Morgunblaðið - 08.09.1950, Blaðsíða 5
Föstudagur 8 sept. 1950
MORGUNBLAÐIÐ
8
Ölafur Björnsson prófessor:
Dýrtíðar og kaupgjaldsmál
Fjárfestingarstefnan og
afleiðingar hennar
ur aðeins að snúa sjer til bank-] Dýrtíðin, kaupgjaldið
og kjör launþega.
Dýrtíðarskatturinn, sem lagð
ur er á almenning með hinni
óeðlilegu fjárfestingu, bitnar
einna þyngst á fastlaunafólki.
Hin óumflýjanlega kjaraskerð-
ing vegna fjárfestingarinnar
kemur jöfmím höndum fram í
verðhækkunum og vöruskorti.
Úrræði launþeganna til þess að
velta kjaraskerðingunni af sjer
eru venjulega þau að krefjast
hærra kaups, og styrkir það að-
stöðu þeirra 1 því efni, að eft-
irspurn eftir vinnuafli og at-
vinna er venjulega mikil, þar
sem verðbólguþróun á sjer stað,
og eru það einu kostirnir, sem
hún hefur í för með sjer. Ár-
angur kauphækkananna í því
skyni að losa launþegana v;ð
byrðar dýrtíðarinnar er þó að
tvímælalaust að verulegu levti
rót sína að rekja til fjárfest-
ingarstefnunnar og þess sífelda
styrjaldarástands, sem hún hef-
ur skapað milli stjórnarvald-
anna og' launþegasamtakanna.
Stjórnarvöldin hafa löngum
einblint á hið háa kaupgjald að
krónutali eins og það væri hin
raunverulega meinsemd í efna-
hagslífinu, og talið, að lækna
mætti dýrtíðina með því einu
að færa það niður. Launþeg-
arnir hafa hins vegar helst
komið auga á þá leið til þess að
koma sjer undan byrðum dýr-
tíðarinnar að hækka kaupið. Þá
árekstra sem . af þessu hefur
leitt ásamt óánægjunni út af
sívaxandi kjaraskerðingu hafa
j kommúnistar hins vegar eðli-
(lega notað sjer til fulls í áróðri
sinum meðal launþega. — Það
* hörmulega skeður, að rjettmæt
óánægja fólksins út af ófremd-
arástandi því sem fjárfestipgar
stefnan hefur valdið í efnahags-
málunum, lýsir sjer í alltof
mörgum tilfellum sem átrúnað-
ur á hið verra í stað þess að
leita einhvers sem er betra n
það ástand, sem óánægjan er
sprottin af.
Víst er a. m. k. um það, '\ð
það verða ekki kommúnistarn-
ir og stefna þeirra í efnahags-
og launamálum, sem leiða
launþegana til fyrirheitna lar. is
ins. Ekki verður því þó neitað,
að nokkuð rökrænt samhengi er
milli fjárfestingarstefnunnar og
hins kommúnistiska skipulags,
því að ríkislögregla á borð við
það sem er í ríkjum kommún-
ista er öflugasta tækið og jafn-
vel óhjákvæmilegt til þess að
halda í skefjum óánægju fólks-
ins vegna þeirrar kjaraskerð-
ingar, sem fjárfestingarstefnan
hefur í för með sjer, þótt þact
sje allra síst þetta, sem fyrir
því fólki vakir, sem styður
kommúnista, öðrum en fors-
prökkunum.
Stefna kommúnista í launa-
og kjaramálum skal annars
nokkuð tekin til meðferðar í
f ramhal dsgrein.
SKEMMTILEG BÓK
SÁ LJELEGI árangur, sem
'náðst hefur á undanförnum ár-
tim í baráttu stjórnarvaldanna
gegn dýrtíðinni, eins og kallað
er, stafar fyrst og fremst af því,
að ráðstafanir þessar hafa yfir-
leitt verið gerðar án skilnings á
raunverulegum orsökum verð-
fcólguþróunarinnar, og beinst
gegn fyrirbrigðum sem líta ber
á sem afleiðingar verðbólguþró-
ttnarinnar en ekki orsakir. M.
