Morgunblaðið - 08.09.1950, Blaðsíða 16
VEÐURUTLIT. FAXAFLOI:
NA-gola eða kaldi. — Ljcttir
__________________
205. tbl. — Föstudagur 8. scptember 1950.
Súrefnistæki fiutf loffleiðis
iil ungrar konu í barnsnauð
Flugyjelin lenfi við bæjardyrnar eftir
55 mínúfna flug frá Reykjavíkurflugvelli.
UM DAGINN var ungri konu bjargað frá köfnun við barns-
fcurð vestur í Reykhóiasveit. Voru súrefnistæki flutt hjeðan
Ui' bænum í lítilli flugvjel, er lenti við bæjardyrnar um klukku-
i tund eftir að hún iagði upp hjeðan frá Reykjavík. Þegar
fiugmaðurinn, Björn Pálsson, kom með súrefnistækin, var
) onan orðin blá, svo var af henni dregið.
Þetta gerðist á fimmtudaginn
og í gærdag sótti Björn tækin
vestur aftur og var konan þá
orðin vel hress. Svo erfið var
fæðingin. að barnið fæddist
andvana.
Fólk úr Reykhólasveitinni
fcrefur áður leitað til Björns
Pálssonar flugmarms, við flutn-
ing á sjúklingum hingað til
Reykjavíkur o. fl. o. fl. — Á
fimmtudaginn klukkan um sex
um kvöldið, var Björn beðinn
að útvega súrefnistæki handa
konu í barnsnauð. Slökkvistöð-
jn á Reykjavíkurflugvelli á slík
tæki, sem eru auk þess sjerlega
hentug til slíkra loftflutninga
og fekk Björn bau tafarlaust.
Um klukkan átta um kvöld-
ið lenti Björn flugvjel sinni,
sem er tveggja rcanna. skammt
frá húsi því, er kona lá á sæng
í Flugleiðin er 150 km. loft-
)ína og flaug Björn hana á 55
mínútum.
Konan nær dauða
Tækin voru tafarlaust tekin
í notkun. Konan hafði fengið
rnikið slím í lung^i eftir langa
og erfiða svæfingu við barns-
fcmrðinn. Ondunin var henni
orðin mjög erfið í stað venju-
legtar öndunartíðni, 20 á mín.,
var öndunin hiá henni komin
upp í 60. Konan var orðin blá-
lituð í framan af súrefnisskort-
ínum. er Björn kom með tækin,
En skömmu eftir að þau höfðu
verið tekin í notkun, var kon-
unni auðveldara um andar-
dráttinn og slímið úi lungna-
pípunum Iosnaði
Hversu tækin komu fljótt
— bjargaði konunni.
Hjer hefir í aðalatriðum ver-
ið stuðst við skýrslu, er hjer-
aðslæknirinn á Reykhólum, Jón
Gunnlaugsson, sendi slökkvi-
liði Réykjavíkurflugvallar og
að það hafi bjargað lífi hinnar
ungu konu hve skjótt tækin
komu. — Þakkar læknirinn
slökkviliðinu aðstoðina.
Björn PáJsson flugmaður,
hefur • um langt skeið annast
sjúkraflug og einkaflug út um
land í flugvjel sinni. — Hefur
hann í þessum ferðum sínum
flogið um Jandið þvert og endi-
langt Hefur hann lent á yfir
60 stöðum á landinu í flugferð-
um sínum.
Það hefur komið í Ijós, bæði J
með flugi Björn.-: og annara svo t
riefndra ,,einkaflugmanna“, að
binar litlu flugvjelar þeirraj
fciafa komið að mjög miklu J
gagni og oftar en nú bjargað
rnannslífum._____________
Öflu-nr floti
T.ONÐOM: — í lolc síðasta mán-
aðar var frá því skýrt, að bresku
samveldislöndin hefðu þá 29
herskip við Koreu. Á skipunum
eru alls 7,000 menn.
