Morgunblaðið - 08.09.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8 seþt. 1950 trfcíi Útg.: H.f. Árvakur Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. i Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson, Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Litlu verður Vöggur feginn MEÐ kosningum meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum ér að öllum jafnaði fylgst með töluverðum áhuga hjer á íslandi. Svo var einnig er kosið var í Danmörku fyrir nokkr- um dögum. Úrslit þeirra kosninga eru nú kunn. Þau urðu á þá lund að vinstri flokkarnir töpuðu, en frjálslyndari hluti hægri flokkanna vann á. Sósíaldemokratar töpuðu 2,5% af atkvæðamagni sínu frá síðustu kosningum en kommún- istar 33%. Hafa þeir nú tapað nær tveim þriðju hlutum þingsæta sinna frá fyrstu kosningum, er fram fóru í Dan- mörku eftir að styrjöldinni lauk. Aðeins 7 kommúnistar eiga nú sæti á þjóðþingi Dana. Danska þjóðin er eins og aðrar norrænar þjóðir að hrista óþrif kommúnismans af sjer. Stærsta sigur kosninganna unnu íhaldsmenn. Þeir unnu 10 þingsæti og uku atkvæðamagn sitt um nær 41%. Rets- forbundet, sem er borgaralegur flokkur, er haldið hefur uppi harðri baráttu gegn kommúnistum og sósíalistum, vann þó raunverulega enn meira á. Hann tvöfaldaði þingmannatölu sína, fjekk 12 þingmenn kjörna og jók atkvæðamagn sitt um rúmlega 78%. Radikalir, sem einnig er borgaralegur flokkur, sem þó hefur stundum starfað með jafnaðarmönnum, jók atkvæðamagn sitt um 16,3%, en vinstri flokkurinn, sem er mjög íhaldssamur bændaflokkur, tapaði 23,8%. Þess má geta að sá flokkur hefur við undanfarnar kosningar verið í tölu- verðum vexti. Hafa íslenskir Framsóknarmenn fagnað því ákaflega, þar sem þeir telja flokk þennan samsvara Fram- sóknarflokknum á íslandi. Er nú eftir að sjá, hvernig Fram- sóknarmenn taka þessum ósigri bróður síns í Danmörku. Alþýðublaðið segir að kosningaúrslitin í Danmörku sjeu sigur fyrir danska sósíaldemokrata. Litlu verður Vöggur feginn. Það má nú segja. Tvö og hálft prósent tap, það segir Alþýðubl. að sje sigur!! Því er blaðið að svona barnaskap? Leiðtogar danskra sósíaldemokrata eru ágætismenn og ís- lendingar hafa gott eitt af þeim að segja. Margir þeirra og þá ekki síst Hans Hedtoft forsætisráðherra, hafa sýnt skiln- ing og velvild gagnvart íslenskum málum. Þetta hlýtur öll- um íslendingum, hvar sem þeir standa í flokki að vera ljúft að viðurkenna. En hvaða greiða gerum við þessúíh góðu mönnum með því að segja að þeir hafi sigrað þegar þeir hafa tapað? Engan, nema þá Bjarnargreiða. En vesalings Alþýðuflokkurinn á íslandi, sem er pínulítill flokkur, er alltaf á hnotskóg eftir fjöðrum í hattinn sinn. Hann grípur öll tækifæri, ómöguleg sem möguleg til þess að nugga sjer upp við sjer skylda flokka í útlöndum. Hefur þetta géngið svo langt að flokkurinn hefur orðið að þjóðar- athlægi fyrir þessa uppviðran. Alþýðublaðið ætti að hætta því að gera flokk sinn spaugilegan með þessari