ö. o. þessar ráðstafanir hafa
nær eingöngu beinst í þá átt að
halda niðri kaupgjaldi og verð-
lagi, en ekki nema að takmörk-
uðu leyti að því að takmarka
hina óeðlilegu fjárfestingu, sem
er hin raunverulega orsök verð
bólgunnar. „Dýrtíðarráðstafan-
irnar“ svokölluðu hafa því orð-
ið jafn árangurslausar eins og
t. d. má vænta af læknisaðgerð-
um, sem eingöngu beinast gegn
tilteknum sjúkdómseinkennum,
en ráða enga bót á sjúkdómin-
um sjálfum.
Hvernig myndast dýrtíðin?
Um það er a. m. k. ekki á-
greiningur meðal hagfræðinga,
að frumorsök dýrtíðarmyndun-
ar eða verðbólguþróunar er sú,
að brúttófjárfesting og halli er
meiri en nemur frjálsum sparn-
aði að viðbættum óúthlutuðum
arði og afskriftum. Hinni fræði-
legu hlið þessa máls verða ekki
gerð skil hjer, en áhugamönnum
um það efni mætti vísa til opin-
berra álitsgerða eftir þá hag-
íræðingana Benjamín Eiríksson
og Jónas Haralz, einkum eru
þessu gerð ýtarleg skil í álits-
• gerð hins fyrrnefnda um íslensk
efnahagsmál er hann samdi
sumarið 1949 á vegum þáver-
andi ríkisstjórnar.
Dýrtíðaraukningin er aðferð
til þess að þvinga almenning í
landinu til þess að skerða kjör
sín og spara svo sem nauðsyn-
legt er til þess að standa straum
af þeirri fjárfestingu sem fyrir-
huguð er af stjórnarvöldunum.
Dýrtíðin veldur verðhækkun og
Skorti neysluvara, sem er nægi-
lega mikill til þess að knýja
fram sparnað, er samsvarar
þeirri fjárfestingu er á sjer stað.
Benjamín Eiríksson áætlaði
lausdega, að nýmyndun dýrtíðar
á þennan hátt hefði numið nokk
uð á 2. hundrað millj. kr. að
meðaltali árin 1947 og 1948, en
Jónas Haralz hefur áætlað ný-
myndun dýrtíðar 80 millj. kr.
árið 1949, sem sennilega er þó
of lágt.
Dýrtíðarmyndunin er skatt-
ur, sem í dulbúnu formi er lagð
ur á þjóðina, og einkum inn-
heimtur sem gróði þeirra, sem
selja vöru og þjónustu, sem verð
lagseftirlit ekki nær til.
Jafnvægisbúskapur
eða aukning dýrtíðar.,
Það gæti verið umhugsunar-
efni fyrir fullorðið fólk að bera
saman tímana laust fyrir 1930
og tímana nú. Við sem þá vor-
um fátækir skólapiltar minn-
umst þess að vísu, að okkur
vantaði oft aura, en við gátum
þó veitt okkur sokka og skó,
nauðsynlegan sængurfatnað,
keypt perur í ljósalampana
okkar og endrum og eins feng-
ið okkur epli, appelsínur, sveskj
ur o. þ. h., en ofantalin gæði
geta efnaheimili varla veitt sjer
nú. Þá f jekkst allt, sem um var
spurt, og þyrftu menn á er-
lendum gjaldeyri að halda til
vörukaupa eða annars, þá
þurfti ekki gjaldeyrisleyfi, held
anna, og seldu þeir þá umyrða-
laust þann gjaldeyri, sem farið
var fram á.
