Morgunblaðið - 17.08.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.1950, Blaðsíða 12
12 MORGUTSBLAÐIÐ Fimtudagur 17. ágúst 1950. Bandoríski herinn á Þýskalandi Frjettabrjef frá Borgarnesí Eftir Jock Henry, frjettaritara Reuters. FRANKFURT. — Stríðið í Kor- eu kann að neyða bandaríska hershöfðingja í Þýskalandi til að leggja áherslu á að fjölga mönnum í þeim herdeildum Bandaríkjamanna, sem eiga að hafa það meginhlutverk að berjast, ef til árásar kemur. — Þetta kann svo að leiða til þess, að fjölskyldur bandarískra her- manna í Þýskalandi verði send- ar heim. MINNI HÆTTA? Til þessa hafa atburðirnir í Koreu ekki slegið neinu felmstri á hershöfðingja hjer. — Eng- inn þeirra virðist vera þeirrar skoðunar, að búast megi við skjótri rússneskri árás á Þýska- land. Sumum finnst jafnvel lík- legast, að viðbragð Bandaríkja- manna í sambandi við Koreu- árás kommúnista kunni að hafa dregið úr hættunni hvað Þýska landi viðvíkur. Flestir eru þeir þó sammála John J. McCloy, bandaríska landstjóranum, sem heldur því fram, að fjölga þurfi herfylkj- unum, sem nú eru til varnar Vestur-Evrópu. McCloy sagði nýlega: „Við höfum hvergi nógu mörg herfylki í Vestur- Evrópu. Það er nauðsynlegt að fjölga þeim“. Hann bætti því við, að slíkt hefði stórkostlega pólitíska þýðingu. Sjerfræðingar hjer í Frank- furt líta svo á, að hinn greini- legi skortur á bandarískum fót- gönguliðum í Asíu hafi dregið athyglina að jafnvel alvarlegri veilum á hernaðarkerfi Banda- ríkjamanna í Þýskalandi. FLEIRI í JAPAN í opinberum skýrslum er tala bandarískra hermanna í Japan gefin sem 125,000. I Þýskalandi eru hinsvegar aðeins 90,000 hermenn í tveimur herfylkjum. En þetta þýðir það, að aðeins um 50,000 af hinum 90,000 her- mönnum í Þýskalandi yrðu til- tækilegar til vopnaburðar, ef stríð yrði í Evrópu. Afgangur- inn yrði að gegna „heimilis- störfum“, það er að segja að ala önn fyrir hermannafjöl- skyldunum, sem nú eru i Þýska landi, sjá um hergagha og vistaflutninga o. s. frv. Nú eru í Þýskalandi um 17, 000 bandarískar hermannafjöl- skyldur. Þessar fjölskyldur búa í ágætu húsnæði og hafa þýskt þjónustufólk. Þær kaupa nauð- synjar sínar í fyrstaflokks bandarískum verslunum, skemmta sjer í þægilegum „klúbbum" og senda börn sín í bandaríska skóla. Hernaðaryfirvöld hvers svæð is siá svo um hermannaversl- anirnar, útvega nýkomnum fjöl skyldum húsnæði og húsgögn, sjá um viðhald bústaða þeirra, leggja til lögreglulið og slökkvi lið, stjórna skólum, sjá um sorpsöfnun, standa fyrir stræt- isvögnum, hafa í fáum orðum sagt umsjón með öllu því, sem þarf til þess að hermennirnir og aðstandendur þeirra geti bú- ið við sem best kjör. 4 HÓTELSTJÓRAR Enda þótt þúsundir Þjóð- verja hafi af þessu vinnu, verð- ur talsverður hluti bandarísku hermannanna engu að síður að gefa sig að mestu leyti að eftir- lits- og stjórnarstörfum, ó- skyldum hermensku í þrengstu merkingu þess orðs. Höfuðsmaður hefur til dæmis það embætti að stjórna hvíld- arheimili, liðsforingjar stjórna hótelum og maður, sem gengur næst hershöfðingja að tign, stjórnar skemmtistöðum Banda ríkjamanna í Garmisch í Bav- aríu. í Bremerhaven hefur herinn miklar framkvæmdir í sam- bandi við hermannafjölskyld- ur, sem koma til Þýskalands eða fara þaðan. Þarna er hótel, vöggustofa fyrir börn og geymsl ur fyrir kjölturakka. GAGNRÝNI Hingað til hafa hernaðaryfir- völdin færst undan, er á það hefur verið bent, að hermanna- fjölskyldurnar í Þýskalandi sjeu til ama. Þau benda á þá gagnrýni, sem herinn varð fyr- ir