Morgunblaðið - 08.09.1950, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 8. sept. 1950
Framhaldssagan 31*
FRÚ MIKE
Eftir Nancy og Benedicf Freedman
Jeg skildi ekki þessa meðferð
á konunum og gat ekki orða
bundist lengur. „Mike, hvers
vegna gera þeir þetta?“
Mike leit ekki á mig. „Hund-
arnir þeirra eru orðnir þreytt-
ir eftir langa ferð og þeir /ilja
Ijetta á þeim“.
„En konurnar“.
Mike sagði ekkert. Jeg leit
jjangað, sem hann horfði og gat
varla trúað mínum eigin aug-
um. Indíáni einn hafði spennt
einn af hundum sínum frá sleð-
anum og ljet konu sína á hans
stað.
„Mike!“
„Hundurinn hans hefur
meiðst“, sagði Mike.
Jeg gat engu svarað honum.
- Skelfingu lostin horfði jeg á
hvernig konan erfiðaði með
skepnunum og sleðinn mjakað-
j.st áfram nokkuð á eftir hinum.
„Indíánakonurnar eru vanar
Jressu, Kathy. Þær hafa ekki
þekkt annað um aldaraðir en
erfiði. Það er aðeins stutt síðan
að Indíánarnir lögðu fyrir sig
veiðar með það að markmiði að
selja skinnin. Þeir veiddu að-
eins til að hafa nóg í sig og á,
Og hugsuðu ekki út í það, að þeir
gátu hagnast á veiðunum. — Og
veiðarnar eru það eina, sem þeir
fengust við. Kvenfólkið hefur
alltaf gert það sem gera þurfti“.
„Þetta er hræðilegt. Hvers-
konar líf er þetta?“
„Það er að breytast“, ságði
Mike. „Mjög hægt, auðvitað, en
þá má marka breytingu á líf-
erni Indíánanna. Þegar Hud-
son Bay verslunarfjelagið fyrst
kom hingað norður eftir vildu
þeir fá menn fil að flytja skinn-
in til Edmonton, og þá voru það
konurnar, sem urðu áð leysa
það verk af hendi. Þær bera oft
hundrað til hundrað og fimmtíu
pund á bakinu fjórtán mílna
leið án þess að stansa til að
hvílast. Við þessum störfum
hafa nú mennirnir tekið. þó það
sje mikið kynblendingar og
hvítir menn, sem hafa þessi
störf ^nú með höndum. En þetta
sýnir að minnsta kosti að ein-
hver von sje til þess að þetta
sje smám saman að breytast
konunum í hag“.
Hjer verður að vera snögg
breyting á, hugsaði jeg með
sjálfri mjer og alla leiðina heim
hugsaði jeg ekki um annað en
byltingar og gerði áætlanir um
hvernig þeim skyldi hagað. —
Martin frændi hafði alltaf ver-
ið að tala um hvernig farið væri
með þá, sem mest erfiðuðu, og
að hans áliti var ekkert, sem
ráðið gæti bót á þeirri meðferð
nema skipulag. En með skipu-
lagi átti Martin frændi við verk
föll. Jeg íhugaði þá hugmynd,
að fá Indíánakonurnar til að
gera verkfall gegn karlmönn-
unum, en mjer fannst einhvern
veginn, að aldrei myndi mjer
takast að fá þær til þess. Þær
voru.svo frumstæðar og myndu
ekki skilja slíkt.
Jeg varð að finna upp eitt-
hvað annað ráð. Fyrst jeg átti
í framtíðinni að vera nágranni
þessara kvenna ákvað jeg að
reyna að gera eitthvað fyrir
þær. Mjer var ekki ennþá ljóst,
hvað það yrði, en. .. .
Mike truflaði mig í þessum
hugleiðingum mínum. „Fannst
þjer þetta ekki skemmtileg
gönguferð, Kathy?“ ' ‘j
Jeg leit á hann undrandi á
svip. Var það það sem við höfð-
um verið að gera — farið í
gönguferð? Gönguferð hjerna,
var ekki sama hugtakið og í
borgunum, þegar maður gengur
um á steinlögðum gangstjettun-
um, eins og t.d. í Boston. Hjerna
þýddi það úlfaför, birnir, sem
vakna af vetrardvala, fljót, sem
brjóta af sjer ísinn, og Indíána,
°g....
„Jú“ sagði jeg. „Þetta var
skemmtileg gönguferð11.
8. kafli.
Mike hafði sagt um moskíto-
flugurnar: „Þær eru fyrstar til
að koma á vorin og síðastar til
að fara á haustin“. En jeg hafði
ekki gert mjer rjetta hugmynd
um moskítoflugurnar. Jeg hafði
ekki getað imyndað mjer að
þær myndu stjórna hverri hreyf
ingu manns. Jeg var farin að
hlakka til að geta klæðst ljett-
ari klæðnaði, er vetrinum lyki.
