Morgunblaðið - 08.09.1950, Blaðsíða 1
16 síður
„Rómeó" og „Júlía" á Krít.
MIKLA athygli hefir vakið í er-
lendum blöðum, ástarævintýri
tvítugrar stúlku, Thassoula
Petrakoghirorghis og Konstan-
tin Kefaloghianni, sem bæði
erU búsett á Krít. Þau struku
saman og giftu sig, en faðir
stúlkunnar sendi lögreglu og
herlið að leita þeirra í fjöllun-
um. Á stóru myndinni sjest lög-
reglubíll, en „Romeo“ og
„Júlía“ á litlu myndunum.
Um skeið leit út fyrir, að fjöl-
skyldur elskhuganna færu í
„stríð“, og höfðu þær báðar all-
öfluga flokka undir vopnum.
En því varð þó afstýrt.
1 KUREl) ER BARIST Breyting á bruna-
FYRIR HEIMSFRIÐIMIilVI bótamötum
Erlendir kommúnista-
agentar handteknir hóp-
um saman i Frakklandi
#
Verður skilað til húsbænda sinna austan járntjalds.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
F’ARÍS, 7. september. — Frönsku stjórnarvöldin hófu í dag
heiferð á hendur 5. herdeildarmönnum í Frakklandi, það er að
segja útlendum kommúnistaagentum, sem talið er víst að starfi
fyrir einræðisstjórnir Austur-Evrópu.
Lögreglulið
V. Þýskalands
sennilega aukið
WASHINGTON, 7. sept.: —
Stjórnmálamenn í Washington,
ætla, að samkomulag muni nást
um það, á hinum fyrirhugaða
fundi utanríkisráðherra Vestur-
veldanna, að auka og efla lög-
reglulið Vestur-Þýskalands.
í vestur-þýsku lögreglunni
er nú um 90,000 manns. Sagt
er, að Adenauer forsætisráð-
herra hafi nú farið fram á, að
þetta lið verði aukið um 25 þús.
menn. — Reuter.
Handteknir voru í fyrstu
umferð 268 kommúnistar í
tíu stórum borgum og bæj-
um og opinberlega er skýrt
svo frá, að handtökum sje
lialdið áfram.
Flestir agentar voru hand-
teknir í París, Marseiíles,
Toulouse, Strasbourg, Lyon
og Lille.
í kvöld var þegar byrjað að
flytja suma af þessum óvel-
komnu erlendu gestum úr landi.
Sextán lögreglubílar fluttu
fyrstu hópana að landamærum
Frakklands og Þýskaiands, en
þar verða þeir afhentir mönn-
um frönsku hernámsstjórnar-
innar, sem sjer um að skila
þeim til húsbændanna á rúss-
neska hernámssvæðinu.
Truman: Bandaríkin reyna af alefli að siyðja S. Þ.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
WASHINGTON, 7. september. — Truman forseti sagði í ræðu,
sem hann flutti hjer við Hvita
fcveitirngr í Kóreu berðust „fyri
vinningaskyni“.
Truman sagði m. a.:
„Ríkisstjórn Bandaríkjanna I
reynir nú af alefli að styðja
Sameinuðu þjóðirnar. — Til
þess beitir stjórnin öllu því
sem hún hefir yfir að ráða
— mannafla, vopnum og frið
arvilja.
„Það eina, sem við sækjumst
eftir í Asíu er friður Asíu til
handa. Það eina, sem við sækj-
umst eftir í Evrópu, er friður
Evrópuþjóðunum til handa“.
husið í dag, að bandarísku her-
n heimsfriðinn, en ekki í land-
Danskir slökkviliðsmenn
að verki í London
LONDON, 7. sept. — Danskir
slökkviliðsmenn, sem eru í
heimsókn hjer í London, aðstoð
uðu í dag breska starfsbræður
sína, er ældur kom upp í vöru-
geymslu, þar sem mikið var
geymt af matvælum. •
Áróðurstillaga Russa
ielld í Öryggisrúði í gær
LAKE SUCCESS, 7. september.
bug ásökunum Rússa í garð Sameinuðu þjóðanna vegna
spi-engjuflugvjela á Kóreu.
Alyktunartillaga, er Jacob
Malik, fulltrúi Rússa, flutti
um „villimannslegar
spiengjuárásir bandarískra
flugvjela á friðsama borg-
ara“, var felld með níu atkv.
gegn einu (Rússa), en júgó-
slavneski fulltrúinn sat hjá.
Þegar að atkvæðagreiðslunni
lokinni, lýsti Malik yfir því, að
hún hefði verið „ólögleg og ó-
drengileg“.
„Áb,vrgðin“
„Rússneska sendinefndin tel-
ur sjer skylt að lýsa yfir“, sagði
— Öryggisráð vísaði í dag á
árása
hann ennfremur, „að ábyrgðin
á afleiðingum þessa lagabrots,
mun hvíla á herðum þeirra full-
trúa, er greiddu atkvæði gegn
rússnesku tillögunni“.