misskildu greiðasemi við bræðraflokka sína á Norðurlöndum. Um stjórnarhorfur í Danmörku er ekki gott að spá á þessu stigi málsins. Fremur er talið ólíklegt að meirihluta- stjórn verði mynduð. Jafnaðarmenn og radikalir hafa sam- tals aðeins 71 þingsæti og geta því ekki myndað meirihluta- stjórn. Við kommúnista kemur þeim ekki í hug að semja. Á þá er almennt litið sem fimmtuherdeild, er hafi það hlut- verk eitt að svíkja þjóð sína í hendur erlendu kúgunarvaldi. íhaldsmenn, Retsforbundet og vinstri menn hafa einnig samtals 71 þingsæti og hafa því heldur ekki meirihlutaað- stöðu þó að þeir gætu komist að samkomulagi um stjórnar- myndun, sem þó er talið hæpið. Raunverulega veltur mest á afstöðu radikala. Hallast þeir að stuðningi við jafnaðar- menn eða vilja þeir stuðla að myndun borgaralegrar meiri- hlutastjómar? . »jf Danska þjóðin stendur frammi fyrir sama vanda og ýmsar lýðræðisþjóðir, þar sem enginn meirihlutaflokkur er til. Hún verður að búa við samsteypustjórnir eða minnihluta- stjórnir. Að sjálfsögðu setur það sinn svip á stjórnarfar henn- ar. En engum dylst að Danir eru meðal þroskuðustu lýðræð- (isþjóða heimsins. Þess vegna má óhikað vænta þess, að hvaða fiokkar, sem mynda þar stjórn að loknum þessum kosning- um, þá verði Danmörk framvegis sem hingað til traust vígi .lýðræðis og mannrjettinda. 0R DAGLEGA LÍFINU HUGMYND HERSHÖFÐINGJANS R. N. STEWART, skotski hershöfðinginn, sem sagt var frá hjer í blaðinu í gærmorgun, er merkilegur maður, eins og kemur fram í við- talinu við hann. Hann hefur lagt á margt gjörfa hönd um dagana, annað en laxveiðar, þótt þær sjeu honum mesta frístundayndi og raunar vís- indagrein um leið. En það var hugmynd hershöfðingjans, sem jeg ætlaði að segja frá. Og hún er í stuttu máli sú, að ef við viljum vinna okkur inn álitlega fjárfúlgu í erlendum gjaldeyri og auglýsa land- ið vel erlendis um leið, eigum við að efna til alþjóðakappaksturs milli Akureyrar og Reykja- víkur. • DÝR UNDIRBÚNINGUR, SEM MYNDI ÞÓ BORGA SIG UNDIRBÚNINGUR undir slíkan kappakstur myndi að sjálfsögðu verða dýr. — „Það kostaði kannske' 250,000 krónur, eða meira“, sagði hers- höfðinginn, er hann var að segja mjer frá þess- ari hugmynd sinni. „En þið mynduð fá þá pen- inga inri margfalda og mest í erlendum gjald- eyri. Ef að verðlaunin yrðu nógu há og glæsileg, þarf ekki að efa að kappaksturskappar víðs- vegar úr heiminum myndu koma til ag keppa um þau“. • ÞÚSUNDIR í KJÖLFAR ÞEIRRA „ÞÚSUNDIR ferðamanna myndu fylgja í kjöl- far kappaksturskappanna til þess að horfa á keppnina og til þess að veðja. Mestu erfiðleikar yrðu á því að útvega öllu þessu fólki fæði og húsnæði. Þá myndi vafalaust skorta skip til að flytja farþega á milli ianda, en Gullfoss og flug- vjelarnar ykkar myndu bæta mikið úr. Þetta getið þið gert, ef þið kærið ykkur um að fá ferðafólk til landsins og viljið vekja at- hygli á landinu. Gjaldeyristekjurnar eru fyrir- fram tryggðar". • I STAÐ SÍLDARINNAR? ÞAÐ er ljóst af orðum hins skotska hershöfð- ingja, að hann er ekki áð ráðleggja fslending- um, að efna til alþjóða kappaksturs milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. Hann er einungis að benda á möguleika til að lokka ferðafólk til landsins og öflun gjaldeyris á þann hátt. Hann er ekki í vafa um að þetta yrði tiltölulega auð- velt mál. í'Það skyldi nú aldrei eiga eftir að fara svo, að við yrðum að taka upp kappakstur, eða koma upp spilabanka fyrir erlenda Faróa til að bæta upp síldarskortinn? • TIL FYRIRMYNDAR LAXVEIÐIMÖNNUM OG eitt var það, sem ekki var getið um í við- talinu- við Stewart hershöfðingja í blaðinu í gær, en það er hve hann gæti orðið íslenskum laxveiðimönnum til fyrirmyndar. í ánni, sem hann hefur á leigu, Hrútafjarðarár, veiðir hann aldrei nema ákveðinn fjölda fiska á dag, hversu vel, sem laxinn tekur og hægt væri að draga á land. Nái laxinn, sem hann dregur á land, ekki ákveðinni þyngd, 6 eða 7 pund, að mig minnir, sleppir hann honum í ána aftur. Með þessu móti er Hrútafjarðará, að verða með betri laxveiðiám á landinu og á sama hátt væri hægt að bæta aðrar laxveiðiár. e LEIST EKKI Á LEGSTEINANA Á LAUGARDAGINN var vorum við dr. Jón Stefánsson staddir á Þingvöllum. Jón er nú 88 ára, en fræðaþulir gerast ekki skemmtilegri en hann og nú er hann að vinna að öðru bindi end- urminninga sinna. En í haust fer hann til að kynna sjer ættir Churchills og rekja þær til víkinga. Ekki leist dr. Jóni á legsteina þjóðskáldanna. „Það er ekkert íslenskt við þá. Ekki til. Væri jeg ungur skyldi jeg koma hingað að nætur- lagi og eyðileggja þá“, sagði hann, en brosandi þó--- • JAFNALRIJÓNASAR HALLGRÍMSSONAR í ÞESSU sambandi sagði dr. Jón Stefánsson okkur frá ítalska skáldinu Giacomo Leopardi, sem var samtíðarmaður Jónasar Hallgrímssonar og orkti ættjarðarkvæði til Ítalíu, sem minnir svo mikið á „íslands farsældarfrón“, að alveg er ótrúlegt. Ekki þarf að taka fram, að hvorugt þessara stórskálda vissi af hinu er þeir ortu kvæði sín. • SNORRABÚÐ ER STEKKUR SNORRABÚÐ er stekkur, eins og hún var er Jónas orti kvæði sitt fyrir rúmlega 100 árum. Vanræksla okkar íslendinga við frægustu sögu- staði okkar er til háborinnar skammar. Það verður aldrei nöldrað nóg um þetta mál og það er heldur ekki rjett að þagna, fyr en þjóðin vaknar til meðvitundar um að sögustað- irnir okkar eru eitt af því dýrmætasta, sem við eigum og að þangað og í sögurnar hefur þjóðin sótt þor og þrek. Án þeirra hefði hún ekki komist af. .... ÍÞRÓTTIB ......... Meistaramót drengja í frjáisíþróttum 400 m. hlaup: 1. Þórir Þorsteinsl 3. Geirharður Þorsteinsson, ID, son, ÍD, 56,5 sek., 2. Kristinn! 41,37 m. Ketilsson, ÍF, 57,5 sek., 3. Krist- inn Jóhannsson, ÍF, 58,4 sek. HJER í REYKJAVÍK hefur starf að alllengi íþróttafjelag Drengja. í því eru einungis ungir dreng- ir og skipa þeir stjórn fjelagsins sjálfir og vinna að því sem gera þarf án aðstoðar sjer eldri manna. 