Morgunblaðið - 08.09.1950, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. sept. 1950
MORGUNBLÁÐI0
9
Verður Vestur-Þýskalandi
leyft að vígbúast á ný?
Málið rætt á þrívelda-
iundinum í New York
Eftir Pamela Matthevvs,
frjettaritara Reuters.
LUNDÚNUM: — Endurvígbún
aður Þýskalands er það mál,
.sem mest er rætt í Lundúnum
um þessar mundir. Er skoðun
manna, að þessi mál sjeu nú
mjög til athugunar, enda þótt
Ijóst sje, að ekkert verður af-
ráðið fyrr en einhvern tíma í
september í fyrsta lagi.
Adenauer kvað upp úr
Ekki er að efa, að eldurinn
hefir verið falinn mánuðum
saman, en með grein Konrad-
Ádenauer, forsætisráðherra V--
Þýskalands, logar fyrst upp úr.
Hún birtist nýlega í New York
Times, og fer ráðherrann þar
fram á vopnaða lögreglu í V.-
Þýskalandi á borð við alþýðu-
lögregluna á hernámssvæði
Rússa, sem er raunar ekkert
annað en dulbúinn her. -—
Skömmu seinna árjetti ráðherr
ann þessa kröfu sína í viðtali
við frjettamenn.
Við þetta bætist svo það, að
margt bendir til, að hernáms-
veldin í V.-Þýskalandi sjeu
hlynnt stofnun vopnaðra sveita
í landinu og það áður en langt
um líður. í þessu sambandi skal
ósagt látið, með hverju sniði
þær yrðu.
Bandaríkjamenn ekki óvin-
veittir hugmyndinni
Fulltrúar Atlantshafsríkj -
anna hafa ekki vald til að ráða
þessum málum til lyktar Hitt
er svo annað mál, að eitthvað
kann að bera á milli framlags
þátttökuríkjanna til sameigin-
legra landvarna og þess, sem
þau telja æskilegt í þeim efnum,
ef treysta skal öryggið. — Þá
virðist ekkert eðlilegra en V.-
Þýskalandi verði leyft að leggja
nokkuð af mörkum til eigin
landvarna til að minnka það,
sem á vantar.
Þegar á þetta er litið, er ekki
fyrir það girt, að eitthvert sam
band sje milli greinar Adenauer
í New York Times um öryggis-
lið í V.-Þýskalandi og vilja
bandarískra yfirvalda í þeim
efnum.
Ætlun þýska forsætisráðherr
ans að ganga fram fyrir skjöldu
í málinu um vígbúnað Þýska-
lands, gat komið fram á marg-
an hátt. Raunin varð sú, að hún
birtist í bandarísku stórblaði.
Grein ráðherrans birtist um
sama leyti og Bandaríkjamað-
urinn Charles Spofford, formað
ur fulltrúan. Atlantshafsráðs-
ins, kom aftur til Norðurálfunn
ar. Þegar þetta var, vissi Spof
ford um framlag það, sem áætl
að var, að þyrfti til vígbúnaðar
Atlantshafsríkjanna. Um það
skal ósagt látið, hvort nokkurt
samband er milli þessa tvenns.
Hitt er staðreynd, að í endað-
an ágúst lýsti ráðherrann þeirri
ósk sinni, að stofnað væri ör
yggislið í V.-Þýskalandi, sem
væri á borð við her, og Banda-
ríkjamenn leggja að Norður-
álfuþjóðum að auka varnir V.-
Evrópu og hraða þeim.
Atlantshafsríkin treystast
ekki til að leggja eins mikið af
mörkum til landvarna og þau
telja æskilegt, og samtímis
krefjast Þjóðverjar að fá 250
þúsund manna vopnaða lög-
reglu. Þótt þessar staðreyndir
'sjeu fyrir hendi, er ekki þar
með sagt, að ieyst hafi verið
Konrad Adenauer, forsætisráðh.
málið um framlag V.-Þýska-
lands til varna V.-Evrópu.
Rök meÖ og móti
Þegar málið verður útkljáð,
er óhjákvæmilegt að skoða það
í ljósi margra staðreynda. Lík-
legt má telja, að málið komi
til kasta utanríkisráðherra her-
námsveldanna í september. Þá
er það einkum þrennt, sem þeir
verða að hafa í huga, er þeir
ráða því til lykta.