Fulltrúi frá S.-Koreu
Fulltrúi frá Suður-Koreu sat
fund Öryggisráðs í fyrsta skipti
í dag, en tillaga um að bjóða
honum fundarsetu kom fram
frá lýðræðisþjóðunum fyrir all-
löngu síðan. Tókst Malik þó að
koma í veg fyrir það, meðan
hann var forseti ráðsins s. 1.
mánuð.
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í
gær, var samþykkt svohljóðandi
tillaga frá borgarstjóra:
Bæjarstjórnin felur bæjar-
ráði að setja reglur um breyt-
ingu á brunabótamötum húsa í
Reykjavík til samræmis við
breytingar á byggingarkostnaði,
að fenginni umsögn hinna dóm
kvöddu virðingarmanna til
brunabóta.
Tillagan var samþykkt með
samhljóða atkvæðum.
Aukir bílasala Breta
LONDON, 7. sept.: — Breski
birgðamálaráðherrann skýrði
svo frá í dag, að Bretar hefðu
fyrstu sjö mánuði þessa árs selt
bíla til Norður-Ameríku fyrir
yfir 16 milljónir sterlingspunda.
Bílasala þeirra til dollara-
svæðis Ameríku í fyrra nam
aðeins 10 V2 milljón punda.
iær öllum klaustrum
í Ungverjalandl lokað
Einkaskeyti til Mbl. frá R'euter.
FUDAPEST, 7. september. — Hin kommúnistisku stjórnarvöld
Ungverjalands skipuðu svo fyrir í dag að loka skyldi öllum
kaþólskum klaustrum í landinu, að aðeins fjórum undanskild-
um. —
59 klaustur.
Samkvæmt fyrirskipun þess-
ari, verður 59 klaustrum lokað
innan þriggja mánaða og íbúar
þeirar reknir á brott.
10.000 karlar og konur
Undantekin þessu boði eru
4 klaustur, sem leggja eiga til
kennara í þá skóla, sem kom-
múnistar nú hafa heimilað ka-
þólikum að starfrækja.
Samkvæmt ofangreindu
munu um Í0.000 ungverskir
munkar og nunnur nú komast
á vergang.
Sjónvarpshöll
NEW YORK: — Columbia út-
varpsfjelagið í Bandaríkjunum
hefir tilkynnt, að það ætli að láta
reisa „sjónvarpshöll“ í Holly-
wood. Byggingarkostnaðurinn á
að nema 12,500.000 dollurum.
Flugvjelarnar voru
tvær, en ekki tt
WASHINGTON, 7. sept. —■
Talsmaður frá bandaríska flot-
anum hefur nú lýst yfir, að
það hafi verið tvær flugvjelar,
en ekki 11, eins og Rússar full-
yrða, sem rjeðu niðurlögum
rússnesku sprengjuflugvjelar-
innar við Kóreu s. 1. mánudag.
Þá heldur bandaríska flota-
stjórnin því ennfremur fram,
að engar aðrar rússneskar flug-
vjelar hafi verið 1 grendinni, er
atburður þessi gerðist, en Rúss-
ar hafa hinsvegar tilkynnt, að
tvær af flugvjelum Sovjetríkj-
anna hafi verið á næstu grös-
um og „sjeð allt, sem gerð-
ist“. — Reuter.
Nokkrir flýðu
Meirihluti þeirra, sem hand-
teknir hafa verið, eru Spán-
verjar, en meðal þeirra eru
einnig ítalir, Búlgarar, Pól-
verjar, Tjekkar, Júgóslavar og
„nokkrir Rússar“, eins og það
er orðað í tilkynningu franska
innanríkisráðuneytisíns.
Vitað er að nokkrir þeirra,
sem handtaka átti, komust und
an á flótta. Lögreglan leitar
þeirra nú.
Harðir bardagar á
öllum vígstöðvum
Kommúnésfar enn
í sókn á norönrsvæðinu
Einkaskeyti frá Reuter.
LONDON, 7. sept. — Fregnir
frá Kóreu í dag, greina frá
áframhaldandi hörðum bar
dögum á öllum vígstöðv-
um, einkum þó á norður-
svæðinu. Tókst kommún-
istum að sækja þar enn
fram í dag, þrátt fyrir
harðnandi varnir herja Sam
einuðu þjóðanna.
Þessi kommúnistasókn bein
ist gegn Taegu og sækja
innrásarherirnir að borg-
inni úr þremur áííum. En
Bandaríkjamenn og Suður-
Kóreumenn virðast leggja
megináherslu á að vernda
samgönguleiðir til borgar-
innar og koma í veg fyrir,
að kommúnistar fái rofið
þær.-
Það er á þessu svæði, sem
sókn kommúnista er hættu
legust, þótt hún sje nú
hvergi nærri eins öflug og
um síðastliðna helgi.