Morgunblaðið - 08.09.1950, Blaðsíða 11
Föstudagur 8 sept. 1950
MORGUNBLAÐIÐ
lf
'Ssi^/////////A
Stalin er ekki á móti stríði
,.MORGENBLADET“ í Oslo
birti nýlega greinarkafla, þar
sem getið var um skoðun „gen-
eralissimo“ Stalins á stríði og
friði. Var þar þyggt á brjefi,
sem Stalin hafði sent hinum
heimsfræga rithöfundi Maxim
Gorki.
Þar sem kommúnistar þykj-
ast nú sem stendftr elska frið-
inn meira en allt annað, í það
minnsta annars staðar en í Kór-
eu, þá er ekki ófróðlegt að kynn
ast skoðunum rnarskálksins
Stalins. Því að geta má nærri,
að þar sje að finna þá raun-
verulegu línu, sem kommúnist-
ar allra Ianda fara eftir og
verða ávallt að fara eftir.
Stalin vildi ekki tímarit, sem
átti að vinna á móti öllum
styrjöldum.
Tilefni þess, að Stalin ritaði
Maxim Gorki skoðun sína á
stríði og friði, var það, að
Maxim Gorki vildi stofna til
tímarits til að vmna gegn styrj-
öldum, og sneri sjer til Stalins
Otneð þá hugmynd sína og eins
fjelaga síns. Og Stalin svaraði:
„Kæri Aleksej Maximovitsj.
Eftir að hafa hugsað ítarlega
um þá hugmynd að gefa út sjer-
stakt tímarit „Um stríð“, þá
höfum við komist að þeirri nið-
urstöðu, að sem stendur er eng-
inn grundvöllur slíkrar fram-
kvæmdar. Við álítum, að það
mundi vera betra að ræða um
vandamál stríðsins (jeg á þá
við heimsveldisstríð) í þeim
tímaritum, sem þegar eru fyr-
ir hendi, og því fremur sem
vandamálið stríð er ekki hægt
að greina frá vandamálinú
stjórnmál. Styrjöld er einn af
tjáningarháttum stjórnmálanna
Hvað snertir frásagnir um
stríð, þá verða menn að vera
mjög nákvæmir í vali sínu, áð-
ur en þær eru prentaðar. Á
bókamarkaðinum eru fjöldi
bókmenntalegra frásagna, seirr
lýsa ,,ógnunum“ stríðsins og
Sem á þann hátt skapa óbeit á
öllu stríði. (Ekki einungis á
heimsveldisstríði heldur einnig
á annars konar stríði). Þetta
eru borgaralegar friðsamar frá-
sagnir án mikils gildis. Það, sem
við þörfnurpst eru slíkar frá-
sagnir, sem með frásögnum af
ógnum heimsveldisstríðs fá
lesendurna til að taka afstöðu
'gegn heimiveldisstjórnum, sem
skipuleggja slík stríð.
Þar að auki: Við erum ekki
á móti sjerhverju stríði. Við
erum andstæðingar heimsveldis
stríðs, þ. e. a. s. andbyltingar-
stríðs. En við erum fylgjendur
ífrelsisstyrjalda, andimperialist-
iskra styrjalda og byltingar-
styrjalda, endo þótt þessar
styrjaldir skorti engan veginn
„blóðugar ógnir“. heldur hafi
þær þvert á móti yfirfljótandi.
Mjer virðist hugmynd Voron-
skis (fjelagi Maxim Gorkis) um
baráttn gegn „ógnum stríðsins“
Vera ekki mjög fjarri hug-
Hræsni kommúnista af-
hfúpuð í brjefi hans -
III Hlaxim Gorki
myndheimi borgaralegra frið-
arsinna.
Með bestu kveðju,
Josef Stalin.“
„Ógnir stríðsins“.
Brjef Stalins skýrir sig
sjálft og þarfnast engrar túlk-
unar, gn þó er rjett að benda
á örfá eftirtektarverð atriði,
sjerstaklega með tilliti til þess,
að kommúnistar. gera nú mik-
ið úr þeim friðarvilja, sem komi
fram í hinu svokallaða Stokk-
hólmsávarpi þeirra. Ýmislegt,
sem stendur í því ávarpi og
annað, sem þar er ekki nefnt á
nafn, verður skiljanlegra í ljósi
ofangreindra orða Jósefs Stal-
ins.
Stokkhólmsávarpið er ber-
sýnilega aðeins til þess birt að
reyna að svæfa hinn frjálsa
heim, meðan kommúnistar
koma stríðsundirbúningi sín-
um lengra á leið og meðan þeir
hefja árásarstyrjöld í Kóreu.
Kommúnistar eru nefnilega
ekki, segir Stálin, á móti öllu
stríði, og það þrátt fyrir það
þótt styrjöldum, fylgi „blóðug-
ar ógnir“, sem Stalin í harð-
neskjulegu háði setur innan
gæsalappa. Stríð er í augum
Stalins viðurkennd aðferð til
þess að tryggja valdaaðstöðu
kommúnista í heiminum. Skipt
ir þar engu máli, hvort um
árásarstríð er að ræða, eins og í
Kóreu.