Þeir verða fyrst og fremst að
gefa gaum viðhorfi banda-
manna sinna í V--Evrópu, eink-
um þeirra sem urðu að þola á-
sján Þjóðverja í seinustu heims
styrjöld og geyma því margar
ljótar endurminningar um árás
arafrek Þjóðverja á 20. öld-
inni.
Þá verða þeir og að vera þess
minnugir, að einhver verður að
taka á sig byrðar af vörnum
V.-Þýskalands. Ef ekki Þjóð-
verjar sj'álfir, þá vesturveldin.
Ef gert er ráð fyrir þvi versta
að atburðirnir í Koreu endur-
tækju sig í Þýskalandi, þá
kynni bandamönnum að reyn-
ast ofraun að verja Þýskaland.
Þetta eru helstu atriðin, sem
bandamenn verða að hafa í
huga.
Viðbragð Rússa
Þá verða utanríkisráðherr-
arnir að hugleiða, hver skoðun
sje.á þessum málum í V.-Þýska
landi. Einnig hjer rekast á tvö
ólík sjónarmið.
Adenauer hefir gerst formæl-
andi annars þeirra, sem sprott-
ið er af þörf sambandslýðveld-
isins til að geta bitið frá sjer,
ef á það er ráðist. Utanríkis-
ráðuneyti Breta hefir farið við-
úrkenningarorðum um þetta
sjónarmið.
Á hinn bóginn eru Þjóðverj-
ar ákaflega friðarsinnaðir og
stafar það af skelfingum og tor-
tímingu seinustu styrjaldar. —
Þeir ala með sjer eðlilegan ótta
við að leysa úr læðingi hernað
aranda, sem kann að blunda
með þjóðinni, og megna andúð
á að verða „fallbyssufóður"
einhvers sigurvegaranna.
Ráðherrafundur í New York
Hingað til hefir Bevin, ut
anríkisráðherra, hafnað öllum
tilraunum til að vekja upp
þýskan herafla.
Hinsvegar eru fyrir því góð-
ar heimildir, að nýi hernáms
' stjórinn í V--Þýskalandi, Ivone
Kirkpatrick, sje þeirrar skoð-
unar, að vígbúnaði V.-Þýska-
lands verði ekki frestað til
lengdar. Mun hann hafa skýrt
þessa skoðun sína, er hann var
á ferðinni í Lundúnum á dög-
unum, eftir fyrstu dvöl sína í
, V-Þýskalandi.
Og ef Þýskalandi verðu^
leyft að vígbúast, þá er eðlileg-
ast, að vopnun landsins falli
inn í landvarnaráætlanir At-
lantshafsríkjanna, sem nú er
unnið að.
Málið um vígbúnað V.-Þýska
lands, er sem sagt með öllu óút-
kljáð enn, en ekki fer hjá því,
að það verði til rækilegrar í-
hugunar á fundi utanríkisráð-
herra þríveldanna, er þeir koma
saman í New York dagana 12.
til 14. september n. k. — Þess
getur ekki heldur verið langt að
biða, að því verði ráðið til lykta
a. m. k. í sumum atriðum.
Þjóðleikhúsið tekur til
starfa í næstu viku
Ákveðið um sýningu f jögurra nýrra leikrila
.íslandsklukkan' og .Nýársnóllin’ verSa sýnd á ný
og eitt barnaleikrif einhvern tima á starfsárinu.
SÝNINGAR í Þjóðleikhúsinu möguleika á að fá hingað ball-
munu hefjast á ný í næstu viku etflokk frá Konunglega leik-
og verður byrjað með íslands-j húsinu í Höfn. Enn er óráðið,
klukkunni, en þar næst tekið hvort úr þeirri heimsókn verð-
fyrir leikritið „Óvænt heim-
sókn“ eftir J. B. Priestley, undir
leikstjórn Indriða Waage.
Fjögur leikrit hafa nú þeg-
ar verið valin til sýningar i
ur, enda margt að athuga,
áður en hægt er að taka loka-
ákvörðun í máliiiu.