fyrst eftir styrjöldina, en þá var meðal annars kvartað yfir því, hve lengi setuliðshermenn í Þýskalandi þyrftu að vera fjarri fjölskyldum sínum- Það hafði mikil og góð áhrif á her- mennina, segja hernaðaryfir- völdin og, er nánustu ástvinir þeirra fengu að flytjast til Þýskalands. Þó finnast liðsforingjar og ó- breyttir hermenn, sem líta svo á, að fjölskylduhaldið muni að- eins valda hermönnunum á- hyggjum, ef sambúðin við Rússa á enn eftir að versna. Liðsforingi í flughernum orð- aði það þannig: „Jeg hef auð- vitað fyrst og fremst skyldur að rækja við herinn, en meðan kona mín og barn dveljast hjer, er jeg eins og milli tveggja elda“. NÝ STEFNA Samkvæmt skipunum, sem borist hafa frá bandaríska her- málaráðuneytinu, verður nú lögð megináhersla á að gera sem flestum hermönnum í Þýska- landi mögulegt að bera vopn, þegar og ef þess gerist þörf. — Margir líta því svo á, að ekki verði hjá því komist að senda megnið af óbreyttum bandarísk um borgurum heim, því með því fáist fjöldi hermanna laus frá „heimilisstörfunum", auk þess sem öryggi allra aðila yrði þá betur borgið. Kunnugir full- yrða og, að auk þess sem her- menn verði nú að vinna að „heimilisstörfum“, veiki það og herstyrk Bandaríkjamanna í Evrópu, að þessir sömu menn njóti ekki í fullum mæli þeirrar þjálfunar, sem er svo nauðsyn- leg í nýtísku hernaði. Yörumarkaður í Chicago fjöisóffur CHICAGO, 15. ágúst — Al- þjóðavörumarkaðurinn, sem haldinn er í Chicago er geysi- lega fjölsóttur. Er nú svo kom- ið, að hvarvetna í sýningar- sölum blasa við spjöld, sem á stendur „uppselt". Sýningar- stjórn er vegna þessa þegar farin að gera áætlanir til að halda annan vörumarkað næsta ár og eru líkur til, að það geti orðið stærsti vörumarkaður, sem nokkurntíma hefur verið haldinn í heimi. — Reuter. Aukin gúmmíframleiðsia LONDON, 15 ágúst — Fram- leiðsla á náttúrugúmmí hefur aldrei fyrr verið jafnmikil og nú í sumar. A fyrstu 6 mánuð- um nam framleiðslan 822 þús. smál., eða um 125 þús. smál. meira en árið þar áður, er það um það bil 18% aukning. Lík- ur eru til, að ársframleiðslan verði meir en 1,7 milljón smál. —Reuter. Borgarnesi, sunnudag. Frá frjettaritara Mbl. LEIKFLOKKURINN Sumar- gestir sýndu hjer í gærkvöldi sjónleikinn „Á leið til Dover“. Var húsfyllir áhorfenda þrátt fyrir, að mjög margt fólk var burtu úr bænum yfir helgina. Var leiknum ágætlega tekið og leikendur óspart hyltir. Hefur leikflokkurinn Sumargestir ferð ast víðsvegar um landið 1 sum- ar og sýnt sjónleik þenna og hvarvetna verið taldir góðir gestir, Munu þeir nú bráðlega halda heim til Reykjavíkur og hvílast um stund þar til leik- störf hefjast í Þjóðleikhúsinu að nýju. Niðurskurður sauðfjár. Heyskapartíð hefur verið góð um Borgarfjörð og Mýrar í sum ar og grasspretta sæmileg. Er heyfengur bænda því orðinn allgóður. Niðurskurður á sauð- fje til útrýmingar mæðiveiki á að byrja um 8. sept. n.k. Mun margur mæla, að eigi sje það vonum fyr þar sem hjerað þetta hefur þjáðst undir þessari plágu í 14 ár. Nær niðurskurðurinn yfir Borgarfjarðar- og Mýra- sýslur og nokkra hreppa í Snæ- fellsnes- og Dalasýslum. Er bú- ist við að mestur hluti Mýra- sýslu verði sauðlaus næsta ár svo og öll Borgarfjarðarsýsla. Hins vegar mun nokkuð af nýju fje verða skipt á milli bænda í Dalasýslu og Snæfellsnessýslu, þó tæplega því hlutfalli, sem gert er ráð fyrir í lögum. Sumarslátrun. Sumarslátrun dilka er að hefj 'ast hjer í Borgarnesi. Verður nýtt dilkakjöt og slátur komið hjeðan á markað í Reykjavík um miðja