Morgunblaðið - 03.08.1950, Page 9

Morgunblaðið - 03.08.1950, Page 9
Fimmtudagur 3. águst 1950. UORGVTiELAB f B B írelar samstilfir sem fyr i utanrikismálum KARL STRAND læknir var hjer á ferð fyrir nokkrum dög- um, en er nú aftur kominn heim til sín til London. Þar hefur hann verið búsettur 9 ár og er læknir við spítala þar. Morgunblaðið spurði hann almæltra tíðinda frá Englandi, og komst hann m. a. að orði á þessa leið, er það barst í tal, hvernig almenningi þar í landi litist á ástandið í heimsmálun- Jim. -— Almenningur í Englandi, sagði hann, má ekki hugsa til þess. að ný styrjöld brjótist út. Menn eru vfirleitt fámálugir um þessa hluti. 'AIlir citt. En þegar Attlee forsætisráð- herra tilkynnti þinginu, að stjórnin hefði boðist til, að senda breska flotadeild til að- stoðar í Kóreu, þá stóð allur þinaheimur og öll þjóðin með faonum í þessu máli. Churchill, sem annars hefur verið aðal andmælandi ríkis- stjórnarinnar í Parlamentinu, Varð fyrstur til þess að standa tipp og lýsa ángæju sinni yfir þessari ákvörðun jafnaðar- mannastjórnarinnar. Hann hef- ur þó að vísu, eins og mönnum er kunnugt, ýmislegt út á iáð- stafanir ríkisstjórnarinnar að setia ekki síst í hermálunum. Síðan hafa Breiar ákveðið, eins og kunnugt er, að senda landher til Kóreu. Mjer þykir líklegt, að beim sje ekki um, eins og sakir standa að senda þangað öflugt lið. Þeir hafa í ýms horn að líta þar austur frá, eins og t. d. að verja Hong Kong ef til kæmi. Fyrir nokkrum dögum sagði Sir Stafford Cripps, að þó mikl- ar væru skattabyrgðarnar, sem þurft hefði að leggja á almenn- ing. þá myndi enn vera hægt að finrta fje, til þess að stand- ast hað, að auka á hervarnir landsins, ef þjóðin þyrfti að verja sig heima fyrir. Dretíið úr flokka baráttunni. Þó enn slái í brýnu í þinginu viðvíkjandi hermálunum eins og undanfarna daga, þá er það alltaf sama sagan, að þegar á reynir í utanríkismslum, standa Bretar sameinaðir. Síðan Kóreustyrjöldin braust út, hefur allmikið dregið úr hinni hörðu flokkadeilu í þing- ínu milli jafnaðarmanna og stjórnarandstöðunnar. Frá því kosningar fóru fiam og at- kvæðamunur stjórnarsinna og Stjórnarandstæðigna varð svo lítill. hefur alltaf verið mikill Viðbúnaður í þinginu í hvert skipti sem merkar atkvæða- greiðslur hafa átt að fara fram. Því er fylgt eftir nákvæmlega frá báðum hliðum að allir þing- snenn mæti við merkar at- kvæðagreiðslur. Hefur verið gensið svo hart fram í þessu, að hvað eftir annað hefur orðið að bera sjúka menn inn í þing- salinn til þess að þeir geti tekið þátt í atkvæðagreiðslu. Þetta er hýlunda í breska þinsinu, því þegar meiri at- kvæðamunur hefur verið milli Stjórnarsinna og stjórnarand- stöðunnar, hefur fundarsóknin í Parlamentinu verið mjög mis- jöfn, og laus í reipum. Stáliðnaðurinn. Stjórnarmeirihiutinn stóð einna tæpast að vígi. þegar kom til atkvæðagreiðslu um þjóð- nýtingu stáliðnaðarins. Var þá jafnvel búist við að ^tjórn Atílee mundi falla Því þessi Samtal við Karl Strand lækni ráðstöfun hennar var fremur illa þokkuð. Svo hart var gengið eftir því meðal stjórnarsinna, að allir þingmenn mættu við atkvæða- greiðsluna, að stjórnin hjelt velli, í það sinn. Stáliðnaðurinn hefur verið rekinn með hagnaði og á hon- um verið betra skipulag en t. d. á kolanámurekstrinum. Þjóðnýtin g kolanámanna. Þjóðnýting kolanámanna mætti mikilli mótspyrnu um það leyti, sem hún var að kom- ast á. En dregið hefur úr þeirri andstöðu síðan. ! Að vísu befur námugröftur- ,inn veri.