Þjóðleikhússtjórinn keyptx
nokkuð af munum erlendis fyr-
haust og í vetur. Er búið að ir leikhúsið eða eftir því sem
skipa í hlutverk í þeim öllum, I f jármagn og gjaldeyrir leyfði,
þrjú komin í æfingu og „Óvænt Þjóðleikhúsið skortir að heita
heimsókn“ nú að heita má full j má
æft.
Þau þrjú leikrit, sem þá eru
ónefnd, en leikhúsgestum verð-
ur boðið upp á næstu mánuð-
ina eru:
alla nauðsynlegustu
„12,000 hættulegir
kommúnislar”
WASHINGTON, 7. sept. — Öld
ungadeildarþingmaður skýrði
frjettamönnum svo frá í dag,
að bandaríska leynilögreglan
hefði gert áætlun um handtöku
12,000 hættulegra kommúnista,
ef til styrjaldar kæmi við
Rússa.
E. Hoover, yfirmaður leynilög
reglunnar, hefur nú farið fram
á sex milljón dollara aukafjár-
veitingu, sem hann segir lög-
regluna þurfa að fá, eigi hún að
geta haft nógu traust eftirlit
með bandarískum kommúnist-
um. — Reuter.
Sýnt í sjö ár.
„PABBI“ (Life with Father),
byggt á sögu eftir Clarence Day
og fært í leikritsform af Banda-
ríkjamönnunum Howart Lind-
say og Russel Crouse. Þeir voru
hjer eitthvað á stríðsárunum og
hafa brjeflega skýrt Guðlaugi
Rósinkranz þjóðleikhússtjóra
svo frá, að þeim sje það gleði-
efni, að leikritið sje sýnt hjer
á landi, enda hafi þeir hinar
bestu minningar af íslandsdvöl
sinni. í brjefi sínu láta þeir
þess og getið, að höfundalaun-
in sjeu ekkert aðalatriði í þeirra
augum, enda hefur þetta leik-
rit þeirra nú fengist fyrir helm
ingi lægra verð en venjan er.
Leikstjóri „Pabba“ verður Lár
us Pálsson og geta má þess, að
leikritið er heimsfrægt skop-
leikrit, sem meðal annars var
sýnt í sjö ár samfleytt í New
York.
Skemmieg bók
Framh. af bls. 5
nú að dauða komnir af þorsta.
Einn þeirra var meðvitundar-
laus. Hann hafði verið meðvit-
undarlaus í tvo daga. Hásetinn,
sem hafði fengið skipun um að
stýra í suð-suðvestur, horfði
skelfdur á hinn meðvitundar-
lausa mann. „Þetta er sami
maðurinn og sá, er sagði mjer
að stýra í suð-suðvestur“.
Á gömlu seglskipunum voru
konur skipstjóranna stundum
með þeim. Gamall sjómaður,
sem sagði Luckner greifa marg-
ar sögur, sagði við hann. Af öll-
um þeim, er jeg hefi kynnst um
dagana, hefir ein þessara
kvenna sýnt mesta grimmd og
harðýðgi. Skipið var orðið mat-
gripx
til góðrar sviðsetningar leik-
rita og hjerlendis hefur reynst
að heita má ógerlegt að afla
þeirra. Má geta þess, að fyrir-
tæki hjer bauð leikhúsinu borð
til kaups — fyrir 18,000 krón-
ur!
Að þessu sinni keypti Þjóð-
leikhússtjóri meðal annars „ro-
koko“-húsgögn og ýmsa gripi,
sem þeirrar tíðar húsgögnum
fylgja. Þá keypti hann og af
Konunglegu óperunni í Stokk-
hólmi hátt á annað hundrað
búninga frá 16., 17. og 18. öld.
Þeir fengust fyrir gjafverð, aö
ekki sje meira sagt, kostuðu
alls eitthvað um 100 krónur!
Búninga þessa fjekk Þjóðleik-
húsið meðal annars vegna þess,
að óperan var þá nýbúin að
breyta um uppsetningu á nokkr
um verkum og leggja þennan
fatnað til hliðar. Fjekk Þjóð-
leikhússtjóri að velja úr þeim
eftir vild.
Þess má geta, að óperusöngv-
ararnir sænsku, sem hjer voru
í vor, eru geisiánægðir með ferð
ina og tjá sig reiðubúna til að
koma aftur, „þegar þið viljið“.
