Morgunblaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIB Fknmíudagur 3. ágúst 1950. PitrpntMiiMÍ Víkverjg skrífar. y p DAGLEGA LÍFINU Ctg.: fi 1. Arvakur, Reykjavlk. irramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (&byrg0ar«, i Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: t Austurstrœti 8. — Sími 1600. , Lcabók: Arni Óla, siml 8045. Askriftargjald kr. 14.00 & ménuði, 1nn»níaTTit«i t lauaaaðla S6 aura cintaklð. 85 aura mtð Lcsbók. Siglingar eru nauðsyn JÆGAR send voru boðsbrjef út til almennings til þátttöku í Eimskipafjelagi íslands, var hið forna máltæki haft að eink- unnarorði: „Navigare necesse“, — siglingar eru nauðsyn. 'Stofnun hins íslenska skipafjelags vakti þann fögnuð með- eV almennings í landinu, sem ógleymanlegur er, öllum sem þá voru komnir til vits og ára. A þeim rúmlega hálfum fjórða áratug, sem liðinn er síðan, hefir oltið á ýmsu í þjóðmálum íslendinga. En þrátt fyrir ýmsa misvinda, breytingar og straumhvörf hefir almenningi í lándinu altaf verið það jafnljóst, að fyrir eyþjóðina fámennu eru siglingar altaf jafn nauðsynlegar. Jafnvel margfalt nauð- synlegri nú, en þá vegna þess að flutningaþörfin hefir rnarg- faldast síðan. ,Og nú hefir Eimskipafjelagið lyft grettistaki til þess að vera samkeppnisfært á sviði farþegaflutninga til landsins, ineð bygging Gullfoss hins nýja. ★ 'Útaf deilu um kaup og kjör matsveina og þjóna á skipum 'Eimskipafjelagsins og Ríkisskipa hefir þessi stjett skipveii- anna hafið verkfall. Hjer skal enginn dómur á það lagður, hvórt kaupkröfur stjettarfjelags matsveina og framreiðslumanna, eru sann- gjarnar eður eigi. Oft sýnist sitt hvorum í slíkum málum. Báðir aðilar hafa hjer í blaðinu gert grein fyrir sínu sjónar- iniði. Og vafalaust verður að því unnið, að leysa þessa deilu við fyrstu möguleika. En fullyrða má, að frá sjónarmiði almennings er það ekki aðalatriði þéfesa máls, hvort mánaðarkaup viðkomandi manna verður nokkrum krónunum hærra eða lægra. Hitt líta menn fyrst og fremst á, að það má ekki koma fyrir að hvert stjettarf jelagið af öðru, sem hefir með höndum málefni skipshafnanna á kaupskipaflotanum, geti efnt til kaupdeilna og verkíalla á víxl og haldíð skipunum í höfn af þeim sökum. Þeir sem hafa stjórn útgerðarinnar með höndum og stjórmr stjettarfjelaganna verða að koma sjer saman um, að uppsögn samninga um kaup og kjör allra manna á skipunum verði bundin við ákveðin tímamót og trygður sje vinnufriður í skipunum samningstímabilið út. Siglingarnar eru lífæð atvinnulífsins, og þjóðlífsins í heild að miklu leyti. Þeir sem við farmenskuna vinna, verða að sjálfsögðu að hafa rjett til þess að. gera þær kröfur, sem þeim sýnist. Til þess að fá fullgilda skipshöfn á flutningaskipin, þarf útgerðin nú að ráða þangað menn, sem tilheyra 5 eða 6 • stjettarfjelögum. Meðan engar reglur eða ekkert samkoimi- lag er, um ákveðinn samningstíma allra þessara fjelaga, er það nú mögulegt, að skipafjelögin fái að gh'ma við verkföll annan hvorn mánuð ársins. Til þess að flutningaskipin og farþegaskip geti fullnægt hlutverki sínu, verða útgerðarstjórnirnar að gera margs- konar samninga við fjelög og einstaklinga og ráðstafanir fyrir framtíðina. Fái farþegar t. d. ekki vissu um, að skipm geti haldið leiðar sinnar nokkurn veginn á tilteknum tíma, missa skipin að sjálfsögðu af farþegunum. Og þannig mætti lengi telja. Með nágrannaþjóðum okkar gilda samningar við skips- hafnimar í heild fyrir ákveðin tímabil, sem jafnvel ná yfir tvö ár í einu. Því þar er sú nauðsyn viðurkend í verki, að ekki megi trufla samgöngur á sjónum þó fáeinir menn í einu á skipunum, verði ósáttir við útgerðarstjórnirnar um kaup og kjör. Verði ekki hægt að koma manneskjulegu skipulagi á samn ingagerðir milli útgerðanna og skipshafnanna, eins og þ\h sem haft er á þessum málum með öðrum