Morgunblaðið - 06.09.1950, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.09.1950, Qupperneq 8
8 MORGUTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. sept. 1950 Útg.: H.f. Árvakur Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbób. Úraníumíramleiðsla og „friðarsökn“ KOMMÚNISTAR HAFA nýlega skýrt frá því, að 17 miljónir manna í Austur-Þýskalandi hafi undirskrifað hið svokallaða Stokkhólmsávarp þeirra. Segja þeir að þetta sýni andstöðu l'ólks á þessu landsvæði gegn atomsprengjum. í þessu sambandi er ekki ófróðlegt að vita það, að á sama tima, sem skellinöðrur kommúnista vaða um í Austur- Þýskalandi og krefjast þess að fólk undrriti mótmæli gegn kjarnorkuframleiðslu og notkun kjarnorkuvopna, þá hafa Rússar haíið stórvinslu á uraníum í þessu Iandi. En uranium ér, eins og kunnugt er, eitt aðal hráefnið, sem notað er við íramleiðsiu atomsprengja. Framleiðsla uraníum í Austur-Þýskalandi er að öllu leyti stjórnað af rússnesku stórfyrirtæki, sem ber nafnið Wis- mut A. G., sem hefur heimilisfang sitt í Moskvu. Þetta fyr- irtæki hefur nú um 300 þús. Þjóðverja í vinnu, karlmenn á aldrinum 17—50 ára og konur á aldrinum 18—55 ára. — Samkvæmt upplýsingum, sem hernámsstjórn Breta í Ber- lín hefur fengið vinnur margt þetta fólk við hin ömurleg- ustu skilyrði og er mjög illa launað. Allt það svæði, sem uraníumvinnslan fer fram á, er alger- iega lokað og þess stranglega gætt að fyllsta leynd ríki um það, sem þar fer fram. Hernámsstjórn Breta í Þýskalandí telur að Rússar hafi undanfarið lagt ofurkapp á að auka uraníumframleiðslu sína í Austur-Þýskalandi. Verkamönn- um við vinnsluna hefur stöðugt verið fjölgað og er öll önn- ur starfsemi látin sitja á hakanum fyrir þessum iðnaði. Aukin framleiðsla á þessu hráefni til smíða á kjarnorku- vopnum hefur verið stærsta áhugamál hernámsstjórnar Rússa í Þýskalandi. Það, sem að þarna er að gerast, er það, að á sama tíma, sem flugumenn Kominform og Rússa hlaupa borg úr borg og hús úr húsi með mótmælaskjöl gegn framleiðslu kjarn- orkuvopna og krefjast þess af Þjóðverjum, að þeir skrifi undir þau, þá er þýskt fólk látið vinna dag og nótt í úraníum- íiámum í sínu eigin landi. Þetta þýska úraníum nota Rúss- ar síðan til þess að framleiða með kjarnorkusprengjur. Lýsir þetta ekki vel þeirri „friðarsókn“, sem kommúnist- ar hafa haldið uppi undanfarna mánuði? Er nokkuð að furða þó að íslenskt skáld í Gljúfrasteini lýsi þá menn „fulltrúa satans“, sem vara við slíkum stuðningi við heims- íriðinn og öryggi mannkynsins?!! Sautján milljónir manna í Austur-Þýskalandi hafa skrif- að undir Stokkhólmsávarpið, segja kommúnistar. En hvern- ig stendur á því, að íslenska kommúnistablaðið vill aldrei verða við ítrekuðum kröfum um að skýrt verði frá tölu þeirra, sem hafa ritað undir það á íslandi? Það eru kannske svona fáir, sem hafa viljað leggja nafn sitt við það? Hvað eru þeir margir? — Svar óskast. Upplýsingarnar um úraníumframleiðslu Rússa í Þýska- landi og hið mikla kapp, sem þeir leggja á hana, gera meira en afhjúpa þá eindæma hræsni, sem liggur í ,,friðarsókn“ kommúnista um víða veröld. Þær sýna einnig eins greini- lega og frekast er unnt, hvað fyrir þeim vakir. Rússar eru ennþá á eftir í framleiðslu kjarnorkuvopna. Á meðan að þeir eru það, láta þeir leiguþý sín um öll lönd Ijúga því að frið- elskandi fólki, að þeir sjeu á móti allri kjarnorkufram- leiðslu. Hinn mikli breski stjórnmáiamaður, Winston Churchill, hefur þrásinnis látið þá skoðun í ljós, að ekkert annað en cttinn við kjarnorkuvopn hinna vestrænu lýðræðisþjóða hafi hindrað Rússa í að gera áform Karls Marx um rússneska sókn vestur meginland Evrópu að raunveruleika. Allt bendir til þess að þessi skoðun hafi við fyllstu rök að