„JON ARASON“ eftir Tryggva
Sveinsbjörnsson er þriðja leik-
ritið á leikritaskrá Þjóðleik-
hússins að þessu sinni. Hefur
höfundur breytt því talsvert
frá því það var sýnt í Skandí- ....
, , . , , , stjormn sjer meðal annars fyr-
naviu, en hjer ma buast við,. ; , , „
Leikskóli að byrja.
Þjóðleikhússtjóri skýrði
Morgunblaðinu að lokum svo
frá, að opnaður yrði leikskólx
Þjóðleikhússins um miðjan
næsta mánuð. Kynnti leikhús-
að sýningar á því byrji í nóvem
ber. Leikstjóri: Haraldur Björns1
son.
Loks má geta leikritsins
„KONU OFAUKIГ eftir
danska skáldið Knud Sander-
by. Leikrit þetta hefur hvar-
vetna hlotið hina bestu dóma,
fjallar í aðalatriðum um vanda
mál heimilanna, samskipti for-
eldra og barna. Leikstjóri verð
ur Indriði Waage.
Til viðbótar er frá því að
segja, að nokkrar skólasýningar
eru ráðgerðar á „Nýjársnótt-
inni“ og barnaleikrit verður
sýnt hjer í vetur, þótt það hafi
enn ekki verið valið. Þá hafa
| irkomulag slíkra skóla, er hann
að þessu sinni dvaldist er-
lendis.
Ekki er endanlega. ákveðið,
hver stjórnar skólanum, en all-
margar beiðnir um skólavist
hafa borist. Leikskólinn á að
starfa síðdegis, að minnsta
kosti fyrst um sinn og nem-
endurnir í ár verða varla fleiri
en tíu.
arlaust og mennirnir að dauða veri® fest kaup á bandaríska
komnir af næringarskorti og leikritinu „Dauði sölumanns-
skyrbjúg. En þau hjónin höfðu ins“> sem sýnt hefur verið víða
nóg fyrir sig að leggja, enda
hafði konan lagt undir sig það
litla sem til var. Einn hásetinn
drógst aftur í, og bað konuna
um lyf og eitthvað að borða. —
„Snáfaðu burtu“, urraði hún.
„Snáfaðu framm í og drepstu
um heim við ágætustu dóma.
Höfundurinn er bandarískur.
Keypti ýmsa nauð-
synjagripi.
Þjóðleikhússtjóri, sem nýkom
inn er héim úr þriggja vikna
þar.“ — Það er eina konan, ferðalagi til Danmerkur, Sví-
sem jeg hefi barið á æfi minniv þjóðar og Noregs, skýrði frjetta
sagði gamli sjómaðurinn. — Og manni Morgunblaðsins frá of
honum var vorkunn. 1 angreindu í gær. Hann gat þess,
Þýðing Sigurðar Haralz er að hann hefði farið í ferð þessa
góð. En nokkuð finnst mjer til ýmissa framkvæmda fyrir
málið á frásögninni hrjúft. | Þjóðleikhúsið, meðal annars
Frjálsíþróffainót
í Stokkhólmi
STOKKHÓLMI, 6. sept. Á al-
þjóðlegu frjálsíþróttamóti, sem
fram fór hjer í kvöld, urðu úr-
slit þessi:
400 m. hlaup: McKenley, Jama
ica, 46,7 sek., 2. Sabolovic, Júgó-
slavía, 48,6 sek. — Langstökk:
1. Salmon, Hollandi 6.86 m. —•
800 m. hlaup: Bengtson, Svíþjóð,
1.51.3 mín., 2. Browne, USA 1.51,3
mín., 3. Wint, England 1.51,3
mín. — 1500 metra hlaup: O,
Aaberg 3.51,8 mín., 2. Slijkhuis,
Hollandi, 3.52,4 mín. — 200 m.
hlaup: McDonald Bailey, Eng-
landi, 21.0 sek., 2. McKenley,
21.3 sek. •— Spjótkast: 1. H. Moks,
70.14 m. 2. Ericson, 69.59 m. —
5000 m. hlaup: Albertson, 14.46.0
mín. — 3000 m. hindrunarhlaup:
1. Segedin, Júgóslavía, 9.01,0 mín.
— Sleggjukast: Strandli, Noregi,
Sjómaður. notað tækfærið til að athuga 57.68 (Norskt met).
NTB