En það var aldrei hægt að vera
ljettbúin í þessum hjeruðum;
því á vorin og sumrin og yfir
alla flugumánuðina varð jeg að
hafa yfir mjer varnarblæju
vegna þessara áleitnu kvikinda.
Mike strengdi flugnanet yfir
alla glugga. Hundarnir þjáðust
og jafnvel ótamdar skepnur
urðu stundum vitskertar vegna
þessara suðandi flugnaskara.
Næturnar voru svalar og það
voru einu stundirnar, sem nokk
ur friður var fyrir moskítoflug-
unum.
Mike hafði gefið mjer hanska,
sem jeg átti að hafa þegar jeg
var að gera eitthvað í garðin-
um. Jeg ákvað með sjálfri mjer
að nota þá ekki, en þegar jeg
hafði verið í tíu mínútur utan
dyranna voru hendur mínar
orðnar rauðar og svo bólgnar,
að þær voru þrisvar sinnum
stærri en þær áttu að sjer að
vera. Svo að eftir þetta fór jeg
aldrei út fyrir dyr, án þess að
hafa hanskana á höndunum. —
Annar nauðsynlegur hlutur til
varnar flugunum var hatturinn
minn. Stór hattur með miklum
börðurrrr en á þau var fest
flugnanet, sem jeg síðan Ijet
ganga niður í hálsmálið á blúss
unni minni.
Þegar jeg var álút við vinnu
mína í garðinum blöktu allt í
kringum mig þúsundir þessara
litlu vængja. Suðið var svo stöð
ugt og tilbreytingarlaust, að
venjulega heyrði jeg það ekki.
En nú komst jeg ekki hjá því
einhverra orsaka vegna. Mosk-
ítoflugurnar fljúga í hópum,
sem tilsýndar eru eins og dökk
ský. Það var undarleg tilfinning
að horfa á skarann en vera svo
vel varin gegn ágangi hans, að
þær máttu sín einskis. Það var
líkast því, þegar maður er vel
útbúinn úti í mikilli rigningu.
Það var eitthvað í rósabeð-
inu mínu, sem jeg ekki vildi
slíta upp, vegna þess að jeg vissi
ekki hvað það var. Jeg ætlaði
að spyrja Mike, hvað það væri.
Jeg átti von á honum innan
stundar, því hann ætlaði að
koma með mjer til Indíánanna.
Jeg rjetti mig upp. Það reynir
á bakið að fást við garðyrkju.
„Kathy!“
Jeg hljóp hálfhring kringum
húsið og horfði á Mike koma
yfir grasbalann.
1 -„Ertu tilbúinn, Kathy?“ kall-
aði hann. Jeg var það og hljóp
til móts við hann.
„Jeg veit að það er lengra að
fara meðfram ánni“, sagði jeg,
„en það er miklu fallegra og
skemmtilegra“.
Mike brosti og við gengum
niður að ánni.
„Hvað heldur þú að það taki
langan tíma fyrir mig að læra
tungu þeirra, Mike?“
„Ekki mjög langan tíma. Þjer
gengur ágætlega“.
„Jeg get heilsað“, sagði jeg.
Mike hló. „Lofaðu mjer að
heyra hvernig þú heilsar á
þeirra máli“.
En í stað þess að gera það
benti jeg á viltan kanarífugl.
Hann var ljósgulur, en væng-
irnir dálítið dekkri. Líktist ekki
i hið minnsta kanarífuglinum
hennar mömmu. — Mike hafði
bent mjer á einn fugl fyrir
! nokkrum dögum, og nú vildi jeg
sýna honum, að jeg tæki eftir
því, sem í kringum mig væri.
! Klukkan
6.
I Auglýsingar,
*em birtast eiga i
| sunnudagsblaði
1 í eumar, þurfa að vera
koninar fvrir
Iklukkan 6
{ á föstudögum.
I p<
Sigurður Reynir Pjeturseon
málflutningsskrifstofa
Laugaveg 10. — Sími 80332.
SKieAUTiiCRÐ
RIKISINS
99
T1 • U
Esja
vestur um land til Þórshafnar hinn
12. þ.m. Tekið á móti flutningi til
áaetlunarhafna í dag og árdegis á
morgun. Farseðlar seldir á mánu-
daginn.
M.s. Skjaldbreið
til Húnaflóahafna hinn 13. þ.m.
Tekið á móti flutningi til hafna milli
Ingólfsfjarðar og Skagastrandar á
mánudag, Farseðlar seldir á þriðju-
dag.
Ármonn
Tekið á móti flutningi til Vest-
mannaeyja í dag.
ufustoMfe
V
FJ AÐRAFÁNINN
2.
Fátæki skógarhöggsmaðurinn var hvorki glaður nje ánægð
ur þar sem hann var að vinna í skóginum við að höggva
niður trjen sín. Þegar hann heyrði um allar dýrmætu gjaf-
irnar, sem átti að færa konunginum, sagði hann: „Æ, þvl
miður hefi jeg enga von“.