Er skýringin á þessu sú, að
gjaldeyrisöflun landsmanna sje
svo miklu minni nú, en hún
var þá. Nei, því að jafnvel í
ljelegustu útflutningsárum nú
munu raunverulegar gjaldeyris
tekjur á íbúa vera minnst þre-
faldar á við það sem þær voru
þá í meðalárferði.
Gæfumunurinn liggur í hinu,
að þá bjuggum við við jafnvæg-
isbúskap en núverandi ástand
er óhjákvæmileg og rökrjett af-
leiðing af þeirri fjárfestingar-
og dýrtíðarstefnu, sem rekin
hefur verið hjer á landi óslitið
síðah 1934, að undanteknum
stríðsárunum 1940—44 þegar
við vegna ytri aðstæðna neydd-
umst til að hverfa frá henni, en
á þeim árum komu allsnægtirn-
ar aftur, þótt endasleppar yrðu.
Á árunum 1934—39 var í
skjóli innflutningshaftanna sem
þá var beitt, rekin fjárfesting-
arstefna, með öllum sínum
venjulegu einkertnum, dýrtíð,
vaxandi skorti og höftum á öll-
um sviðum, þrátt fyrir sæmi-
legt verslunarárferði og mikla
gjaldeyrisöflun öll þessi ár. —
Dýrtíðin og skorturinn, sem þá
var við að etja, komst»þó al-
drei í samjöfnuð við það sem
verið hefur s.l. 3 ár.
Eftir það að styrjöldinni lauk
var aftur tekið til óspilltra
mála þar sem frá var horfið
1939. Hinar geysimiklu gjald-
eyrisinnstæður gengu til þurrð-
ar á rúmum tveim árum, og
þótt verslunarárferði hafi raun
verulega lengst af verið 'hag-
stætt síðan og við fengið mikl-
ar gjafir og lán erlendis frá,
búum við nú við þann skort og
vandræði, sem öllum eru kunn.
í aðra hönd höfum við að
vísu fengið mikið af stórvirkum
framleiðslutækjum, sem veru-
lega hafa aukið möguleika okk-
ar til gjaldeyrisöflunar, en
með þeim hafa líka fylgt önn-
ur, sem lítið hafa gefið í aðra
hönd enn sem komið er, svo
sem síldarverksmiðjurnar, mjöl
skemmurnar og bátarnir, sem
áttu að hafa kostað hálfa millj.
í erlendum gjaldeyri, en ekki
verið settir ennþá á flot.
Það var stefna dýrtíðarinnar
og hinnar öru fjárfestingar sem
varð ofan á eftir styrjöldina og
var ekki ógreiningur um það
milli stjórnmálaflokkanna að
þá leið bæri að velja.
Það hefði mátt fara aðra leið.
Við hefðum líka getað farið leið
verslunarfrelsisins og jafnvæg-
isbúskaparins. Það er engin
hætta á því, að mikið hefði ekki
verið keypt af nýjum fram-
leiðslutækjum til landsins þótt
sú leið hefði verið farin, þótt
það hefði vitanlega orðið minna
en raun varð á, nokkur áhættu
sömustu og fjárfrekustu fram-
leiðslutækin svo sem stóru síld-
arverksmiðjurnar og mjöl-
skemman hefðu sennilega aldrei
verið reist.
Á hinn bóginn hefðum við
þá fram til þessa dags getað
búið við' sömu allsnægtir til
neyslu og á stríðsárunum, þrátt
fyrir allt síldarleysi. — Því að
þrátt fyrir allt eru þó raun-
verulegar gjaldeyristekjur á
íbúa í lökustu útflutningsárum
eins og t. d. 1949 tvöfaldar á
við það sem mest var fyrir
striðið.