siglingaþjóðum, þá er ekki hægt að skoða þau málalok öðruvísi en að íslenska þjóðin sje farin að vanmeta þá nauðsyn, sem hún áður hefir skilið, að hafa öruggar skipaferðir milli íslands og annara landa og eins með ströndum fram. „SPÁNVERJAR NORÐURSINS“ SUÐURLANDABÚAR þykja menn frekar værukærir og hafa orS fyrir að fresta því jafn an til morguns, sem þeir gætu gert í dag. — Frægt er spánska orðið ,,manana“, sem þýðir „á morgun“ og er það orð, sem oftast er nefnt í spænskri tungu. — Nú sje jeg í sænsku blaði, að íslendingum er líkt við þessar suð- rænu þjóðir, sem vilja geyma allt til morg- uns, sem þeir geti ger í dag og nefnir blaðið ísendinga „Spánverja Norðursins“. • HINN ALKUNNI SLÓÐASKAPUR ALKUNNA er það, að íslendingar svara helst ekki brjefum. Þeir gera heldur ekki boð á undan sjer þegar þeir eru á ferðalagi og ef þeir láta vita af sjer koma þeir ekki á rjett- um tíma/ Hvort að þetta er þjóðarkostur, eða þjóð- arlöstur skulum við hugsa um „manana“ — á morgun. En hinu verður ekki neitað, að nokkur gjaldeyrissparnaður er í því að svara ekki sendibrjefum, því bæði pappír og blek er keypt utanlands frá. • REYNSLA SVÍANS EN ÞAÐ var Svíinn, sem skrifar skemmtilega grein um þetta allt saman í Svenska Dagblad- et nýlega, sem jeg ætlaði að segja ykkur frá. Reynsla hans er gott dæmi um nærgætni ís- endinga við gistivini sína erlendis. í stuttu máli er reynsla Svíans þessi: Hann átti von á stúlku í heimsókn frá íslandi. Svíinn hafði notið gestrisni fólks hennar og vildi gera allt, sem í hans valdi stóð til að endurgreiða þá gestrisni. • „KEM SENNILEGA MIÐVIKUDAG“ „JEG KEM sennilega næsta miðvikudag", skrifaði sú íslenska frá Oslo. Nú kem jeg á- byggilega næsta miðvikudag“, skrifaði hún nokkrum vikum síðar. Svíinn tók sjer frí frá vinnu þenna dag. Nú skyldi halda veislu upp í íslenska vísu. Vin- um var boðið,,,sem þekktu, til íslands. Stórt borð pantað í Lorensberg-veitingahúsi. En íslenska stúlkan kom vitanlega ekki á miðvikudaginn, eíns og hún hafði sagt. » EKKI VAR ÖLL NÓTT ÚTI EN RAUNUM hins gestrisna Svía var ekki lokið enn. Hann beið á járnbrautarstöðinni, ók út á flugvöll og var viðstaddur er hvert farartækið á fætur öðru kom frá Oslo, en ekki birtist gesturinn. Þá tók hann sig til og skipti þremur krónum í tíeyringa til að aflýsa boðinu. Gestirnir voru þá allir lagðir af stað heiman frá sjer og komnir í strætisvagn- inn á leið í gildið. ÍSLENSKT KVÖLD ÚR ÞESSU varð svo íslenskt kvöld. Við röbb- uðum saman um ísland og íslendinga, sung- um íslenska söngva, og töluðum um, að ekki væri mikið að reiða sig á það, sem íbúar Söguejúunnar segðu. — Næsta kvöld voru það vinirnir, sem áttu að sjá fyrir skemnituninni. Sú íslenska var ekki mætt ennþá, en hvaða Gautaborgara dettur í hug að afþakka borð á Lorensberg? ísle-nskur fáni og sá sænski skreyttu borðið og hljómsveitin ljek ,,Ó, guð vors lands“. — En ekki var sú íslenska mætt. Hún kom klukkan 2 um nóttina, en þá sat móttökunefndin við söng og þótti ekki taka því að fara niður á járnbrautarstöð. því að fara niður á járnbrautarstöð. (Ilver láir henni það?) ÐAUFAR MÓTTÖKUR NÆSTA DAG þurfti Svíinn að vinna og gat ekki beðið um meira frí. Um helgina bauð hann vinstúlku sinni frá íslandi út, en það var ósköp dauf og bragðlaus vikulok. Svíinn var lengi að átta sig á. að þegar íslendingur segir miðvikudagur getur hann alveg eins átt við hvaða dag vikunnar, sem er, annan en mið- vikudag. Þetta var sagan um raunir Svíans. sem ætl- aði að taka vel á móti íslenskum gesti, sem hafði gert honum greiða á íslandi. — Ætli það sjeu ekki til fleiri slíkar sögur um okkur, þótt ekki hafi þær komið í blöðunum. Vingjarnleg grein um handritamálið í Politiken eftir dr. jur. Sfephan Hurwitz í DANSKA .3LAÐINU „Poli- tiken“ frá 28. júlí s. 1. birtist neðanmálsgrein eftir prófessor dr. juris Stephan