ð rekinn með tapi, síð- Jan ríkisreksturinn komst á og kolin hafa hækkað í verði. En verðlag hefur yfirleitt farið hækkandi í Englandi upp á síð- kastið. En víða var námugröfturinn rekinn með allt of ljelegri tækni. Eigendurnir höfðu ára- tugum saman engar umbætur gert á námunum, svo afköst manna þar voru mjög lítil og aðbúnaður allur slæmur. Rekst urinn i hinni mestu niðurníðslu. Nú hefur námugreftrinum verið breytt í meira nýtísku horf og aðbúnaður námumanna breytst til batnaðar. Jeg geri því ráð fyrir að þjóðnýting á kolanámunum hrddi áfram í Englandi m. a. vegna þess að fyrri eigendur kæra sig ekki mikið um að taka við námun- um aftur. Utflutningur á kolum var mjög lítill á styrjaldarárunum en hefur aukist að mun. Kolin eru að vísu ennþá skömmtuð til heimila i Bretlandi. Það eru ekki nema 36 vættir, sem hvert heimili fær á ári, eða nokkuð innan við 2 tonn. Með þessu er hægt að halda einu eldstæði hituðu. En verslun með koks er frjáls, og bætir það mik ið úr skák. — Hvað um efnahag almenn- ings frá því sem áður var? — Það er áberandi hve efna- hagur þjóðarinnar hefur jafn- ast síðustu ár. Auðmennirnir eru færri en áður var. Með nú- vildandi löggjöf og tilbögun í fjármálum yfirleitt er ekki hægt, í sama mælikvarða og áður var að raka saman fje á einstakra manna hendur. Það dregur líka rnjög úr auðsöfnun, hve mikið af eignum manna fer í erfðafjárskatta, þegar þeir falla frá. Batnandi hagur þeirra aumustu, — Hafið bjer ekki sem lækn- ir í London fengið nokkur kynni af líðan fólksins í fátækra hverfunum? Jú, jeg hef einmitt haft tals- vert saman að sælda við fólkið sem þar á heíma, og sjeð hvaða breytingum líðan þess hefur tekið. Fyrir styrjöldina voru kjör þessa fólks fyrir neðan all- ar helJur. I styrjöldinni breyttist þetta. Þá var ekki lengur um neitt atvinnuleysi að ræða, eins og oft áður.. Og þá urðu nauðsyn- legustu matvæli ódýrari en áð- ur yar, í sarr.anburði við kaup það, sem greitt var, yegna þess, áð verðlaginu á.hinum skömmt- uðu matvörum var haldið niðri með ríkisframlagi. Það fer venjulega svo, að ; þegar einhver hlutnr er skammt Kacl Strand. aður, þá vilja menn fá „sinn skammt". Þi fór almenningur að kaupa þau matvæli sem hverjum var ætlað með skömmt uninni og viðurværi almennings varð jafnara. Nú er skömmtun- inni að miklu leyti ljett af. Enn er skammtað kjöt., smjör, sykur og sælgæti. Matvæli eru raunverulega nægileg í landinu eins og nú er komið, þó skammturinn sje ekki stór. A veitingahúsunum fær maður mikið ríflegri mál- tíðir en áður. — Er langt síðan þjer fenguð lækningale^Ti í Englandi? — Jeg fjekk strax lækninga- leyfi til bráðabirgða er jeg kom þangað. Er læknyrnir komu heim ur styrjöldinni misstu ýmsir læknar bráðabirgðaleyfi sín. En aðrir fengu það full- gilt, og jeg var meðal þeirra. F átækrah verf in. Mareir að spítölum Lundúna eru i íátækrahverfunum eða í nánd við þau. En margir spítal- arnir voru upprunalega reknir sem líknarstofnanir til að ann- ast um það, að fátæka fólkið gæti fengið læknishjálp. Aður en ríkisrekstur komst. á heil- brigðismálin og áður en