í augum komrmmista er ekki
greint á milli friðsamlegrar
stjórnmálabaráttu og styrjöld.
Stalin segir ennfremur í
brjefi sínu, að ekki sje hægt
að greina vandamálið stríð frá
vandamálinu stjórnmál, stríð-
sje ekkert annað en ein af tján-
ingarháttum stjórnmálanna, og
þá líklega rjett eins og
til dæmis friðsamlegar
rökræður. — í ljósi þessara
ummæla Stalins er framkoma ’
Rússa á undanförnum árum j
skiljanlegri. Þeir hafa alltaf!
verið í striði við lýðræðisþjóð- j
irnar. Þetla hafa lýðræðisþjóð-
irnar ekki viljað gera sjer ljóst. I
Þær hafa ekki trúað því, að í
ráðamenn noklturrar þjóðar, !
sem er nýkomin úr ægilegum !
hildarleik, vilji leiða ógnir i
striðsins yfir mannkynið á ný. !
En Stalin lætur sjer ekki
„ógnir stríðsins,, fyrir brjósti
brenna, ef jva? er lieimsveldis ‘
stríð kommúnista, sem hóð
er. Þá er styrjöld ekkert ann
að en venjuleg stjórnmála- '
barátta og í engu frábrugðin
friðsamlegum rökræðum i
hans augum.
Það er vissulega tími til kom-
inn, að lýðræðisríkin geri sjer
ljóst, að Rússar hafa verið í
stríði við 1 þær, eins og raunar
hefur komið ljóslega á daginn
nú í Kóreu.
Af hverju gleymir Stokkhólms-
ávarpið að banna
allar styrjaldir?
Kommúnistar eru ekki á
móti öllum styrjöldum, en þeir
eru á þessu stigi á móti notkun
kjarnorkuvopna. því að Rússar
eru ekki nógu langt komnir í
þeim efnum, og þess vegna legg
ur Stokkhólmsávarpið einungis
áherslu á bann kjarnorkuvopna.
Þeir, sem gengust fyrir og
undirrituðu Stokkhólmsávarpið
gátu fyrir mörgum mánuðum
komið því til leiðar að kjarn-
orkuvopn væru bönnuð, ef þeir
hinir sömu hefðu getað fengið
Rússa til að samþykkja alþjóð-
legt eftirlit með því að slíku
Framhald á bls. 12.
SkaHaálöcgur í ilússlandi
Fordæmi Finna — Dönsku
þingkosningarnar
ÞEGAR kommúnistar tala um
þær auknu álögur, sem lagðar
eru á almenning hjer á landi,
þá gagnrýna þeir gjarnan, að
margar þeirra komi fram í
hækkuðu verði á nauðsynjavör
um, en það taitni á þeim fátæku
jafnt og hinum ríku.
Það er því fróðlegt að vita,
hvernig kommúnistar haga á-
lögum, þar sem þeir ráða, og
svo vill til, að nokkrar upplýs-
ingar eru til um þetta. Financi-
al Times í London byggir þær
ályktanir á upplýsingum fjár-
.málaráðherra , Sovjetríkjanna,
Zverev, að 55% af tekjum
Sovjetríkjanna stafi frá óbein-
um skattaálögum, og þar sem
breska ríkið fái helming tekna
sinna með beinum álögum, þá
sje tilsvarandi hlutfallstala í
Rússlandi aðeins 8%.
Sem dæmi um hinar ó-
be,inu skattaálögur í Rúss-
landi nefnir blaðið, að sölu-
skatturinn sje 75% af útsölu
verði hveitis í Rússlandi,
74% af vefnaðarvöru, og
9?
Verkalýðsleiðtogiir“
kommúnista
F.INS OG kunnugt er stjórnuðu kommúnistar Alþýðusambandi
íslands frá 1944 til 1948. Á þeim tíma voru heildarsamtök
verkalýðsins notuð fyrst og fremst til pólitískrar baráttu fyrir
kommúnistaflokkinn.
Starfsmenn samtakanna
skeyttu ekkert um að efla sam-
tökin, en aftur á móti beittu
sjer fyrir ofsóknum á einstök
fjelög lýðræðissinna og ráku
sum þeirra úr Alþýðusamband-
inu í skjóli meirihlutavalds
síns.
Eftir að kommúnistar hlupu
úr ríkisstjórn 1946 vegna þjónk
unar sinnar við Rússa, notuðu
þeir Alþýðusambandið til
beinna árása á ríkisvaldið og
hikuðu ekki við að fyrirskipa
pólitísk allsherjarverkföll og
stöðva aðalatvir.nuvegi þjóðar-
innar þegar verst gegndi og var
skaðlegast fyr:r þjóðarheild-
ina.
Ofbeldisaðferðir.