jafnaði enginn þegar á heildina
er litið, því að óbreyttri stefnu
í fjárfestingarmálum vex dýr-
tíðin sjálfkrafa að sama skapi
og kaupgjaldið hækkar, og ger-
ir því að engu árangur kaup-
hækkananna. Þetta á þó aðeins
við um heildina, hins vegar
geta einstakir starfshópar auð-
vitað bætt kjör sín með því að
hækka kaupið, ef kaup annarra
launþega hækkar ekki samsvar
andi. Kjarabætur geta laun-
jþegar því aðeins öðlast, að
vöruframboð aukist, annað-
hvort vegna aukinna fram-
leiðsluafkasta eða af öðrum á-
stæðum, en almennar kaup-
hækkanir geta engin áhrif haft
í þá átt nema síður sje.
Á sama hátt og launþegarnir
geta ekki vænt sjer neins raun-
verulegs árangurs af kaup-
streitu sinni, er heldur ekki
hægt að ná árangri í barátt-
unni gegn dýrtíðinni með því
einu að halda kaupgjaldinu í
skefjum, eins og margir stjórn-
málamenn virðast álíta. Kaup-
hækkanirnar eru að jafnaði af-
leiðing dýrtíðarinnar og þeirr-
ar fjármálastefnu, sem veldur
dýrtíðinni, en ekki orsök, og
hefur sú einnig verið raunin
hjer á landi á síðustu árum.
Draugur dýrtíðarstefnunnar
— konimúnisminn.
Þótt fjárfestingarstefnan hafi
veitt efnahagslífi þjóðarinnar
þung sár, og á skömmum tíma
leitt frá allsnægtum til alls-
leysis hvað daglegar nauðsynj-
ar fólksins snertir, þá er þetta
þó ekki alvarlegasta afleiðing
hennar. Óhugnanlegasta afleið-
ingin er sá pólitíski Glámur,
sem til hennar hefur sótt nær-
ingu sína og uppeldi, og nú
ógnar ekki aðeins efnahagslífi
þjóðarinnar, heldur frelsi henn
ar og öryggi, en það er komm-
únisminn með sínum sterku í-
tökum í launþegasamtökunum.
Það er vissulega eftirtektar-
vert, að á sama tíma sem komm
únistaflokkar allra annarra lýð
frjálsra landa þurrkast 'út í
hverju landinu á fætur öðru,
skuli íslenski kommúnistaflokk
urinn halda fylgi sínu nókkurn
veginn óskeru.
Sú skýring er almennust
á þessu fyrirbrigði, að stjórn-
málaþroski almennings sje
minni hjer á landi en gerist
meðal annarra lýðfrjálsra menn
ingarþjóða. Það er auðvitað
erfitt að leggja mat á gildi
þessarar röksemdar, og hvað
sem því líður, er önnur skýr-
ing að mínum dómi nærtækari.
I Hinn útbreiddi kommúnismi
linnan launþegasamtakanna á
Endurminningar Luckn-
ers greifa, eftir Lowell
Tomas. — Sigurður Har-
alz íslenskaði. — ísafold
arprentsmiðja 1950.
MJER þótti gaman að Sjóferða-
sögum Sveinbjarnar Egilsonar.
Hann segir svo hispurslaust frá
lífi sjómanna, þótt manni virð-
ist hann stundum hafa verið
sjálfur full afskiptalaus af því,
sem lesa má milli línanna, að
hafi hent marga fjelaga hans í
höfnum stórborganna. — Mig
langaði því að sjá, hverjum tök
um Luckner greifi tæki á þessu
sama hlutverki. Þeir stóðu báð-
ir nokkuð jafnt að vígi, báðir
komu í svallið frá góðum heim-
ilum og áttu því öðru að venj-
ast að heiman.
Luckner greifi strauk að
heiman aðeins þrettán ára að
aldri. Útþráin ólgaði í blóði
hans og hann vildi reyna kraft-
ana óstuddur af vinum og
vandamönnum. — Hann lendir
fyrst á rússnesku seglskipi. Við
brigðin voru mikil. Úr hallar-
sölum heimilisins kemur hann
í þröngan og óhreinan lúkar.