styðjast. En hvenær hafa Rússar komið kjarnorkufram- leiðslu sinni nægilega vel á veg til þess að þeir telji sig færa í flestan sjó? Um það verður ekki sagt. Hitt er vitað, að þeir vinna nú að framleiðslu kjarnorkuvopna af trylltum ofsa og spara þar til hvorki fje nje mannafla. ÚR DAGLEGA LÍFINU HVAÐ FÆST FYRIR EINSEYRING? DANSKT blað hefur verið að velta því fyrir sjer og lesendum sínum undanfarið, hvað feng- ist fyrir einseyring nú orðið. Tilefnið var frjett um, að Frakkar ætluðu að leggja niður minstu mynteiningu sína, „sou“-inn, þar sem ekki væri lengur hæ^t að fá neitt keypt fyrir svo lítinn pening. Dahska blaðið kemst að þeirri niðurstöðu, að nú sje það orðið heldur fátt, sem hægt sje að fá fyrir einseyring í Danmörku og sje því jafn- gott að leggja þenna smápening niður með öllu og spara rikinu sláttu hans. « HVAB MÆTTUM VIÐ GERA? EF AÐ Danir télja sig ekki hafa þörf fyrir einseyring, hvað ætli við mættum þá leggja nið- ur af okkar smámynt? Að minsta kosti tvegg- eyringinn og álitamál yrði um fimmeyringinn. Fyrir einn eyrir fæst nú bókstaflega ekki neitt keypt hjer á landi. Einseyringsstykkin eru löngu komin upp í 10 aura og fimm aura kök- urnar kosta víst orðið á aðra krónu. Það er heldur ekki mikil not fyrir tveggeyr- inga, en hinsvegar væri sennilega hvorki hægt að losna við þá, eða fimm eyringana með öllu vegna peningaskifta. « LÍTA EKKI VIÐ SKIFTIMYNT ANNARS er það svo, að það er eins og fólk kæri sig ekki um smámynt, þótt það eigi rjett á að fá til baka. Ef komið er í verslun og gefa á 10—20 aura til baka þykir ekki taka því að hafa fyrir því að tína upp svo lítið fje. Algengt er að heyra hina kurteisari afgreiðslumenn segja: ,,Þjer gerið svo vel að eiga hjá mjer 15 aura, eða hvað það nú er undir krónu í það og það skiftið, ef skortur er á smápeningum í pen- ingaskúffunni. En gjalddagi þess láns lætur víst bíða eftir sjer. • VIRÐINGARLEYSI FYRIR FJÁRMUNUM VARLA eru margir svo ,,vitlausir“, að þeir beygi sig eftír koparpening, sem liggur í göt-- uni. Jafnvel silfrið fær að liggja fyrir hunda og manna fótum á förnum vegi, því það er tæpast að börnin nenni að ,,finna“ svo litlar upphæðir, sem 10 eyringar og 25 eyringar eru. Þetta verðleysi smámyntarinnar er ein ástæð- an fyrir því virðingarleysi, sem nú ríkir með okkar þjóð fyrir fjármunum. Rjett á að vera rjett og meðan við afnemum ekki smámyntina með öllu og hættum að reikna í aurum, þannig að krónan verði lægsta mynt- eining okkar, verðum við að gefa rjett til baka og reikna rjett. ® ÁHRIF FRÁ STEFI FLESTUM kvikmyndahúsgestum er blóðilla við hljein og hefur hvað eftir annað verið farið fram"á að fá þau afnumin og að myndir yrðu í þess stað sýndar í einni lotu. En það hefur ekki fengist og öll kvikmyndahúsin verið sam- mála um að hafa hljein áfram. Þá það. — En nú er búið að taka af mönnum þá einu litlu skemtun, sem hljein veittu, en það voru fjörugar hijómplötur, sem leiknar voru í hljeunum og áður en sýningar byrjuðu og jafnvel á meðgn fólkið var að ganga út eftir sýningu, eins og farið var að tíðka í nokkrum kvikmyndahúsum. Nú hefur öll slík hljómlist verið lögð niður vegna áhrifa frá STEFI. © \ GENGIÐ FULL LANGT ÖLLUM er ljóst að STEF hefur gengið fulilangt í kröfum sínum og yerið látið komast upp með ýmsan skramba, sem ekki nær neinni átt, að leyfa. Yfirvöldin þurfa að endurskoða starfsemi þessa rukkarafjelags gaumgæfilega og setja reglur og lög um, hve langt samtök eins og STEF eða aðrir geta gengið í að heimta tolla af almenningi. • GULLÆÐIÐ GULLÆÐIÐ er orðið svo mikið, að það getur enginn maður snúið sjer við án þess, að hann borgi fyrir það til þessa eða hins. Alt kostar peninga og enginn maður fæst orðið til að hreyfa sig um set, eða