Hurwitz um eitt og annað sem höfundur hef- ur heyrt og sjeð í heimsókn sinni hingað til lands í júní s. 1. Hann kom hingað á ráð- stefnu lögfræðinga sem fjallaði um ýms atriði í hegningarlög- gjöf Norðurlandaþjóðanna. En talað hefur verið um það á síð- ustu árum, að koma á samvinnu í hegningarlöggjöf Norður- landa. Grein hans öll er skrifuð af velvild í garð okkar íslendinga, og er sjerstaklega eftirtektar- vert, hvernig höfundur ræðir um handritamálið. Hann kemst m a. að orði á þessa leið: Sigurður Nordal tekur naum ast of djúpt í árinni, þegar hann segir, að íslensk fornrit tilheyri klassiskum bókmenntum Evr- ópu á miðöldum, og sjeu ef til vill frumlegasti og varanleg- asti skerfur, sem Norðurlanda- þjóðir hafa lagt til heimsbók- menntanna. Islendingar hafa ekki aðeins skapað þessar bókmenntir, held ur einnig tileinkað sjer þær, á þann veg, að þær hafa orðið almenningseign. Löngu áður en prentlistin var fundin, höfðu afskriftir fornritanna fengið miklá útbreiðslu í landinu. Hver kynslóð af annari hefúr lesið sögurnar og Eddurnar. En í hverjum kaupstað og kaup- túni landsins eru nú tiltölulega fleiri bókabúðir, en jeg hef sjeð í nokkru öðru landi, og alls staðar eru fornritin höfð í heiðurssæti. Á hverju íslensku heimili, sem jeg hef komið á, er sama máli að gegna. Skinnbækurnar gömlu voru bókstaflega slitn- ar upp. Og sömu leið fór með pappírshandritin, er seinna komu til. Það er auðskilið, að Islendingum sárni. að í landinu skuli nú ekki vera til eitt ein- asta gamalt handrit, en heilt safn íslenskra handrita skuli vera erlendis. íslendingar eru ekki aðeins bókelsk þjóð Þeim hefur einnig tekist á frábæran hátt, að varð- veita hina gömlu tungu sína. Tungan, sem töluð er á Islandi í dag, er í aðalatriðum sú sama, og er á handritunum. Þegar fornritin voru skrifuð fyrir 6— 700 árum var það sjaldgæft í Evrópu að menn rituðu á móð- urmáli sínu en ekki á latínu. Frá þeim tíma hefur þjóðin með stakri umhyggju varðveitt þetta mál sitt. Fá erlend tökuorð eru í nútímaíslensku. Allir nýgerv- ingar eru byggðir á hinum gamla stofni. Fornritin eru þess vegna lifandi bókmenntir fyrir Islendinga nútímans. Fornminjar úr efnisheimin- um eru nær engar á Islandi. Þess vegna er ennþá meiri sögu helgi á handritunum, hinum áþreifanlegu minjum frá for- tíð þjóðarinnar. Það eru helgir dómar bræðraþjóðarinnar, sem liggja í handritasafni hjer í Höfn. Gleggsta mynd fjtkk jeg af afstöðu Islendinga í handrita- málinu í samtali, er jeg átti við forseta hæstarjettar íslands Þórð Eyjólfsson. Við höfðum orðið samferða til Geysis og Gullfoss og mjer hafði verið sagt, að eitt sinn hafi bóndi nokkur er átti jörðina að Gull- fossi, verið farinn að leita hóf- anna við erlent fjelag, um að selja þeim jörðina og 'fossinn með. En dóttir hans á þá að hafa sagt, að ef Gullfoss yrði seidur, þá mundi hún sjálf ganga í ána. Ekkert varð úr kaupunum. Þórður Eyjólfsson er hæglát- ur maður og óvanur því að nota stóryrði. Sá jeg ekki betur, en hann viknaði við þegar hann sagði: Fyrir okkur íslendinga eru handritin, sem eru í Dan- mörku, eins helg og Gullfoss og Gevsir. Það er óheppilegt að umræð- urnar um handritamálið skuli hafa farið fram á lögfræðileg- um grundvelli. Naumast er hægt að vjefengja hinn laga- lega danska eignarjett á hand- ritunum, hvort sem um hefur verið að ræða, kaup, skipti eða gjafir eða hvernig sem hand- ritin eru komin í hendur Dana. Málið er ekki lögfræðilegt. Aðalatriðið er, hvað er sögu- lega rjett og hvað er sann- gjarnast. Berum saman: Annars vegar fáa fagmenn danska, sem vilja hafa handritin í Dah- mörku til rannsókna. Haégt vaeri að leysa vanda þenna með þvi, að taka ljósmyndir af handrit- unum, ellegar að sjá um að danskir sjerfræðingar fengju endurgoldin útgjöld sín við Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.