þátt- taka í sjúkrasamlögum var lög- boðin, voru líknarspítalar einu stofnanirnar sem fátæka fólkið gat farið til, til læknishjálpar. Fátækrahverfin eru, eins og menn vita aðallega í austur- hluta borgarinnar eða East End. Hverfi þessi hafa nú mörg breytt mjög um svip frá því sem áður var. Byggingarnar í þessum hverf um eru aðallega með tvennum hætti, annaðhvort eru það lang- ar raðir tvéggja hæða húsa, ellegar stórhýsi með 100—200 íbúðum hvert. Stórhýsi þessi Voru aðallega byggð á Victoriu tímunum. I þeim hafa íbúðirn- ar verið lakastar. þar sem stór- ar fjölskyldur hafa orðið að hýrast í tveggja herbergja íbúð um og hvorki húsunum eða húsgögnunum hefui verið hald- ið við í mörg ár En möguleik- ar á hreinlæti mjög af skom- um skammti. Mikið hefur verið af því gert, að rífa niður þessi aumustu hverfi. Sumstaðar hefur niður- rif verið óþarft vegna þess að húsin voru eyðilögð í st.vrjöld- inni. Reynt er nú efti.r megni, að dreifa úr byggðinni, byggja ný hverfi í útjöðrum borgarinnar óg. sjá til þess, að fátækasti hluti fólksins geti flutt í þau, með þeim kjörum að það geti hald- ið íbúðunum. Af þessu hefur leitt að bygg- ingarefni til annara íbúðarhúsa bygginga hefur verið af skorn- um skammti í landinu. Það eru einstaka borgarhverfi sem aðal iega fá leyfi til nýrra bygginga. Einstal-dingar sem hafa viljað byggja upp á eigin spýtur, hafa því orðið að bíða. Oft virðist manni að það muni taka meira en eina kyn- slóð að breyta fólkinu, sem var í mestu eyrndinni áður. Fólkið hefur verið svo aumt, að það hefur eldd haft þroska til að hagnýta sjer bætt húsakynni. Ríkisrekstur hcilbiigðismála. Þjóðnýting spítalanna hefur nú staðið yfir. í meira en ár. Það stóð talsverður styrr um, hvort rjett væri að koma ríkis- 1 rekstri á heilbrigðismálin. Að ' vísu bar öllum saman ufn, að j mikilla umbóta væri þörf í þess um málum. En aðalatriðið var, hvort ýmsar stofnanir sem starfa að heilbrigðismálunum ættu að fá að hafa sömu stjórn og áður, ellegar ríkið ætti að taka við því öllu saman. Annað deiluefni var það, hve mikinn þátt læknarnir sjálfir ættu að hafa í stjórn heilbrigðis málanna. Ýmsir menn óttuðust að atháfnafreJsi stofnananna og læknanna siálfra k\rnni að verða of skert ef ríkið tæki við öllum þessum málum Niðurstaðan varð sú, að ríkis rekstur varð á öllu saman með örfáum undantekningum, þar sem nokkrir einkaspítalar fá að starfa með sama sniði og áður. BannaS aS „selja praxis“. Praktiserandi læknum var gefinn kostur á að gerast starfs menn hiá ríkinu. Þeir læknar sem ráðnir voru við spítalana áður, eru nú einnig í ríkisbjón- ustu. Spítalalæknar í Englandi hafa yfirleitt verið mjög lágt iaunaðir, langflestir höfðu nraksis utan spítalaþjónustunn- ar. Gert var ráð fyrir, að þeir hefðu framfæri sitt að miklu leyti af starfinu utan spítal- anna, og tiltölulega algengt var að læknar voru hjá gömlum sjálfseignasnítölum fyrir ekk- ert kaup. Einkanlega voru það Jæknar sem voru ungir og voru að vinna sig áfrarn. Reynslutíminn er enn of stuttur til að segja, hvernig ríkisreksturinn heppnast. En tvímælalaust er þetta til bóta fvrir bann hJuta þióðarinnar, sem erfiðast átti með að greiða hæknishiálp. Meðal þess fólks hefur aðstaðan batnað til muna. Um Jeið og ríkisrekstur komst á bessi mál, komst