taka hversu lítið hand- tak, sem er öðrum til hjálpar, án þess, að það kosti peninga. Það verður að láta glammra í gullinu til að nokkur maður fáist til að líta upp. Það er ekki verið að lá neinum einstökum — þetta er tíska. — En hvort hún er þjóðinni holl, það er annað mál. Brjef: Erfiðleikar námsmanna í Anteríku UMRÆÐUR ÞÆR og blaðaskrif sem óumflýjanlega áttu sjer stað um ísl. námsfólk erlendis, með hliðsjón af lækkun ísl. krónunnar, hafa nú um hríð leg ið í þagnargildi. Því miður ekki af þeirri ástæðu að málið hafi fengið viðunandi lausn, síður en svo. Mergur þessa máls er sá, að við gengislækkun ísl. krónunn- ar skeði það, að 40 þúsund ísl. krónur þarf til þess að halda lífi í íslending í Ameríku, svo dæmi sje tekið. Mörgum að- standendum námsmanna hefir löngum orðið þungt fyrir fæti á erfiðum leiðum, margra náms ára. Segja má að hjer kasti þó fyrst tólfunum. Naumast fer milli mála, að alþingi og stjórnarvöld lands- ins hafi hlotið nokkurt ámæli sakir þess að engar ráðstafanir skyldu gerðar, sem tryggðu ísl. námsmönnum það, að þeir gætu lokið námi því, serm með eðlilegum hætti er stofnað til með fullu samþykki og að til- stuðlan stjórnarvalda landsins. í mörgum tilfellum er fyrir hendi sú staðreynd, að t. d. af 5 ára námstíma sje eftir 1 til 2 ár, en aðstandendum með öllu ofraun að standa straum af þó ekki sje nema einu ári, því síðasta, snara út 40 þúsund krónum. Afleiðing þessa kuldalega af- skifta- og úrræðaleysis stjórn- arvaldanna eru líka að koma í ljós. Einn þessara námsmanna í Ameríku kemst nýlega þannig að orði í brjefi: ' „Prófin hafa gengið vel, að rúmu ári liðnu ætti jeg að geta lokið námi enda tími til kominn eftir 44 Vz ár. En hvernig má það verða. Eru nokkrar líkur til að hægt sje að útvega lán í svo stórum stíl. Til þess get jeg ekki ætl ast af ykkur til viðbótar öllu hinu, að útvega allt þetta f je. Mjer er því ekki glatt í geði nú. Öll þessi ár hef jeg glað- ur hugsað til þeirrar stundar er jeg að afloknu námi hjeldi heim. Ætli leið mín liggi ekki í áttina til þeirra ísl. FRÆÐSLURÁÐ ræddi um dag- inn um áætlaðan nemenda- fjölda við barnaskóla bæjarins á vetri komanda og kennara- þörfina við skólana. Nú mun eiga heimili í Rvík um 5600 börn á barnafræðslu- stigi. Af þeim má gera ráð fyr- ir að ca. 4760 börn sæki barna- skóla Reykjavíkur því að nokk- ur hluti þeirra — einkum 7 ára börn — fer í aðra skóla. Einnig eru mörg börn fjarvistum úr bænum og önnur geta ekki sótt skóla vegna sjúkleika eða ann- ara orsaka. Kennarar við barnaskólana eru nú 134, eða fyrir 4555 nem- endur. Vantar því ca. 5 kenn- ara til þess að kennaraþörfinni sje fullnægt. námsmanna, sem nú þegar leita fyrir sjer og gera ráð- stafanir til þess að setjast hjer að fyrir fullt og allt“. Of mörg orð hafa hjer heima fallið um brottflutning íslendinga vestur um haf, ef stjórnarvöld landsins gerast nú um það sek óbeinlínis, að hrekja burt úr landinu þá, sem við heimkomuna væru líklegir þess, að veita mikilsverða liðveislu um margvíslega viðreisn lands og þjóðar. í gærkvöldi LAKE SUCCESS, 5. sept.: — Öryggisráðið kom saman til fundar í kvöld undir forsæti breska fulltrúans Sir Gladwyn Jebb. Fjögur erindi lágu fyrir fundinum: 1. Brjef frá Warren Austin, fulltrúa Bandaríkjanna. 2. Brjef frá aðalbækistöðv- um S- Þ. í Koreu. 3. Rússnesk ályktunartillaga viðvíkjandi flugvjelaárás á kínverskt landssvæði. 4. Rússnesk ályktunartillaga um innrásina í Koreu. Verslunarsamningur. BONN — Vestur Þýskaland og Brazilía gerðu nýlega með sjer verslunarsamning og munu skipt ast á vörum fyrir 230 milljónir dollara. Hrafn Hængsson. I 1 " Um 4760 börn í barna, Oryggisráð á fundi skótum bæjarins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.