viku. Útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru hjer í haust og eru nýjar kartöflur nú þegar komnar á borð flestra heimila hjer. Ljeleg Iaxveiði. Laxveiði hefur verið með allra lakasta móti í sumar. — Virðist lax tæplega hafa gengið í nokkrar ár, sem venjulega mega þó teljast sæmilegar veiði ár. — Hefur margur slyngur stangaveiðimaður orðið fyrir sárum vonbrigðum í Borgar- fjarðaránum í sumar og þá ekki síður flestir þeir bændur, er netaveiði stunda í Hvítá og munu margir þeirra tæplega hafa veitt fyrir beinum tilkostn aði. Byggingarefnisskortur. Nokkuð er um byggingar hjer í Borgarnesi og út um hjeraðið, en skortur á byggingarefni hef- ur þó stórkostlega dregið úr framkvæmdum, því margar þær byggingar, sem byrjað hefur verið á, hafa margstöðvast, sjer staklega vegna skorts á sementi og steypustyrktarjárni. — iarðskjálffinn Frh. af bls. 1 arh, verslunarborg í Assam. — Tuttugu menn þar í borg munu hafa slasast, er hús hrundi of- an á það. Borg þessi er um 160 km. frá landamærum Indlands og Burma. Jarðfræðingar í Oslo segja, að hjer sje um að ræða inesta jarðskjálftann, sem nokkurn tíma hafi verið mældur með jarðskjálftamælum borgar- innar. Nálin fjell raunar af einum mælinum. Jarðskjálftans varð vart á jarðskjálftamælum í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. „Ægilegur kippur“ í tilkvnningu frá Washing-. ton-háskóla í Seattle segir, að hjer hafi verið um „ægilegan kipp“ að ræða, „þann mesta, sem enn hefur verið mældur á tæki okkar“. Jarðskjálftamælar í Bombay skemmdust. Sjerfræðingar í Tokyo fall- ast á, að jarðskjálftinn hafi að líkindum átj upptök sín í Tibet, og segja, að hann kunni að vera sá mesti í sögunni. Fregnir um jarðskjálftann bárust fyrst frá Calcutta, þar sem hans varð mjög vart í rúm- lega mínútu.____________ Rekstrarhallinn minnkar. DUBLIN. — Rekstrarhalli írska flugfjelagsins Air Lingus var á s.l. ári 16 þús. sterlingspund, en var órið þar áður 160 þús. ster- lingspund. LOFTLEIDIS - REYKJAVÍK - AKIJREYRI1 FKÁ REYKJAVÍK KL. 15,30 FRÁ AKUREYRI KL. 17,30 Lottleiðir, Lækjargötu 2 sími 81440 HEIL HERDEILD Sjerstök „þjónustu-herdeild“, undir forystu hershöfðingja, hefur það eitt með höndum að sjá um verslanirnar bandarísku, kvikmyndahúsin og skemmtan- ir ýmiskonar. Þessar fram- kvæmdir hafa að vísu orðið til þess að afstýra leiðindum með- al hermannanna og fjölskyldna þeirra fjarri ættlandinu, en þær hafa svo aftur þann ókost, að útheimta vinnu fjölda manna, sem annars gætu gegnt öðrum og mikilvægari störfum, frá hernaðarlegu sjónarmiði sjeð. Bandaríska hernámssvæðinu er t.d. skipt niður í 13 hernað- arsvæði. Hvert svæði lýtur yf- irráðum hershöfðingja eða höf- uðsmanns, sem svo stjórna hundruðum liðsforingja og þús- undum óbreyttra hermanna. Markús & & & Eftir Ed Dodd «tiniiniiiiiitiiiiiitiiiiiiiiiiiifiittii(iiiiiiitttiiiiiiitiitiiiiitiiiiitiittiM •<iMiimiiiiiiiimtM»<(iiiiiiiiMiiiiiiiiuiiiiMiiiiiiiiiimiUNa ,i | 1) — Nú er hundakeppnin loksins hafin í skóglendinu skammt frá gömlu, auðu terpen tínugerðinni. 2) — Jseja, Trítill. Þá er röð- in komin að Trygg. 3) En þennan sama dag hef- ur Hjeðinn búist að heiman og hann hefur tekið byssuna með sjer. Grimmdarlegur og ein- beittur þrammar hann upp að gömlu terpentínugerðinni. 4) Niðri í bænum í vöru- skemmu terpentínufjelagsins. — Terpentínubirgðirnar eru að verða búnar hjá okkur hjerna. Við verðum að sækja terpentínutunnurnar, sem við geymum úti í gömlu verk- smiðju. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.