Yfirmennirnir eru miskunnar-
lausir, maturinn lítill og aðbúð-
in slæm. — „Þegar hásetarnir
höfðu lokið við að matast og jeg
hafði* jetið af leifunum, þá
skriðu rotturnar upp á borðið
og luku því, sem þá var eftir“,
segir hann. Og ekki var verið
með óþarfa hreinlæti. „Þeir
vildu ekki sjá vatn á sinn
skrokk. Á stundum voru þeir
þó hreinir um hendur. Það var
þegar gamla skinnið datt af
þeim. Þeir flettu lengjum af
gamla skinninu af höndum sjer,
og voru þá hreinir til að byrja
með“. Stundum rak sulturinn
hann til að hnupla sjer ein-
hverju ætilegu.og eru sumar
sögurnar af því svo broslegar
og æfintýralegar,- að það er
dauður maður, sem ekki hlær
upphátt, þegar hann les þær
frásagnir.
Enginn verður óbarinn bisk-
up. Luckner greifi uppskar
laun dugnaðar síns og karl-
mennsku. Hann átti líka stuðn-
ingsmenn heima fyrir. Og þeg-
ar ófriðurinn 1914 braust út,
var honum fengið skip til for-
ráða og sýndi þá mikla dirfsku
og snarræði og var dáður af
löndum sínum. Hann sat að borð
um með Þýskalandskeisara,
Ítalíukonungi og Rússakeisara,
En bernskuárin höfðu mótað
hann svo, að best kunni hann
við sig í lúkarnum hjá óhefl-
uðum sjómönnum, enda vildi
hann helst koma til dyranna
eins og hann var klæddur.
Á sínum mörgu og löngu sjó-
ferðum kynntist hann mörgum
og ólíkum mönnum. — Gömlu
seglskipasjómennirnir fjel'J.u
honum best í geð. Þeir kunnu
óteljandi sögur af svaðilförmn
og volki, og oft var skammt
milli lífs og dauða. Sumar sög-
urnar, sem þessir gömlu sjó-
menn segja, hafa gengið frá
manni til manns. Þær eru Hka
svo eftirminnilegar, að sá, sera
heyrir þær einu sinni, gleymir
þeim aldrei. Svo er til dæmis
um söguna af stúlkunni í keðju
kassanum, skipið sem rak yfir
Kyrrahafið með dauðra manna
bein sem skipshöfn, og negr-
ann, sem þuldi bænir marg'a
daga í röð, svo að f jelögum hans
lá við sturlun. Sumar sögurn-
ar eru líka dularfullar, því að
margt skeður á sæ. Svo er til.
dæmis um söguna: „Þá nótt
var bæði dimmt og hvasst, en
vofa rjeði stefnunni“. — Skipið
var á siglingu í Suðurhöfum.
Það var yndisleg hitabeltisnótt.
Einn hásetanna stóð við stýrið
og stýrði í suðvestur. Allt í
einu heyrði hann skipun: —
Stýrðu í suð-suðvestur. Og mað
urinn breytti stefnunni. Litlu
síðar kemur skipstjórinn upp og
sjer stefnubreytinguna. Hann
ávítar hásetann og skipar hon-
um að stýra eins og hann hafi
fyrir hann lagt. En litlu síðar
fær hásetinn nýja skipun, og
enn breytir hann stefnunni. —•
Hásetinn er rekinn frá stýrinu
og annar tekur við, en allt fer
á sömu leið. Og þessi nýi háseti
sjer mann í tunglsskininu, og
maðurinn gengur að honum og
segir: „Stýrðu í suð-suðvestur“.
Að lokum sjá þeir bát fyrir
stafni. Mennirnir i bátnum
voru tólf áð tölu og höfðu ver-
ið á reki í marga daga og voru
Framh. á bls. 9.