„Við skulum sjá til,“ kvakaði lítill fugl, sem sat á grein,
„Þú hefur verið góður við skógarfuglana, og mig langar til
að sýna þjer vott um þakklæti mitt. Jeg lofa því að syngja
ó hverju kvöldi fyrir utan gluggann konungsins, ef það getur
glatt hánn eitthvað. Og þú, skógarhöggsmaður, skalt hljóta
lounin fyrir það.“
„Hvað ætli söngur þinn megi sín á móti fjaðrafánanum?*5
sagði ungi skógarhöggsmaðurinn dapurlega.
„Finnst þjer ríki maðurinn ekki vera grimmur að ætla
að reita fjaðrir af lifandi fuglum?“ spurði fuglinn.
„Jú,“ svaraði skógarhöggsmaðurinn, „en honum stendur á
sama um það.“
„Svo ljótum verknaði getur ekki fylgt lán,“ sagði fugl-
inn.
„Jú, því miður,“ sagði skógarhöggsmaðurinn. „konung-
urinn mun taka á móti þessari fallegu gjöf og ekki hugsa
um, hvernig hún er fengin."
„Við skulum að minnsta kosti reyna það, sem
jeg var að tala um“, bað fuglinn. „Jeg skal segja
þjer leyndarmál, og það er það, að konungurinn er mikið
veikur. Enginn getur sagt fyrir um, að hverju veikum kon-
ungi þykir gaman.“
„Jæja, reynum það þá,“ sagði ungi skógarhöggsmaður-
inn, „og þakka þjer kærlega fyrir að þú vilt hjálpa mjer.
Þegar hinir fara til hallarinnar með allar dýrmætu gjafirn-
ar sínar, ætla jeg að fara inn tómhentur og bjóða konung-
inum söng þinn. En þú sest á trjágrein fyrir utan einn hall-
argluggann, og þegar þú sjerð mig krjúpa fyrir framan há-
sæti konungsins, þá áttu að syngja eins yndislega og þú
getur.“ 4:{
"’WI
ntlCP
Hassan litli, sonur töframanns-
ins, á afmæli.
★
Samuel Morse, sem var málari á
æskuárum sínum, kallaði eitt sinn á
vin sinn, sem var læknir, og sýndi
honum niyrid af manni í dauðateygj-
unum.
„Jæja,“ sagði Morse, eftir að lækn-
irinn hafði skoðað myndina vandlega,
„hvað segir þú um þetta?“
,Malaría“, svaraði læknirinn,
★
Maður nokkur fór til Parisar, og
þegar hann kom aftur, var hann
spurður, hvernig honum hefði fundist
málverkasöf nin,
„Fallegustu rammar, sem jeg hefi
nokkurn tíman sjeð“, svaraði hann.
★
Málara var ráðlagt að gerast lækn-
ir, á þeim forsendum, að nú sæust
öll mistök hans, en þá myndu þau
verða grafin,
★
Mascagni, höfundur Cavalleria
Rusticana, heyrði eitt sinn lírukassa
leikara vera að spila kafla úr óperu
sinn fyrir neðan gluggann á herberg
inu, sem hann bjó í. Tónskáldinu of-
hauð hvað lögin voru hægt leikin og
hljóp niður á götuna.
„Jeg er Mascagni," hrópaði hann,
„og jeg skal sýna ýður, hvernig þjeí
eigið að leika þetta rjett.“ Siðan snerí
hann handfanginu á lírukassamun
hratt nokkrum sinnum. Daginn eftir
heyrði Mascagni aftur í lírukassan-
leikaranum. H$nn leit út um glugg-'
ann og las eftirfarandi orð á stórrs
skilti sem götuleikarinn har yfir
höfði sjer:
„Nemandi Mascagni".
★
Ungur maður spurði Mozart eití
sinn, hvernig það ætti að fara að því
að semja symfóníu.
„Þjer eruð mjög ungur maður,"
sagði Mozart. „Hvers vegna byrjiS
þjer ekki heldur á einhverju ljettara'
viðfangsefni?"
„Þjer sömduð symfóníur þegar
þjer voruð tíu ára gamall,“ sagði pilt-
urinn.
„Já,“ svaraði Mozart, „en jeg
spurði ekki, hvernig ætti að fara nð
því.“
* ★
Brahms hlustaði eítt sinn á siðustw
æfingu á klarinett kvintett eftir sig,
og var svo hrifinn, að tórin komu
fram í augu hans, Til þess að leyna
tilfinningum sinum, reis hann á fæt-
ur, æddi yfir gólfið og hrópaði;
„Hættið þið að
legu músik.“
leika þessa hræði-
NæturaksfurssfniL
B.5.R. er 1720
~r~ ■ ■ i ■ ■■ 11 — 11 n ii ii i ■ 11 ~irnwiiwhi wm nm i
EINAR ÁSMUND. jON
hœstaréttarlögmaður
SKRIFSTOFA;
Tjarnargötu 10. — Síml 540? .