. ágást — 30 manns, sem vorn fyrir rjetti í Liberec í norftur- hluta Bæheims voru í dag dæmdir illir í langvarandi fangelsi. — Reuter. 150 skip III liðs- flulninga WASHINGTON, 2 ágúst — 150 stór flutningaskip hafa ver- ið skrásett að undanförnu til þess að flytja herlið, vopn og vistir til S-Kóreu. Flest eru skipin bandarísk. Þó eru þrjú kanadísk og eitt griskt. Málfræðingamóf í Hefsingfors HELSINGFORS, 2. ágúst — Nori'ænt málfræðingamót hófst hjer í Helsingfors í dag með því að próf. Langfors rektor Hels- ingfors háskóla hjelt setninga- ræðu. I mótinu taka þátt próf- essorar frá öllum Norðurlönd- um. — NTB.___________ Yfirmaður 1. herfylkis landgönguliðanna Graves B. Erskine hershöfðingi er yfirmaður 1. herfylkis land- gönguiiða Bandaríkjanna, sem nú er komið til Kóreu. Hann er reyndur herforingi úr síð- ustu heimsstyrjöld, stjórnaði m. a. landgöngunni á Iwo-Jima 1945. Stærri skriðdrekar Undanfarna daga hefur 2. fót gönguliðsherfylki Bandaríkj- anna gengið á land í S.-Kóreu og í dag var lokið landsetningu 1. herfylkis landgönguliðs Bandaríkjanna. Landgöngulið- arnir eru sjerstaklega vel búnir hergöngum. Undanfarið hafa Bandaríkjamenn einkum beitt svokölluðum Patton-skriðdrek- um í Kóreu, en landgöngulið- arnir hafa þyngri og sterkari skriðdreka af svonefndri Pers- hing-gerð. Auk þess eru þeir vel búnir fallbyssum og skrið- drekabyssum og hafa eldvörp- ur. Er þetta úrvalalið, sem talið er að muni spyrna rnjög við gegn sókn kommúnista. Sókn S.Þ. við suðurströndina Áhrifanna af komu þeirra er þegar farið að gæta. Bandaríkja menn við suðurströndina hófu allkröftuga gagnsókn og tóku nokkrar hæðir rjett fyrir aust- an borgina Chinju. — Er þessi sókn talin muni neyða skrið- dreka kommúnista hjá borg'inni' Masan til að snúa við eða eiga á hættu að verða einangráðir. Kommar taka Kumchon Á miðsvæðinu urðu Banda- ríkjamenn að láta undan síga meðfram veginum cg járnbraut arlínunni til Taegu. — Munaði minnstu að kommúnistum tæk- ist að umkringja liðið við borg- ina Kumchon, en það komst undan í góðu skipulagi og hef- ur myndað enn nýja. varnar- línu. Yfirráð kommúnista yfir borginni Chinju við suðurströnd ina veldur óþægindum á sam- göngukerfi Bandaríkjamanna. Kapjihlaupið tapað Kommúnistar leggja ofur- áher.slu á að hraða sókn sinni áður en síaukinn liðsafli berst. En herfræðingar eru á þeirri skoðun, að með komu land- gönguliðanna hafi þeir tapað því kapphlaupi. Þar með verði hersveitir S.Þ. ekki reknar. í sjóinn. Vegna ákafa kommú.n- ista hefur flugvjelum S.í*. gef- ist tækifæri til að baka þehn meira tjón en nokkurntíma áð- ur, bæði á fótgönguliði og skrið drekum._________________ Gift aftur eftir 40 ára skilnað Everette, Massachusetts. — Walter Simpson er 76 ára og Ada Whittemore er 72. Árið 1898 gift- ust þau, en skildu 1912. Um dag- inn giftyst þau aftur eftir 40 ára skilnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.