14. nóvember 1948 var stofnað íþróttabandalag drengja. Að því standa íþróttafjelag Drengja í Reykjavík, Þróttur í Gaulverja- bæjarhreppi, Grettir í Reykja- vík og Fóstbræður í Hafnar- firði. Stjórn sambandsins skipa Sig- urjón Þorbergsson form., Ólafur Plámason ritari, Trausti Ríkarðs- son gjaldk og Davíð Sigurðsson og Baldur Maríusson meðstjórn- endur. Fyrsta meistaramót sambands- ins var háð í Reykjavík 19. og 20. ágúst s. 1. Mótið var stiga- keppni og sigruðú Fóstbræður í Hafnarfirði með 150 st. íþrótta- fjel. Drengja í Reykjavík hlaut 133 stig. Keppt var í þremur flokkum A fl. 16—17 ára, B fl. 14—15 ára og C fl. 13 ára og yngri. Keppt var um bikar sem ÍR hefur gefið. Vinnst hann til eignar, sje hann unninn 3 í röð eða 5 sinnum alls. Úrslit í einstökum greinum: A-flokkur. 100 m. hlaup: 1. Alexander Sig urðsson, ÍD, 11,3 sek., 2. Kristinn Ketilsson, ÍF, 11,4 sek., 3. Jafet Sigurðsson, ÍD, 11,8 sek. 800 m. hlaup: 1. Einar Sigurðs- son, ÍD, 2.15,6 mín., 2. Kristinn Jóhannsson, ÍF, 2.16,0 mín., 3. Baldvin Árnason, ÍD 2.23,1 mín. 80 m. grindahlaup: 1. Ólafur Þórarinsson, ÍF, 12,6 sek., 2. Hjör leifur Jónsson, ÍF, 12,8 sek. (Bestan tíma í undanrás náði Guðmundur Guðmundsson, ÍD, en hann meiddist í úrslitahlaupi). 4x100 m. hlaup: 1. Sveit ÍD, 48,7 sek., 2. Sveit ÍF 49,2 sek. Hástökk: 1. Geirharður Þor- steinsson, ÍD, 1,65 m., 2. Baldvin Árnason, ÍD, 1,60 m., Jafet Sig- Árnason, ÍD, 1.60 m. Langstökk: 1. Bjarni Guð- mundsson, ÍF, 5,82 m., 2. Krist- inn Ketilsson, ÍF, 5,78 m., 3. Ottó Björnsson, ÍD, 5,55 m. Þrístökk: 1. Ólafur Þórarinsson ÍF, 11,36 m., 2. Þórir Þorsteins- son, ÍD, 11,30 m., 3. Geirharður Þorsteinsson, ÍD, 11,19 m. Stangastökk: 1. Baldvin Árna son, ÍD, 3,10 m., 2. Ólafur Þor- arinsson, ÍF, 2,80 m., 3. Sigur- jón Þorbergsson, ÍD, 2,60 m. Kúluvarp (5,5 kg.): 1. Ólafur Þórarinsson, ID, 12,84 m., 2. Hjör leifur Jónsson, ÍF, 11,70 m., 3. Baldvin Árnason, ÍD, 11,06 m. Kringlukast (1,0 kg.): 1. Guð- mundur Axelsson, ÍD, 44,03 m., 2. Hjörelifur Jónson, ÍF, 43,11 m., B. -flokkur. 80 m. hlaup: 1. Karl Magnússon ÍF, 10,1 sek., 2. Davíð Sigurðsson, ÍD, 10,6 sek. 200 m. hlaup: 1. Karl Magnús- son, ÍF, 25,6 sek., 2. Davíð Sig- urðsson, ÍD, 26,8 sek. 400 m. hlaup: 1. Karl Magnús- son, ÍF, 62,6 sek., 2. Samúel Guð- mundsson, ÍD, 65,0 sek. 75 m. grindahlaup: 1. Karl Magnússon, ÍF, 12,5 sek., 2. Ing- var Hallsteinsson, ÍK, 12,8 sek. Hástökk: 1. Sigurður Sæmunds son, ÍF, 1,45 m., 2. Ingvar Hall- steinsson, ÍF, 1,45 m. Langstökk: 1. Bragi Þorbergs- son, ÍF, 5,17 m., 2. Karl Magnús- son, ÍF, 5,09 m. Stangarstökk: 1. Gunnar Pálsson, ÍD, 2,60 m., 2. Bragi Þorbergsson, ÍF, 2,60 m. Kringlukast: 1. Karl Magnús- son, ÍF, 36,66 m., 2. Gunnar Páls- son, ÍO, 35,91 m. Kúluvarp: 1. Sigurður Sæ- mundsson, ÍF, 12,58 m., 2. Karl Magnússon ÍF, 12,22 m. C. -flokkur. 60 m. hlaup: 1. Magnús Krist- jánsson, ÍF, 9,0 sek., 2. Ævar Hjaltason, ÍF, 9,1 sek. 100 m. hlaup: 1. Ásgeir Þorkels írh, á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.