Rússneski floiinn
fyrir Norðurlattdi
vekur athygli
í Englandi
A MÁNUDAGINN var, var birt
í áberandi forsíðufrjett í einu
útbreiddasta blaði Bretlands,
,.Daily Express", frásögn af þvi,
að hinn rússneski síldveiðifloti,
sem verið hefur fyrir Norður-
landi í sumar, sje þar enn, enda
þótt veiðiskip annarra þjóða
sjeu hætt veiðum á þessum
slóðum og almennt sje talið, að
þar sje ei lengur veiði von.
j Að vísu munu engar öruggar
heimildir vera um það, hve
Jmörg hin rússnesku skip eru
þarna norðurfrá, en kunnugir
menn hafa talið, að þeim hafi
verið að fjölga fram eftir sumri.
En sennilega er það orðum auk
ið í hinu breska blaði, að hin
rússnesku skip sjeu orðin 200.
j I frjettinni af skipum þess-
um er sagt, að tvær skýringar
geti verið á þarvist skipanna,
að síldveiði lokinni. Önnur sú,
að þau hafi ekki fyrst og fremst
komið hingað í síldveiðierind-
Jum, en hin er sú, að heiman að
hafi það verið fyrir fram á-
kveðið, hversu lengi skipin
áttu að vera hjer og af einhverj
um ástæðum engin breyting á
þeirri ákvörðun gerð, enda þótt
síldveiðar sjeu úti.
Málverkasýning Krisfjáns Davfðssonar.
Góð aðsókn er að málverkasýningu Kristjáns Davíðssoiiar í
Listamanaskálanum. Hefui hann nú selt sjö myndir á sýning-
unni. Þessa mynd nefnir hann: Andlitsmynd af ungri stúlku.
Ráðsiafanir verðð gerðar lil
að Iryggja alvinnu í bænum
Tillaga Jéhanns Hafsfein í bæjarsfjórn.
JÓHANN HAFSTEIN bæjarfulltrúi gerði atvinnuhorfur í
bænum að umtalsefni á bæjarstjórnarfundi í gær. Kvað hann
alla geta verið sammála um það, að þær væru mjög uggvæn-
legar og að brýna nauðsyn bæri til þess að gerðar yrðu , 1-
stafanir til þess að freista úrbóta. — Jóhann Hafstein lagði
síðan fram svohljóðandi tillögu:
fá
Verkfall hjá kommum
PARÍS, 7. sept.: — Prentarar
við kommúnístablaðið „Ce
Soir“, gerðu verkfall í kvöld. til
stuðnings kröfum sínum unj
hærri laun. — Reuter.
FRANKFURT, 7. sept. — Vest-
ur-þýsku stjórnarvöldin hafa
farið þess á leit við hernáms-
stjórn Vesturveldanna, að þau
fái að taka á leigu erlendar
f arþegaf lug vj elar.
— Reuter.
^Ýmsar ráðstafanir gerðar.
„Bæjarstjórnin felur bæjar-
j ráði að skipa sjerstaka nefnd
til þess að rannsaka nú þegar
atvinnuhorfur í bænum. Skal
nefndin hið fyrsta leggja fyrir
bæjarstjórnina, álit og tillögur
er stefni að því að ýtrustu ráð-
stafanir sjeu gerðar til þess að
tryggja næga atvinnu í bæn-
um“.
Tillagan var samþykkt með
samhljóða atkvæðum.
Ovíst um
myndun í
K.HÖFN, 7. sept. — Friðrik
konungur tók í dag á móti for-
mönnum stjórnmálaflokkanna
dönsku. en síðan verða flokks-
fundir haldnir til að ræða hið
nýja viðhorf, sem skapast hefir
með þjóðþingskosningunum,
sem fram fóru s. 1. þriðjudag.
,,Politiken“ skrifar, að búast
megi við löngum viðræðum og
einhverjum þýðingarmestu sem
fram hafi farið innan 'danskra
stjórnmála langa lengi.
Engin endanleg lansn.