all- mikiIJ skr;^ur á ýms heiJbdgðis mál í landinu, eins oa stofnan- ir sem nnnið hafa að tilraun- um og vísindaiðkunum, og aJ- mennar eftirJits=tofnanir fyrir börn og konur hafa verið styrkt ar. Úttasi skrifstofuva’.dið. Frá sjónarmiði Jæknanna er bó ýmislegt sem orkar tvímælis um framkvæmd heilbri.gðislag- rýna. Læknar er hræddastir ýið. að áhrif þeirra á stjórn þeilbrigðismáJ.anna fari minnk- ándi. og stjórri þessara mála lendi meira og meir í höndun- um á hinu mikla skrifstofu- valdi. En það telja þeir, sem eolilegt er, að geti orðið hættu- legt, ef ekki til mikils tjóns þeg ar fram í sækir. Fyrir unga lækna, sem byrja að stunda lækningar, er aðstað- an betri en hún áður var, Þeir þurftu áður að kaupa praxisinn þ. e. a. s. ungir læknar tóku við sjúklingum á stofum eldri Jækna, og greiddu honum fyrir það mikla upphæð. Þessi sala á praksis er nú bönnuS með lög- um. I stað þess sækja læknar um leyfi til heilbrigðisstjórnarinn- ar, til að fá að hefja lækningar í ákveðnu hjeraði eða borgar- hluta. Ef litið er svo á að fleiri lækna sje þörf, þá eru þeir ráðn ir af ríkinu til þess að stundá lækningar á þessum stað. En það er ekki hægt að senda lækna eða skipa þeim að fara á ákveðna staði eða í ákveðnar borgir. Karl Strand hefur að sjer- grein tauga og geðsjúkdóma Viftnur hann m. a- við spítala sem áður var rekinn af Lund- únaborg en er nú ríkisspítaH. Hann er ákaflega vinsæll mað- ur, bæði hjá Islendingum sem búsettir eru í London og meðai þeirra sjúklinga er til hans leita. Er hann hafði skýrt frá þess- um almennu málum þar í landi, sagði hann mjer frá ýmsum nýjungum á sviði sinnar sjer- greinar. En það yrði of langt mál, að rekja þá frásögn hans. Keppni Vals við Vaalerengen OSLO, 25. iúlí — Valur ljelr fyrsta leik sinn í Noregi mánu- daginn 24. júlí á Bislett. Því miður var rigning um daginn, og einnig rigndi nokkuð á með- an leikurinn stóð jriir Vaaler- engen hafðí reiknað um 6—-7 þús. áhorfendum. en veðrið kom í veg fyrir að þeir væru nema 2000. Valsmenn voru nokkuð sein- ir til í fyrstu og líf færðist ekki í leik liðsins fyrr en Vaaler- engen skoraði fyrsta mark sitt eftir 6 min. Mínútu síðar jafn- aði GunnJaugur Lárusson með skalla. Eftir 20 mín skoraði Leif Olsen annað mark Norðmann- anna, en hann hafði einnig sett það fyrsta. Sveini Helgas'rni tóksfað jafna á 40. mín. eftir gott upphlaup. Frá 30—40 mín. í fyrri hálfleik lá mjög á Vaaler engen. en slcotmenn vantaði í framlínu Vals. Ellert buðust nokkur tækifæri, en hann gaf knöttinn til annars í stað þess að skjóta sjálfur. Annars vil jeg undirstrika áð allir leikmennirnir sýndu góð- an leik, en Sveinn Helgason var þó áberandi bestur, og ef til vill var hann besti maður vallar- ; ins. Ellert var góður og einnig , Sæmundur Gíslason. „Aldurs- forset.inn' Sigurður Olafsson var ótrúlega góður á þessari þuncro braut. Ursbtin voru rjettmæt. Hvað segja svo hinir norsku vinir okkur um Vál? Liði* er betra en KR í fyrra. Meiri knattsnyrna. Lið Vaale,'engen var einnig sterkara en þá. Auðvitað hgfa íslendinearn- ir farið til HolmenkoJJen bg Frognerseteren og slcoðað ráð- húsið og Vigelundssáfníð. Fftir leikinn sátu leikmenn bee.eja fjelaganna boð hjá Vaalerengen og skemmtu menn sjer þar vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.