Á síðasta Alþýðusambands-
þingi ætluðu kommúnistar að
halda völdum með ofbeldi og
hirða í engu um lög og reglur
verkalýðsfjelaganna, en Her-
mánn Guðmundsson þáverandi
forseti, hindraði óhappaverkið
með því að neita því að brjóta
lög sambandsins, en að launum
fyrir þessa Sjálfsögðu ákvörð-
un hefur Hermann sætt ofsókn
um af hendi kommúnistá og
þeir oft á tíðum umgengist hann
sem sinn versta fjandmann.
Fjölda margir aðrir fvrrverandi
fylgismenn kommúnista í verka
lýðshreyfingunni er í starfi sínu
reyndust trúrri ^hagsmunum
launþega en kommúnistaflokks
ins hafa sætt sömu meðferðinni!
og Hermann Guðmundsson. En :
við verkalýðsforustunni hjá
kommúnistum hafa tekið menn
eins og Eggert Þorbjarnarson,
framkvstj. korrimúnistaflokks- ;
ins og Stefán Ögmundsson upp |
hlaupsmaður frá 30. mars í
fyrra Slíkir menn-eru ekki lík-
legir til að bregðast Komin-
form.
Kommúnistar tapa fylgi.
Vegna þessarar framkomu
kommúnista hefur þeim mönn-
um stöðugt fjölgað innan laun-
þegasamtakanná, sem snúið
hafa bal^ við kommúnistum og
nú hafa þeir með öllu mist von
um að ná sínum fyrri völdum
í verkalýðshreyfingunni. Þeirra
fylgistap heldur áfram og mun
koma enn betur í Ijós í kosn-
ingum fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing,. er hefst 17. þ. m.
íslenskir launþegar munu þá
með öllu '-'eka hina rússneskú
flugumenn af höndum sjer.
hvorki meira nje minna en 83%
af útsöluverði sykurs.
Þetta er einkum athyglisvert
í ljósi þess, að kommúnistar
hafa alltaf gagnrýnt hinar o-
beinu skattaálögur, sem „aðferð
auðvaldsins til þess að ræna fá-
tæklingana“. Hver hefur ekki
einmitt heyrt kommúnistana
hjer tala um ,hinar óbeinu
skattaálögur, sem „skatt á
brauð fátæklingsins“. Svo kem-
ur það upp úr kafinu, að rúss-
neskur verkamaður greiðir 75
kópeka til ríkisins af hverri
rúblu, sem hann ver til hveiti-
kaupa. Finnst íslenskum komm
únistum þetta gott og blessað?
Greinarflokkur Árna G. Ey-
lands um Finna og Finnland
hefur vakið töluverða athygli.
Menn hafa lengi hoi'ft með að-
dáun til Finna, sakir þraut-
seigju þeirra og manndóms.
Mönnum er í fersku minni karl-
mennska og frelsisást þeirra
Finna, sem bjuggu á Porkala-
nesinu, en kusu allir fremur að
flytja þaðan, en búa við ofbeld-
isstjórn Rússa, eftir að þeir
tóku landsvæðið herskildi. —
íbúarnir á Porkalanesinu höfðu
Hka verið í nábýli við Rússana
og höfðu fundið þefinn af stjorn
þeirra hinuríi megin landamær-
anna.
Um reynslu Finna. segir
Árni G. Eylands m.a.: „Við frið
arákvæðin 13. mars 1940, mistu
Finnar Karelen eins og kunn-
ugt er og um leið 10% af öllu
akurlendi lands síns. — Þegar
friður komst á í sept. 1944
urðu Finnar að láta Porkala-
nesið, rjett við Helsingfors af
hendi. Þar voru um 11 þús. ha.
af akurlendi, og ræktunin á
nesinu og framleiðslan þaðan
mjög þýðingarmikil fyrir höfuð
borgina, þar eð þetta er svo að
>segja við bæjardyr hennar og
nesið „matjitrtagarður borgar-
búa“.... En þetta var ekki
mesti vandinn, sem nú bar að
höndúm, er þjóðin þurfti að
rjetta við hag sinn. Karelsku
bændurnir og garðyrkjumenn-
irnir á Porkalaríesinu voru
Finnar og vildu vera Finnar.
Þeir yfirgáfu jarðir sínar
og fluttu sig án tafar yfir hin
nýju landamæri. Fluttu með
sjer það, sem þeir máttu við
koma, en gengu þó heldur
slyppir frá öllu á búum sm-
um og ættaróðulum en að ger
ast þegnar þeirrar þjóðar er
ásældist land þeirra og tók
það’. Það voru 46 þúsund fjöl
skvldur, sem fluttu sig bú-
ferlum á þennan hátt, fluttu
sig heim í óvissuna um bú-
stað og afkomu, en heim í þá
vissu að vera Finnar“. —
(Auðk. okkar).
Síðan lýsir Árni G. Eylands,
hvernig Finnar hafa leyst úr
vandamálunum vegna hinna gif
urlegu fólksflutninga, jafnhliða
endúrreisn og greiðslu skaða-
Framh. á bls. 12.