Ymsir möguleikar mynduð-
ust við kosningaúrslitin, en
engin endanleg lausn. Stjórn-
st jórnar-
Danmörku
arandstaðan krefst þess, að
mynduð verði stjórn borgara-
flokkanna og meirihluta stjórn
virðist útilokuð. Rætt er um
minnihluta stjórn borgaraflokk
anna, en takist ekki myndun
slíkrar stjórnar er búist við að
Hedtoft verði áfram við stjórn.
Blað jafnaðarmanna, Social-
Demokraten, segir, að kosn-
ingaúrslitin veiti ekki tilefni til
stjórnarskipta. Jafnaðarmenn
hafi fleiri þingmenn en fyrir
kosninga,r. Hedtoft muni því
ekki segja af sjer, nema að
samningar takist með flokkun-
um sepi skapi aðstöðu til nýrr-
ar síjórnarmyndunar. — Páll.
110 melra grinda-
hlaup á 15,3 sek.
Kaupmannahöfn, 7. sept.:
INGI ÞORSTEINSSON, sem
urn þessar mundir dvelur í
Kaupmannahöfn, keppti í gær-
kveldi á frjálsíþróttamóti hjer
í borginni.
Ingi sigraði í 110 metra
grindahlaupi á 15,3 sek., sem
er persónulegt met hjá hon-
um. Annar í grindahlaupinu
varð Kurt Nielsen, sem hljóp
á 15,6 sek.
Tíu börn farasl
UDINE, 7. sept.: — Að minnsta
kosti tíu börn ljetu lífið í dag
og um 30 slösuðust, er bíll og
vagn, sem hann hafði í eftir-
dragi, valt niður fjallshlíð í
grencf við Udine í Ítalíu.
FRÁgQGM af bæjarstjórnai-
íundinum I gær er á bls. 2. —*■
Krislinn Guðlaugs- ]
san á Núpi lálinn
SÍÐASTLIÐINN mánudag and-
aðist i Landsspitalanum Krist-
inn Guðlaugsson bóndi að Núpi
í Dýrafirði. Hann var tæplega
82 ára gamall.
Kristinn á Núpi var meðal
merkustu bænda á Vestfjörð-
um og forystumaður á sviðí
búnaðarmála um langt skeið.
Gullfoss og Fjallfðss
í effir áælluti
regna veðun
I GÆRDAG komu tveir Fossar,
sem báðir voru á eftir áætlun
vegna mikils mótvinds er var
svo að segja alla leiðina. Antiar
Fossanna var Gullfoss er var
um 10 klst. á eftir áætlun. —•
Lagðist hjer að bakkanum kl.
5 í gærdag. — Hitt skipið var
Fjallfoss er fór frá Leith tveim
dögum á undan Gullfossi. Svo
þungur var mótvindurinn og
báran, að hraði Gullfoss fór
allt niður í 10—11 mílur. Það
var strax og komið var út úr
Pentlandsfirði, sem norðvestan
áttin byrjaði og hjelst alla leið-
ina upp að ströndinni hjer.
Bakarameisfarafjelag
Reykjavíkur 30 ára
8. SEPTEMBER 1920 komu þess
ir bakarameisfarar saman til
að ganga formlega frá stofnun
fjelagsins: Sveinn M. Hjartar-
son, Stefán Sandholt, Guð-
mundur Ólafsson, Davíð Ólafs-
son, Sigurður Hjaltested, Björn
Björnsson, Ágúst Jóhannesson
og Bergsteinn Magnússon.
Auk þeirra voru talin stofn-
endur þau Kristín B. Símonar-
son og Pjetur Jóhannesson, þótt
ekki væru þau bakarar að
mennt.
Stjórnina skipuðu þeir Stef-
án Sandholt form., Theodór
Magnússon ritari og Sveinn M.
Hjartarson gjaldkeri.
Meðlimir fjelagsins eru nú
ufn 50. Stjórnina skipa: — Gísli
Ólafsson form., Edvard Bjarna-
son ritari og Sigurður Bergsson
gjaldkeri.
Ákveðið hefir verið að minn-
ast hátíðlega þessara tímamóta
að Hótel Borg, 28. október n.k,